Morgunblaðið - 24.05.2007, Page 35

Morgunblaðið - 24.05.2007, Page 35
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. MAÍ 2007 35 þú vel með ömmu og fjölskyldunni. Þið hélduð áfram að ferðast um land- ið með fellihýsið ykkar og þú naust þess svo sannarlega að sitja og leggja kapal og hlusta á útvarpið. Ég man líka þegar ég fékk að fara með þér og ömmu í dagsferð til Græn- lands, það var fyrsta áætlunarflugið til Narsarsuaq og það var ekkert smáskemmtileg ferð hjá okkur. Ég var alltaf svo stolt af því að þú værir afi minn og sögurnar sem þú sagðir mér frá þeim tíma sem þú bjóst í Afr- íku og öllum ævintýrunum sem þú lentir í fannst mér stórmerkilegar. Ég er svo ánægð yfir því að hafa getað verið hjá þér og kvatt þig þeg- ar þú skildir við elsku afi minn. En núna ertu farinn á betri stað og ég trúi því að þú hafir verið sáttur þegar þú kvaddir og að þér líði vel núna. Við pössum ömmu fyrir þig og hugsum vel um hana því ég veit að hún var þér allt. Ég kveð þig nú með söknuði með þessum fátæklegu orð- um elsku afi minn en jafnframt með gleði yfir öllum minningunum sem ég á um þig. Þitt elskandi barnabarn, Sonja Björg. Elsku afi, ég elskaði þig svo mikið og var svo stoltur af þér. Ég man að þegar ég var lítill þá var ég alltaf heima hjá ykkur ömmu Völlu meðan fjölskyldan mín var erlendis og það var ekki verra en að koma til spenn- andi og nýrra landa. Ég man er ég var lítill og ég var spurður hvað ég héti þá svaraði ég Guni, þá brostu all- ir en þó sérstaklega þú af því að ég var nafni þinn. Ég hef alltaf verið stoltur af því að vera skírður í höf- uðið á svo góðum og yndislegum manni. Ég man er við vorum að tefla og þú kenndir mér mannganginn. Þú elsk- aðir að tefla og gast setið tímunum saman við að tefla við tölvuna og skráðir allt niður á blað. Elsku afi minn þú varst svo góður við öll börn, ég veit það af eigin reynslu og svo með því að horfa á þig leika við barna- og barnabarnabörnin. Þú varst líka svo mikill dýravinur. Mig mun alltaf langa í apa bara vegna þess að þú áttir einn slíkan á skipinu sem þú varst á þegar að þú varst ungur. Ég man að ég var lítill óviti og átti páfagauk sem hét Palli. Ég var svo vondur við Palla að ég henti búrinu hans niður því ég vissi ekki betur. Palli dó næstum því af hræðslu en þú tókst hann að þér og varst svo góður við hann. Palli vildi alltaf vera á öxlinni á þér, þar leið honum best. Ég man að þegar Palli dó þá varstu svo sorgmæddur því þú ert svo góður maður elsku afi minn. Ég mun alltaf minnast sagna þinna af Höfðaborg og hvað þér þótti vænt um borgina. Ég mun einhvern tíma í framtíðinni fara þangað til þess að upplifa og sjá hvað það var sem fang- aði svo huga þinn þar. Ég man hvað þú sagðir mér mikið frá flugumferð- arstjórninni og hvað ég varð hug- fanginn af því. Þú varst með svo gott minni að þú fékkst alltaf hátt á prófum. Mér hef- ur alltaf verið líkt við þig af því að ég hef svo gott minni og þakka ég fyrir þá blessun. Ég man svo vel eftir ferð- unum sem voru farnar með allri fjöl- skyldunni þar sem ég hékk inni í hjólhýsinu hjá þér og ömmu þar sem þú lagðir kapal á meðan amma gaf mér snúð og kók. Ég man eftir bíl- ferðunum sem ég fór þegar þið skutl- uðuð mér heim eftir að ég var í pöss- un hjá ykkur ömmu Völlu og hvað mér leið vel í bílnum hjá ykkur. Seinna keypti ég þann bíl af einni ástæðu, það var afi sem átti hann. Ég mun alltaf muna það hversu ástfang- inn þú varst af ömmu og hversu ánægður þú varst með lífið. Þegar litli strákurinn minn kom til þín þá varstu svo góður og hrifinn af honum eins og öllum öðrum börnum í fjölskyldunni, synd að hann skuli ekki hafa fengið að njóta þín lengur. Ef ég yrði hálfur maður á við þig þá væri ég samt með betri mönnum, slíkt mikilmenni ertu í mínum aug- um. Með augun vot af söknuði og fullur af harmi er þó ungur maður með bros í hjarta vegna þeirra sagna sem hann elur í brjósti sér um besta afa og langafa sem heimurinn hefur nokkurn tímann gefið af sér. Þær sögur mun hann segja börnum sínum og barnabörnum. Megi guðskapari geyma þig og varðveita fjölskyldu þína og þá sérstaklega ömmu. Þitt elskandi barnabarn, Björgólfur Guðni Guðbjörnsson, Sigurbjörg og Alexander Máni. Þegar ég frétti andlát vinar míns Guðna Ólafssonar flugu í gegnum hugann ótal minningar bæði frá liðn- um vinnusamverustundum, en ekki síður frá frítímasamveru. Ég kynnt- ist Guðna árið 1955, er ég hóf störf við flugumferðarstjórn, en hann hafði þá unnið þar um nokkurra ára skeið. Báðir unnum við þar meðan aldur leyfði. Guðni varð fljótt varð- stjóri og seinna yfirflugumferðar- stjóri um hríð. Á yngri árum stundaði Guðni sigl- ingar á erlendum skipum og varð þá fyrir þeirri óhuggulegu reynslu að skipi sem hann var á var sökkt, en ekki nóg með það, eftir að honum hafði verið bjargað ásamt öðrum um borð í annað skip var því líka sökkt og það sama daginn. Honum var aft- ur bjargað og eftir það bjó hann í nokkur ár í Suður-Afríku og starfaði þar við sölumennsku meðal annars. Þegar Guðni kom seinna til Ís- lands til að kveðja kynntist hann draumadísinni sinni, Valgerði Bland- on eða Völlu eins og hún er kölluð meðal vina. Ástin tók öll völd og nú varð ekki til baka snúið, nema baki var snúið við Suður-Afríku. Valla og Guðni hafa síðan búið í ástríku hjóna- bandi. Þau eignuðust þrjár stór- huggulegar dætur, sem eru allar vel giftar myndarlegum og duglegum mönnum. Guðni var vel gefinn, hjálp- samur og greiðvikinn og vildi öllum vel. Hann var sannkallaður fjöl- skyldufaðir, sem veitti börnum sín- um óspart ráðleggingar og hjálp þegar stórákvarðanir voru teknar. Eitt er það, sem Guðni hafði fram yfir flesta, sem ég hef þekkt, það er að hann varð aldrei reiður, jafnvel þótt reynt væri að gera hann það, þá bara brosti hann og breytti bara um- ræðunni. Þannig lund mættu aldeilis fleiri hafa, þar með sá er þetta ritar. Þau hjónin bjuggu sér og börnun- um fallegt og hlýlegt heimili, sem gaman var að heimsækja, enda voru þau bæði gestrisin og Valla mynd- arhúsmóðir og svo var stutt í hlátur hjá henni og hláturinn hennar er al- veg spes og bráðsmitandi og stund- um fylgdi smá vinaleg stríðni. Nú að lokum langar mig að rifja upp ógleymanlegar ánægjustundir, er við áttum saman á erlendri grund. Tvisvar flugum við hjónin með Guðna og Völlu til Lúxemborgar. Í fyrra skiptið var ekið suður Frakk- land allt suður að Miðjarðarhafi til Cannes og Nice og í seinni ferðinni var ekið um Moseldalinn og meðfram Rín og siglt á skipi framhjá Lorelei. Alltaf var góða skapið ráðandi. Við hjónin erum Guðna og Völlu þakklát fyrir áratuga vinsemd og tryggð. Valla mín, við hjónin biðjum góðan guð að styrkja þig og þína á þessari sorgarstund. Guð blessi minningu um góðan dreng. Jens A. Guðmundsson. Kveðja frá Félagi íslenskra flugumferðarstjóra Guðni Ólafsson, fyrrverandi yfir- flugumferðarstjóri í Reykjavík, lést miðvikudaginn 16. maí sl. Hann starfaði sem flugumferðarstjóri í hartnær fjóra áratugi, hlaut sín fyrstu réttindi í Reykjavíkurturni ár- ið 1951. Hann vann sem flugumferð- arstjóri til 1986, þar af vaktstjóri frá 1954. Hann var yfirflugumferðar- stjóri í Reykjavík frá 1986 til 1988 og vann að lokum við skýrslugerðir fyr- ir Flugmálastjórn til ársins 1990. Guðni var afar vel liðinn meðal starfsfélaga sinna. Hann var alltaf í góðu skapi og var afbragðs sögumað- ur. Ekki skorti hann söguefnin því hvar sem hann fór virtist alltaf eitt- hvað skemmtilegt gerast. Guðni var virkur í félagsstarfi FÍF, sat í stjórn félagsins í fjölda ára og var fulltrúi þess á alþjóðaráð- stefnum víða um heim. Flugumferðarstjórar sjá nú á bak góðum félaga og senda hans nánustu innilegar samúðarkveðjur. ✝ Jóhanna Ólafs-dóttir fæddist í Múlakoti á Síðu í Vestur-Skaftafells- sýslu 1. júlí 1918. Hún lést á Grund að kvöldi mánudags 14. maí síðastliðins. For- eldrar hennar voru hjónin Sigríður Jón- ína Tómasdóttir frá Skammadal í Mýr- dal, f. 12.7. 1894, d. 7.3. 1982, og Ólafur Bjarnason frá Hörgsdal á Síðu, f. 19.4. 1889, d. 17.6. 1968. Systkini Jóhönnu voru 14 en eitt þeirra, sveinbarn, lést í frumbernsku 1923. Önnur systkini Jóhönnu eru: Bjarni, f. 2.12. 1912, d. 20.6. 1994, Matthías, f. 12.3. 1915, Helga, f. 7.3. 1916, d. 8.3. 1920, Ásta Þórunn Helga, f. 12.8. 1920, d. 18.10. 1999, Sigríður, f. 12.1. 1922, d. 9. júlí 1991, Guðríður, f. 20.10. 1924, d. 10.3. 1980, Lilja, f. 22.8. 1926, d. 11.12. 2004, Helga, f. 13.4. 1928, d. 14.4. 2001, Björn, f. 1.11. 1930, d. 12.6. 1992, Svava, f. 10.2. 1932, Snorri, f. 6.6. 1934, Ingibjörg, f. 2.2. 1937, d. 17.11. 2002. Hinn 18. júní 1938 giftist Jó- hanna Benedikt Indriða Bogasyni, f. 13.12. 1911, d. 6.9. 1992. Indriði vann lengst sem fulltrúi í tónlist- ardeild RÚV og hljóðfæraleikari í Sinfóníuhljómsveit Íslands. Jó- hanna og Indriði eignuðust fjögur börn, þau eru: 1) Sigríður Hjördís, f. 7.6. 1939, fyrrv. grunnskólakennari, maki Björk f. 19.11. 1967, viðskiptafræð- ingur. 4) Magnús f. 20.12. 1952, blikksmiður, maki Lilja Viggósdótt- ir. Jóhanna fluttist með foreldrum sínum til Reykjavíkur þegar hún var á þriðja ári. Ólafur faðir hennar fór þá í blikksmíðanám hjá mági sínum, Guðmundi Breiðfjörð á Laufásvegi 4. Að námi loknu vann Ólafur við iðn sína í Reykjavík í nokkur ár. Fjölskyldan átti þá heima á ýmsum stöðum í Reykjavík, m.a. innarlega á Laugavegi. Seinna fór svo áhrifa kreppunnar að gæta í Reykjavík og atvinnuleysi jókst. Fjölskyldan fluttist þá aftur austur í heimahagana árið 1929 og Ólafur gerðist bústjóri í Múlakoti hjá Helgu systur sinni og Þorláki manni hennar. Eftir fermingu var Jóhanna m.a. í kaupavinnu á Breiðabólstað á Síðu í einhvern tíma þar sem hún vann við almenn sveitastörf. Hún flutti síðan alfarin til Reykjavíkur til frændfólksins á Laufásvegi 4 þar sem hún átti ætíð öruggt skjól hjá Guðrúnu föð- ursystur sinni og Dórotheu dóttur hennar. Við Laufásveg bjó einnig Elías föðurbróðir Jóhönnu sem hún minntist oft á. Jóhanna stundaði nám í kvöldskóla KFUM og KFUK. Hún var síðan í vist á ýmsum stöð- um, t.d. hjá Önnu Guðmundsdóttur leikkonu og Páli Þorleifssyni manni hennar, einnig hjá frænda sínum Agnari Guðmundssyni Breiðfjörð og konu hans Ólafíu Bogadóttur. Jóhanna og Indriði hófu sinn bú- skap á Vesturgötu 22, fluttu þaðan fljótlega að Öldugötu 9, síðan að Melhaga 12 og bjuggu síðast við Kaplaskjólsveg 35. Útför Jóhönnu fer fram frá Nes- kirkju í dag og hefst athöfnin kl. 13. Þórir Hallgrímsson, f. 7.8. 1936, fyrrv. skólastjóri. Börn þeirra eru: a) Indriði Jóhann, f. 4.3 1963, bóndi og húsasmiður, maki Anna Jóna Geirsdóttir, f. 11.2. 1962, bóndi. Börn þeirra eru Hafdís Ar- inbjörnsdóttir, f. 23.1. 1979, Þórarinn Elís, f. 24.11. 1990, Sigríður Hjördís, f. 7.1. 1992, og Brynhildur Ósk, f. 10.12. 2001, b) El- ísabet Þórey, f. 15.7. 1973, lögfræð- ingur, maki Flóki Halldórsson, f. 29.12. 1973, hagfræðingur, dætur þeirra eru Una Sólveig, f. 7.10. 2005, og Ása Gunnþórunn, f. 4.3. 2007. 2) Bogi, f. 16.4. 1941, framleiðslu- stjóri hjá Námsgagnastofnun, maki Ástríður María Þorsteinsdóttir, f. 3.7. 1948, póstur. Synir þeirra eru a) Orri Þór, f. 17.11. 1973, rafvirki, maki Þorsteinn Magni Björnsson, f. 11.11. 1973, garðyrkjufræðingur, b) Þorsteinn, f. 28.6. 1975, sölumað- ur, maki Margrét Guðmundsdóttir, f. 18.7. 1967, viðskiptafræðingur, börn þeirra eru Hilma Rós Ómars- dóttir, f. 20.6. 1992, Ástríður María, f. 23.11. 2000, og Þorri Jökull, f. 30.3. 2002, c) Benedikt Bjarni, f. 28.12. 1981, framhaldsskólakenn- ari. 3) Ólafur, f. 27.6. 1945, tækni- fræðingur, var kvæntur Önnu Eygló Antonsdóttur, f. 13.1. 1947, þau skildu. Dóttir þeirra er Eygló Þrátt fyrir að amma hafi verið orðin mjög veik síðustu daga lífs síns bjóst ég samt sem áður allt eins við því ómögulega, þ.e. að amma myndi ná sér af veikindunum því hún var ein- staklega viljasterk kona. En elli kerl- ing hafði að lokum betur í þessari bar- áttu. Ég á ótal minningar frá heimsókn- um mínum á Kaplaskjólsveginn til ömmu og afa og þangað var alltaf gott að koma. Amma Jóa, eða amma á Kapló, eins og ég kallaði hana oft, var höfðingi heim að sækja. Heima hjá ömmu voru veggirnir prýddir falleg- um myndum sem hún hafði saumað sjálf eða flosað af mikilli list og í garð- stofunni hennar var gaman að sitja innan um öll blómin sem hún sinnti af mikilli natni. Amma var dugleg og sterk kona og ég geri ráð fyrir að lífsbaráttan hafi kennt henni það að einhverju leyti. Hún var hreinskiptin og hafði sterkar skoðanir á hlutunum. Amma var skemmtileg og lífleg. Það var iðulega stutt í hláturinn hjá henni. Þegar heilsu hennar hrakaði eftir því sem aldurinn færðist yfir voru viðbrögð hennar að gera grín að sjálfri sér og því hvað hún væri orðin mikið hró, eins og hún sagði sjálf. Það var ekki í skapgerð ömmu minnar að vera að barma sér eða að vera með volæði. Í síðasta skiptið sem ég hitti ömmu söng hún og klappaði fyrir Unu Sól- veigu dóttur mína og ræddi við mig um það hvort ég væri ólétt að strák eða stelpu og kostum þess sem fylgdu hvoru kyni. Amma hitti aldrei yngri dóttur mína og eldri dóttir mín er of ung til að muna eftir henni en ég mun sjá til þess að segja þeim frá lang- ömmu sinni því að minningin um ömmu lifir áfram. Blessuð sé minning elsku ömmu minnar. Elísabet Þórey Þórisdóttir. Ég kynntist Jóhönnu Ólafsdóttur og manni hennar, Indriða Bogasyni, hljóðfæraleikara og starfsmanni Út- varpsins, fyrir 45 árum, þegar ég kom á heimili þeirra á Melhaga 12 í Reykjavík í fylgd einkadóttur þeirra. Mér var tekið með vinsemd og hlýju svo öll feimni hvarf eins og dögg fyrir sólu. Nú eru þessi heiðurshjón látin. Jóhanna var tæplega 89 ára er hún lést, en hún fæddist 1. júlí 1918. Jó- hanna var ættuð frá Síðu í Vestur- Skaftafellssýslu og voru systkini hennar 13. Það er stór barnahópur og erfitt jafnvel í dag að framfleyta svo stórri fjölskyldu. Það þurftu því allir að taka til hendinni þegar þeir höfðu getu til. Jóhanna flutti til Reykjavíkur á unglingsárunum og var í vist og gekk í kvöldskóla KFUM og KFUK. Á þess- um árum voru atvinnutækifærin fá, launin lág og fátítt að börn alþýðufólks hefðu efni á framhaldsskólagöngu. Jóhanna giftist Indriða 1938. Þau eignuðust eina dóttur og þrjá syni. Indriði vann við skrifstofustörf auk hljóðfæraleiks og Jóhanna starfaði við ræstingar og bakstur auk þess að sinna heimilisstörfum og barnaupp- eldi. Jóhanna var mikil hannyrðakona, saumaði út, flosaði, gerði leirmuni, málaði o.fl. Einnig hafði hún mikið yndi af garðyrkju og blómarækt. Jó- hanna var röskleikakona og ósérhlíf- in. Hún var glaðvær og gamansöm. Við góða heilsu var hún lengi vel. Hún hafði gaman af að umgangast fólk, lærði sund á gamals aldri og stundaði það vel og tók virkan þátt í safnaðar- starfi eldri borgara í Neskirkju. Jóhanna bjó ein eftir lát Indriða, en var síðustu árin í dagvistun í Þorra- seli og líkaði vel við vistfólk og ynd- islegt starfsfólk. Síðasta árið dvaldi hún á Elliheimilinu Grund, en þangað komst hún ekki fyrr en hún hafði tvisvar slasast illa á heimili sínu. Á Grund undi hún sér vel og var þakklát ljúfu starfsfólki. Ég þakka Jóhönnu löng og ánægjuleg kynni. Blessuð sé minning hennar. Þórir Hallgrímsson. Jóhanna Ólafsdóttir Einn hinna öldnu skagfirsku höfðingja, Bjössi á Hofsstöðum, hefur lagt upp í sína hinstu ferð. Fyrir 21 ári þegar við fluttum í Skagafjörð tókust strax góð kynni með okkur og þessum nýja nágranna því ekki liðu margir dagar frá komu okkar þar til Bjössi birtist á hlaðinu. Frá þeim degi var ævinlega mikill samgangur á milli bæjanna. Bjössi var mikill höfðingi heim að sækja og kunnur af gestrisni sinni víða um sveitir. Löngum stundum var setið við eldhúsborðið á Hofs- stöðum og heimsmálin og pólitíkin rædd í þaula. Bjössi hafði skýrar skoðanir á mönnum og málefnum og hitnaði jafnvel svo í hamsi eftir snarpar samræður um Kolkrabbann og fleiri fyrirbæri í þjóðfélaginu við „ íhaldið“ nágranna sinn að hann þurfti að fara Björn Þórður Runólfsson ✝ Björn ÞórðurRunólfsson fæddist á Dýrfinnu- stöðum í Skagafirði 20. mars 1919. Hann lést á Heilbrigð- isstofnuninni á Sauðárkróki 2. maí síðastliðinn og var útför hans gerð frá Hofsstaðakirkju í Skagafirði 12. maí. í sturtu til að skola af sér svitann eftir átök- in. Hann var einstakur húmoristi, hnyttinn og snöggur til svars. Allir áttu sinn bolla hjá Bjössa og maður átti „að nýta sér veisl- una og vera ekki með neina vitleysu“. Hann kvaddi alltaf með virktum og þakkaði fyrir komuna … þakk- aði líka fyrir að taka uppþvottavélina með … það gerði eng- inn annar. Bjössi var mikill barna- og dýra- vinur. Þeir voru ófáir bíltúrarnir með honum fram í Blönduhlíð; hann vildi fara og sjá fegurðina. Silfrastaðafjall var að hans dómi fegurst fjalla sem og Skagafjörður allur, afbragð annarra sveita. Þegar kvöldsólin baðaði hans hjartkæra hérað heyrðist gjarnan í Bjössa: „Sjáið þið ekki fegurðina?“ Góður granni og vinur, sem ætíð var ungur í anda vegna þess að hann unni feg- urðinni, er horfinn yfir Héraðsvötn eilífðarinnar. Hans verður sárt sakn- að. Kæru vinir, Guðbjörg, Jón, Berg- lind, og Björn. Við vottum ykkur okkar dýpstu samúð. Fjölskyldan Ytri-Hofdölum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.