Morgunblaðið - 24.05.2007, Síða 2

Morgunblaðið - 24.05.2007, Síða 2
2 FIMMTUDAGUR 24. MAÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR VIÐSKIPTA- OG HAGFRÆÐIDEILD www.hi.is ÍS L E N S K A /S IA .I S /H S K 3 74 76 0 5/ 07 METNAÐARFULLT, FRAMSÆKIÐ OG HAGNÝTT NÁM 6 námsleiðir ■ BA í hagfræði ■ BS í hagfræði ■ BS í fjármálum Umsóknarfestur er til 5. júní. Árleg skráningargjöld eru 45.000 kr. Styrktu stöðu þína og sæktu um. Rafræn skráning og upplýsingar um námið eru á vef viðskipta- og hagfræðideildar, www.vidskipti.hi.is. ■ BS í markaðsfræði og alþjóðaviðskiptum ■ BS í reikningshaldi ■ BS í stjórnun og forystu Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björn Jóhann Björnsson, fréttastjóri, bjb@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar minning@mbl.is, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson Dagbók| Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Hulda Kristinsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Eftir Guðna Einarsson gudni@mbl.is VERKALÝÐSFÉLAG Vestfirðinga efnir til starfsmannafundar í Fisk- vinnslunni Kambi ehf. á Flateyri í lok vinnudags í dag. „Fundurinn verður aðallega haldinn til að miðla upplýs- ingum og koma með hugmyndir. Einnig til að sýna fólkinu að það situr ekki eitt í þessari súpu og að það er fylgst með því að ekki sé gengið á rétt þess. Réttindamálin verða höfð í há- vegum,“ sagði Finnbogi Sveinbjörns- son, formaður verkalýðsfélagsins. Í hádeginu í gær var haldinn fund- ur fulltrúa Atvinnuþróunarfélags Vestfjarða, Fjölmenningarseturs, Fræðslumiðstöðvar Vestfjarða, skóla- og fjölskylduskrifstofu Ísa- fjarðarbæjar, Verkalýðsfélags Vest- firðinga, Vinnumálastofnunar og for- ystumanna sveitarfélaganna á svæðinu. Að mati Finnboga fór þessi vinna vel af stað og taldi hann að fundurinn hefði verið mjög gagnleg- ur. Þar var skipaður þriggja manna stýrihópur fulltrúa verkalýðsfélags- ins, Vinnumálastofnunar og Fjöl- menningarsetursins. Finnbogi kvaðst hafa sagt fundarmönnum frá starfs- mannafundinum sem haldinn verður í dag og hvatt viðstadda til að mæta. „Það liggur fyrir að það verði feng- inn verkefnisstjóri í þetta. Við verðum að reyna að vinna þetta eins hratt og við getum því við viljum halda fólkinu hér. Við erum að reyna að gefa fólkinu hugmyndir og beina því á þær brautir að það geti leitað sér að vinnu á svæð- inu. Það hefur verið skilningur okkar að norðanverðir Vestfirðir séu eitt at- vinnusvæði og sú vinna sem við erum að hefja mun styrkja það enn frekar. Við viljum benda fólkinu á möguleika í menntun og eins að koma sér á fram- færi til þess að við missum það ekki í burtu. Við megum síst við því, við Vestfirðingar,“ sagði Finnbogi. Margir starfsmenn af erlendum uppruna eru orðnir íslenskir ríkis- borgarar og Finnbogi kvaðst vilja halda í þetta fólk. Það segir nokkra sögu að fundurinn í dag verður hald- inn á þremur tungumálum, íslensku, pólsku og tagalog, sem er móðurmál margra Filippseyinga. Fundað verður með starfsfólki Kambs í dag Starfshópur skipaður til að bregðast við vandanum sem blasir við á Flateyri Í HNOTSKURN »Verkalýðsfélag Vestfirð-inga boðar til starfs- mannafundarins þar sem rétt- indamál verða rædd. »Fundurinn verður haldinná íslensku, pólsku og tagalog, enda margir starfs- menn af erlendum uppruna. kirkju og sáu þaðan ýmis kennileiti, t.d. Mela- skólann þar sem mörg þeirra hefja nám í haust. ELSTU börnin á leikskólanum Vesturborg eru nú að útskrifast. Í gær fóru þau í turn Hallgríms- Klukknaspilið í turninum lét hátt í eyrum en í dag hlusta börnin á Sinfóníuhljómsveit Íslands. Morgunblaðið/G. Rúnar Horft til jarðar STURLA Böðvarsson, fráfarandi samgönguráðherra verður forseti Alþingis til næstu tveggja ára. Á miðju kjörtímabili, eða haustið 2009, fær Samfylkingin forseta- embættið yfir til sín og tilnefnir þingmann í forsetastól. Samkvæmt upplýsingum Morg- unblaðsins var það hluti af sam- komulagi þeirra Geirs H. Haarde, formanns Sjálfstæðisflokksins, og Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, formanns Samfylkingarinnar, í stjórnarmyndunarviðræðunum, sem lauk í fyrradag, að hvor flokk- ur um sig fengi embætti forseta Al- þingis í sinn hlut í tvö ár; fyrst Sjálfstæðisflokkur til 2009 og síðan Samfylking frá 2009 til 2011. Ekki liggur fyrir hvern Samfylkingin mun gera að forseta Alþingis að tveimur árum liðnum. Sturla verð- ur þingfor- seti í tvö ár HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hefur vísað frá dómi kröfu sem höfð var uppi í deilu um þrjú lista- verk eftir Magn- ús Kjartansson, en verkin eru lokuð inni í vinnustofu Magnúsar heitins í gamla Álafoss- húsinu. Um er að ræða þrjú stór málverk eftir listamanninn sem staðsett eru í eignarhluta hans í Álafosshúsinu. Grafarvogskirkja falaðist eftir verkunum til sýn- ingar og þar sem ekki var hægt að flytja verkin heil út úr húsi vegna veggjar sem eigandi annars eignarhluta hafði látið setja upp krafðist ekkjan beinnar innsetn- ingar í málverkin, þannig að unnt væri að sýna málverkin eins og til hefði staðið. Í dóminum kemur fram að til- gangur aðfarargerða sé að full- nægja skýlausum rétti eiganda til að öðlast umráð yfir eign sinni. Þar sem krafa ekkjunnar hafi beinst að lausafjármunum sem hún þegar hafði full umráð yfir var talið ógerlegt að veita sókn- araðila fullnustu kröfu sinnar. Var málinu því vísað frá dómi. Málverkadeilu vísað frá dómi Deilur Verk eftir Magnús Kjart- ansson heitinn frá árinu 2001. EINKAFLUGVÉL, af gerðinni Cessna 337, brotlenti við lendingu á Reykjavíkurflugvelli á ellefta tíman- um í gærkvöldi. Tveir farþegar voru um borð í vélinni og gengu þeir báðir heilir út úr vélinni eftir brotlend- inguna. Talið er að vinstra afturhjól vél- arinnar, sem var að koma frá Nars- arsuaq í Grænlandi, hafi brotnað við harkalega lendinguna. Ekkert liggur fyrir um tildrög óhappsins en rann- sóknarnefnd flugslysa var strax kvödd á vettvang og mun hún annast rannsókn óhappsins. Brotlenti á Reykjavíkurflugvelli Morgunblaðið/Golli ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.