Morgunblaðið - 24.05.2007, Side 18

Morgunblaðið - 24.05.2007, Side 18
18 FIMMTUDAGUR 24. MAÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Lagadeild Umsóknarfrestur er til 5. júní. www.lagadeild.hi.is. Skrásetningargjald allt skólaárið aðeins kr. 45.000.- Laganám í Háskóla Íslands: Reynsla, metnaður og gæði NOTENDUR farsíma í Evrópusam- bandinu munu innan fárra ára geta notað símann sinn á ferðalögum í öðrum ríkjum sambandsins „án þess að óttast símareikninga sem eru hærri en flugmiðaverðið eða hótelreikningurinn“, að sögn Austurríkismannsins Paul Rubig sem á sæti á þingi ESB. Þingið sam- þykkti í gær með miklum meiri- hluta umdeildar tillögur um þak á greiðslur fyrir reikisamtöl milli símafyrirtækja. Sem stendur borga íbúar ESB að jafnaði fimmfalt kostnaðarverð fyr- ir reikisamtöl í farsíma utan heima- landsins. Fyrsta árið eftir breyting- arnar verður ekki leyft að taka meira en 49 evrusent, um 4,20 kr., fyrir mínútuna af notanda sem hringir til annars lands og hann mun ekki greiða meira en 24 evru- sent fyrir mínútuna þegar hringt er í hann. Frekari lækkanir verða síð- an á töxtunum næstu tvö árin. Smá- skilaboð verða undanþegin verð- lagshömlunum, að sögn BBC. Gert er ráð fyrir að tillögurnar taki gildi í júlí eða ágúst verði þær samþykktar í framkvæmdastjórn ESB í Brussel en talið er víst að svo muni verða. Talsmenn símafyrir- tækja hafa andmælt kröftuglega þessum hömlum á verðlagningu. Segja þeir það alrangt að lögmál samkeppninnar hafi ekki virkað á þessum markaði. Jafnframt spá þeir því að sum fyrirtæki muni svara með því að hækka verð á far- símanotkun innanlands. Setja þak á greiðslur fyrir reikisamtöl í ESB DÓMSTÓLL í Serbíu hefur fundið 12 menn seka um morðið á Zoran Djindjic, fyrrverandi forsætisráðherra landsins. Allir sakborningarnir neituðu sök en meðal þeirra eru nokkrir fyrrverandi leyniþjónustumenn og félagar í glæpasamtökum. Milorad Ulemek, 39 ára fyrrverandi foringi lög- reglusérsveitar, var dæmdur í 40 ára fangelsi fyrir að skipuleggja morðið. Annar liðsmaður sérsveitarinnar, Zvezdan Jovanovic, var einnig dæmdur í 40 ára fangelsi fyrir að skjóta Djindjic til bana fyrir utan skrifstofu hans í Belgrad 12. mars 2003. Tíu aðrir voru dæmdir í átta til 35 ára fangelsi fyrir aðild að morðinu. Fimm þeirra ganga lausir. Saksóknarar sögðu að Djindjic hefði verið myrtur til að koma í veg fyrir að stjórnvöld í Serbíu héldu áfram umbótum í landinu og áform um að framselja stríðsglæpamenn til stríðsglæpadómstóls Sameinuðu þjóðanna í Haag. Morðingjar Djindjic í fangelsi Milorad Ulemek TALSMAÐUR ítölsku ríkisstjórn- arinnar sagði í gær að mikil hætta væri á útbreiðslu sjúkdóma vegna sorps sem hlaðist hefur upp í Napólí og nágrenni. Um 15.000 tonn af sorpi hafa hlaðist upp við vegi, þar af nær 3.000 tonn í borginni sjálfri, vegna þess að endurvinnslustöðvar hafa ekki undan. Talsmaðurinn sagði að þótt ekki væri hætta á farsóttum á borð við kóleru gæti fjölgun rottna valdið útbreiðslu sjúkdóma. Reuters Uppsafnaður vandi Stór sorphaug- ur á götu í Napólí á Ítalíu. Hættuástand vegna sorps PAKISTANSKIR hermenn í friðar- gæsluliði Sameinuðu þjóðanna hafa verið sakaðir um að hafa selt upp- reisnarhreyfingum í Kongó vopn fyrir gull. Friðargæsluliðið átti að afvopna uppreisnarhreyfingarnar sem frömdu alvarlega stríðsglæpi í borgarastyrjöldinni í Kongó. Vopn fyrir gull GARY Doer, forsætisráðherra Manitoba í Kanada síðan 1999, vann stórsigur í kosningunum 22. maí sl. og er fyrsti nýdemókratinn sem leiðir flokk sinn til sigurs í þrenn- um kosningum í röð. Í opinberri heimsókn sinni til Íslands í fyrra- sumar bauð hann Geir H. Haarde til Manitoba í sumar að því gefnu að báðir yrðu áfram forsætisráð- herrar og boðið stendur. Boðið stendur Eftir Boga Þór Arason bogi@mbl.is ÞÚSUNDIR palestínskra flótta- manna hafa notfært sér hlé á átökum stjórnarhermanna og vopnaðra liðs- manna hreyfingarinnar Fatah al- Islam til flýja flóttamannabúðirnar Nahr al-Bared í norðurhluta Líb- anons. Einn flóttamannanna sagði að mikil neyð væri í búðunum eftir þriggja daga átök sem hafa kostað tugi manna lífið. „Ástandið er mjög, mjög slæmt – ekkert rafmagn, engin matvæli, ekkert vatn,“ sagði hann. „Það er ekkert sjúkrahús þarna. Margt fólk er sært og margt fólk að deyja.“ „Þetta eru örlög Palestínumanna: fólksflótti eftir fólksflótta,“ sagði kona á meðal flóttafólksins. „Eins og í flóttanum frá Palestínu 1948 flúð- um við fótgangandi, með fatabunka á höfðinu. Í fyrri flóttanum fögnuðu Líbanar okkur, núna leitum við at- hvarfs hjá öðrum palestínskum flóttamönnum.“ Starfsmenn hjálparstofnana sögð- ust hafa miklar áhyggjur af örlögum fólksins sem er enn í flóttamanna- búðunum. Talið er að um 15.000 manns, eða um helmingur íbúa búð- anna, hafi flúið þaðan frá því í fyrra- kvöld þegar hlé varð á átökunum. Barist „til síðasta blóðdropa“ Talið var að vopnahléið yrði skammvinnt og Fuad Siniora, for- sætisráðherra Líbanons, hét því að uppræta íslömsku hreyfinguna. Talsmaður Fatah al-Islam sagði að liðsmenn hreyfingarinnar myndu „berjast til síðasta blóðdropa“ ef hermenn yrðu sendir inn í flótta- mannabúðirnar. Haft var eftir næst- æðsta foringja Fatah al-Islam að hreyfingin hefði á að skipa rúmlega 500 vopnuðum mönnum. Að minnsta kosti 68 manns liggja í valnum og tugir manna hafa særst í átökunum í Nahr al-Bared, þeirra á meðal minnst tuttugu óvopnaðir íbú- ar flóttamannabúðanna. Þrjátíu her- menn og átján liðsmenn Fatah al- Islam biðu bana, að sögn palestínkra heimildarmanna. Reuters Tugir særðust Særð kona í sjúkrabíl sem flutti hana og fjölskyldu hennar úr flóttamannabúðunum Nahr al-Bared í gær. Að minnsta kosti 20 óvopnaðir íbúar búðanna liggja í valnum eftir hörð átök og tugir hafa særst. Mikil neyð í búðum flóttafólksins í Líbanon Þúsundir Palestínumanna hafa flúið blóðsúthellingarnar Í HNOTSKURN » Nær 400.000 palestínskirflóttamenn búa í Líbanon. Margir þeirra flúðu þangað er Ísraelsríki var stofnað 1948. » Samkvæmt 38 ára samn-ingi getur her Líbanons ekki farið inn í flóttamanna- búðirnar. Talsmaður Frels- issamtaka Palestínumanna, PLO, sagði þó að þau myndu ekki leggjast gegn því að her- menn yrðu sendir inn í búð- irnar til að uppræta hóp ísl- amskra öfgamanna. New York. AFP. | Allir gulu leigubílarnir í New York eiga að vera með vélar, sem knúnar eru með rafmagni og bensíni, ekki síðar en árið 2012 til að draga úr loftmeng- un, að sögn Michaels Bloombergs borgarstjóra. Bloomberg kynnti fyrr á árinu áform um að draga úr losun lofttegunda, sem valda loftslagsbreytingum, um 30% í New York fyrir árið 2030. Borgarstjórinn sagði að allir nýir leigubílar borgar- innar ættu að vera með blendingsvélar. Leigubílarnir eru yfirleitt ekki notaðir lengur en í fimm ár þannig að gert er ráð fyrir því að allir bílarnir verði knúnir með raf- magni og bensíni árið 2012. „Erum ekki nógu græn“ Alls eru rúmlega 13.000 leigubílar í New York. Bloom- berg sagði það hafa mikla þýðingu fyrir baráttuna gegn loftmengun að skylda alla leigubílstjóra til að nota blend- ingsbíla. „Þetta jafngildir því að 32.000 einkabílar væru teknir af götunum,“ sagði hann. Leigubílarnir nota núna nær 17 lítra af bensíni á hverja 100 kílómetra að meðaltali. Blendingsbílarnir nota hins vegar aðeins um átta lítra á hverja 100 kíló- metra. Núna eru aðeins um 375 leigubílar í New York knúnir með rafmagni og bensíni. Gert er ráð fyrir því að talan hækki í 1.000 ekki síðar en í október á næsta ári og að um helmingur leigubílanna verði með rafmagns- og bensín- vélar fyrir lok ársins 2010. „Hugmyndin er að bæta orku- nýtingu leigubílanna,“ sagði Bloomberg. „Við verðum að gera eitthvað. Umferðin er of mikil og hún veldur of mik- illi mengun. Við erum ekki nógu græn.“ Bloomberg kynnti í síðasta mánuði ýmis önnur áform í baráttunni gegn mengun og loftslagsbreytingum og sagði að meðal annars væri gert ráð fyrir því að leggja sérstakt gjald á bíla sem ekið er á Manhattan. Ennfremur er stefnt að því að gróðursetja um milljón trjáa í borginni næstu tíu árin. Allir leigubílar New York verði með blendingsvélar AP Grænir leigubílar Ráðgert er að allir leigubílar New York verði knúnir með rafmagns- og bensínvélum. FINNSKUR hermaður beið bana og fjórir norskir hermenn særðust lítilsháttar í sprengjuárás í norður- hluta Afganistans, á svæði sem hef- ur verið tiltölulega friðsamlegt. Er þetta fyrsta mannfallið í 70 manna herliði Finna í Afganistan. Finni féll í árás

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.