Morgunblaðið - 19.05.2007, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 19.05.2007, Blaðsíða 36
36 LAUGARDAGUR 19. MAÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Arndís Páls-dóttir fæddist á Sveðjustöðum í Vestur-Húnavatns- sýslu 28. janúar 1929. Hún lést á Heilbrigðisstofn- uninni á Hvamms- tanga 10. maí síð- astliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Vinbjörg Ásta Jó- hannsdóttir, f. 17. ágúst 1893, d. 10. janúar 1980, frá Kárastöðum á Vatnsnesi og Páll Theódórsson, f. 17. nóvember 1882, d. 20. desem- ber 1939, frá Borðeyri. Systkini hennar voru Friðrik Theódór, f. 10. nóvember 1926, Jóhanna Dag- mar f. 27. apríl 1930, Lára f. 31. ágúst 1933 d. 31. ágúst 1993 og Finnbogi f. 24. júní 1937. Hinn 28. júlí 1951 giftist Arndís Ragnari Benediktssyni, f. á Bark- arstöðum í Miðfirði 7. apríl 1924. Foreldrar hans voru hjónin Jenný Karólína Sigfúsdóttir, f. 27. júní 1885, d. 18. ágúst 1983, frá Rófu í Miðfirði (nú Uppsölum) og Bene- dikt Björnsson, f. 22. febrúar 1885, d. 13. maí 1967, frá Barkar- stöðum í Miðfirði. ber 1962, þau eiga þrjá syni, 6) Björn rafmagnsverkfræðingur, f. 3. apríl 1966, d. 23. febrúar 2003, kvæntur Álfheiði Hannesdóttur Árdal launafulltrúa, f. 19. júní 1966, þau eiga þrjú börn, og 7) Helga Berglind dýralæknir, f. 8. janúar 1973, gift Sigmari Bene- diktssyni matreiðslumanni, f. 1. desember 1971, þau eiga tvö börn. Arndís ólst upp í foreldrahús- um og stundaði þar öll venjuleg störf, sem fylgja sveitabúskap. Hún var við nám í Héraðsskól- anum á Reykjum í Hrútafirði 1945-1946. Vann síðan við þann skóla í eldhúsi og við þjónustu- störf næstu 3 vetur. Stundaði hún nám við Húsmæðraskólann á Blönduósi veturinn 1950-1951. Vorið eftir flutti hún að Barkar- stöðum í Miðfirði og hóf þar bú- skap með Ragnari eiginmanni sín- um. Byggðu þau upp og ráku þar myndarbú í áratugi og átti fjöl- skyldan og heimilið allan hennar hug og hjarta. Gott var þau heim að sækja og voru þau gestrisin og vinamörg. Með bústörfunum var hún einnig starfsmaður Veður- stofu Íslands í allmörg ár frá 1970. Hún var virkur félagi í kvenfélagi sveitarinnar árum saman og var heiðursfélagi þar síðustu árin. Útför Arndísar verður gerð frá Melstaðarkirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 14. Arndís og Ragnar eignuðust sjö börn. Þau eru: 1) Karl Georg bygginga- tæknifræðingur f. 14. mars 1952, kvæntur Maríu Rós Jónsdóttur veitinga- manni, f. 22. febrúar 1971, þau eiga tvö börn, frá fyrra hjónabandi á hann tvær dætur og tvö barnabörn, móðir þeirra er Guðmunda Björk Óskarsdóttir, f. 21. nóvember 1954, 2) Ásta Pál- ína tryggingafulltrúi, f. 3. júní 1953, gift Magnúsi Sverrissyni kjötiðnaðarmanni, f. 9. desember 1954, þau eiga þrjá syni og tvö barnabörn, 3) Jenný Karólína blómaskreytir, f. 29. desember 1954, gift Hilmari Sverrissyni tónlistarmanni, f. 28. nóvember 1956, þau eiga þrjú börn, 4) Mar- grét Halla verslunarmaður, f. 16. ágúst 1956, gift Jóni Gunnarssyni alþingismanni, f. 21. september 1956, þau eiga þrjú börn og tvö barnabörn, 5) Benedikt innkaupa- stjóri, f. 10. júní 1962, kvæntur Jóhönnu Helgu Þorsteinsdóttur hjúkrunarfræðingi, f. 9. nóvem- Við andlát móður minnar birtast í huga mér minningar og sár sökn- uður er til þess er hugsað að sjá hana ekki meir í þessu lífi. Hennar verður helst minnst sem sterks og ákveðins leiðtoga sem hélt fjölskyldunni saman og sem ein- stakrar móður, ömmu og langömmu. Tími hennar til handa okkur sem að henni stóðum var óendanlegur og nóttin nýtt í það sem þurfti að gera á heimilinu, hvort sem var til þess að sauma og prjóna föt á allan hópinn sinn, eða sjá til þess að matur og góðgjörðir væru tiltækar á hverjum morgni handa öllum hópnum eða til- heyrði heimilinu á einhvern hátt. Öll barnabörnin áttu hug hennar allan og ætíð hlakkað til að fara í ömmu bæ til að finna hlýjuna og góða viðmótið, syngja nokkur lög eða hlusta á fallega sögu. Hennar staða í lífinu og áhugamál voru börnin og þeirra afkomendur. Allt gekk út á það að börnin sem tengdust henni á einhvern hátt hefðu það eins gott og hugsast gat og helst betra. Alltaf var til nægt af hlýjum lopasokkum og peysum til að fara í. Hún hélt heimilinu til hinsta dags fullu af hreinleika og hlýju, öll blómin og skrautið sem hún hafði uppi, bar merki um gott auga og fagurkera. Heimilið að Barkarstöðum, og þá sérstaklega á sumrin, var ætíð þétt- setið af fólki sem var við ýmsa vinnu s.s. ræktun jarðarinnar, girðingar, byggingar og ýmis störf fyrir hrepp- inn. Þessu fólk þurfti að sinna bæði í húsaskjóli, mat og drykk. Þetta lagðist allt á húsmóðurina sem tók á móti þessu fólki sem sínum eigin börnum. Nú hin síðari ár var hugurinn hjá börnunum og öllum vinunum sem hún var ótrúlega dugleg að heim- sækja og rækta vináttu eins og mögulegt var. Langur vinnudagur setti mark sitt á hana þannig að litlu kropparnir sem sóttu í ömmu sína skildu oft ekki af hverju hún gat ekki tekið þá upp og faðmað að sér. Góður koss og léttar strokur urðu að duga og með það voru börnin ánægð og þotin burtu. Elsku mamma. Þín er sárt saknað og skarð þitt í okkar samheldnu fjöl- skyldu verður ekki fyllt. Guð blessi þig á þeim fallega stað sem þú ert á í dag. Þinn sonur og fjölskylda hans. Karl Ragnarsson. Í dag kveð ég með þökk og virð- ingu hvunndagshetjuna hana móður mína. Hún, sem aldrei unni sér hvíldar í amstri dagsins, er nú farin á aðrar slóðir að segja sögur og létta lund allra í kringum sig. Mikið á ég eftir að sakna hennar, skrýtið að geta ekki lengur hringt og spurt; heyrðu, hvernig var nú með þennan þarna eða þessa. Aldrei var komið að tómum kofunum í þeim efnum, minnið var ótrúlegt og naut hún sín best í frásögnum af liðum atburðum og sérstæðu fólki svo viðstaddir veltust um af hlátri. Það voru fal- legir kjólarnir sem hún saumaði fyr- ir mörg jólin á þrjár elstu dætur sín- ar, allir eins, með flauelsborðum og fíniríi. Efnin voru ekki mikil í þá daga og var öllu haldið til haga og nýtt af bestu getu. Konurnar í sveit- inni komu með kjólefnin sín til henn- ar og úr þeim urðu fínustu flíkur. Ég krakkinn horfði á hana í for- undran þegar hún klippti efnin í sundur og spurði hvernig hún þyrði að klippa svona út í loftið. Þá svaraði hún mér að efnin væru jafnónýt í stranga uppi í skáp eins og sund- urklippt í ruslafötunni. Þetta var speki sem ég hef oft nýtt mér á lífs- leiðinni, að ef maður þorir ekki að byrja á neinu þá verður manni ekk- ert úr verki, því maður lærir af mis- tökunum. Hún brýndi fyrir okkur börnunum sínum að bera virðingu fyrir öllu lífi, mönnum og dýrum. Henni var það einnig mikilvægt að stóri barnahópurinn hennar og síðar barnabörnin fyndu aldrei fyrir því að einn væri í meira uppáhaldi frek- ar en annar. Sýndi hún okkur það á margan hátt, t.d. í seinni tíma eftir að við systkinin vorum flutt að heim- an og einhver okkar var í heimsókn, þá um leið og sá var búinn að segja bless þá settist mamma við símann og hringdi í okkur öll hin til að vita hvernig við hefðum það. Svona hélt hún yfirsýn yfir allan hópinn sinn allt til enda. Ég er afskaplega þakk- lát fyrir að hafa fengið að vera með henni og pabba síðustu dagana hennar heima á Barkarstöðum, en það var á sumardaginn fyrsta og helgina eftir. Mig langar að láta fylgja hér í lok- in niðurlag kvæðis sem ég orti til mömmu og pabba á gullbrúðkaups- daginn þeirra 28. júlí 2001. Í hálfa öld þau götuna hafa gengið og gleðin ennþá skín úr þeirra fasi. Þau hamingjuna alla hafa fengið að horfa á börnin sjö vaxa úr grasi. Takk fyrir allt, elsku mamma. Þín dóttir Ásta Pálína. Til mömmu Elskulega mamma mín mjúk er alltaf höndin þín tárin þorna sérhvert sinn sem þú strýkur vanga minn. Þegar stór ég orðinn er allt það skal ég launa þér. (Sig. Júl. Jóhannesson.) Elsku mamma mín, það er ein- kennilegt að hugsa til þess að þú komir ekki oftar hér í Fífuhjallann. Það er líka einkennilegt að geta ekki hringt í þig þegar mig vantar að vita eitthvað, eða bara til að heyra í þér. Það hafa verið forréttindi fjölskyldu minnar að fá að hafa ykkur pabba svona mikið á heimilinu. Börnin mín kunnu að meta það og spurðu alltaf, hvenær koma amma og afi næst. Það voru forréttindi að geta sent eldri börnin í sveitina til afa og ömmu og hvað þau nutu þess svo ég tali ekki um hversu lærdómsríkt það var þeim. Mamma mín, við hugsum til þín, alltaf. Takk fyrir allt sem þú kenndir okkur, við uppeldi barnanna okkar, þá þolinmæði sem við þurft- um og þá virðingu sem maður á að sýna samferðamönnum sínum. Að vera þakklát fyrir það sem við höf- um. Elsku pabbi, þið hafið arkað sam- an langan gæfuríkan æviveg. Missir þinn er mikill en í sameiningu mun- um við yfirstíga hann og ylja okkur við kærar minningar. Hvíl í friði, mamma mín. Þín Halla. Elsku amma mín. Minningarnar flæddu um hugann þegar mamma hringdi og sagði að þetta væri lokaspretturinn hjá þér. Þegar ég kom á spítalann að hitta þig sá ég í hvað stefndi og vildi kveðja, ég vona að þú hafir heyrt í mér, amma, vegna þess að mér lá svo á hjarta að segja þér það sem ég sagði þér þá. Þegar ég keyrði upp að Bifröst aftur gat ég ekki annað en hugsað um allar þær æðislegu stundir sem ég hef átt hjá ykkur afa í sveitinni og heima í Fífuhjallanum. Hvílík forréttindi að hafa átt ömmu og afa eins og ykkur, fá að koma í sveitina og kynnast sveitasælunni. Allar rútuferðirnar sem ég fór á sumrin til ykkar, sem ég beið í ofvæni eftir að komast í. Að sjá ykkur afa svo á afleggjaranum hjá Laugarbakka að bíða eftir mér. Mér varð svo mikið um að vera komin að ég var komin út í dyr á rútunni áður en hún fór yf- ir brúna. Veturinn mikli þegar verk- fallið var og snjórinn náði lengst upp á þak á Barkarstöðum. Við krakk- arnir að renna okkur niður hlíðina frá gömlu fjárhúsunum, síðan fóru allir í mjólk og kleinur til ömmu eft- ir amstur dagsins. Alltaf var nóg af öllu til hjá þér, amma mín, og ef það var von á gest- um var bara slett í form á engri stundu. Öll ævintýrin, sem eru of mörg til að telja upp hér, lifa í minn- ingunni og mun ég alltaf meta þær stundir sem ég átti fyrir norðan. Minnisstæðastar eru þó, amma mín, allar þær góðu samverustundir sem við áttum saman bara tvær. Þegar þú sagðir mér sögur af því þegar þú varst ung –það sem ég lærði af þeim var að meta það sem ég á í lífinu. Mér fannst stundum eins og ég væri að hlusta á skáld- sögu, svo ótrúlegar voru þær. Þegar við fórum svo í hina langþráðu ferð að Sveðjustöðum og gengum alla þá hóla og hæðir sem þú hafðir leikið þér sem barn – sáum lækinn sem langamma hafði þvegið þvottinn í, steininn sem þú áttir og hólinn þar sem þú sást afa fyrst. Einnig þegar þú kenndir mér að prjóna og lést mig svo rekja allt saman upp, af því að það var ekki gert eins og þú vildir hafa það. Allt sem þú sýndir mér og kenndir amma, það sem á daga þína hefur drifið og með hvílíkri þraut- seigju og dugnaði þið afi hafið náð að koma upp þessum föngulega hópi fólks sem þið eruð svo stolt af. Ég vona að ég eigi eftir að verða eins og þú. Ég er svo þakklát fyrir að Jón Grétar skuli hafa kynnst þér og að honum hafi þótt svona rosalega vænt um þig. Ég mun gera mitt besta við að halda minningu þinni á lofti við hann svo hann muni hversu yndisleg manneskja þú varst. Hvað hann hlakkaði til að koma norður að hitta ykkur afa og vera í sveitinni, þar leið honum vel. Hann gat setið tímunum saman og velt sér í rúminu með ykkur og unað sér. Rúllurnar sem ég setti í hárið á þér, amma mín, þóttu honum svo spennandi, gátu verið bílar eða kubbar, skipti engu máli á meðan hann sat hinn ró- legasti í fanginu á þér. Ég veit að þú ert kominn í góðar hendur til hans Bjössa okkar og munt vaka yfir okkur alltaf. Ég mun ávallt muna þig og varðveita dýr- mætu minningarnar sem þú hefur gefið mér. Þín ömmustelpa Arndís Erla. Nú á ég ekki lengur ömmu mína í sveitinni, það er skrýtið því í hart- nær þrjátíu og fjögur ár hefur hún elskulega amma mín verið ómetan- legur hluti af lífi mínu. Ég var fyrsta barnabarn ömmu og afa og varð þeirra gæfu aðnjótandi að dvelja hjá þeim um lengri tíma og eru það tímar sem verða lengi í minnum hafðir. Amma stóð alltaf í hlaðinu á Barkarstöðum með útbreiddan faðminn og matinn tilbúinn. Það var alltaf gómsætur matur hjá ömmu í sveitinni, búrið var ómissandi á Barkarstöðum og kleinurnar hennar algjört æði. Saumavélin skipti líka sköpum á Barkarstöðum, amma gerði við allt, bætti og saumaði, svo ekki sé talað um allan þvottinn sem hún straujaði. Á meðan amman vann hörðum höndum við að laga og bæta við saumavélina var rætt um allt milli himins og jarðar, við Helga frænka lágum oft á rúmstokknum og létum gamminn geisa og fengum að heyra reynslusögur ömmu sem voru snilldin ein hverju sinni. Á kvöldin, þegar farið var í háttinn, kom amma alltaf inn til okkar Helgu, sagði okkur sögur og veitti okkur þá athygli og umhyggju sem er hverju barni svo mikilvæg í upp- vextinum. Ef kuldi hafði sótt að mér við útiveru í sveitinni fékk ég nudd hjá ömmu, hreina sokka og því næst ullarsokka til að mér hlýnaði enn betur. Hún amma mín var alla tíð mik- ilvægur hlekkur í tilveru minni, síð- ar mannsins míns og barna, en það er ekki bara hægt að tala um ömmu í sveitinni án þess að minnst sé á afa Ragnar. Þau hafa verið óaðskiljan- leg í gegnum líf sitt saman og sáu aðrir að þar voru samhent og ham- ingjusöm hjón á ferð. Við amma ræddum oft í síma saman og fékk ég þá góða mynd af því sem var að ger- ast hjá stórfjölskyldunni á Barkar- stöðum. Það verður sárt að fá ekki lengur símtalið sem byrjaði alltaf þannig með háværri röddu: „Lísa mín, þetta er amma, hvernig hef- urðu það og er eitthvað að frétta?“ Frú Arndís Pálsdóttir gat talað og hún hafði alveg einstakan frásagn- arhæfileika og nú síðast í mars, þeg- ar hún lá á sjúkrahúsinu og ég var að setja í hana rúllur, talaði amma allan tímann, ennþá með allt á hreinu og hafði ekki tapað húmorn- um. Tónlistin skipti líka sköpum í öllu daglegu lífi ömmu, alveg frá því ég var pínulítil man ég eftir mér syngja með ömmu, yfirleitt voru þetta nú karlakórar sem við hlust- uðum á og var Rósin í alveg sérlegu uppáhaldi, gott ef Bo Halldórs slys- aðist ekki á fóninn í eldhúsinu. Amma og afi á Barkarstöðum voru hvort öðru stoð og stytta í gegnum lífshlaupið, amman og afinn sem héldust enn í hendur og veittu hvort öðru ást og hlýju. Það er sárt að kveðja elskulegu ömmu í sveit- inni. Ég vil þakka henni fyrir allar þær góðu stundir sem ég átti með henni, þær voru æði margar og dýr- mætar. Þá vil ég einnig þakka henni fyrir alla þá hlýju og stuðning sem ég fann frá henni og afa alla tíð í minn garð og fjölskyldu minnar. Ég bið algóðan Guð að styðja og styrkja afa í gegnum þá miklu sorg sem hann er að ganga í gegnum, það er sárt að horfa á eftir lífsförunautnum sem var honum svo kær alla tíð. Þitt elskandi barnabarn, Lísbet Ósk Karlsdóttir (Lísa). Guðjón Karl á eftir að sjá á eftir langömmu sinni og þegar hann frétti af andláti hennar sagði hann grátandi: „Já, en hún amma í sveit- inni var svo góð, og hvað verður þá um afa, og aumingja afi Kalli að eiga ekki lengur mömmu?“ Þetta eru orð fyrsta langömmubarnsins hennar ömmu, hann elskaði að fara í sveit- ina og gista hjá ömmu og afa. Það voru ófá skiptin sem þau amma og afi komu á heimili okkar systkin- anna, amma og afi tóku í spil við Guðjón Karl og amma söng fyrir Elvu Björk. Í desember síðastliðn- um voru amma og afi í sveitinni í heimsókn hjá okkur fjölskyldunni, amma var þreytt og lagðist inn í rúm þegar Elva Björk var að fara að sofa, þá gerðist það stórmerkilega að litla skottan stóð upp í fyrsta skipti fyrir langömmu sína, amman ljómaði af gleði yfir því að litla sæta- bollan skyldi standa upp í fyrsta skipti fyrir hana. Hún sagði svo: „Mikið ertu nú sæt að standa upp fyrir ömmu gömlu.“ Það er sárt til þess að vita að amma komi ekki lengur til okkar og fái teið sitt með sín notalegheit. Við viljum þakka henni fyrir allt sem hún hefur gefið okkur, þín verður sárt saknað. Þín langömmubörn, Guðjón Karl og Elva Björk. Elskuleg tengdamóðir mín, hún Adda, er fallin frá. Ég kynntist henni fyrir ríflega 20 árum, og mikið ósköp þykir mér vænt um hana. Adda var kjarnakona, 7 barna móðir sem hafði lifað tímana tvenna. Aldrei féll henni verk úr hendi og alltaf skyldi hún vera fljót og rögg- söm að gera það sem gera þurfti. Ekki var heldur kvartað. Sveita- heimili með mörg börn og mörg verk. Hún var höfðingi heim að sækja og mikið hef ég oft fengið að njóta þess. Mikið á ég eftir að sakna þess. Randalína, hjónabandssæla, bestu kleinur í heimi, setið við eldhúsborð- ið og hlegið, spilað, sagðar sögur, svona mætti lengi telja. Á meðan heilsan leyfði var alltaf bökuð handa mér randalína þegar ég kom í heim- sókn, ég hafði nefnilega nefnt það fyrir mörgum árum þegar ég kom í réttirnar að randalínan hennar væri uppáhaldskakan mín. Einhverju sinni þegar ég var í heimsókn og gómaði Öddu frammi í þvottahúsi að brjóta saman þvottinn minn, sem hún hafði jú einnig sett í vélina og hengt upp, reyndi ég með nagandi samviskubit að stoppa hana og sagðist nú hafa ætlað að gera þetta sjálf. Hún bað mig í guðanna bænum að taka ekki af sér ánægj- una af því að þvo þessi litlu föt sem barnabörnin áttu og brjóta þau sam- an. Henni fyndist það svo gaman. Hún Adda lifði og hrærðist fyrir fjölskylduna sína og bar alltaf vel- ferð okkar allra fyrir brjósti. Það var ótrúlegt hvað hún náði að fylgj- ast með okkur öllum og líka okkar vinum og vandamönnum. Ekki er hægt að tala um tengda- mömmu án þess að tengdapabbi komi einnig til sögunnar. Yndislegri Arndís Pálsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.