Morgunblaðið - 24.05.2007, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 24.05.2007, Blaðsíða 30
KVÓTAKERFIÐ fer illa með fólk. Um það eru mörg dæmi síð- ustu 17 árin nánast um land allt. Fólkið býr við stöðugan ótta um atvinnu sína og afkomu, og missir svo vinnuna fyrirvaralaust án þess að geta rönd við reist. Því standa engir starfslokasamningar til boða eða 12 mánaða laun vegna þess að starfið er lagt niður. Nei, verkafólkið og sjómennirnir fá vinnu í einn mánuð og besta falli þrjá mánuði og svo er dyrunum skellt í lás. Þetta sama fólk, sem býr við annan veruleika í starfs- öryggi en við heyrum af í fjölmiðlum, úr ýmsum greinum eins og fjármálamark- aðnum, er algerlega á sama báti og aðrir landsmenn þegar kemur að því að greiða skuldir sínar. Þær eru verðtryggðar á sama hátt um land allt og bera sömu vextina, þó að vísu hafi framsæknar fjár- málastofnanir fundið það út að skuldarar sem búa í sjáv- arþorpum landsins eigi að borga hærri vexti, ef á annað borð er lánað fólki sem þar býr. Fólkið sem kvótakerfið fer illa með má þola að eignir þess lækki í verði, það má þola að árstekjur dragist aftur úr öðrum, en það nýtur þess í botn að skuldirnar eru jafn- verðmætar um land allt, líka í kvótalausum sjávarplássum. Kvótakerfið gefur útvöldum hundruð milljóna króna og sumum jafnvel meira, en það gefur fólkinu ekkert nema áhættu, áraun og áfall. Þennan veruleika sjá ekki allir. Sjávarútvegsráðherrann sá hann ekki í Bolungavík og Einar Oddur sá hann ekki á Flateyri. Þess vegna ræddu þeir ekki sjáv- arútvegsmál í nýafstaðinni kosn- ingabaráttu heldur olíuhreins- unarstöð. Í Bolungavík eru liðlega 60 manns í sjávarútvegi með upp- sagnarbréf í höndunum, að auki fengu 10 manns sem unnu við Rat- sjárstöðina slíkt bréf ekki fyrir svo löngu. Á Flateyri munu 120 manns fá uppsagnarbréf á næstu dögum. Við þurfum frið sagði fram- kvæmdastjóri útgerðar- og fisk- vinnslufyrirtækis á Vestfjörðum og frambjóðandi Sjálf- stæðisflokksins í blaðaviðtali í síðustu viku. „Ef við fáum að vera í friði og fáum að gera það sem við er- um að gera í dag þá lítur framtíðin nokkuð vel út.“ Framtíðin er þann- ig að útlit er fyrir að fólki fækki um 100 í Bolungavík og um 200 á Flateyri, og ég veit ekki betur en að stóru kvótahafarnir hafi fengið að vera í friði. Þeir fá frið til þess að taka út peningana sem liggja í kvót- anum, þeir frá frið fyrir öllum skyldum við aðra en sjálfa sig, þeir fá frið fyrir út- svarinu, þeir fá frið til þess að leika sér í golfi um áhyggjulausa ævidaga og það er rétt að framtíð þeirra lítur nokkuð vel út. En framtíð fólksins lítur ekki eins út, það fær ekki frið fyrir skuldunum. Það er illa farið með fólk og það hefur verið gert und- anfarin ár. Það verður að breyta kvótakerfinu og tryggja atvinnu og byggð í landinu. Það vita stjórnmálamenn, líka þeir sem þögðu í kosningabaráttunni. Því er spurt: Verður ný rík- isstjórn samfylking um almanna- hagsmuni eða leysir samfylking sérhagsmuna af hólmi framsókn sömu hagsmuna? Verður áfram farið illa með fólk? Illa farið með fólk Kristinn H. Gunnarsson skrifar um uppsagnir verkafólks á Vestfjörðum »Kvótakerfiðfer illa með fólk. Fólkið býr við stöðugan ótta um atvinnu sína og afkomu, og missir svo vinnuna fyr- irvaralaust. Kristinn H. Gunnarsson Höfundur er alþingismaður. 30 FIMMTUDAGUR 24. MAÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN SÚ hefð hefur skapast í Klúbbnum Geysi að halda að- standenda- og kynningardag í maí. Dagurinn er liður í því að efla tengslin við að- standendur og fjöl- skyldur klúbbfélaga og styrkja stöðu klúbbsins sem ábyrgs og raunverulegs val- kosts fyrir geðsjúka í bata sem hafa sett sér það markmið að gerast virkir þátttak- endur úti í samfélag- inu. Geysir hefur nú starfað á sjöunda ár og eflist með hverju árinu sem líður, enda byggir hann á nokk- urri sérstöðu þegar litið er til þeirra úrræða sem bjóðast geð- sjúkum á Íslandi. Geðsjúkdómar geta verið ógn við líf þeirra sem fá þá og þeir hafa áhrif á milljónir manna um allan heim, og spyrja hvorki um kynþátt, trú né þjóðfélagsstöðu. Það eru hins vegar til leiðir til þess að meðhöndla geðsjúkdóma og efla með fólki von um end- urheimt geðheilsu eins og ann- arrar heilsu. Til eru aðferðir þar sem hægt er að nota lyf ásamt samfélagslegum stuðningi sem leiðir til betri samskiptafærni og áræðis. Þúsundir dæma eru til vitnis um góðan árangur á þessu sviði innan klúbbhúsahreyfing- arinnar um allan heim. Ekki bara að félagar hafi náð góðri fótfestu í samfélaginu, heldur hafa þeir orð- ið virkir og tekið þátt í arðbærum störfum og þannig orðið mik- ilvægar stærðir fyrir efnahagslífið á hverjum stað. Til þess að ná tökum á eigin lífi verður fólki að standa til boða vettvangur þar sem það fær að axla ábyrgð og öðlast færni til þess að stíga skref fram á við í stað fábreytileika, stöðnunar og ein- angrunar. Þar kemur einmitt að því þýðing- armikla starfi sem liggur Klúbbnum Geysi til grundvallar. Geysir er staður fyrir fólk með alvarlega geðsjúkdóma þar sem það er virkt í eigin bataferli með því að starfa og taka þátt í starf- semi sem býr yfir öruggu og já- kvæðu umhverfi. Klúbburinn starfar samkvæmt samþykktum viðmiðunarreglum sem þróaðar hafa verið innan klúbbhúsahreyfingarinnar í rúm- lega fimm áratugi og eru í gildi í um 300 klúbbum eins og Geysi um allan heim. Hugmyndafræðileg nálgun hreyfingarinnar er sam- félagsmiðuð og byggist á að bjóða fólki með geðsjúkdóma von og tækifæri til þess að njóta fullrar reisnar og getu sem manneskjur. Tilvist klúbbhúsa og annarrar sambærilegrar endurhæfing- arþjónustu í mörgum löndum sýn- ir að vaxandi líkur eru á því að fólk með geðsjúkdóma geti á ár- angursríkan hátt tekið þátt í sam- félaginu, með því að eiga völ á námi, atvinnu og annarri sam- félagslegri þátttöku. Þetta styðja rannsóknir og upplýsingar frá Al- þjóðaheilbrigðisstofnuninni. Ef litið er á þann árangur sem hugmyndafræði klúbbhúsalíkans- ins hefur náð á alþjóðavísu eru þessar einna mikilvægastar. Fé- lagar hafa betra úthald í vinnu og ráðning til reynslu opnar mögu- leika á fastráðningu, sem þýðir kostnaðarlækkun í heilbrigð- iskerfinu. Styttri vist og ein- angrun, og aukin vellíðan þar sem líkur á vinatengslum og betra trausti til annarra aukast. Allt þetta skilar betri líkamlegri heilsu og betri geðheilsu þjóð- félaginu öllu til hagsbóta. Minni svo aftur á Aðstandenda- og kynningardaginn hjá Klúbbn- um Geysi í dag, 24. maí, frá kl. 13 til 18 í Skipholti 29. Allir vel- komnir. Að bjóða fólki með geðsjúk- dóma von og tækifæri Benedikt Gestsson skrifar í tilefni af Aðstandendadegi Geysis » Geðsjúkdómar getaverið ógn við líf þeirra sem fá þá og þeir hafa áhrif á milljónir manna um allan heim … Benedikt Gestsson Höfundur er verkefnastjóri í Klúbbnum Geysi. ÁRIÐ 1994 var heilmikið breyt- ingaskeið íslenzkra stjórnmála. Davíð Oddsson var stiginn til æðri heima frá borg- arstjórn Reykjavíkur og skildi flokk sinn eftir ringlaðan og for- ystusnauðan. Tveir pólitískir villingar, Helgi Hjörvar og Hrannar B. Arn- arsson, fengu þá snilldar hugmynd að smala saman and- stöðuflokkunum og bjóða fram sameig- inlega. Til forystu í hópnum valdist ungur mussusósíalisti, sem gengið hafði til liðs við kvenna- framboðin og vakið heilmikla at- hygli fyrir frekjulegan sjarma, glettin strákslegheit og snjalla svörun í hinni pólitísku orðræðu þeirra tíma. Það var Ingibjörg Sólrún, sem vann sveitarstjórnarkosningarnar 1994. Og hún tók rösklega til hendinni í ráðhúsinu að þeim lokn- um. Þar kom hún að þinglýstri eign Sjálfstæð- isflokksins og sat uppi með þrjár kyn- slóðir daufgerðra grá- menna þess flokks, gamalt stjórnkerfi, sem fúngeraði bezt undir menntuðu ein- veldi, en var ekki í samræmi við hug- myndir hins líflega borgarstjóra. Hægt og bítandi gjörbreytti nýi borgarstjórinn bæði hinu þreytta kerfi og skipti út mannskapnum og jafnframt varð hún hinn síkviki talsmaður borg- arinnar útávið og henni tókst einnig það, sem fáum hefur tekizt í íslenzkri pólitík, að bægja frá sísnuðrandi fjölmiðlunum græðgi og hroka samstarfsmanna sinna, þeim votti af spillingu, sem alltaf þrífst í mannlegu félagi, þarsem pottur er til skipta. Þegar að því kom, að Ingibjörg Sólrún fylgdi fordæmi fyrirrenn- ara síns og aðdáanda og hvarf til æðri stiga, ruglaði það illilega plönum heilmargra af for- ystusauðum flokks hennar og gengu margir sárir frá þeim leik – einnig hún. Framanaf síðustu kosningabar- áttu fannst mörgum gömlum aðdáendum Ingibjargar Sólrúnar sem ráð hennar, ræna og sjarmi væru stigin uppí bæjarsundin til nátttröllanna, enda bentu skoð- anir kjósenda eindregið til þess lengi vel. En nokkrum vikum fyrir kosningar varð skyndileg af- frekjun hjá henni. Líkt og fyrir endurhönnun steig hún inná sviðið að nýju, brosandi og hæfilega töff og umburðarlynd, virkjaði mis- tækt lið sitt með ágætum og vann allgóðan varnarsigur. Ingibjörg Sólrún er ekki skap- andi stjórnmálamaður. Hún er strategíker, verkstjóri með kald- sæja sýn á viðfang og framtíð lands og þjóðar. En hún er í al- vöru. Hún á ekki alltaf auðvelt að halda höfðinu köldu og hjartanu heitu, en eftir því sem hægt er í pólitík er hún hreinskiptin og heiðarleg. Og þótt hún sé kannski engin litla stúlkan með eldspýturnar á hún prýðisvel heima í einni sæng með Geir Haarde, enda eiga þess- ir tveir jöfnuðarflokkar ótrúlega margt sameiginlegt. Litla stúlkan með eldspýturnar? Bragi Kristjónsson skrifar um áhrif Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur » Ingibjörg Sólrún erekki skapandi stjórnmálamaður. Hún er strategíker, verk- stjóri með kaldsæja sýn á viðfang og framtíð lands og þjóðar. Bragi Kristjónsson Höfundur er bókakaupmaður. Skógarhlíð 18 – 105 Reykjavík – sími 591 9000 Akureyri – sími 461 1099 • Hafnarfirði – sími 510 9500 www.terranova.is Costa Dorada ströndin, sem skartar m.a. bæjunum Salou og Pineda, hefur notið mikilla vinsælda vegna mikils fjölbreytileika svæðisins. Þar finna allir eitthvað við sitt hæfi. Terra Nova býður frábært súpersólartilboð. Þú bókar flugsæti og 4 dögum fyrir brottför færðu að vita hvar þú gistir. Hér eru margra kílómetra lan- gar aðgrunnar strendur, hótelgisting sem hentar jafnt fjölskyl- dufólki sem öðrum, úrval afþreyingar, blómstrandi menning og frábært skemmtanalíf. Súpersól til Salou 1. og 15. júní frá kr. 34.995 - SPENNANDI VALKOSTUR kr. 44.990 Netverð á mann, m.v. 2 fullorð- na, í herbergi/stúdíó/íbúð í viku. Aukavika kr. 10.000. Ath. súpersólar tilboð 15. júní kr. 10.000 aukalega. kr. 34.995 Netverð á mann, m.v. 2 fullorðna og 2 börn, í íbúð með einu svefnherbergi í viku. Aukavika kr. 10.000. Ath. súpersólar tilboð 15. júní kr. 10.000 aukalega. Síðustu sætin
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.