Morgunblaðið - 19.05.2007, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 19.05.2007, Blaðsíða 30
30 LAUGARDAGUR 19. MAÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN FYRIR skömmu var kynnt ný skýrsla um stöðu og framtíð- armöguleika líf- tækniiðnaðar á Ís- landii. Þrátt fyrir ólík efnistök eru nið- urstöður skýrslunnar í öllum meginatriðum samhljóma nið- urstöðum sem fram koma í þremur skýrslum sem unnar hafa verið fyrir iðn- aðarráðuneytið af sér- fræðingum Háskólans á Akureyri.[ii][iii][iv] Almennt eru menn sammála um að líf- tæknin feli í sér mikla möguleika til lengri tíma litið þrátt fyrir ýmsa erfiðleika og skakkaföll sem líf- tækniiðnaðurinn hefur mátt þola. Á Íslandi eru möguleikarnir m.a. fólgnir í beitingu líftækni til að vinna ný verðmæti úr náttúrulegum auðlindum landsins og einnig að nýta lífupplýsingar til að auka skilning okkar á samhengi hluta í náttúrulegum kerfum frá minnstu frumu til stórra vistkerfa. Þá eru menn sammála um að til að leysa þessa möguleika úr læðingi þarf að móta stefnu og finna leiðir og úr- ræði til að ná settu marki. Í góðri samvinnu við iðnaðarráðuneyti, menntamálaráðuneyti og sjávarútvegsráðu- neyti hefur Háskólinn á Akureyri tekið hér ákveðið og afgerandi frumkvæði og hefur á síðastliðnum þremur árum byggt upp öfluga rannsóknastarfsemi á sviði líftækni sem hef- ur verið fjármögnuð með styrkjum úr Líf- tæknineti iðnaðarráðuneytis og rannsóknasjóðum RANNÍS, há- skólasjóði KEA og erlendum styrkjum bæði á vegum samstarfs Norðurlanda og Evrópusambands- ins. Þetta hefur leitt til aukins sam- starfs milli vísindamanna og fyr- irtækja, bæði innanlands sem og erlendis. Þá er Háskólinn á Ak- ureyri einn háskólinn á Íslandi sem byggt hefur upp líftækninám, bæði á bakkalár- og meistarastigi, sem er sérstakt að því leyti að þar er flétt- að saman raunvísindum og við- skipta- og rekstrargreinum. Al- mennt er það viðurkennt að ein ástæða þess að líftækniiðnaður hef- ur ekki náð að festa sig í sessi er sú að frumkvöðlar á þessu sviði hafa ekki haft næga viðskiptaþekkingu til að meta markaðsgildi hugmynda sinna. Verkefni þau sem Háskólinn á Akureyri vinnur að á sviði líftækni eru öll unnin með starfandi fyr- irtækjum í greininni og hafa leitt til stofnunar tveggja nýrra fyrirtækja. Vert er að benda á að flest þessara samstarfsfyrirtækja í líftækni eru starfandi utan höfuðborgarsvæð- isins. Sú fjárveiting sem sett var í Líf- tækninetið rennur út um næstu ára- mót og er fyrirsjáanlegt að sú kröft- uga starfsemi sem farin er af stað líði mjög fyrir það ef ekkert komi í staðinn. Það er því tillaga mín að myndaður verði nýr sjóður, líf- tæknisjóður, sem hefði það hlutverk að styrkja rannsóknir fyrirtækja og háskóla á sviði líftækni og reka önd- vegissetur í auðlindalíftækni í nán- um tengslum við Háskólann á Ak- ureyri. Hugmyndir um slíkt öndveg- issetur voru settar fram árið 2003 en náðu þá ekki fram að ganga. Hlutverk setursins yrði að skipu- leggja, samhæfa, fjármagna og stjórna rannsóknaverkefnum á starfssviði sínu en einnig að taka þátt í kennslu og miðlun upplýsinga til fræðimanna, fyrirtækja og yf- irvalda. Markmiðið yrði einnig að vera uppspretta nýrra fyrirtækja og nýsköpunar í atvinnulífinu, koma á tengslum milli ólíkra verkefna, sjónarmiða og atvinnugreina og taka virkan þátt í fyrirtækjaneti sprotafyrirtækja. Jafnframt yrði markmiðið að vera leiðandi á heims- mælikvarða á sínu sviði því það myndi laða að sér utanaðkomandi fjármagn frá rannsóknasjóðum, fjárfestingasjóðum og fyrirtækjum, auk þess að hafa samstarf við önd- vegissetur annarra háskóla og þjóða. Við öndvegissetrið starfi ráð- gjafanefnd úr líftækniiðnaðinum, sem hefði breiðan og traustan bak- grunn og mikla faglega yfirsýn og yrði stefnumarkandi varðandi verk- svið og helstu áherslur. Öndvegissetrið hefði eftirfarandi að leiðarljósi sem stefnumarkandi verksvið:  Lífefnaleit („Bioprospecting“) og náttúruefni („natural products“)  Orkulíftækni  Fiskeldislíftækni  Lífupplýsingatækni („Bioinform- atics“) og lífsýnabanki  Sprotafyrirtæki  Stjórnun, fræðsla og þróun hæfni Gert er ráð fyrir að með þessu átaki geti skapast 15 til 20 fjölbreytt há- tæknistörf og gera má ráð fyrir a.m.k. 20–40 öðrum störfum til lengri tíma litið. Benda má á að inn- an opinberra stofnana í dag er eng- in stofnun með verksvið sem heitir líftækni, þó svo að mörg áhugaverð verkefni innan þessara stofnana séu á sviði líftækni. i Assessment of the Icelandic Biotech Sys- tem, Steven C. Dillingham og Rune G. Nilssen, 2007. ii Möguleikar í sjávarlíftækni á Íslandi, Jó- hann Örlygsson, 2002. iii Öndvegissetur í sjávarlíftækni, Hjörleif- ur Einarsson, 2003. iv Líftækninet í auðlindanýtingu, Hólmar Sveinsson, Hjörleifur Einarsson og Jó- hann Örlygsson, 2004. Uppbygging líftækni- rannsókna – næstu skref Þorsteinn Gunnarsson vill reka öndvegissetur í auðlinda- líftækni í nánum tengslum við Háskólann á Akureyri » Það er því tillaga mínað myndaður verði líftæknisjóður sem hefði það hlutverk að styrkja rannsóknir fyrirtækja og háskóla á sviði líf- tækni. Þorsteinn Gunnarsson Höfundur er rektor Háskólans á Akureyri. EKKERT lát virðist á óhæfu- verkum útlendinga á Íslandi. Skemmst er að minnast þess þeg- ar hingað til lands stefndi mikill innrásarher grár fyrir nikkum og hugðist taka upp á þeirri ósvinnu að efna til hljóðfæraleiks á götum úti. Ekki hafði árvökul löggæsla fyrr bægt þeirri viðurstyggð frá landi eins og kerúb með sveip- anda sverði en að okkur steðja nýjar ógnir: Pólverjar sem ætla sér hvorki meira né minna en að selja Ísfirðingum teikningar af litlum kettlingum sem leika sér með hnykla. Það hlýtur að teljast mikill léttir fyrir þjóðina að tekist hafi að binda enda á þá þokkaiðju áð- ur en drengurinn með tárið og skipstjórinn með pípuna hrökkl- uðust upp á háaloft eða annar og jafnvel enn meiri skaði hlytist af. Því eins og við vitum eiga útlend- ingar það eitt erindi hingað til lands að kúldrast í undirgöngum á Kárahnjúkum þar sem mengun er yfir hættumörkum, standa daginn langan og tína orma úr þorski á lægstu töxtum, híma í húsgrunnum við naglhreinsun í öllum veðrum og þrífa hús og annast önnur heimilisstörf fyrir okkur – því þetta fólk er svo þrif- ið. Hafi hins vegar útlendingarnir látið sér til hugar koma að þeim standi til boða að stunda hér kaupskap, fremja hér list eða annað apaspil án sérlegrar vott- unar Listahátíðar, jafnvel selja kisumyndir án réttrar milli- göngu, þá er brýnt að koma þeim snarlega í skilning um að slíkt framferði verður ekki liðið. Það er með öllu ólíðandi að hingað geti hver sem er komið og spilað músík eða selt teikningar án þess að Listahátíð, Listfræðinga- félagið eða aðrar viðurkenndar stofnanir hafi þar nokkuð að segja svo að við fáum engar leið- beiningar um það hvernig okkur á að finnast þetta. Guðmundur Andri Thorsson Nikkuherinn Höfundur er rithöfundur. UNDANFARIÐ hafa íslenzk fyrirtæki gert upp í evrum. Hvers vegna? Íslenzka krónan er úrelt fyrirbæri en erfitt að losna frá henni. Sem betur fer ákvað fyrrv. forsætisráðherra, Davíð Oddsson, að taka ekki upp evru á Íslandi, því að með því hefði þjóðin farið inn í mjög erfitt ferli. Milliríkja- samningar Evrópusambandsins hefðu valdið Íslendingum meiri vanda en ánægju. Fiskimið hefðu verið í uppnámi og verðlag vænt- anlega orðið það sömuleiðis. Suður-Evrópuþjóðir hafa verið mjög óhressar með vaxandi verð- lag, t.a.m. Grikkir og Portúgalar. Skv. Time Magazine, nýlega, hef- ur ekkert gengið með risaþotu Airbus, A-380, vegna ósam- komulags innan aðildarþjóða. Þannig hefur Aibus misst stóra samninga til Boeing því að þar er skipulagið einfaldlega betra. Er þetta Evrópuskipulag það, sem Samfylkingin ætlar að bjóða Íslendingum. Ég bara spyr. Aðrir vita betur. Páll B. Helgason Evran og íslenzka krónan Höfundur er fv. yfirlæknir. Flestir geta verið sammála um að íslenskt heilbrigðiskerfi sé mjög gott og búi yfir mikilli þekk- ingu og bjóði upp á þjónustu á heimsmælikvarða. Það er í raun stolt íslensks velferðarkerfis en ís- lenskt heilbrigðiskerfi er þó bæði ótrúlega miðstýrt og mjög dýrt. Þrátt fyrir hundruð verktaka- samninga Trygg- ingastofnunar ríkisins við lækna hafa rík- isstofnanir í heil- brigðiskerfinu ekki verið einkavæddar. Nú stendur yfir undirbúningur að byggingu nýs risa- stórs sjúkrahúss við Hringbraut. Við skoð- un á vinningstillögu að hinum nýja spítala dettur manni helst í hug að álver eigi að rísa í suðurhlíðum Þing- holtsins. Áformin ættu að valda áhugamönnum um byggð í stíl við 101 Reykjavík í Vatnsmýrinni áhyggjum. Með nýjum spítala, sem kosta mun milljarða króna, er ekki verið að auka markaðsvæðingu í heil- brigðisþjónustu heldur þveröfugt. Áður en bygging spítalans hefst ætti að koma spítala hér á landi í sjálfstæðan einkarekstur, með það fyrir augum að auka hagkvæmni, framleiðni og samkeppni innan heilbrigðiskerfisins. Í raun ætti að fresta byggingu hins nýja spítala og endurskipuleggja rekstur heil- brigðiskerfisins til að skapa svig- rúm fyrir einkarekinn spítala við hlið ríkisspítalanna. Rekstr- arformin á sjúkrahúsum á Íslandi yrðu þannig tvö, ríkisrekstur og einkarekstur, í stað eins rekstr- arforms. Hægt er að gera þetta með einni afmarkaðri aðgerð, sem er að ríkið selji Landspítalann í Fossvogi (Borgarspítalann) og rekstur hans til einkaaðila. Hér er ekki verið að tala um að einka- væða hluta almannatryggingakerf- isins. Fullkomin sátt er um að sjúkrahúskostnað landsmanna skuli greiða úr sameiginlegum sjóðum og ekki hafa heyrst raddir um að breyta því. Þegar minnst er á einkarekstur í heilbrigðiskerfinu koma upp ásakanir um það sem ógn við velferðarkerfið sem feli í sér að þeir efnaminni greiði fyrir sjúkrahúsvist sína úr eigin vasa. Einkarekstur í heilbrigðisþjónustu (seljandi þjónustu) og einkavæðing sjúkratrygginga (kaupandi þjón- ustu) eru tvö aðskilin atriði sem ætti að ræða sem slík. Nánast engin umræða er um kosti einka- rekstrar í heilbrigðiskerfinu og er það miður. Með sölu Borg- arspítalans til einka- aðila væri verið að einkavæða rekstur stórs spítala á Íslandi sem myndi án nokk- urs vafa hafa geysi- mikil áhrif á íslenskt heilbrigðiskerfi sem atvinnugrein. Ríkið myndi tryggja lág- marks rekstr- argrundvöll spítalans með kaupum á þjón- ustu með samningum, jafnframt því að tryggja samkeppni og jafnvægi við hin ríkisreknu sjúkrahús. Í þjón- ustusamningum ríkisins við spít- alann væri tryggð jafngóð þjón- usta við alla sjúklinga sem ríkið greiddi þjónustu fyrir. Kjarninn í starfsemi Borgarspítalans hf. væri sala á þjónustu til ríkisins, sem gæti keypt meiri þjónustu ef þörf væri á, að öðru leyti aflaði hinn einkarekni spítali sér verkefna er- lendis. Sveigjanleiki og frumkvæði einkareksturs fengi að njóta sín við öflun nýrra verkefna. Hér skal ítrekað að einungis er verið að tala um einkarekstur á sjúkrahúsi, ekki einkavæðingu sjúkratrygg- ingakerfisins líkt og er í Banda- ríkjunum, en oft er trygg- ingakerfið þar notuð sem grýla í umræðum um einkarekstur í heil- brigðiskerfinu hér á landi. Allir hafa orðið vitni að þeim ótrúlega krafti sem leystur var úr læðingi með einkavæðingu bank- anna og þau tækifæri sem einka- væðing opnaði íslensku bönkunum á alþjóðamörkuðum. Einkarekstur nýrra háskóla í landinu hefur einn- ig fært ótrúlega grósku í háskóla landsins en rekstur þeirra er að hluta greiddur úr ríkissjóði. Óþarfi er að minnast á einkareknar út- varpsstöðvar í samkeppni við Rík- isútvarpið, jafn sjálfsagðar og þær eru í dag. Svo var hins vegar ekki þegar Stöð 2 og Bylgjan hófu starfsemi. Íslendingar hafa sannað að þeir geta nýtt sér kosti al- þjóðavæðingarinnar og EES með góðum árangri. Dæmi um það eru á fjármálamarkaði og vinnumark- aði. Einkarekstur í heilbrigðiskerf- inu með sölu Borgarspítalans til einkaaðila er rökrétt framhald af einkavæðingu bankanna og einka- rekstri háskóla í landinu. Nú til dags leitar fólk sér í auknum mæli heilbrigðisþjónustu utan heima- lands síns og er þá ekki bundið slíkri þjónustu í eigin landi. Reyndar er ekki nýtt að fólk leiti sér lækninga eða hressingar til af- skekktra landa þar sem umhverfi er heilnæmt og má nefna Sviss hér sem dæmi. Með því að færa stofn- un líkt og Borgarspítalann í hend- ur einkaaðila opnast gríðarleg tækifæri til sölu á íslenskri heil- brigðisþjónustu erlendis. Hér væri einnig um raunveruleg tækifæri að ræða fyrir fjárfesta. Einkarekin heilbrigðisþjónusta á Íslandi sem seldi hluta af þjónustu sinni til er- lendra aðila gæti orðið á við nokk- ur álver. Til þess að svo verði þarf ekki að ná í nema örlítið brot af þeirri eftirspurn sem er eftir heil- brigðisþjónustu í nágrannalöndum okkar. Á sama tíma værum við að virkja enn frekar þann mikla mannauð sem býr í íslensku heil- brigðiskerfi. Með sölu á íslenskri heilbrigðisþjónustu erlendis er einnig verið að skapa og selja ímynd af Íslandi sem er okkur vel þóknanleg og félli vel að öðrum verðugum verkefnum og mark- miðum. Borgarspítalinn hf. Eyjólfur Ármannsson skrifar um rekstur og byggingar sjúkrastofnana í Reykjavík »Einkarekstur í heil-brigðiskerfinu með sölu Borgarspítalans til einkaaðila er rökrétt framhald af einkavæð- ingu bankanna og einka- rekstri háskóla. Eyjólfur Ármannsson Höfundur er lögfræðingur. Fáðu fréttirnar sendar í símann þinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.