Morgunblaðið - 19.05.2007, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 19.05.2007, Blaðsíða 34
34 LAUGARDAGUR 19. MAÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Margrét JónaKristófersdóttir fæddist að Þverá í Hörgslandshreppi 28. apríl 1915. Hún lést á Hjúkrunar- heimilinu Klaustur- hólum aðfaranótt 6. maí. Foreldrar Mar- grétar voru Krist- ófer Kristófersson, f. 1888, d. 1970, bóndi að Þverá, og Guðlaug Þórarins- dóttir, f. 1877, d. 1967, húsfreyja. Margrét Jóna ólst upp hjá for- eldrum sínum að Þverá og Keld- unúpi. Systkini Margrétar voru Guðbjörg, Matthildur, Bergur og Sigurveig. Margrét giftist Sigurði Sigurðssyni, f. 1895, d. 1983. For- eldrar Sigurðar voru Sigurður Hannesson. Þeirra börn: Sigurður og Hannes. Barnabörn eru orðin fjögur. d) Guðbergur, f. 1942, kvæntur Ragnhildi Gísladóttur. Þeirra börn: Margrét Jóna, Ólafía, Guðlaugur Örn, Gísli Kristinn og Sigurjón Steinar. Barnabörn eru orðin tvö, annað þeirra er látið. e) Guðrún Lovísa, f. 1944, d. 18.10. 2001. Hennar maður var Friðrik Axel Sveinsson. Þeirra börn: Sóley Björk, Kristjana, Grétar Már og Áslaug Harpa. Barnabörn eru orð- in tvö. f) Jón, f. 1948. Sambýlis- kona hans í allmörg ár var Jó- hanna Friðrikka Pálsdóttir. Þeirra börn: Helgi Páll, Elín Odd- rún og Margrét Guðlaug. Barna- börn eru orðin tólf en eitt þeirra er látið. Margrét Jóna verður jarðsungin frá Prestbakkakirkju á Síðu í dag, laugardag, kl. 14. Jónsson, f. 1859, d. 1936, bóndi að Mar- íubakka, og Guðrún Hansvíumsdóttir, f. 1872, d. 1958, hús- freyja. Margrét og Sigurður bjuggu all- an sinn búskap að Maríubakka í Fljóts- hverfi. Börn Mar- grétar og Sigurðar eru: a) Guðni Sigurð- ur, f. 1936, kvæntur Önnu Maríu Ólafs- dóttur. Þeirra börn: Aðalsteinn, Edda Guðrún, Bjarki Vilhjálmur, Mar- grét Inga, Ólafur Hans, Sigurður Karl og Heimir Örn. Barnabörnin eru orðin átta. b) Kristófer, f. 1937, kvæntur Önnu Petersen. c) Guðlaug Edda, f. 1940, d. 18.10. 1971. Hennar maður var Haukur Í dag kveðjum við þig, amma, með athöfn í sveitinni. Flestar okkar bestu æskuminningar eru tengdar þér enda varst þú hjá okkur á vet- urna og á sumrin dvöldum við hjá þér og frændfólki okkar á Maríu- bakka. Æskuheimili okkar var mannmargt þegar best lét og áttir þú ríkan þátt í því að halda röð og reglu á heimilinu og gerðir það ávallt með blíðri hendi. Það var líka ljúft að koma þreyttur heim úr skólanum en þá beiðst þú okkar ævinlega með ný- bakaðar kökur, hlustaðir á lýsingar af daglegum raunum okkar og send- ir okkur inn í næsta dag með góð ráð í farteskinu. Við minnumst þín líka fyrir örlæti þitt og má með sanni segja að þér fannst sælla að gefa en þiggja. Þú gast verið mikill grallari í þér og hlustaðir stundum ekki á boð og bönn mömmu þegar þú varst hjá okkur í vetrardvöl. Það var hægt að stytta sér leið í búðina heima í Vest- urhólum með því að fara yfir „stóru götuna“ en þar sem mamma var hrædd um þig í umferðinni var hún búin að biðja þig um að fara ekki þá leið í búðina. Hinsvegar kaust þú gjarnan að gleyma þessum boðum og bönnum þegar mamma sá ekki til og mátti þá sjá hvar þú tókst strikið yfir hættulegu götuna og baðst okkur mjög grallaraleg að segja ekki frá. Það er okkur líka sérstaklega minnisstætt hversu góðar saman þið ömmur okkar voruð. Á veturna fóruð þið oft gangandi saman til þess að föndra í félagsstarfi eldri borgara. Það kallaði iðulega fram bros á varir okkar að fylgjast með ykkur tveimur út um gluggann á skólastofunni í Hólabrekkuskóla þar sem þið leidd- ust yfir skólalóðina á leið ykkar í Gerðuberg. Þrátt fyrir góðar stundir í bænum á veturna kunnir þú nú alltaf best við þig í sveitinni þar sem þú bjóst á Maríubakka í Fljótshverfi. Dugnað- ur var þér í blóð borinn sem og hin skaftfellska hógværð. Þú varst alltaf að baka og áttir yfirleitt fullt búr af alls kyns bakkelsi eða dillum eins og þú uppnefndir oft kökurnar þínar ranglega. Hógværð þín skein í gegn þegar þú bauðst gestum upp á dillur þegar aðeins sáust dýrindis kræs- ingar og þú afsakaðir hversu lítið var til þrátt fyrir að borðin svignuðu undan veitingunum. Við þökkum þér, elsku amma, fyr- ir að allt sem þú varst okkur. Betri ömmu er ekki hægt að hugsa sér, þú varst nefnilega svona amma eins og maður les um í ævintýrum. Nú eruð þið Maríubakkamæðgur sameinaðar á ný með afa og er eflaust mikið pískrað og hlegið á himnum þessa dagana. Minning þín er lifandi ljós í lífi okkar um ókomna tíð. Áslaug, Grétar, Kristjana og Sóley. Hún amma mín er dáin, 92 ára gömul. Það er hár aldur. Eftir því sem árin líða fækkar fólkinu sem fæddist snemma á síðustu öld. Þá var margt öðruvísi en í dag. Ótrúlegt hversu miklar breytingar hafa orðið á einni mannsævi í lífsgæðum og bara öllu. Amma fæddist á bóndabæ austur á Síðu árið 1915, þá var tæknin ekki að flækjast fyrir fólki, öll verk unnin á höndum eða notaðir hestar þar sem því varð komið við. Ekkert rafmagn, enginn sími, húsin köld og óþétt, eng- ir bílar, ár óbrúaðar og öll ferðalög bæði erfið og tóku langan tíma. Svona var þetta og fólk lærði að lifa með því. Tvítug giftist hún afa, flutti að heiman og gerðist bóndakona á Mar- íubakka í Fljótshverfi. Þau eignuðust sex börn og bjuggu á Maríubakka meðan heilsa leyfði. Amma var hús- freyja og réð ríkjum innan veggja heimilisins. Hún var ekki mikið í úti- verkum nema að hugsa um hænurnar og hundana, hengja þvott út á snúrur eða sækja annaðhvort kartöflur eða mjólk. Hún hugsaði um stórt heimili og varði miklum tíma í eldhúsinu, annaðhvort að búa til mat eða baka. Sérstaklega var gott að fá nýjar flat- kökur með smjöri og heimareyktu hangikjöti. Amma var mikil prjónakona og ef að hún átti lausa stund var hún með prjónana á lofti. Hún prjónaði sokka og vettlinga en lopapeysur voru hennar sérgrein. Hún prjónaði þær margar. Á efri árum þegar hún hafði meiri tíma ræktaði hún fallegan blómagarð sunnan við húsið sem hún hafði mikla ánægju af og það sást á því hvernig krakkarnir á bænum gengu um garð- inn hvað hún bar mikla virðingu fyrir bóndarósinni og öllum hinum blóm- unum. Amma mín var einstaklega hógvær og gjafmild kona, barnabörnin voru í miklu uppáhaldi og átti hún alltaf eitthvað til að gauka að þeim. Hún var afskaplega þakklát fyrir allt sem var gert fyrir hana, sama hversu lítið það var og þá sagði hún gjarnan: „Þetta er alltof mikið.“ Síð- ustu árin var hún veik og varð hvíld- inni fegin. Ég sakna hennar. Sigurður Hauksson. Við sjáum, að dýrð á djúpið slær, þó degi sé tekið að halla. Það er eins og festing færist nær og faðmi jörðina alla. Svo djúp er þögnin við þína sæng, að þar heyrast englar tala, og einn þeirra blakar bleikum væng, svo brjóstið þitt fái svala. Nú strýkur hann barm þinn blítt og hljótt, svo blaktir síðasti loginn. En svo kemur dagur og sumarnótt og svanur á bláan voginn. (Davíð Stefánsson) Kæra Margrét Það er mín trú að þér hafi verið vel fagnað handan vatna þegar þau urðu loksins fær, því lengi hafðir þú beðið þeirrar stundar að komast heim til þinna nánustu sem farnir voru á und- an þér. Hafðu þökk fyrir 40 ára kynni sem einkenndust af tryggð og hlýju. Hvíl í friði. Ragnhildur. Margrét Jóna Kristófersdóttir ✝ Kristján Bene-diktsson fæddist á Hólmavaði í Að- aldal þann 15. apríl 1923. Hann lést 12. maí 2007 á öldr- unardeild Heilbrigð- isstofnunar Þing- eyinga. Kristján var son- ur hjónanna Jón- asínu Halldórs- dóttur, f. 15. október 1895, d. 8. nóvember 1968, og Benedikts Kristjáns- sonar, f. 25. nóvember 1885, d. 27. september 1968, frá Hólmavaði og var hann þriðji í röðinni af sex systkinum. Systkini hans eru Krist- jana, f. 17. nóvember 1916, d. 11. júní 1925, Helga, f. 7. júní 1921, d. 5. október 1999, Kristjana Guðrún, f. 17. desember 1927, Halldór Dav- íð, f. 9. febrúar 1929, og Lára, f. 3. júní 1937, og fósturbróðir Stefán Steinþórsson, f. 4. desember 1915. Eftirlifandi eiginkona Kristjáns eru: a) Margrét Jóhannsdóttir og b) Helga Sigurveig Jóhanns- dóttir. 4) Benedikt, f. 28. september 1970. Kona hans er Elín Ívars- dóttir, þau eru búsett á Hólmavaði. Börn þeirra eru: a) Rut, b) Hrund og c) Kristján. Kristján var bóndi á Hólmavaði frá 1955 þegar hann tók við búi af föður sínum. Þá hafði hann unnið við bílaviðgerðir á Akureyri nokkrum árum fyrr og um tíma stundaði hann einnig vörubílaakst- ur ásamt búskapnum. Hann starf- rækti einnig reykhús á bökkum Laxár, sem var vel þekkt meðal veiðimanna. Kristján var mjög söngelskur og söng bæði í kirkjukórum í Aðaldal og var einn af stofnendum Karla- kórsins Hreims í sömu sveit. Kristján var einn af stofnendum laxeldisstöðvarinnar Norðurlax á Laxamýri og sat hann lengi í stjórn Norðurlax og veiðifélagi Laxár. Málefni laxeldis og laxveiða voru honum ætíð hugleikin allt til síð- asta dags. Jarðarför Kristjáns fer fram frá Neskirkju í Aðaldal laugardaginn 19. maí og hefst athöfnin kl. 13. er Helga Sigurveig Baldursdóttir frá Fagraneskoti, fædd 16. október 1927, bú- sett á Hólmavaði. Börn Kristjáns og Helgu eru: 1) Baldur, f. 21. september 1952, kona hans er Gigja Þórarinsdóttir, bú- sett á Akureyri, börn þeirra eru: a) Þór- arinn Már, kvæntur Guðrúnu Dalíu Sal- ómonsdóttur, b) Íris Helga, sambýlis- maður hennar er Halldór Jón Garðarsson, dætur þeirra eru Naomí Sif og Lísbet Hekla, c) Elfur Sunna. 2) Jónasína, f. 28. febrúar 1955, sambýlismaður hennar er Guð- laugur Jóakimsson, þau eru búsett í Grindavík. Börn hennar eru: a) Björg Bergsteinsdóttir og b) Frið- geir Bergsteinsson. 3) Laufey, f. 1. september 1961, búsett á Akureyri. Dætur hennar Til minningar um elsku afa. Í bænum okkar, besti afi biðjum fyrir þér að Guð sem yfir öllu ræður, allt sem veit og sér leiði þig að ljóssins vegi lát’ þig finna að, engin sorg og enginn kvilli á þar samastað. Við biðjum þess í bænum okkar bakvið lítil tár, að Guð sem lífið gaf og slökkti græði sorgarsár. Við þökkum Guði gjafir allar gleði og vinarfund. Og hve mörg var ávallt með þér ánægjunnar stund. (Sigurður Hansen.) Elsku afi Stjáni, þú verður alltaf í hjarta okkar, við vitum að nú ert þú kominn á góðan stað þar sem þér líður vel. Við verðum dugleg að passa ömmu Helgu fyrir þig. Þín afabörn, Rut, Hrund og Kristján. Mig langar til þess að kveðja Kristján á Hólmavaði og votta hon- um virðingu mína. Þessi stóri, sterki og góði maður, þessi höfðingi, er nú fallinn frá. Um leið og ég votta nán- ustu aðstandendum hans mína dýpstu samúð vil ég minnast þessa mæta manns sem aldrei mátti neitt aumt sjá og miðlaði öðrum af gleði sinni og hlýju í þeim mæli að ég hef ekki kynnst öðru eins, hvorki fyrr né síðar. Þegar ég kom inn í fjöl- skylduna var ég bara unglingur, sautján ára gömul. Ekki kom það þó í veg fyrir að Stjáni og hans ynd- islega kona, hún Helga, tækju mér sem fullorðinni manneskju og alla tíð síðan hefur væntumþykja og virðing ráðið för í okkar samskipt- um. Ég veit að Stjáni myndi ekki vilja að hans yrði minnst með sorg eða sút. Hann var gleðinnar maður og réttlætisins og því minnist ég hans sem slíks. Þegar sonur minn var rétt orðinn talandi, þá kallaði hann Stjána „afa frænda“. Frændi var rétt, því hann var ömmubróðir hans, en afi kannski ekki alveg. Hins veg- ar reyndist hann honum sem hinn besti afi, alltaf hafði hann tíma til að tala við strákinn og skýra út hin ýmsu fyrirbæri sem á barnshugann leita, alltaf var um jafningjatal að ræða og þannig var Stjáni í raun og veru, hann fór ekki í manngrein- arálit. Gaman var að fylgjast með Stjána á bökkum Laxár, þar var hann al- gjörlega á sínum heimavelli. Fum- laus handtök hans og kátínan sem fylgdi honum hvert fótmál mun lifa í minningunni. Ekki var heldur ama- legt að smakka á afurðunum í reyk- húsinu. Reyktur lax og hangikjöt frá Hólmavaðsreykhúsinu var það allra besta sem völ var á og þar hefur sonur hans Benedikt tekið upp þráð- inn. Ég er ein ótalmargra sem eiga því láni að fagna að hafa þekkt Kristján á Hólmavaði. Ég kveð hann nú með innilegri virðingu og þökk, líf okkar er ríkara og betra eftir að hafa kynnst slíkum manni. Ásdís Þórsdóttir. Í dag kveð ég hann Stjána frænda eða Kristján Benediktsson bónda á Hólmavaði í Aðaldal. Hann lést eftir erfið veikindi á Heilbrigðisstofnun Þingeyinga þann 12. maí s.l. Það eru margar góðar minningar sem koma upp í hugann frá liðinni tíð. Þær fyrstu sem ég man eru þeg- ar ég var stelpa og fékk að fara ein í Hólmavað á vorin, þegar sauðburð- ur stóð sem hæst en þá fékk ég oft að vera í nokkra daga. Stjáni leyfði mér að taka þátt í hinum ýmsu störfum og hafði ég mikið gaman af, ekki síst að finna að manni var treyst. Einu atviki gleymi ég aldrei, en þá vorum við Stjáni úti í fjárhúsi og hann var eitthvað að sinna einni kindinni í krónni, þá skaust mús hjá okkur og áður en ég vissi hafði ég hoppað upp á bakið á Stjána og hélt mér þar traustataki, því svo hrædd var ég við músargreyið, en frændi hló. Er heim var síðan haldið þá laumaði hann stundum smá launum í lófann, þannig að mér sem lítilli stelpu fannst ég hafa gert eitthvað gagn. Stjáni var stór og sterkur og harðduglegur en jafnframt svo góð- ur. Vinnudagurinn var iðulega mjög langur og sinnti hann sínum störfum vel og af vandvirkni. Meðfram bú- skapnum hafði hann reykhús og var landsfrægur fyrir framleiðslu sína þar, auk þess að vera frábær lax- veiðimaður. Stjáni var fæddur og al- inn upp á bökkum Laxár og þekkti því ána eins og lófann á sér. Gaman var að fara með honum á vorin, ým- ist til að leggja eða vitja um netin í ánni. Hann lét heldur ekki sitt eftir liggja að fara og leiðbeina veiði- mönnum, hvort heldur var um veiði- staði eða hvaða flugu best væri að nota. Ég vildi að ég ætti á mynd- bandi þegar hann var að kenna eig- inmanni mínum að kasta flugu. Stjáni hreinlega hafði hann Jóa minn í fanginu, enda stærðarmun- urinn töluverður og svo hófst kennslan. Þeir köstuðu nokkrum köstum saman, en allt í einu kveink- aði Stjáni sér og viti menn flugan sat föst í eyranu á honum en það var nú ekkert mál hún var bara klipin úr og haldið áfram. Stjáni var mjög músíkalskur og hafði gaman af söng og dansi. Til margra ára fóru foreldrar mínir í Hólmavað á jóladag með okkur systkinin og ég síðar líka í nokkur ár með mína fjölskyldu, þáðum við góð- ar veitingar og sungið var og dansað í kring um jólatré. Þetta voru góðar stundir. Þá eru góðar minningar tengdar Hraunsrétt og gaman var að sjá glampann í augum Stjána er hann horfði yfir fjárhópinn nýkom- inn af fjalli. Ég þakka Stjána frænda innilega fyrir samfylgdina og það sem hann var mér og mínum og bið Guð að blessa minningu hans. Læt hér fylgja með erindi úr ljóði sem Jakob V. Hafstein orti er afi Benedikt lést, því mér finnst þau eiga vel við í dag. Við ána þína undir þú í næði og áttir glímu þar við sterkan lax, er flúð og strengur fluttu ástarkvæði og fögnuð veittu þér til efsta dags. Með listamannsins miklu og sterku höndum þú mættir stöng og flugu af lífi og sál. Þá leystist dagsins drungi létt úr böndum og dalsins fegurð kveikti hjartans bál. Elsku Helga, börnin og aðrir vandamenn, innilegar samúðar- kveðjur til ykkar allra frá mér og minni fjölskyldu. Hulda Jónsdóttir. Hér við Laxár hörpuslátt harmi er létt að gleyma. Eg hef finnst mér aldrei átt annarsstaðar heima. Þegar mér barst andlátsfregn Kristjáns á Hólmavaði að morgni 12. maí, tók ég ljóðabókina „Baugabrot“ eftir afa minn Indriða Þorkelsson og fletti upp á kvæðinu „Áin og öldung- urinn“ tileinkað minningu Kristjáns Jónssonar föðurafa Kr. Ben., er einnig bjó á Hólmavaði, og fann hvað margt í þessu snjalla kvæði átti vel við nafna hans sem nú er kvadd- ur. Hólmavað er næsti bær við bernskuheimili mitt Ytra-Fjall og milli heimilanna órofin vinátta og besta nágrenni sem hægt er að hugsa sér. Hafði svo lengi verið enda foreldrar Kristjáns afburða greiðasöm og gestrisin. Ég man fyrst eftir Stjána á Hólmavaði að hann kom með Helgu systur sinni að skera út laufabrauð. Þau komu neð- an Fjallshólagötu í skammdegis- rökkrinu vopnuð litlum trébrettum og vasahnífum og skáru út laufa- Kristján Benediktsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.