Morgunblaðið - 19.05.2007, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 19.05.2007, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. MAÍ 2007 33 MINNINGAR ✝ Níels Friðfinns-son fæddist á Siglufirði 28. sept- ember 1946. Hann lést á heimili sínu 12. maí síðastliðinn. Foreldrar hans voru Sigurður Frið- finnur Níelsson, f. 17. febrúar 1904, d. 5. febrúar 1974, og Jóný Þorsteins- dóttir, f. 3. júní 1904, d. 22. desem- ber 1997. Níels var yngstur sjö systkina en hin eru Aðalsteinn Hjörvar, f. 25. mars 1930, Guðný, f. 8. októ- ber 1932, Sveinn, f. 6. febrúar 1937, Kristín, f. 4. ágúst 1939, Friðfinnur, f. 15. júní 1941, og Selma, f. 4. júlí 1943. Níels kvæntist 1974 Jakobínu E. Thomsen, f. 24. september 1953. Börn þeirra eru: 1) Hall- grímur Óðinn, f. 14. júní 1969, sambýliskona Jóhanna Ingimund- ardóttir, börn þeirra eru Sonja Súsanna, Kristbjörn Lúther og Hallmar Logi. 2) Friðfinnur, f. 20. september 1971, dóttir hans er Mar- ólína Fanney. 3) Guðbjörg Jóhanna, f. 27. október 1974, sambýlismaður Kristján E. Krist- jánsson, börn þeirra eru Frið- finnur og Lovísa Margrét. 4) Birna Björk, f. 8. júní 1976, sambýlis- maður Kristján Y. Brynjólfsson, börn Birnu eru Elísabet Rósa, Jóhanna Ósk, Tara Sól og Níels Þór. 5) Margrét Eyrún, f. 27. júlí 1979, gift Ævari Rafni Marinóssyni, sonur þeirra er Marinó Níels. Níels ólst upp á Siglufirði. Árið 1961 fluttist hann til Grundar- fjarðar þar sem hann stundaði sjómennsku alla tíð, ásamt því að vinna sem fangavörður á Kvía- bryggju. Útför Níelsar verður gerð frá Grundarfjarðarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Í dag kveðjum við góðan vin sem kvaddi allt of snemma eftir stutta en harða baráttu við þann illvíga sjúk- dóm krabbamein. Elsku Nilli, við þökkum fyrir allar góðu stundirnar sem við höfum átt með ykkur Bínu og fjölskyldu og varðveitum þær í hjörtum okkar. Þú varst hrókur alls fagnaðar og bónbetri mann var erfitt að finna, þú gerðir allt fljótt og vel. Minning þín lifir í hugum okkar. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. Grátnir til grafar göngum vér nú héðan, fylgjum þér, vinur. Far vel á braut. Guð oss það gefi, glaðir vér megum þér síðar fylgja’ í friðarskaut. (Valdimar Briem.) Elsku Bína og fjölskylda, missir ykkar er mikill. Megi góður guð varðveita ykkur og styrkja á þessum erfiðu tímum. Ykkar vinir, Þórdís og Gunnlaugur. (Dísa og Gulli) Ég sit við tölvuna og læt hugann reika og skyndilega er minningin hlaðin Nilla, Nilli að gera við, Nilli að skreppa aðeins, Nilli í fangaflutn- ingum eins og strákarnir mínir köll- uðu það, Nilli alltaf að redda ein- hverju eða stússa, oftar en ekki fyrir aðra. Svona var Nilli alltaf reiðubú- inn til að hjálpa þeim sem bað, hvað svo sem verkið hét. Bína systir okkar var ekki gömul þegar hún og Nilli drógu sig saman, samt komin með sitt fyrsta barn, börnunum átti eftir að fjölga hratt næstu árin, allt þar til hálfum tug var náð. Bína og Nilli voru allt tíð einstak- lega samhent og ljúf og bæði voru þau tilbúin að gera allt til að gleðja makann og skipti þá ekki máli hvort þeirra átti í hlut. Glaðværð og virð- ing fannst mér einkenna þeirra sam- búð alla tíð. Okkur fannst gott að vera innan um þau, enda leið okkur eins og heima á þeirra heimili. Núna eru börnin fimm búin að eignast 11 börn sem öll með tölu voru uppáhald ömmu sinnar og afa, öll vildu þau komast sem oftast í þeirra hús og fátt gat toppað það að fá að fara með afa og ömmu í kota- sæluna þeirra í Borgarfirðinum en þar var einstakt að vera, alltaf sól á himni sem og inni. Ríkidæmi þeirra hjóna, börnin, barnabörnin og tengdabörnin hafa svo ekki verður um villst sýnt for- eldrum sínum þakklæti sitt og virð- ingu með hjálpsemi, hlýju og alúð núna þegar pabbi þeirra barðist við þennan illvíga sjúkdóm, stutt þau bæði og hvatt og verið til staðar þegar þörf hefur verið á og er það ljúft og skylt að þakka þeim það öll- um. Að leiðarlokum sendum við Bínu systur, börnum, svo og öðrum að- standendum okkar innilegustu sam- úðarkveðjur og biðjum Guð að blessa minningu Níelsar Friðfinns- sonar. Berglind, Örn og synir. Einn af bestu drengjum Grund- arfjarðar er fallinn frá. Eftir stutt en erfið veikindi kvaddi þessi ljúf- lingur þennan heim með reisn, um- vafinn ástvinum sínum heima í sinni holu. Nilli var alveg einstakur maður. Fullur af orku, sítifandi eins og fiðrildi. Duglegur og ósérhlífinn við vinnu til sjós og lands, svo aðrir dáðust að kraftinum. Leikari frá náttúrunnar hendi eins og allt hans fólk. Sérhæfður í spaugi og alvarlegt drama var ekki til í orðabókinni. Músíkant fram í fingurgóma og búggívúggíið tekið upp á ellefu af tíu mögulegum. Handlaginn af Guðs náð. Múr- skeiðin í vinstri, hamarinn í hægri og gert við eins og eina þvottavél á meðan aðrir fóru í pásu. En fyrst og fremst var Nilli mannvinur. Ég veit ekki til þess að hann ætti sér neinn óvildarmann. Þar sem hann kom birti yfir fólki. Það var þetta vinarþel og gleði sem frá honum stafaði. Hann elskaði börn og þau hænd- ust að honum. Greiðvikinn og hjálp- samur út í það óendanlega. Það eru ófá handtökin sem nágrannar og vinir hafa fengið notið í gegnum tíð- ina. Skipsfélaga sína kallaði hann aldrei annað en strákana sína. Ég var svo heppinn að fá að vera einn af þeim. Saman stigum við ölduna í nær tvo áratugi. Fyrir þennan tíma vil ég þakka. Einstök tryggð og vinátta sem aldrei bar skugga á. Ég kveð nú minn kæra vin, með miklum söknuði og trega. Það var gott að fá að þegja með þér í brúnni á kvöldin, Nilli minn, og ef stelpurnar á dagatalinu fara að blikka mig, þá kalla ég á þig. Fjölskyldu Nilla votta ég mína dýpstu samúð. Blessuð sé minning Níelsar Friðfinnssonar. Rúnar Sigtr. Magnússon. Góðmenni, já og algjört ljúfmenni. Þetta var það sem kom fyrst upp í hugann þegar Bína hringdi til að færa okkur þær fréttir að Níels, eða Nilli eins og hann vildi láta kalla sig, væri látinn. Krabbameinið hafði haft betur. Við kynntumst Nilla fyrir fjórum árum, en þá eignuðumst við sum- arhús við hliðina á honum og Bínu í Borgarfirðinum. Kynntumst við þannig að Níels kom yfir í minn bú- stað og bauð mér fisk í soðið. Þetta var á sunnudegi, hann á heimleið úr bústaðnum og vildi síður að sprikl- andi ferskur fiskurinn færi forgörð- um enda var þetta fiskur sem Níels hafði veitt sjálfur. Sá ég þá hversu ljúfur og indæll þessi maður var og tókust með okkur og fjölskyldum okkar ágæt kynni og samgangur milli okkar í sveitinni mikill. Allar þær minningar sem ég rifja upp um Níels ber að sama brunni, það er hversu mikið ljúfmenni þessi maður var. Einu sinni þegar ég heimsótti hann í Grundarfjörðinn var hann að koma að landi eftir sjó- ferð. Hreinleikinn um borð var slík- ur að maður þurfti að fara úr skón- um og þegar í matsalinn var komið ilmaði allt af hreinlæti. Snyrtimenn- ið hafði þarna öll völd í eldhúsinu. Hann sýndi mér skipið í krók og kring og áður en ég gekk frá borði var hann ekki í rónni fyrr en ég hafði þegið af honum fisk í soðið. Svona var Níels. Það er stundum sagt að hundar séu miklir mannþekkjarar. Níels var með hund og ég einnig. Það var hreint magnað að sjá hversu góð þau Níels og Bína voru við dýrin. Tíkin mín rölti gjarnan yfir til Nilla og Bínu, oftast bara til að leggja sig í rólegheitunum hjá þeim. Og þegar ég leit í kaffisopa og sá hundinn minn liggja í makindum þvert yfir stofugólfið, spurði ég hvort hún væri ekki fyrir, þarna á miðju gólfinu. Og það stóð ekki á svarinu hjá Nilla: „Hún verður að fá að hvílast eins og aðrir, þessi elska.“ Já, svona var hann. Á sumrin hafði hann þann starfa að vera fangavörður á Kvíabryggju. Og er það til marks um hans lundar- far að hann talaði aldrei sérstaklega um að hann væri fangavörður. Nei, hann vann við að ,,passa strákana“ á Kvíabryggju og bætti við: ,,Ég kann vel við þessa stráka. Þetta eru vinir mínir.“ Það var svo síðsumars í fyrra að í ljós kom að Nilli gekk ekki heill til skógar. Hann var alls ekki sáttur hvernig komið var en sagðist myndu berjast. Maður sá þá að þarna fór maður sem væri að hefja baráttu upp á líf og dauða. Hann lagði allt undir. Og nú 10 mánuðum síðar er þessari baráttu lokið. Maðurinn með ljáinn hafði betur. Einn ljúfasti ein- staklingur sem þjóðin hefur alið kveður nú og snýr sér að öðrum verkefnum á öðru tilverustigi. Ég og fjölskylda mín viljum þakka Níelsi fyrir mannbætandi og fyrirmyndar samskipti á liðnum ár- um. Það verður erfitt að horfa yfir að bústaðnum þínum, Kotasælu, í sumar og enginn Níels. Æjá, það verður sárt. Ég bið góðan Guð að styrkja fjöl- skyldu Níelsar nú á kveðjustund. Góða ferð, kæri vinur, Sigurður Þ. Ragnarsson, Hólmfríður Þórisdóttir og synir. Hafið bláa hafið hugann dregur, hvað er bakvið ystu sjónarrönd. Þangað liggur beinn og breiður vegur. Bíða mín þar æsku draumalönd. Beggja skauta byr, bauðst mér ekki fyr Brunaðu nú bátur minn. Svífðu seglum þöndum, svífðu burt frá ströndum, fyrir stafni haf og himininn. (Örn Arnarson/Friðrik Bjarnason) Við drúpum höfði og skálum í mjólk fyrir góðum dreng. Blessuð sé minning „næstæðsta“. Strákarnir hans Nilla á Sóley SH-124. Níels Friðfinnsson ✝ EymundurKristjánsson fæddist á Akureyri 26. maí 1959. Hann lést á Landspítalan- um við Hringbraut 5. maí síðastliðinn. Foreldrar hans voru Kristján Hauk- ur Magnússon, f. 28.2. 1935, d. 6.3. 1984, og Hrefna Lúthersdóttir, f. 6.7. 1936, d. 5.12. 2005. Systkini: Magnús Haukur, f. 1.9. 1954, Inga Lára, f. 13.10. 1956, d. 19.12. 1956, Lárus Ingi, f. 14.1. 1958, Hilmar, f. 1.10. 1960, Helga Ragn- hildur, f. 13.4. 1962 og Inga Lára, f. 17.1. 1969. Sambýliskona Eymundar var Þuríður Guðmundsdóttir, f. 27.11. 1962. Þau slitu sam- vistir. Börn þeirra Ey- mundar og Þuríðar eru: a) Birgitta Sæ- dís, f. 28.3. 1981, hennar sambýlis- maður er Þórir Eyj- ólfsson, f. 11.4. 1981, og sonur þeirra er Óðinn Freyr, f. 21.1. 2003, b) Jón Þór, f. 17.7. 1984, barnsmóðir hans er Birgitta Fanndal. Þeirra börn eru: Róbert Snær, f. 17.4. 2001 og Sandra Ýr, f. 12.6. 2002, c) Auður, f. 1.8. 1987 og d) Eydís Ósk, f. 8.1.1995. Útför Eymundar fer fram frá Dómkirkjunni 19. maí og hefst at- höfnin kl. 11. Lífið er gáta, leyst á margan hátt. Hlæja og gráta hefur skipst á þrátt. Unaður, kæti, angur, sorg og þrá skipta um sæti skuggabekkjum á. (Ók.höf.) Þessar gömlu vísur koma upp í huga mér þegar ég minnist bróður- sonar míns, Eymundar eða Munda, eins og hann var alltaf kallaður. Minn- ingar um hann hrannast upp. Haukur bróðir og Hrefna kona hans eignuðust elsta barn sitt kornung. Mundi var sá fjórði í röðinni af sjö börnum þeirra en þau urðu fyrir þeirri miklu sorg að missa næstelsta barnið, dóttur, tveggja mánaða gamla. Baráttan fyrir lífsviðurværi var hörð hjá þeim ungu hjónunum með svona mörg börn á framfæri og auk þess bættust við margs konar erfiðleikar sem þau og börnin urðu að glíma við í gegnum ár- in. Mundi varð fljótt augasteinn okkar mæðgnanna á Grettisgötu 6, því hann dvaldi um tíma hjá okkur vegna lækn- ismeðferðar þegar hann var 2-3 ára gamall; svipfríður, glettinn og orð- heppinn snáði. Hann ólst að mestu leyti upp hjá foreldrum sínum á Akur- eyri og í Reykjavík en dvaldi um nokkurra ára skeið hjá Sigrúnu föð- ursystur sinni og Trausta Magnús- syni, eiginmanni hennar, á Flateyri ásamt Lárusi Inga bróður sínum. Mundi var námfús og vel að sér um margt og hafði góða frásagnarhæfi- leika. Margar spaugilegar athuga- semdir hans koma upp í hugann. Kvöld eitt þegar Mundi var að fara með bænirnar með Sigrúnu systur var bankað á dyr og fór hún til dyra. Þegar hún kom aftur að rúmi hans sagði Mundi: ,,Við vorum komin að nautunum“ – meinti „skuldunautum“ í Faðir vor. Hann var dálítill prakkari í sér, uppátækjasamur, glaðlyndur og hress í bragði og átti það til að láta allt flakka. Mundi byrjaði snemma að vinna til sjós og við beitingu úti á landsbyggð- inni og síðustu þrjú árin vann hann með bræðrum sínum við byggingar- vinnu. Hann eignaðist ungur að árum sína eigin fjölskyldu, fjögur mannvænleg börn, var orðinn afi og barnabarn á leiðinni. Leiðir þeirra Þuríðar, sam- býliskonu hans, skildu eftir nokkurra ára sambúð en honum var annt um börnin sín. Mundi slasaðist mikið í bílslysi fyrir 11 árum, náði ekki fullri heilsu eftir það en dró ekki af sér og var hörkutól sem kvartaði ekki um sinn hag. Kransæðastífla varð honum að aldur- tila. Bræður Munda báru hag hans fyrir brjósti og þau systkinin eru sam- heldin og hjálpsöm hvert við annað og eiga þakkir skildar fyrir hve vel þau reyndust sjúkum bróður sínum. Breyttir tímar í þjóðfélaginu hafa í för með sér stopulli samskipti manna á meðal innan fjölskyldna en þær hitt- ast þó við ýmsar aðstæður og minn- ingarnar eru alltaf til staðar. Síðast þegar við Mundi hittumst var það við jarðarför föðurbróður míns og þá varð honum að orði um viðkomandi: „Hann var góður maður og átti allt gott skil- ið.“ Svo var einnig með Munda frænda. Megi hann hvíla í friði. Kæru bróðurbörn og börn Munda. Innilegar samúðarkveðjur til ykkar og fjölskyldna ykkar frá okkur Þórði, Laufeyju, Óla, Sigrúnu og börnum okkar. Helga Magnúsdóttir. Eymundur Kristjánsson ✝ Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, GUÐMUNDUR TRYGGVI JÓNSSON, Akurbakka, Grenivík, lést á Grenilundi, Grenivík, fimmtudaginn 17. maí. Börn, tengdabörn, afa- og langafabörn. ✝ Ástkær sonur minn, bróðir okkar og mágur, ÁSÞÓR SIGURÐSSON verkstjóri, Garðarsbraut 77, Húsavík, andaðist á heimili sínu þriðjudaginn 15. maí sl. Jarðarförin tilkynnt síðar. Jóhanna Sigfúsdóttir, Ólafur Ármann Sigurðsson, Þórunn Ástrós Sigurðardóttir, Guðrún Sigurðardóttir, Óðinn Sigurðsson, Edda Sigurðardóttir, Jón Pétursson, Margrét Sigurðardóttir, Árni Grétar Gunnarsson, Klara Valgerður Sigurðardóttir, Hafliði Jónsson, Þórsteinunn Rut Sigurðardóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.