Morgunblaðið - 19.05.2007, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 19.05.2007, Blaðsíða 22
22 LAUGARDAGUR 19. MAÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ SUÐURNES Eftir Helga Bjarnason helgi@ mbl.is Keflavíkurflugvöllur | Keilir mun hafa milligöngu um útleigu á íbúð- um fyrir nemendur háskóla á höf- uðborgarsvæðinu. Í ágúst gefst stúdentum kostur á stórum íbúðum á þessu svæði, við lægra verði en al- mennt þekkist. Stefnt er að leigu 300 íbúða í haust þannig að á gamla varnarliðssvæðinu verði 500 íbúar næsta vetur. Íbúðirnar og önnur að- staða á nýja háskólasvæðinu verður kynnt á morgun, sunnudag. Keilir, nýstofnuð miðstöð vísinda, fræða og atvinnulífs, er að byggja upp alþjóðlegt háskólanám í gömlu herstöðinni á Keflavíkurflugvelli. Byrjað verður með frumgreinadeild og flugakademíu í haust og verið að undirbúa meira háskólanám, ekki síst alþjóðlegt, á næstu árum. Fé- lagið fær til afnota húsnæði hjá Þró- unarfélagi Keflavíkurflugvallar. Fyrsta veturinn verður Kapella ljóssins notuð fyrir starfsemina en síðan fær félagið meira kennsluhús- næði. 1.500 manna hverfi Samkomulag hefur orðið um að Keilir annist útleigu á hluta af þeim íbúðum sem staðið hafa ónotaðar frá því varnarliðið fór en eignirnar eru í umsjá Þróunarfélags Keflavíkur- flugvallar. Þær verða leigðar nem- endum og starfsfólki Keilis og há- skólanemum af höfuðborgar- svæðinu. Runólfur Ágústsson, framkvæmdastjóri Keilis, gerir sér vonir um að hægt verði að leigja út 300 íbúðir í haust og þar verði þá um 500 íbúar næsta vetur. Hann segir þó að þetta ráðist af eftir- spurninni. Á háskólasvæðinu eru alls 1000 íbúðir og þegar þær verða allar komnar í notkun sem ætti að gerast á næstu 3 til 5 árum verður þarna orðið til um 1500 manna íbúðahverfi. „Við erum að byggja upp alþjóð- legan háskóla. Til þess að það sé hægt þurfum við á næstu árum að búa til ákveðið háskólasamfélag með nauðsynlegri þjónustu við íbúana. Með því að leigja íbúðirnar háskóla- nemendum af höfuðborgarsvæðinu erum við að flýta þessari uppbygg- ingu. Það skapast fyrr grundvöllur fyrir þeirri þjónustu sem þarf að vera í svona háskólasamfélagi,“ seg- ir Runólfur þegar hann er spurður um ástæður þess að Keilir tekur að sér það verkefni að leigja íbúðirnar nemendum annarra skóla. Hann segir einnig að góður grundvöllur ætti að vera fyrir þess- ari starfsemi vegna skorts á stúd- entaíbúðum á höfuðborgarsvæðinu. Íbúðirnar eru stórar og vel búnar og verða, að sögn Runólfs, boðnar í upphafi á lægra verði en hjá Fé- lagsstofnun stúdenta og innifalið í leigunni eru endurgjaldslausar strætisvagnaferðir á milli Keflavík- urflugvallar og háskólanna í Reykjavík og netaðgangur. Sem dæmi má nefna að 3 herbergja, 94 fermetra íbúð, kostar tæplega 49 þúsund á mánuði og stúdíóíbúð lið- lega 30 þúsund. Bjóða háskólanemum íbúðir á vallarsvæðinu Morgunblaðið/Sverrir Minjar Bandaríkjaher skildi eftir aðstöðu fyrir heilt háskólaþorp. Í HNOTSKURN »Keilir, Þróunarfélag Kefla-víkurflugvallar og Reykja- nesbær standa fyrir opnu húsi á Keflavíkurflugvelli á morgun, sunnudag, kl. 14 til 17. Er þetta í fyrsta skipti sem almenningi gefst kostur á að heimsækja varnarsvæðið. »Gestir geta skoðað íbúðir ogaðra aðstöðu, svo sem íþróttahús, sundlaug, leikvelli og skólahúsnæði. »Kynnt verður nám á vegumKeilis, frumgreinadeild og flugakademía, og tekið við um- sóknum um nám og leiguíbúðir. Þá verða veittar upplýsingar um þjónustu Reykjanesbæjar, meðal annars skóla og tóm- stundastarf. STARFSMENN Keilis verða fyrstu íbúarnir sem flytja í íbúðir á fyrrver- andi varnarsvæði á Keflavík- urflugvelli, eftir að varnarliðsfólk fór til síns heima. Á næstu vikum fer smá líf að færast í draugaþorpið og stefnt er að því að í haust verði þar fimm hundruð íbúar í stúd- entaíbúðum og iðandi mannlíf. „Mér líst vel á þetta. Það er vel tekið á móti okkur hér í Reykja- nesbæ. Þeir eru glaðir að fá fólk í sveitarfélagið og allir eru boðnir og búnir að láta þetta ganga vel,“ segir Hrafnhildur Valdimarsdóttir, starfs- maður Keilis, miðstöðvar vísinda, fræða og atvinnulífs, sem er að flytja inn í íbúð á Keflavíkurflugvelli. Vinnufélagi hennar, Steinunn Eva Björnsdóttir, er einnig að flytja inn en báðar koma þær frá Bifröst. Hrafnhildur og Steinunn Eva eru báðar með fjölskyldu, börn á leik- skóla- og grunnskólaaldri. Steinunn segir að það hafi komið þeim á óvart hvað Reykjanesbær sé fjöl- skylduvænn bær, mikil áhersla lögð á málefni fjölskyldunnar. Hrafnhild- ur segir að íþróttir og aðrar tóm- stundir barnanna séu skipulagðar á daginn, eftir skóla, þannig að for- eldrarnir geti verið með börnunum eftir vinnu. Steinunn bætir því við að þetta sé mikill kostur fyrir vænt- anlega íbúa í háskólahverfinu. Steinunn og Hrafnhildur telja að nóg verði um að vera fyrir börnin þeirra í sumar, þótt fáir leikfélagar verði fyrstu vikurnar. Þarna sé ágætis leikaðstaða og svo sé stutt til Keflavíkur. Þær eru ánægðar með íbúðirnar sem Keilir fær til endurleigu til stúd- enta. Segja að þær séu rúmgóðar og vel búnar tækjum. Þannig séu eld- húsin stór og ekki spilli fyrir að fá aðgang að breiðum amerískum ís- skáp. „Þetta verður mikill munur fyrir námsfólk sem oft býr þröngt að fá þetta rými. Svo er líka gott að vita af börnunum í nágrenninu og fyrir börnin að geta gengið að foreldr- unum vísum á staðnum,“ segir Stein- unn Eva. Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Innflytjendur Steinunn Eva Björnsdóttir og Hrafnhildur Valdimarsdóttir eru ánægðar með leikaðstöðu fyrir börn í nýja háskólaþorpinu. Fyrstu íbúarnir í nýju háskólahverfi AKUREYRI KEA úthlutaði í gær styrkjum í tveimur flokkum Menn- ingar- og viðurkenningarsjóðs félagsins. Úthlutað var tæpum 4 milljónum kr. samtals, til 22 einstaklinga og fé- laga. Annars vegar er um að ræða styrki sem veittir eru ungu afreksfólki á sviði mennta, lista og íþrótta. Styrk- irnir komu í hlut fjórtán einstaklinga, 225 þúsund eða 125 þúsund á mann. Hins vegar er um að ræða íþróttastyrki. Var þeim út- hlutað til átta einstaklinga og félaga. Hæsti styrkurinn, 500 þúsund kr., kom í hlut Nökkva, félags siglingamanna á Akureyri, til kaupa á seglbátum og til að bæta aðstöðu. Alls sóttu 29 um íþróttastyrkina og 49 um styrki í flokki ungs afreksfólks. Halldór Jóhannsson, framkvæmdastjóri KEA, afhenti styrkina við athöfn í gær. Ljósmynd/Kristján Stuðningur Styrkþegar ásamt Halldóri Jóhannssyni framkvæmdastjóra og Hannesi Karlssyni stjórnarformanni. KEA styrkir ungt afreksfólk BLÓÐBANKANUM í Reykjavík hef- ur verið falið að hafa umsjón með blóðbankastarfsemi á Fjórðungs- sjúkrahúsinu á Akureyri og tekur breytingin í gildi í þessum mánuði. Af því tilefni verður blóðsöfnun í blóðbankabíl Blóðbankans á Norð- urlandi næstu daga. Byrjað verður á Dalvík þriðjudag- inn 22. maí, kl. 11.30 til 17, og síðan verður bíllinn á Glerártorgi á Ak- ureyri á miðvikudag og fimmtudag, kl. 11 til 17. Í næstu viku verður blóði safnað á Sauðárkróki og Blönduósi. Bíllinn verður á Sauð- árkróki á þriðjudag og fram á mið- vikudag og á Blönduósi á miðviku- dag. Vorsýning Myndlistar- skólans ÞRÍTUGASTA og þriðja starfsári Myndlistaskólans á Akureyri lýkur með sýningu á verkum nemenda um helgina. Sýningin verður í húsnæði skólans að Kaupvangsstræti 16. Sýnd verða verk nemenda for- námsdeildar, listhönnunar- og fag- urlistadeildar. Þar gefur að líta sýn- ishorn af því helsta sem nemendur hafa verið að fást við í myndlist og hönnun á þessu skólaári. Ellefu nemendur útskrifast úr sér- námsdeildum skólans, Aðalbjörg Kristjánsdóttir, Ása Ólafsdóttir, Charlotta Þorgils, Sigurlín Margrét Grétarsdóttir, Steinn Kristjánsson, Steinunn Ásta Eiríksdóttir, Svein- björg Ásgeirsdóttir, Berglind Gunn- arsdóttir, Hjalti Jónsson, María Haf- steinsdóttir og Petra Sæunn Heimisdóttir. Einnig verða sýnd verk eftir nem- endur sem voru á barna- og ung- linganámskeiðum á vorönn. Sýn- ingin verður opin á milli kl. 14 og 18 á laugardag og sunnudag. Sagt frá áherslum Amnesty ÍSLANDSDEILD Amnesty Internat- ional efnir til námskeiðs á Akureyri í dag, í húsnæði Símenntunarmið- stöðvar Eyjafjarðar við Þórsstíg 4. Námskeiðið stendur frá kl. 13 til 17. Fjallað verður um sögu, uppbygg- ingu og mannréttindaáherslur Am- nesty International. Einnig verður greint frá þeim herferðum og að- gerðakostum sem í boði eru innan Íslandsdeildarinnar. Seinni vorsýn- ing nemenda Arnar Inga SEINNI vorsýning Myndlistarskóla Arnar Inga verður um helgina að Óseyri 6 á Akureyri. Fantasía er þema sýningarinnar og er það fyrsta sýning skólans af því tagi. Sýningunni verður fylgt eft- ir með innsetningum og gjörningum og ýmsu óvæntu, að sögn Arnar Inga. Þrjátíu nemendur sýna auk nokk- urra gesta. Sýningin verður opin í dag og á morgun, báða dagana frá k. 14 til 18. Blóðbankabíll á Norðurlandi HJÚKRUNARFRÆÐINGAR við Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri eru ónægðir með að vera með lægri laun en hjúkrunarfræðingar við Landspítala – háskólasjúkrahús í Reykjavík. Verið er að safna undir- skriftum þeirra undir mótmælalista sem afhentur verður framkvæmda- stjóra sjúkrahússins næstkomandi mánudag. Hjúkrunarfræðingar hyggjast fjölmenna á þá athöfn. Þóra Ester Bragadóttir, trúnað- armaður hjúkrunarfræðinga, segir að gefið hafi verið út að laun hjá FSA ættu að vera þau sömu fyrir sömu störf og laun á Landspítalan- um. Könnun sem gerð hafi verið sýni að laun séu lægri á FSA. Sem dæmi um þetta nefnir hún að nýútskrif- uðum hjúkrunarfræðingum séu boð- in lægri laun á Akureyri. Þóra segir að hjúkrunarfræðingar vilji þrýsta á um leiðréttingu með því að afhenda framkvæmdastjóran- um kröfu um það. Hún segir að mjög góð þátttaka sé í þessum aðgerðum. Óútskýrður munur Halldór Jónsson, framkvæmda- stjóri Fjórðungssjúkrahússins á Ak- ureyri, segir að ýmis gögn bendi til þess að óskýrður munur sé á launum hjúkrunarfræðinga á FSA og Land- spítalanum, þótt það sé einnig óum- deild að FSA hafi nýtt til hins ýtr- asta heimildir sínar samkvæmt kjarasamningum. Segir hann eigi að síður nauðsyn- legt að reyna að fá fullnaðarskýr- ingar á þessum mun. Hafi verið unn- ið að öflun upplýsinga til undirbúnings því. Vonast hann til að stjórnvöld líti þær upplýsingar rétt- um augum þegar niðurstöðurnar liggi klárar fyrir. Mótmæla lægri launum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.