Morgunblaðið - 24.05.2007, Page 25

Morgunblaðið - 24.05.2007, Page 25
úr bæjarlífinu MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. MAÍ 2007 25 Margir knattspyrnuáhugamenn, einkum og sér í lagi stuðningsmenn enska félagsins Man- chester United, glöddust þegar tilkynnt var á dögunum að Peter Schmeichel yrði í liði Dana sem mætir Íslandi í öldungalandsleik á Ak- ureyri í sumar. Schmeichel varð margfaldur meistari með United og er örugglega besti markvörðurinn í glæstri sögu félagsins.    Halldór Áskelsson, fyrrverandi landsliðs- maður í knattspyrnu, er einn þeirra sem glöddust þegar ljóst var að Schmeichel yrði með danska liðinu. Leikurinn er haldinn í tengslum við árlegt Pollamót Þórs, þar sem gamalkunnir kappar taka fram skóna og reyna með sér, en Halldór sér um framkvæmd leiks- ins fyrir Þór og verður í landsliðinu. Hann er mikill stuðningsmaður United og dreymir ef- laust um að skora hjá Dananum stóra …    Meðal leikmanna íslenska öldungalandsliðsins eru Atli Eðvaldsson, Guðni Bergsson, Arnór Guðjohnsen, Eyjólfur Sverrisson, Þorvaldur Örlygsson og áðurnefndur Halldór. Leikurinn verður á Akureyrarvelli laugardaginn 7. júlí; 07-07-07. Gárungarnir hafa talað um að við hæfi yrði að fá Bubba Morthens til að syngja í tengslum við leikinn; þó ekki væri nema í framhaldi eftirminnilegra afmælistónleika hans í fyrra sem hann hélt 06-06-06 … Vert er að halda því á lofti að 23. ágúst í sumar verða 40 ár frá 14:2-leiknum í Kaupmannahöfn, og tími hefndarinnar kominn.    50 ár eru liðin síðan konur í Zontaklúbbi Ak- ureyrar opnuðu Nonnahús, bernskuheimili hins víðfræga barnabókarithöfundar og jes- úítaprests Jóns Sveinssonar – Nonna. Í Nonnahúsi má m.a. finna myndskreytingar úr Nonnabókunum eftir fjölmarga listamenn frá ótal löndum. Nú hafa börn í 4. bekk Brekku- skóla, Lundarskóla og Oddeyrarskóla teiknað myndir sem tengjast Nonna og ævintýrum hans. Myndirnar eru sýndar á Glerártorgi og stendur sýningin til 27. maí.    Hátíðarfagnaður afmælisstúdenta frá Menntaskólanum á Akureyri verður að vanda haldinn í Íþróttahöllinni 16. júní. MA-hátíðin 2007 verður með hefðbundnu sniði og gaman að geta þess að hljómsveitin Í svörtum fötum leikur fyrir dansi – þótt hún sé hætt störfum. Jónsi, Jón Jósep Snæbjörnsson, er stúdent frá MA og sveitin oft skemmt á hátíðinni.    Miðasala á MA-hátíðina 2007 er hafin og er nú með öðru sniði en áður. Hægt er að panta miða á sérstökum vef veitingahússins Bautans – slóðin er http://bautinn.muna.is – og þar er nauðsynlegar upplýsingar að finna. Þá má benda á síðuna www.ma1982.blog.is, vef 25 ára stúdenta, en þeir sjá jafnan um hátíðarhaldið. Jón Jósep Snæbjörnsson Peter Schmeichel Nonni – Jón Sveinsson AKUREYRI Skapti Hallgrímsson Einar Kolbeinsson slæst í hópþeirra hagyrðinga sem syrkja um nýja stöðu í stjórnmálunum: Í stjórnarveginn lagðist ljón, þó lítið ýmsum finndist tjón, hér kveður nú við nýjan tón, – nefnilega í fýlu Jón! En stjórnin þótti feikna fjörg, þó færi í vaskinn aðgerð mörg, og fyrr því gapti gröm og örg, en glöð er núna Ingibjörg! Og nokkrir telja fáráðsflím, þann framgang er nú set í rím, svo gæfusnautt og gálaust stím, sem gerir ólman Skallagrím! Þó sumir kátir hrópi, heyr! en hneykslist aðrir þeim mun meir, nú auðvitað sjá allir þeir, að alltaf brosir hringinn Geir! Hjálmar Freysteinsson er með ákveðnar efasemdir: Spurningar þeirrar spyrja má spekinga í eðlisfræði, hvort ríkisstjón mynda eigi á alræmdu sprungusvæði. Hálfdan Ármann Björnsson veltir fyrir sér viðbrögðum Framsóknar: Lifir einn og annar deyr, oft vill svo til bera. „Súr eru berin,“ segja þeir, er sjálfir vildu í stjórn með Geir, og ætluðu í sporum Ingibjargar að vera. Konráð Erlendsson skrifar: „Um það bil sem sólin byrjaði að skína á Víknafjöllin handan flóans sást maður nokkur á gangi sunnan Húsavíkur“: Vaknar sól um Víkurnar vonarglampi á sænum. Hinsta fólið Framsóknar farið er úr bænum. Í þeim anda er vísa af Vísnavef Héraðsskjalsasafns Skagfirðinga: Áhöfn flúin af er þar öllu rúin trausti. Ferjubátur Framsóknar fúnar svo í nausti. VÍSNAHORNIÐ Af stjórn og sprungu- svæði pebl@mbl.is Rakarastofan Klapparstíg S: 551 3010 Hair play frá Rakarastofan Klapparstíg Umboðsmenn um land allt Njarðvík 421 8808 Höfn í Hornafirði 478 1990 Reyðarfirði 474 1453 Akureyri 464 7940 E N N E M M / S ÍA / N M 2 7 6 2 5 Sævarhöfða 2 Sími 525 8000 www.ih.is Opið: Mánudaga – föstudaga kl. 9.00 - 18.00 og laugardaga kl. 12.00 - 16.00 NISSAN 4x4 KOMDU OG REYNSLUAKTU! FYRSTIR FÁ! FYRSTIR KOMA Verð aðeins 2.990.000 kr. Innifalið í verði: Bakkvörn, dráttarbeisli og stigbretti NÚ BJÓÐUM VIÐ NOKKRA NISSAN X-TRAIL SPORT Á FRÁBÆRU VERÐI MEÐ VEGLEGUM AUKAPAKKA! Staðalbúnaður: 17" álfelgur, 4x4, litað gler, 6 diska geislaspilari, 3 drifstillingar, loftkæling, sjálfskipting, útvarpsfjarstýring í stýri, sóllúga. RÍKULEGUR STAÐALBÚNAÐUR

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.