Morgunblaðið - 19.05.2007, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 19.05.2007, Qupperneq 28
28 LAUGARDAGUR 19. MAÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ Einar Sigurðsson. Styrmir Gunnarsson. Forstjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. GRÆNN FLOKKUR Það hefur verið fróðlegt aðfylgjast með því hvernigSteingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna, hefur markvisst leitt flokk sinn til þess að glutra niður hverju tækifærinu á fætur öðru í aðdraganda kosning- anna og eftir þær. Í fyrsta lagi klúðruðu Vinstri grænir kosningabaráttunni, senni- lega með því að hætta að berjast og trúa á skoðanakannanir. Það varð til þess að stórsigur, sem allt stefndi í, gekk þeim úr greipum þótt þeir ynnu góðan sigur í kosningun- um. Í öðru lagi unnu forystumenn Vinstri grænna skipulega að því að útiloka vinstristjórn með aðild Framsóknarflokksins. Það gerði Steingrímur J. Sigfússon með því að móðga framsóknarmenn stórlega með því að krefjast þess í sjónvarpi að Jón Sigurðsson, formaður Fram- sóknarflokksins, legðist á hnén fyr- ir framan sig og bæði sig afsökunar á auglýsingu sem Framsóknarflokk- urinn hafði birt í sjónvarpi og Stein- grímur taldi móðgandi fyrir sig. Í þriðja lagi héldu forystumenn Vinstri grænna áfram með að úti- loka vinstristjórn með því að bjóða Framsóknarflokknum upp á þann eina kost að vera utan stjórnar en verja minnihlutastjórn Samfylking- ar og Vinstri grænna vantrausti! Í fjórða lagi hefur Ingibjörg Sól- rún Gísladóttir upplýst að hún hafi ekki talið möguleika á vinstristjórn vegna afstöðu Steingríms J. Sigfús- sonar til Framsóknarflokksins. Í fimmta lagi sýnist Steingrímur J. Sigfússon ekki hafa áttað sig á að umtalsverður stuðningur var innan Sjálfstæðisflokksins við samstjórn með Vinstri grænum. Alla vega gerði hann litla sem enga tilraun til að nýta þá möguleika. Þetta er langur listi mistaka hjá formanni stjórnmálaflokks og raun- ar alveg óskiljanlegt að svo reyndur stjórnmálamaður sem Steingrímur J. Sigfússon er skyldi láta þessi mistök henda sig. Vinstri grænir ætluðu ekki að láta þetta gerast. Eftir að þeir misstu af tækifærinu til að mynda meirihluta með Sjálfstæðisflokknum í Reykja- vík ætluðu þeir ekki að glutra niður sama tækifæri í landstjórninni. En það gerðist. Nú hlýtur sú spurning að vakna meðal vinstri grænna, hvort ekki sé komið nóg af svo góðu. Forystusveit Vinstri grænna hefur reynzt ófær um að vinna úr góðum kosninga- sigri. Það er augljóslega kominn tími til breytinga. Í hópi Vinstri grænna eru margar ungar og efnilegar konur sem eru fullfærar um að taka við forystu flokksins. En jafnframt felast aug- ljóslega sóknarfæri í því fyrir þenn- an flokk að taka skrefið til fulls og verða grænn flokkur án þess að skil- greina sig til vinstri sem slíkur. Með slíkri breytingu og nýrri for- ystu mundi græni flokkurinn skapa sér sterka vígstöðu í íslenzkum stjórnmálum. ÖRYGGIS- OG VARNARMÁL RÆDD VIÐ ÞJÓÐVERJA Svokallaðar forviðræður fóru frammilli Íslendinga og Þjóðverja í gær um öryggis- og varnarmál. Kveikjan að þessum viðræðum var heimsókn íslenskra embættismanna til Berlínar í vetur. Í frétt í Morg- unblaðinu í dag kemur fram að víða var komið við í viðræðunum og ekki aðeins fjallað um varnir og hagsmuni Íslands. Engin niðurstaða varð af við- ræðunum í gær en gert er ráð fyrir að þeim verði haldið áfram í haust og næsti fundur verði í Þýskalandi. Þess er ekki að vænta að gerður verði samningur við Þjóðverja af svipuðum toga og gerðir hafa verið við Dani og Norðmenn. Það útskýrir Ulrich Brandenburg, embættismað- ur í þýska utanríkisráðuneytinu, þannig að Þýskaland sé ekki hluti af því svæði á Norður-Atlantshafi, sem um sé að ræða. Þjóðverjar geri sér hins vegar grein fyrir þeirri stöðu, sem hér sé komin upp eftir að banda- ríska varnarliðið hvarf á braut í fyrrahaust. Samskipti Íslands og Þýskalands hafa löngum verið náin og milli land- anna eru sterk menningarleg tengsl. Heil kynslóð Þjóðverja ólst upp við lestur Nonnabókanna og nú blasa bækur Arnaldar Indriðasonar við í öllum bókabúðum auk þess sem verk fjölda nútímahöfunda hafa verið þýdd á þýsku. Mikill fjöldi þýskra ferðamanna kemur til Íslands á ári hverju og Ís- lendingar halda til Þýskalands bæði til að ferðast og stunda nám. Við- skiptin milli ríkjanna eru einnig mikil og blómleg og hlaupa á tugum millj- arða króna á hverju ári. Þýskaland er öflugasta ríki Evrópu um þessar mundir og þar er mikill skriður á flestum sviðum. Þjóðverjar hafa smátt og smátt látið meira að sér kveða eftir lok kalda stríðsins og sameiningu Austur- og Vestur- Þýskalands og axlað aukna ábyrgð, en ýmsir telja þó að þeir mættu fara sér hraðar. Augljóst er líka að þeir vilja hafa áhrif í samræmi við stærð, til dæmis með því að fá fast sæti í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna, þótt á það sé ekki lögð þung áhersla þessa dagana. Þýska hernum hefur verið beitt í auknum mæli og gegnir hann hlut- verki bæði á Balkanskaga og í Afgan- istan, svo eitthvað sér talið. Ísland tók upp stjórnmálasamband við Vestur-Þýskaland árið 1952 og hefur ávallt verið náinn samgangur milli íslenskra og þýskra ráðamanna. Þjóðverjar eru mikilvægur banda- maður bæði í Atlantshafsbandalag- inu og í samskiptum við Evrópusam- bandið. Það er mikilvægt að rækta og efla samskiptin við Þýskaland. Aukið samstarf í varnarmálum er liður í því. Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ FRÉTTASKÝRING Eftir Agnesi Bragadóttur agnes@mbl.is Eindrægni, samhugur ogsamstaða eru ekki orðsem koma fyrst upp íhugann þegar lýsa á andrúminu innan Framsókn- arflokksins. Efst í huga framsókn- armanna nú, eftir að stjórnarsam- starfi við Sjálfstæðisflokkinn hefur verið slitið, er mögnuð reiði í garð Sjálfstæðisflokks. Merkilegt er að reiðin snýr ekki fyrst og fremst að Geir H. Haarde heldur miklu frem- ur Sjálfstæðisflokknum sem slík- um, og ef persónugera á reiði Framsóknar í einni manneskju þá beinist reiðin fyrst og fremst að Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, menntamálaráðherra og varafor- manni Sjálfstæðisflokksins. Framsóknarmenn segja hana hafa farið offari, í markaðs- setningartilraunum fyrir sam- stjórn Sjálfstæðisflokks og Sam- fylkingar. Í raun hafi Sjálfstæði- sflokkurinn verið þrískiptur frá því að kosningaúrslit lágu fyrir á sunnudagsmorgun: Einn hluti Sjálfstæðisflokksins hafi átt í mikl- um og heitum viðræðum við sam- fylkingarfólk; annar og minni hluti flokksins hafi átt í svipuðum við- ræðum við vinstri græn og þriðji hlutinn, Geir H. Haarde hafi átt í viðræðum við Jón Sigurðsson, for- mann Framsóknarflokksins. Dapurlegur endir Framsóknarmenn segja það dap- urlegt að trúnaðarbrestur hafi orð- ið milli flokkanna, eftir 12 ára far- sælt stjórnarsamstarf. Vísa þeir til þess að viðræður milli sjálfstæðis- manna og samfylkingarfólks hafi verið komnar vel á veg, á bak við tjöldin, á meðan Geir H. Haarde hafi enn átt í viðræðum við Jón Sig- urðsson um áframhaldandi stjórn- arsamstarf. Segja þeir að yfirlýsingar Ingi- bjargar Sólrúnar Gísladóttur í fréttum RÚV á miðvikudag og aft- ur í Kastljósi á uppstigningardag staðfesti þetta. Framsóknarmenn væna Geir H. Haarde þó alls ekki um óheiðarleika eða tvöfeldni; þeir trúa því miklu frekar að mun meiri skriður hafi verið á viðræðum milli sjálfstæðismanna og samfylking- arfólks en Geir hafi verið kunnugt framsóknarmenn telja að h áform hafi ekki endilega te af því hvað hentaði Framsó heldur því hvað hentaði he hagsmunum best. Gengið er út frá því sem Jón Sigurðsson, formaður sóknarflokksins, muni segj formennsku á miðstjórnarf sem áætlað er að verði hald síðar en um miðjan júní. Jón á ekki hægt um vik a áfram formennskunni eftir Framsókn verður komin í s arandstöðu því hann náði e á þing og hefur þannig séð vettvang sem formaður. H ráðherra í fráfarandi ríkiss þannig gegndi allt öðru má stöðu hans þótt hann sæti e heldur á þingi sem þingma Því eru nú alls konar þre hafnar innan Framsóknar sitt sýnist hverjum. Siv mu uð staðráðin í því að bjóða til formanns, gegn Guðna Á syni, þegar flokksþing verð kallað saman og er þegar k fleygiferð í þeim undirbúni það liggur fyrir að þegar J af sér á miðstjórnarfundi þ um. Þeir eru þó þeirrar skoðunar að Geir hafi haldið Jóni volgum óhóflega lengi, miðað við það hver gangur var á óformlegum við- ræðum við Samfylkingu. Reiðin undir niðri er því kraumandi í mörgum framsóknarmanninum. Erfitt en gerlegt Framsóknarmenn telja að ef fullur vilji hefði verið til þess að halda frá- farandi stjórn áfram við völd, af hálfu beggja flokka, hefði það í sjálfu sér verið gerlegt. Þeir við- urkenna að það hefði getað verið mjög erfitt í framkvæmd því það þurfi geysilegan aga og samstöðu og mjög mikla skipulagningu til þess að halda saman stjórnarmeiri- hluta tveggja flokka sem byggi að- eins á einum manni. Eru samt sem áður sannfærðir um að það hefði verið gerlegt. Bjarni Harðarson, nýr þingmað- ur Framsóknar í Suðurkjördæmi, er annar tveggja þingmanna Fram- sóknar sem ákveðnir framsóknar- menn hafa sett spurningarmerki við hvað það varðar að rekast í flokki og lúta flokksaga, sem sé frumskilyrði í ríkisstjórn sem byggir líf sitt á eins manns meiri- hluta. Bjarni var sjálfur mjög efins um að rétt væri að halda stjórnar- samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn áfram með þennan nauma meiri- hluta. Framsóknarmenn staðhæfa þó að þrátt fyrir nokkuð reglubundnar yfirlýsingar Bjarna í spjallþáttum, Silfri Egils og víðar, á undanförn- um vikum, um að Framsókn ætti að horfa til vinstri og huga að þátttöku í félagshyggjustjórn, hafi Bjarni verið búinn að gefa þannig yfirlýs- ingar um hollustu við flokksforystu Framsóknar ef niðurstaðan yrði áframhaldandi samstarf við Sjálf- stæðisflokk, að orðum hans hafi í hvívetna verið treyst. Efasemdir um Siv Siv Friðleifsdóttir, 10. þingmaður Framsóknar í Suðvesturkjördæmi, sem var ýmist inni eða úti alla kosn- inganóttina, er annar þingmaður sem ákveðnir framsóknarmenn hafa efasemdir um. Hún var að vísu mjög eindreginn talsmaður þess að fráfarandi ríkisstjórn héldi áfram samstarfinu og gerði því allan tím- ann skóna að hún héldi þannig áfram í ráðherraembætti. Margir » Jón SigurðssonFullvíst er talið að Jón segi af sér for- mennsku í Framsókn- arflokknum á mið- stjórnarfundi í júní. » Guðni ÁgústssonHann er talinn hafa styrkt stöðu sína fyrir formannsslag í Fram- sókn og stendur lík- lega best að vígi. » Siv FriðleifsdStaða hennar f formannsslag er e veginn jafnsterk o hún var. Ætlar sa berjast. Allt í fári í F Mikil reiði ríkir í Framsóknarflokknum í garð samstarfsflokksins til 12 ára, Sjálfstæðisflokks- ins, og talað er um trúnaðarbrest. Við blasa inn- anflokksátök í Framsókn þar sem líklegt er að þau Guðni Ágústsson og Siv Friðleifsdóttir muni berjast um völdin. Faðmlagið Hér faðmast þ arflokksins. Ólíkleg verðu  Guðni Ágústsson tekur tímabundið við form  Búist við miklum átökum um formennskun

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.