Morgunblaðið - 19.05.2007, Blaðsíða 6
6 LAUGARDAGUR 19. MAÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Á ANNAÐ hundrað einstaklingar höfðu í
gær kolefnisjafnað farartæki sín og fjöl-
mörg fyrirtæki spurst fyrir um Kolvið, að-
eins þremur dögum eftir að vefur verkefn-
isins var vígður í Grasagarðinum á
þriðjudag. „Þetta er glænýtt og fólk þarf
að melta þetta,“ segir Soffía Waag Árna-
dóttir, framkvæmdastjóri Kolviðar, um
þessa nýjung í umhverfismálum. „Fólk
hefur tekið þessu mjög vel. Þetta er ekki
átak, heldur verkefni. Þetta er langtíma-
verkefni og markmiðið að fá alla Íslend-
inga til að fara á vefinn og kolefniskvitta
útblástur samgöngutækja sinna.“
Spurð um áhuga fyrirtækja segir Soffía
að bílaleigur, bílaumboð, flugfélög, fisk-
útflytjandi, og ýmis fyrirtæki, stór og smá,
hafi lýst yfir áhuga á að kolefnisjafna akst-
ur og flugferðir á sínum vegum. Hún segir
nýjar útfærslur á kolefnisjöfnun vera að
koma fram og að fyrirtæki muni eiga þess
kost að nýta sér hana í markaðsstarfi.
Kaupþing hefur þegar kolefnisjafnað
akstur um 1.300 einkabíla á vegum starfs-
manna bankans sem og að meðaltali sex
flugferðir á dag, alls 2.195 ferðir á ári. Við
þetta bætist á þriðja tug bíla á vegum
stjórnarráðsins en frá og með nýársdegi
2008 verður skylt að kolefnisjafna akstur
allra bifreiða og flugferðir starfsfólks
ráðuneyta og ríkisstofnana. Þá hefur
Orkuveitan lagt fram stofnframlag sem
hljóðar upp á nokkrar milljónir króna.
Mikið spurt
um Kolvið
Náttúruverndarsamtök
Íslands, NSÍ, hafa sent
Paul Watson, leiðtoga
Sea Shepherd samtak-
anna, bréf þar sem þau
segja að það væri ekki
málstað hvalfrið-
unarsinna til fram-
dráttar ef Sea Shep-
herd gripu til aðgerða
gegn íslenskum hval-
veiðum undir yfirskrift-
inni „Ragnarök“. Er jafnframt skorað á
Watson að hætta við að senda skip Sea
Shepherd til landsins í sumar.
Árni Finnsson, formaður NSÍ, segir að-
gerðir af því tagi, sem Sea Shepherd hafa
staðið fyrir, muni ekki efla málstað nátt-
úruverndar á Íslandi, hættan sé frekar að
sá málstaður skaðist. Í bréfi NSÍ segir að
afar ólíklegt sé að um frekari langreyð-
arveiðar verði að ræða á árinu vegna þess
að enginn markaður sé í útlöndum fyrir
kjötið. Þá verði vísindaveiðum á hrefnu að
mestu lokið þegar Farley Mowat, skip Sea
Shepherd, er væntanlegt á miðin í sumar.
NSÍ skora á
Sea Shepherd
Paul Watson
Eftir Örlyg Stein Sigurjónsson
orsi@mbl.is
RÍKIR Rússar og sífellt ferðaþyrstari Kínverj-
ar eru meðal þeirra hundraða þúsunda ferða-
manna sem heimsækja Ísland í sumar og eru
horfurnar góðar fyrir íslenska ferðaþjónustuna
sem velti 50 milljörðum króna á síðasta ári og
sló þar með tekjumet. Nú stefnir í annað met og
er gert ráð fyrir 10% tekjuaukningu fyrir árið
2007. Fyrstu þrír mánuðir þessa árs lofuðu
strax mjög góðu og jókst ferðamannastraum-
urinn töluvert. Framboð á flugsætum hefur ver-
ið aukið, fjárfestingar í gistingu nýtast betur,
lækkun virðisaukaskatts á hótelgistingu og veit-
ingum hefur góð áhrif, þótt á hinn bóginn sé
gengi krónunnar ekki sem hagstæðast, auk
þess sem mannekla er í greininni.
Ársæll Haraldsson, forstöðumaður markaðs-
sviðs Ferðamálastofu, segir duglegan kipp hafa
komið í ferðamennskuna í vetur og sé það gíf-
urlega mikilvægt til að unnt sé að nýta fjárfest-
ingu í ferðaþjónustunni sem best. „Og það er
enn verið að auka framboð á flugsætum, sér-
staklega á Evrópumarkaði,“ bendir hann á. „Við
sjáum því ekki annað en áframhaldandi aukn-
ingu. Það hefur verið fjárfest mikið í hótel- og
gistiþættinum um land allt. T.d. í Reykjavík
verða turnarnir á Grand Hóteli opnaðir bráð-
lega og nú er verið að byggja Tónlistar- og ráð-
stefnuhús sem verður tilbúið eftir eitt og hálft
ár og við erum byrjuð að markaðssetja af fullum
krafti.“
Kippur á landsbyggðinni
Ársæll segir einnig mikið að gerast á lands-
byggðinni þar sem ferðaþjónustan hefur verið
að ná vopnum sínum. „Það eru alltaf fleiri og
fleiri fyrirtæki sem eru að verða nægjanlega
stór til að geta sinnt öflugu markaðsstarfi og
vöruþróun. Við erum því mjög bjartsýn á gang
mála á landsbyggðinni. Almennt lítur því sum-
arið mjög vel út, það þarf ekki annað en að líta á
hótelbókanir til að sannfærast um það.“
Og hvað gera ferðamennirnir síðan þegar
hingað er komið? Mjög mismunandi er eftir
hverju þeir sækjast og atferli þeirra er jafn-
fjölbreytt og þeir eru margir. „Fyrir utan
jeppa- og jöklaferðir eru hestaferðir og flúða-
siglingar vinsælar auk fjórhjólaferða, seglhjóla-
ferða í Viðey, hvalaskoðunarferða, Gullfoss-
Geysishringsins og margs annars,“ segir Ár-
sæll. Hann bendir á að hvalaskoðunarferðir hafi
ekki skaðast vegna hvalveiða Íslendinga.
„Það sem kemur mér alltaf á óvart er hversu
margir ferðamenn koma til landsins utan há-
annatímans. Það er alveg stórkostlegt hvað
vetrartúrisminn vex ár frá ári og Ísland virðist
hafa aðdráttarafl fyrir Breta, Bandaríkjamenn
og Norðurlandabúa. Það sama er ekki að segja
um Miðevrópumarkaðinn að þessu leyti.
Asíumarkaðurinn er að vakna til lífsins. Taív-
anbúar hafa verið hér fjölmennir um nokkurt
skeið og nú er kínverskum ferðamönnum að
fjölga. Þá koma efnaðir Rússar hingað í nokkr-
um mæli og verja talsverðum fjármunum í land-
inu. Þeir sækjast eftir dýrum og fallegum hlut-
um, t.d. íslenskri hönnun og eru nokkuð
frábrugðnir Asíubúunum. Þeir ferðast í smærri
hópum, velja dýrari flutningsmáta og við-
urgjörning en Asíubúarnir ferðast á hinn bóg-
inn í stærri hópum, stoppa stutt á hverjum en
vilja sjá sem mest. Þeir vilja „safna“ stöðum og
fara að Gullfossi, Geysi og Þingvöllum en einn
og einn hópur er farinn að skila sér lengra, s.s.
norður í land og austur. En ferðamynstrið
gengur út á að fara hratt yfir og snúa sér síðan
að næsta landi.“
Enn eitt metárið er í kortunum
Morgunblaðið/RAX
Stefnir í meira en 50 milljarða veltu í ferðaþjónustunni
Í HNOTSKURN
»Mikið vatn hefur runnið til sjávar fráárinu 1949 þegar 5 þúsund erlendir
gestir létu sjá sig hér. Árið 2005 var
gestafjöldinn kominn í tæp 400 þúsund
og eyddu þeir um 25 milljörðum króna í
landinu. Ríflega 12 þúsund gistirými
stóðu þeim til boða.
♦♦♦
Eftir Silju Björk Huldudóttur
silja@mbl.is
ÓLAFUR Ragnar Grímsson, for-
seti Íslands, hefur falið Geir H.
Haarde, forsætisráðherra og for-
manni Sjálfstæðisflokksins, umboð
til að mynda nýja ríkisstjórn Sjálf-
stæðisflokks og Samfylkingar.
Geir gekk á fund Ólafs Ragnars
á Bessastöðum í gærmorgun og
baðst lausnar fyrir sig og ráðu-
neyti sitt. Fundur þeirra Geirs og
Ólafs Ragnars stóð í rúman hálf-
tíma og að þeim tíma loknum til-
kynnti Ólafur Ragnar að hann
hefði fallist á lausnarbeiðni Geirs
eftir ítarlegar viðræður þeirra.
Sagðist hann jafnframt hefðu ósk-
að eftir því að ráðherrar í hinni frá-
farandi ríkisstjórn störfuðu áfram
í svokallaðri starfsstjórn þar til ný
ríkisstjórn hefði tekið við.
„Ég hef einnig ákveðið í ljósi
þeirra viðræðna sem við höfum hér
átt, að fela formanni Sjálfstæðis-
flokksins að mynda nýja ríkis-
stjórn og geri það sérstaklega í
ljósi þess vilja sem fram hefur
komið af hálfu forystu Sjálfstæð-
isflokksins og Samfylkingarinnar
að þessir tveir flokkar gangi nú
þegar til viðræðna um myndun
meirihlutastjórnar,“ sagði Ólafur
Ragnar.
Sagðist hann ekki hafa sett
neinn sérstakan tímafrest á þær
viðræður, en tók fram að hann
hefði lýst þeirri skoðun sinni að
æskilegt væri að niðurstaða feng-
ist í stjórnarmyndunarviðræðum
innan næstu sjö til tíu daga.
Vonast til að niðurstaða liggi
fyrir innan nokkurra daga
Aðspurður sagðist Geir gera ráð
fyrir að sá tími myndi duga sér og
formanni Samfylkingarinnar,
Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, til
að mynda nýja ríkisstjórn. „Ég
geri alveg ráð fyrir því, en það er
ekki hægt að fullyrða neitt um það
fyrirfram,“ sagði Geir og tók fram
að vonandi þyrftu þau Ingibjörg
Sólrún þó ekki marga daga til að
komast að niðurstöðu. Sagðist
hann myndu setja sig í samband
við Ingibjörgu Sólrúnu strax að
fundi sínum loknum með forsetan-
um og taldi hann allar líkur á því að
ríkisstjórn þá skilar hann um-
boðinu til forseta á nýjan leik. En
það er engin ástæða til að ræða
slíkt fyrr en ef og þegar til slíks
kemur.“
Í viðtölum við blaðamenn upp-
lýsti Geir að hann hefði á þing-
flokksfundi í gærmorgun, fyrir
fund sinn með forsetanum, farið
yfir stöðuna sem nú væri komin
upp. „Þingflokkurinn endurnýjaði
fullt umboð til mín til að klára
þetta mál,“ sagði Geir. Spurður
hvort þingflokkurinn hefði tekið
vel í þá hugmynd hans um að fara í
viðræður við Samfylkinguna svar-
aði Geir því játandi. Spurður hvort
hann hefði verið búinn að ræða við
Ingibjörgu Sólrúnu fyrir kosning-
ar líkt og framsóknarmenn hafa
haldið fram svaraði Geir því neit-
andi og sagði það af og frá.
Borin voru undir Geir þau
ummæli Ingibjargar Sólrúnar að
líklega gæti mesti ágreiningur
flokkanna tveggja orðið í kringum
stóriðjumálin. Spurður hvernig
sáttin yrði þar sagðist Geir ekki
geta samið um það fyrirfram.
stuðla að því að þeir flokkar, sem
líklegir væru til að geta myndað
meirihlutaríkisstjórn, gætu rætt
saman um myndun nýrrar ríkis-
stjórnar á farsælan og árangurrík-
an hátt og sem mest á eigin for-
sendum. „Það er ekki hlutverk
forsetans að fara hverju sinni
hringferð í viðræðum við forystu-
menn allra flokka, nema það sé
nauðsynlegt,“ sagði Ólafur Ragnar
og tók fram að það væri sitt mat að
það væri ekki nauðsynlegt miðað
við núverandi kringumstæður þar
sem hann mæti það sem svo að
málið lægi ljóst og skýrt fyrir.
„Það er afdráttarlaust mat mitt að
skynsamlegt sé og rétt við þessar
aðstæður að fela formanni Sjálf-
stæðisflokksins umboð til þess að
ganga til slíkra viðræðna.“
Inntur eftir því hvað myndi ger-
ast næðu forystumenn Sjálfstæð-
isflokks og Samfylkingarinnar
ekki að mynda ríkisstjórn á næstu
tíu dögum vísaði Ólafur Ragnar til
sögunnar. „Ef formaður Sjálfstæð-
isflokksins kemst að þeirri niður-
stöðu að hann geti ekki myndað
þau myndu hittast í Ráðherrabú-
staðnum síðdegis í gær. Sú varð
raunin.
Taldi ekki nauðsynlegt að
ræða við aðra forystumenn
Aðspurður sagðist Ólafur Ragn-
ar ekki mundu eiga neinar viðræð-
ur við aðra forystumenn flokk-
anna. „Formaður
Sjálfstæðisflokksins hefur greint
mér frá viðræðum sem hann hefur
átt við formann Samfylkingarinn-
ar og í ljósi þeirrar frásagnar og
hvernig ég met stöðuna, m.a. í ljósi
upplýsinga sem fram hafa komið á
opinberum vettvangi, þá tel ég
ekki nauðsynlegt að eiga viðræður
við aðra forystumenn, hvorki for-
mann Samfylkingarinnar né aðra.
Ég tel að málið liggi að því leyti
ljóst fyrir. Það er yfirlýstur vilji
forystumanna Samfylkingarinnar
og Sjálfstæðisflokksins að ganga
til þessara viðræðna,“ sagði Ólafur
Ragnar og minnti í framhaldinu á
að hann hefði ávallt lýst þeirri
skoðun sinni að markmið forsetans
við þessar kringumstæður væri að
Geir Haarde falið að
mynda nýja ríkisstjórn
Morgunblaðið/RAX
Umboð Geir H. Haarde, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, gekk á fund Ólafs Ragnars
Grímssonar, forseta Íslands, í gær til að biðjast lausnar og falast eftir endurnýjuðu umboði.