Morgunblaðið - 19.05.2007, Síða 43

Morgunblaðið - 19.05.2007, Síða 43
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. MAÍ 2007 43 Gó› rá› og gagnlegar uppl‡singar um heita vatni› www.stillumhitann.is árnað heilla ritstjorn@mbl.is Félagsstarf Breiðfirðingabúð | Vorferð Félags breiðfirskrakvenna verður farin laug- ardaginn 2. júní. Lagt verður af stað frá Umferðarmiðstöðinni kl. 10. Tilkynna þarf þáttöku fyrir föstudaginn 25. maí. Gunnhildur tekur á móti pöntunum í síma 564 5365. FEBÁ, Álftanesi | Litlakot, laugardag- inn 19. maí kl. 14-17. Handverkssýning eldri borgara. Heitt á könnunni allan daginn. Allir velkomnir. Nánar í síma 863 4225. Félagsstarf Gerðubergs | Alla virka daga er fjölbreytt dagskrá m.a. þriðjud. og föstud. kl. 10.30, létt ganga um ná- grennið. Miðvikud. kl. 10.30 gamlir leikir og þjóðdansar, undirbúningur fyrir Landsmót UMFÍ í Kópavogi í júlí nk. Umsj. Félag áhugafólks um íþróttir aldr- aðra. S. 575 7720. Furugerði 1, félagsstarf | Norðurbrún 1, Dalbraut 18-20. Farið verður á Fræða- setrið í Sandgerði fimmtudaginn 24. maí. Lagt verður af stað kl. 13 frá Norð- urbrún og síðan teknir aðrir farþegar. Uppl. og skráning í Norðurbrún í s. 568 6960, í Furugerði í s. 553 6040 og á Dalbraut í s. 588 9533. Allir vel- komnir. Hraunbær 105 | Handverkssýning um helgina opið kl. 13-16, allir velkomnir. Hraunsel | Handavinnusýning kl. 13.30. Hæðargarður 31 | Njótum útiverunnar og styrkjum skrokkinn. Stefánsganga alla virka daga kl. 9. Gengið út í bláinn alla laugardags- morgna kl. 10. Gengið er í ca 1/2 klst. Þorstanum svalað með íslensku vatni, kíkt í blöðin, landsmálin rædd og hlust- að á söng páfagaukanna í Betri stof- unni. Kíktu við. S. 568 3132. Hæðargarður 31 | Allir alltaf velkomnir. Félagsmiðstöðin Hæðargarður 31 á 15 ára afmæli í ár. Hátíðarhöld verða dag- ana 25.-31. maí, þó ekki hvítasunnudag- ana. Það verður mikið fjör og sköp- unargleði þessa daga. Fylgist með auglýsingum eða fáið dagskrána senda með netbréfi. S. 568 3132, asdis- .skuladottir@reykjavik.is. Kirkjustarf Dómkirkjan | Sunnudaginn 20. maí efna Súðvíkingar að vanda til samkomu eftir messu í Dómkirkjunni kl. 11 þann dag. Samkoman verður í safnaðarheim- ilinu Lækjargötu 14A og vinafundur þeirra sem rætur eiga í Álftafirði og Seyðisfirði vestur. Í messunni lesa ung- menni úr þeirra hópi og sr. Jakob Hjálmarsson messar. Selfosskirkja | Maraþon-söngdagur Selfosskirkju kl. 16. Eldri deild Barna- kórs Selfosskirkju syngur undir stjórn Edítar Molnár. Unglingakór Selfoss- kirkju og Hörpukórinn (kór eldri borg- ara á Selfossi og nágrenni) syngja undir stjórn Jörg E. Sondermann. Að venju verður kaffisala þegar hlé er gert á söngnum. Gullbrúðkaup | Ragnheiður Guðmundsdóttir og Sigurður Helgason, Lyngmóum 8 í Garðabæ, fögnuðu 50 ára brúðkaupsafmæli sínu í gær, 18. maí. Kanadískur bardagaíþrótt- amaður óskar eftir að skrifast á við bardagaíþróttafólk. S. Zei 389 Nelson Street # 10 Ottawa, Ontario K1N 7S6 dagbók Í dag er laugardagur 19. maí, 139. dagur ársins 2007 Orð dagsins: Því hungraður var ég, en þér gáfuð mér ekki að eta, þyrstur var ég, en þér gáfuð mér ekki að drekka. (Mt. 25, 42.) Alþjóðleg ráðstefna verðurhaldin hér á landi dagana20. til 23. maí um Hlutverkefnisfræði í lyfjaþróun (e. Role of Materials Science and Eng- ineering in Drug Development). Már Másson prófessor í lyfja- efnafræði við Háskóla Íslands er í skipulagsnefnd ráðstefnunnar: „Efn- isfræði (e. Materials science) er ólík hefðbundinni efnafræði á þann hátt að efnafræðin skoðar einkum einstakar sameindir enefnisfræðin fæst við eig- inleika fastra efna sem myndast þegar sameindirnar raða sér saman. Röðun sameindanna getur haft mikil áhrif á eiginleika efnisins og má sem dæmi nefna kristalla, sem fólk þekkir að geta verið með mismunandi byggingu þó að þeir séu gerðir úr sömu sam- eindunum,“ útskýrir Már. „Miklar framfarir hafa orðið í þróun nýrra sameinda sem hafa sannarlega virkni í ýmsum prófunum. Þar með er björn- inn þó ekki unninn og hafa lyf sem nýta þessar sameindir ekki ratað á markað í miklum mæli því vandasamt hefur reynst að koma sameindunum á verkunarstaðinn. Iðulega reynist erfitt að leysa þessar sameindir upp og þarf að leita nýrra leiða til að búa til lyf þar sem virka efnið er blandað öðrum efn- um, til að mynda það lyfjaform sem þarf til að færa sameindina að verk- unarstað í líkamanum.“ Þá segir Már að sama skapi áríðandi að rannsókn- arferlið sé hraðvirkt: „Í lyfjaþróun í dag skiptir tíminn miklu máli. Veru- legar tafir á að koma lyfi á markað geta orðið til þess að skammur tími er eftir af einkaleyfi á lyfjaefninu og því borgi sig hreinlega ekki að setja lyfið á markað.“ Skipuleggjendur ráðstefnunnar hafa fengið hingað til lands nafntogaða fræðimenn: „Fyrirlesarar eru bland- aður hópur eldri og vel þekktra vís- indamanna og yngra fólks sem látið hefur að sér kveða á þessu sviði,“ seg- ir Már. „Meðal fyrirlesara má nefna George Zography sem oft er nefndur faðir notkunar efnisfræði í lyfjaþróun og Leslie Bennett sem er með þekkt- ustu fræðimönnum á þessu sviði. Fjöl- margir gestir sækja ráðstefnuna og koma flestir þeirra frá umsvifamestu lyfjafyrirtækjum heims.“ Finna má nánari upplýsingar um dagskrá ráðstefnunnar á slóðinni www.conference.is/m3. Heilsa | Ráðstefna á Hótel Loftleiðum um möguleika í lyfjagerð Efnisfræði í lyfjaþróun  Már Másson fæddist í Reykja- vík 1963. Hann lauk stúdentsprófi frá MS 1983, BS í efnafræði frá HÍ 1987, Cand. Scient í lífrænni efna- fræði frá Kaup- mannahafnarhá- skóla 1990 og doktorsprófi í verkfræði á sviði líftækni frá Tokyo Institute of Technology 1995. Már hóf störf sem sérfræðingur við HÍ 1995, dósent í lyfjaefnafræði 1998 og prófessor frá 2005. Már er kvæntur Sigríði Maack arkitekt og eiga þau þrjú börn. Tónlist Café Paris | DJ Börkur alias Kuggur spilar það helsta í soul funk hiphop/ rnb. Norræna húsið | Sunnu- daginn 20. maí kl. 15.15 flytja Marta Guðrún Hall- dórsdóttir, sópran, Snorri Sigfús Birgisson, píanó- leikari og tónskáld, og Páll Eyjólfsson, gítarleikari, verk eftir Finn Torfa Stef- ánsson, Snorra Sigfús Birgisson og John Speight. Myndlist DaLí gallerí | Sigurlín M. Grétarsdóttir „Lína“ opn- ar málverkasýningu í Dalí Gallery í dag kl. 18-21. Lína er útskriftarnemi frá Myndlistaskólanum á Ak- ureyri. Í tilefni útskriftar sinnar sýnir hún olíu- málverk af brass- hljóðfærum sem sýna samhljóm og litatóna blásturshljóðfæranna. Hafnarborg | Ný málverk í Hafnarborg 11. maí til 24. júní. Temma Bell hefur gert málverkið að sínum miðli og hefur unnið að list sinni í meira en þrjá áratugi. Myndefni hennar er fyrst og fremst lands- lagið beggja vegna Atl- antsála, hið íslenska ann- ars vegar og uppsveitir New York-ríkis hins vegar þar sem hún býr með fjöl- skyldu sinni. Opið 11-17. Kaffi Sólon | Mynd- listakonan Reykjalín, eða Þóra, sýnir olíuverk á striga og pappír unnin með kolum og spasli. Verk hennar eru kröftug en hrá og minna að einhverju leyti á grískar styttur. Fjarlægi tónninn í jarðlit- unum í teikningunum ger- ir verkin dulræn og kraft- mikil. Nakti Apinn | Bobby Breiðholt opnar sýningu í Nakta Apanum, Banka- stræti 14, kl. 18. Dans Básinn | Hið árlega og sí- vinsæla Vorball verður í Básnum, Ölfusi laug- ardaginn 19. maí nk. kl. 22-2. Harmonikufélag Sel- foss. Uppákomur Landakot | Bílskúrssala (flóamarkaður) á vegum kór og Orgelnefnd Landa- kotskirkju að Hávallagötu 16, 101 Reykjavík, 19. og 20. maí kl. 12-17. Mannfagnaður Maður lifandi | Opin hlát- urjógatími í dag kl. 10.30- 11.30 í Maður lifandi Borg- artúni 24. Aðgangseyrir 1000 kr, leiðbeinandi Kristján Helgason. Hentar öllum aldurshópum, allir velkomnir. Útivist og íþróttir Grasagarður Reykjavíkur | Kl. 11-13. Í Grasagarð- inum í Laugardal fræðir Steinar Björgvinsson, garðyrkjufræðingur og fuglaáhugamaður, um lífs- hætti fugla og hvernig hægt er að laða þá í garða með réttu plöntu- vali. Í garðinum eru nokkrir varpkassar og fuglaböð. Mæting í lysti- húsinu. Ókeypis fræðsla og skemmtun. Allir vel- komnir. JÓNAS frá Hriflu og Laugarvatn eru yf- irskrift Jónasarvöku sem haldin verður að Laugarvatni laugardaginn 9. júní næstkom- andi. Efnt verður til málþings í gamla Hér- aðsskólanum, þar sem flutt verða erindi um ævi og störf Jónasar Jónssonar, skólamanns- ins og ráðherrans. Víða verður komið við, en rauði þráðurinn verður þó þáttur Jónasar í uppbyggingu skólaseturs að Laugarvatni sem hann átti hugmyndina að, jafnframt því sem hann barð- ist mjög fyrir framgangi málsins. Þá bast Jón- as staðnum sterkum böndum og varð hold- tekja hans í margra vitund, segir í fréttatilkynningu. Samkoman verður sett kl. 11 við hús Menntaskólans að Laugarvatni þar sem Hvítbláinn, sem Jónas vildi að yrði þjóðfáni Íslendinga, verður dreginn að húni. Síðan verður farið í göngu um Laugarvatn, þar sem meðal annars verður höfð viðkoma á stöðum á Laugarvatni sem meðal annars tengjast starfi Jónasar og annarra frumkvöðla að skólasetrinu. Málþingið hefst klukkan 13 stundvíslega. Þau sem leggja þar orð í belg eru Ívar Jóns- son prófessor á Bifröst, Helgi Skúli Kjart- ansson prófessor við KHÍ, Guðjón Friðriksson sagnfræðingur, Pétur Ármannsson, arkitekt, Gerður Stein- þórsdóttir, dótturdóttir Jónasar, og Kristinn Kristmundsson fyrrverandi skólameistari Menntaskólans að Laugarvatni. Jafnhliða þessum atburði verður opnuð sýning í Hér- aðsskólanum á nokkrum ómetanlegum mun- um úr eigu skólans, auk þess sem flutt verða nokkur viðtöl við Jónas sem til eru í seg- ulbandasafni Ríkisútvarpsins. Í þjóðlegum anda Á kvöldvökunni í veitingahúsinu Lindinni, sem hefst kl. 19.30 verður slegið á léttari strengi. Tekið verður á móti gestum með sér- löguðum fordrykk, „Laugarvatni“, og svo verður borinn fram þríréttaður kvöldverður. Að honum loknum verður efnt til skemmt- unar, sem Bjarni Harðarson alþingismaður stýrir, og verður hún í þjóðlegum anda. Heiðursgestur Jónasarvökunnar er Vilhjálmur Hjálmarsson frá Brekku í Mjóafirði, fyrrver- andi menntamálaráðherra. Það er hópur holl- vina Héraðsskólans að Laugarvatni sem stendur að Jónasarvökunni. Málþing í gamla Héraðsskólanum um ævi og störf skólamannsins og ráðherrans Jónasarvaka á Laugarvatni Jónas Jónsson frá Hriflu pennavinir FIMMTUDAGINN 24. maí heldur dr. John D. Neilsson frá Kanada fyrirlestur í mál- stofu Hafrannsóknastofn- unar. Neilsson er yfirmaður rannsókna á stórum upp- sjávarfiskum við Kanada (aðallega túnfiski og sverð- fiski) og fjallar hann um rannsóknir Kanadamanna á þessu sviði. Fyrirlesturinn nefnist „Canadian Studies of Swor- dfish Movement in the Wes- tern North Atlantic – Re- sults from Conventional and Satellite Archival Tagging Studies.“ Fyrirlesturinn verður fluttur fimmtudaginn 24. maí kl. 12.30 í sal á 1. hæð á Skúlagötu 4. Allir eru vel- komnir. Fyrirlestur um rann- sóknir á sverðfiski ÁLFASTEINN ehf. opnaði nýlega sérverslun og gullsmíðaverkstæði á Laugavegi 50 í Reykjavík. Versl- unin verður með megináherslu á gjafavörur og minjagripi fram- leidda af Álfasteini úr íslensku bergi og silfri. Verslunarstjóri er gullsmiðurinn Dmitry Martinov sem hefur starfað hjá Álfasteini í rúmt ár. Álfasteinn er 26 ára gamalt fyr- irtæki á Borgarfirði eystra. Fyr- irtækið er þekkt innanlands og er- lendis fyrir framleiðslu sína á listmunum úr íslensku bergi sem að mestum hluta er úr Borgarfirði. Listmunir úr íslensku bergi og silfri

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.