Morgunblaðið - 19.05.2007, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. MAÍ 2007 35
brauðið af miklu listfengi. Bæði voru
hávaxin, ljóshærð og björt yfirlitum
en freknurnar, er sumarsólin kallaði
jafnan fram, höfðu dofnað. Helga
var málreifari og hláturmildari,
kannski var hann ögn feimnari á
öðrum bæ, bæði sungu þau fallega
og það var gaman í Fjallsbaðstofu
þetta kvöld. Pabbi fylgdi þeim á leið
niður yfir Framanvötnin hjá
Kringlu, þar sem farið var yfir á
stiklum og niður á Fjallshóla, þá sáu
þau ljósið í stofuglugganum heima
hjá sér.
Stjáni kom snemma að öllum
verkum með föður sínum, kappsam-
ur og óvílinn.
Laxá rennur við túnfótinn og
verður öllum hjartfólgin sem hana
umgangast enda lærði hann fljótt að
fara með bát, róa og ferja yfir, fara
með stöng og net. Þar voru Hólma-
vaðsmenn öðrum slyngari svo lands-
frægt var og kunnu líka að gera að
aflanum.
Kristján fór til Akureyrar að
nema bifvélavirkjun. Það nám
reyndist honum haldgott þegar
hann tók við búskap á Hólmavaði og
nágrannar og sveitungar nutu góðs
af þeirri kunnáttu og ekki held ég að
allar þær vinnustundir hafi verið
reiknaðar til fjár fremur en annar
greiði sem Hólmavaðsfólk gerði öðr-
um.
Ég man eftir gleði foreldra minna
yfir þeim fréttum að Stjáni tæki við
búsforráðum á Hólmavaði enda
reyndist hann ötull og traustur
bóndi. Konuefnið fann hann í daln-
um, Helgu Baldursdóttur. Þau eign-
uðust fjögur börn, góð og mannvæn-
leg.
Og tíminn leið. Nú er allt í einu
komin kveðjustund. Góðvinur,
frændi og granni er kvaddur, gegn-
heill og góðviljaður atorkumaður
sem ekki mátti vamm sitt vita og
skilaði dagsverki sínu með fullri
sæmd.
Ég á ekki aðra ósk betri til afkom-
enda hans en að þeir mannkostir
erfist um ókomna tíð. Við systkinin
frá Ytra-Fjalli sem og okkar fólk
þökkum fyrir okkur og sendum
Helgu, börnum þeirra og systkinum
Kristjáns innilegar samúðarkveðjur.
Straumur þíns lífs er liðin út að sævi
lengur ei entist það en heilsa og fjör.
Þakka þér vinur, langa, iðna ævi
ámælislausa gegnum misjöfn kjör.
Svo skal þér fylgt að sæmdarmanni hæfi
syngjandi Laxá verður með í för.
Vaggi þér svefnljúft inn í æskudrauma
ódáinskliður nýrra og fornra strauma.
(I.Þ.)
Ása Ketilsdóttir frá Fjalli.
Kristján Benediktsson frá Hólma-
vaði í Aðaldal, mikill sómamaður,
hefur nú kvatt. Kristján setti mikinn
svip á mannlíf í sveit sinni, sem hann
þekkti manna best og unni. Hann
var mikill aufúsugestur og eftirlæti
hjá okkur veiðimönnum á bökkum
veiðiperlunnar Laxár í Þingeyjar-
sýslu og var sjálfur með slyngari
stangaveiðimönnum. Hann lærði
listina af föður sínum sem einnig
þótti afburðamaður með stöngina;
fór fimlega með gömlu bambus-
stangirnar sem frægar voru á fyrri
hluta síðustu aldar og var fiskinn.
Það var hápunkturinn hjá veiði-
mönnum þegar Kristján kom á
bakkann til þeirra. Var þá gjarnan
sett undir fallega hnýtt Night
Hawk-fluga og Kristján tók eitt eða
tvö köst í átt að hólmanum á stífl-
unni. Fallegasta minning mín um
Kristján er frá sjötta áratugnum
þegar við Ingvi Hrafn sáum hann
leiðbeina Jóni Sigtryggssyni pró-
fessor glíma við 19 punda hæng á
Suðureyrinni. Það var góð kennslu-
fræðilexía! Spjallið við Kristján
gerði veiðiferðina að ógleymanlegu
ævintýri. Hann var náttúruunnandi
af guðs náð, miðlaði af þekkingu
sinni, ræddi um lífríki árinnar af
innlifun og einurð og þeirri þekk-
ingu sem áratuga reynsla skapar.
Ætt Kristjáns kom að Hólmavaði
á 19. öld og þar var farið að tað-
reykja lax. Kristján hafði lært vel til
verka og var svo sannarlega í essinu
sínu í reykhúsinu. Það leið ekki á
löngu þar til gæði reykta laxins frá
Hólmavaði urðu víðfræg. Kristján
kunni líka manna best að verka há-
karl og gjarnan var þeginn hjá hon-
um gómsætur biti af vænni beitu
sem ævinlega hékk í búri eða
skemmu á Hólmavaði. Hróður
Hólmavaðs nær langt út fyrir land-
steinana. Fyrir nokkrum árum, á
ráðstefnu í Wales, kom þar til mín
eldri maður og sýndi mér úr minn-
ingakorni föður síns þar sem hann
skrifar um veiðiferð í Laxá árið
1929. Þar var farið fallegum orðum
um Benedikt föður Kristjáns sem
tók við jörðinni af föður sínum árið
1920.
Kristján sat lengi í stjórn veiði-
félags Laxár og tók virkan þátt í að
móta þær reglur og hefðir sem ein-
kenna veiðiskap í Laxá í Aðaldal.
Hann var ætíð í forystu um ræktun
og velferð árinnar. Kristján var
samferðamaður Laxárfélagsins í
meira en sextíu ár og lagði mikið af
mörkum við að treysta vináttubönd
við Laxárfélaga sem nú kveðja
þennan mikla öðling. Samskipti við
Kristján voru ætíð heiðarleg og
ánægjuleg og á heimili hans vorum
við allir ætíð velkomnir. Í eldhúsinu
á gamla Hólmavaði, hjá Helgu eig-
inkonu Kristjáns, voru gjarnan
borðaðar bestu kleinur landsins og
málin rædd í þaula og menn
skemmtu sér vel; stundum var
stjarna í staupi.
Nú er komið að kveðjustund.
Horft er til liðinna ára með hlýhug.
Benedikt og Elín eru tekin við jörð-
inni, stjórna nú Hólmavaði af sama
myndarskap sem svo lengi hefur
einkennt staðinn. Laxárfélagar
sakna vinar í stað og þakka Krist-
jáni langt og farsælt samstarf sem
aldrei bar skugga á. Helgu og ást-
vinum hans öllum sendum við sam-
úðarkveðju.
Orri Vigfússon.
Kristján Benediktsson, bóndi á
Hólmavaði í Aðaldal, vinur minn og
frændi, er látinn eftir langa og
stranga sjúkdómslegu. Segja má að
andlát hans hafi ekki komið á óvart
eins og komið var, en nú saknar
maður vinar og minningar frá liðinni
samferð hrannast upp.
Hann var af traustu þingeysku
bergi brotinn í ættir fram og góður
fulltrúi forfeðra sinna og formæðra.
Hann ól allan sinn aldur á Hólma-
vaði og á unga aldri tók hann við
föðurleifð sinni, en ásamt konu sinni
Helgu Baldursdóttur frá Fagrane-
skoti bætti hann jörðina og byggði
svo best sem mátti vera.
Hann var vinmargur enda dreng-
skaparmaður, hjálpsamur og greið-
vikinn í besta lagi, hagur í höndum,
ákafur og afkastamaður til verka
eins og best gerist.
Hólmavað stendur á bökkum Lax-
ár og var hún einn stærsti kapítuli í
lífi Kristjáns. Hann var snjall veiði-
maður og óþreytandi að leiðbeina
veiðimönnum við ána og veita þeim
hvers konar fyrirgreiðslu. Á bökk-
um Laxár tókst ævilöng vinátta með
honum og mörgum veiðimönnum
hvaðanæva af landinu. Hann elskaði
ána sína, enda lá hann ekki á liði
sínu í sambandi við fiskirækt og
bætta aðstöðu við hana. Kristján var
samstarfsmaður minn í stjórn Veiði-
félags Laxár um 20 ára skeið og þá
jafnan heilshugar og ósérhlífinn í
því samstarfi sem ég kann honum
bestu þakkir fyrir. Margt áttum við
saman að sælda auk þessa, þó eink-
um þegar við ásamt öðrum voru að
byggja upp Norðurlax hf. en í því
var hann góður liðsmaður sem ann-
ars staðar.
Glaðsinna var hann og jafnan
hrókur alls fagnaðar þar sem fólk
kom saman og vó það þungt hversu
músíkalskur og söngvinn hann var,
einnig dansmaður með afbrigðum
og naut þess oft vel. Aðalsmerki
hans voru drengskapur, hreinskilni
og trygglyndi. Nú hefur hann lagt
upp í sína hinstu för, en ég óttast
ekkert um hann því svo vel þekkti
ég lífsskoðanir hans að hann hafði
landsýn yfir hið bráða haf sem að-
skilur lifendur og látna.
Nú að leiðarlokum þakka ég
Kristjáni kærar stundir og kynni
góð. Við á Laxamýri sendum öllum
hans aðstandendum hugheilar sam-
úðarkveðjur.
Vigfús B. Jónsson.
Elsku afi Stjáni.
Þær eru margar minningarnar
sem eftir sitja.
Við systkinin nutum þeirra for-
réttinda að búa svona stutt frá ykk-
ur ömmu og stundirnar sem við átt-
um saman voru því margar.
Þú sagðir mér oft frá því þegar
ég, „ponta litla“ eða „Íra píra“ eins
og þú kallaðir mig svo oft, var
tveggja ára og labbaði til þín upp í
reykhús og fékk hákarl hjá þér. Þér
þótti það góð minning og þó svo að
ég muni ekki eftir því þá er frásögn
þín orðin góð minning hjá mér.
Það var gott að eiga þig að, þó svo
að stundum hafi ég komið heim með
tár í augum eftir smalamennsku.
Hjartað var ekki alltaf stórt þegar
þú nýttir raddstyrk þinn til fulls til
að segja okkur til í smöluninni. En
það risti ekki djúpt og innan
skamms var ég komin í kjöltu þér í
gott spjall.
Takk fyrir yndislegar stundir í
gegnum árin og ég veit að nú getur
þú fylgst með okkur sem þér þykir
vænst um frá stað þar sem þér líður
vel.
Ég hef hér í lokin vísuna um
smaladrenginn sem þú söngst svo
oft með mér og ég syng mikið fyrir
dætur mínar.
Út um græna grundu
gakktu, hjörðin mín.
Yndi vorsins undu.
Eg skal gæta þín.
Sól og vor ég syng um,
snerti gleðistreng.
Leikið, lömb, í kringum
lítinn smaladreng.
Steingrímur Thorsteinsson
Elsku amma mín, guð styrki þig á
erfiðri stund.
Þín,
Íris Helga.
Minningarkort
535 1825
www.hjarta.is 5351800
✝
Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
THEODOR JOHANNESEN,
lést á Hrafnistu í Reykjavík mánudaginn 7. maí.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna.
Sérstakar þakkir sendum við starfsfólki Hrafnistu
fyrir góða umönnun.
Kolbrún Theodórsdóttir, Birgir Valdimarsson,
Sóley Theodórsdóttir, Helgi Guðmundsson,
Dögg Theodórsdóttir, Valur Kristinsson,
Úlfar Theodorsson, Ágústína Eiríksdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og
afi,
ÓLAFUR AUÐUNSSON
frá Ysta-Skála,
til heimilis að
Stuðlaseli 15,
lést á Landspítalanum í Fossvogi fimmtudaginn
17. maí.
Áslaug Ólafsdóttir,
Guðrún Ólafsdóttir,
Auður Ólafsdóttir, Guðmundur Tryggvi Sigurðsson,
Ólafur Haukur Ólafsson, Sigrún Konráðsdóttir,
Þorri Ólafsson, Guðný Gísladóttir
og barnabörn.
✝
Ástkær faðir okkar, sonur, tengdafaðir og afi,
RÓBERT KÁRASON,
Frostafold 6,
Reykjavík,
áður til heimilis í Ásgarði
á Svalbarðsströnd,
lést á gjörgæsludeild Landspítalans við Hringbraut
þriðjudaginn 15. maí.
Útförin fer fram frá Grafarvogskirkju fimmtudaginn 24. maí kl. 13:00.
Blóm og kransar eru vinsamlega afþakkaðir en þeim, sem vilja minnast
hans, er bent á Hjartavernd.
Hlíf Harpa Róbertsdóttir,
Arna Vala Róbertsdóttir, Elías Már Hallgrímsson,
Páll Róbertsson, Auður Sólmundsdóttir,
Heiðdís Ellen Róbertsdóttir,
Arnfríður Róbertsdóttir
og barnabörn.
✝
Elskulegur sambýlismaður minn, faðir, tengdafaðir,
bróðir, afi og langafi,
ODDGEIR HALLDÓRSSON,
Ferjubakka,
Reykjavík,
lést á Landspítalanum við Hringbraut föstudaginn
11. maí.
Jarðarför fer fram frá Fossvogskirkju þriðjudaginn
22. maí kl. 13.00.
Sigurbjörg Guðvarðardóttir,
Hörður Oddgeirsson, Kristín Hafsteinsdóttir,
Hanna Halldórsdóttir,
Rúna Halldórsdóttir,
Oddur Halldórsson,
Guðrún Halldórsdóttir
og afabörn.
✝
Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og
langafi,
GUÐNI A. ÓLAFSSON,
Núpalind 2,
Kópavogi,
andaðist á Landspítala háskólasjúkrahúsi Fossvogi
miðvikudaginn 16. maí.
Útförin verður auglýst síðar.
Valgerður Á. Blandon,
Ingibjörg Unnur Guðnadóttir, Ragnar Sigurðsson,
Valgerður Selma Guðnadóttir, Guðbjörn Björgólfsson,
Þorbjörg Guðnadóttir, Helgi S. Reimarsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Elskulegur sambýlismaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
BRYNLEIFUR JÓHANNESSON,
bílamálarameistari,
Stekkjargötu 81,
Njarðvík,
lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja þriðjudaginn 15. maí.
Jarðarförin verður auglýst síðar.
Lilja Markúsdóttir,
Jón Axel Brynleifsson, Ingunn Sigurðardóttir,
Brynja Brynleifsdóttir Mallios, Phillip Mallios,
Jóhann Brynleifsson, Sigríður Garðarsdóttir,
Karl Brynleifsson, Jónína Skaftadóttir,
Tobías Brynleifsson, Margrét Jónsdóttir,
Jósep Brynleifsson, Melanie Brynleifsson,
barnabörn og barnabarnabörn.