Morgunblaðið - 24.05.2007, Qupperneq 39
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. MAÍ 2007 39
MINNINGAR
✝
Okkar innilegustu þakkir fyrir samúð og hlýhug við
andlát og útför ástkærs eiginmanns míns, föður
okkar, tengdaföður og afa,
NÍELSAR FRIÐFINNSSONAR,
Hlíðarvegi 19,
Grundarfirði.
Sérstakar þakkir sendum við þeim Gundu lækni og
henni Hildi ljósu fyrir einstaka aðhlynningu í veik-
indum hans. Einnig viljum við þakka öllum þeim
vinum og ættingjum sem veittu okkur stuðning og hjálp meðan á veik-
indum hans stóð. Strákarnir hans á Sóley SH fá hjartans þakkir fyrir allar
heimsóknirnar.
Jakobína E. Thomsen,
Hallgrímur Óðinn Pétursson, Jóhanna S. Ingimundardóttir,
Friðfinnur Níelsson,
Guðbjörg Jóhanna Níelsdóttir, Kristján E. Kristjánsson,
Birna Björk Níelsdóttir, Kristján Y. Brynjólfsson,
Margrét Eyrún Níelsdóttir, Ævar Rafn Marinósson
og barnabörn.
✝
Innilegar þakkir sendum við öllum þeim sem
auðsýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og
útför okkar ástkæru,
EMILÍU G. BALDURSDÓTTUR,
Hamraborg 36
og heiðruðu minningu hennar með einum eða
öðrum hætti.
Sérstakar þakkir eru sendar öllum þeim sem
önnuðust hana í veikindum hennar.
Guð blessi ykkur öll.
Sæmundur Þorsteinsson,
börn, tengdabörn
barnabörn og barnabarnabörn.
Við systurnar vorum
spurðar hvort við vær-
um ekki til í að skrifa
nokkur orð um hann
afa okkar. Það er svo margt sem hægt
er að segja en fátt sem kemst að og
svo erfitt að rifja upp allar góðu
stundirnar án þess að bresta í grát og
minna sjálfa sig á að þær verða ekki
fleiri. Málin flækjast líka aðeins þegar
þrjár afastelpur vilja allar koma sínu
að í einu. Við ákváðum því að láta
Jónu Birnu skrifa mest af þessari
grein í minningu hans afa, með smá-
vægilegum afskiptum okkar stóru
systranna, því öllum leið okkur víst
eins.
Þegar mamma hringdi í mig og
sagði mér að afi væri farinn vissi ég
varla hvernig mér átti að líða. Skrítið
að maður sem hefur fylgt manni alla
ævi sé ekki lengur hér, það verður
aldrei hægt að fara í heimsókn til afa á
dvalarheimilið eða fylgjast með hon-
um keyra upp veginn að Grjótá á
rauðu Lödunni sinni.
Það eru undarlegir hlutir sem mað-
ur man sem skipta mann samt svo
miklu máli. Við munum aldrei gleyma
því þegar hann laumaði að manni
brjóstsykri, afi átti alltaf til bismark
eða kóngabrjóstsykur, stundum
leyndist jafnvel Ópal í úlpuvasanum
hans, þá venjulega sá í rauða pakk-
anum eða bláa. Svo brást það sjaldan
að afi tók fram appelsínflöskuna þeg-
ar maður heimsótti hann. Eða þegar
hann kom út á Grjótá í heyskap og var
með okkur úti á túni að raka, hann
hafði víst alltaf áhyggjur af því að ekki
væri til nóg hey. Oft vorum við syst-
urnar að rembast við að bera baggana
að færibandinu á meðan afi henti
þeim til eins og ekkert væri, sem okk-
ur afastelpum þótti virkilega flott.
Hann var alltaf hress og hreyfði sig
mikið. Helga Björg man eftir mörgum
skiptum í æsku þar sem hún hljóp við
fót, kannski helst til stuttfætt, til að
Þorbjörn Jónsson
✝ Þorbjörn Jóns-son fæddist í
Bollakoti í Fljótshlíð
22. ágúst 1914. Hann
andaðist á Kirkju-
hvoli á Hvolsvelli 2.
maí síðastliðinn og
var útför hans gerð
frá Hlíðarenda-
kirkju í Fljótshlíð
12. maí sl.
halda í við afa sinn á
leið út í haga eða út á
tún. Oft þegar við
keyrðum inn á Hvols-
völl rákumst við á hann
úti á röltinu, í heilsu-
göngu sem var ein-
kennandi fyrir hann.
Allt þetta eru minn-
ingar sem ég sjálf mun
alltaf geyma í hjarta
mínu og mun aldrei
gleyma, systur mínar
eiga sér líka fjöldann
allan af minningum
sem þær munu ætíð
bera í hjarta sínu.
Mér fannst svo sárt að sjá þennan
mann liggja í kistunni að orð fá því
aldrei lýst. Þó var það smávegis gleði
í sorginni fyrir okkur allar systurnar
að vita að sál hans er komin á betri
stað, að honum líður betur og að hann
er kominn aftur til ömmu Helgu sem
hann hefur saknað sárt. Það er gott
að vita að þau bíða okkar þegar sá
tími kemur, og að þá verður afi tilbú-
inn með brjóstsykurinn í úlpuvasan-
um og amma með hlýjan faðm, tilbúin
að faðma okkur eins og hún gerði
þegar við vorum litlar.
Ég sakna þín afi og mun aldrei
gleyma þér.
Þín afastelpa,
Jóna Birna
Við söknum þín afi, og munum
aldrei gleyma þér.
Blessuð sértu sveitin mín!
sumar, vetur, ár og daga.
Engið, fjöllin, áin þín
– yndislega sveitin mín! –
heilla mig og heim til sín
huga minn úr fjarlægð draga.
Blessuð sértu sveitin mín!
sumar, vetur, ár og daga.
Faðir lífsins, faðir minn,
fel ég þér minn anda í hendur.
foldin geymi fjötur sinn.
Faðir lífsins, Drottinn minn,
hjálpi mér í himin þinn
heilagur máttur, veikum sendur.
Faðir lífsins, faðir minn,
fel ég þér minn anda í hendur.
(Sigurður Jónsson.)
Afastelpurnar þínar,
Helga Björg & Kristjana
Arnarsdætur.
Í útvarpinu var á
dögunum fullyrt að ís-
lenska bæjarnafnið
Bár væri í raun nafn
borgar einnar á Ítalíu. Var þá bær-
inn Bár, fæðingarstaður Önnu
frænku austur í Flóa, ítalskur eftir
allt? Að öllu gamni slepptu, þá
leiddu þessar nýju upplýsingar
hugann að því þegar við yngri ætt-
ingjar Önnu og systur hennar Ásu
vorum að undrast yfir því að þær
svona vel stæðar, myndarlegar og
ernar konur skyldu ekki drífa sig í
eins og eina ferð erlendis, eins og
sagt er. Sjálfsagt hefur þær ekkert
langað „erlendis“ svo þar við sat.
Það finnast víst fleiri leiðir til að
auka við sjóndeildarhringinn, ef það
er þá meiningin með utanlandsferð-
um.
Anna Sigríður
Magnúsdóttir
✝ Anna SigríðurMagnúsdóttir
fæddist á Bár í
Hraungerðishreppi
14. mars 1918. Hún
lést á Dvalar- og
hjúkrunarheimilinu
Grund 11. apríl síð-
astliðinn og var jarð-
sungin frá Fossvogs-
kapellu 24. apríl.
Heimili Önnu sem
hún hélt með Ásu í
einu snotrasta húsi
Reykjavíkur við hina
dulúðugu götu Bjarn-
arstíginn bar vott um
menntun, víðsýni, um-
hyggju og næmt feg-
urðarskyn. Fyrir okk-
ur krakkana var það
eins og að stíga inn í
ævintýraheim, að
vera tekin með í
heimsóknir til systr-
anna á Bjarnarstígn-
um. Þangað var gott
að koma, fyrr sem síðar. Þær
hlaupa á hundruðum, kökurnar og
terturnar sem maulaðar hafa verið
af frændfólki og vinum í eldhúsinu
hjá Önnu og Ásu, í áranna rás. Þau
gleymast seint, veisluborðin sem
þær töfruðu fram, hvort sem boð
hafði verið gert á undan sér eða
bara rekið inn nefið á virkum degi.
Því gestrisnin var þeim í blóð borin
eins og títt er um fólk af þeirra
kynslóð.
Síðustu ár ævi sinnar bjó Anna á
dvalarheimilinu Grund. Í síðustu
heimsókn okkar til hennar dund-
uðum við faðir minn og hún okkur
við að líta í gamalt albúm úr eigu
fjölskyldunnar. Aðallega voru þetta
myndir af ungu fólki uppáklæddu í
nýjustu tísku þriðja og fjórða ára-
tugar síðustu aldar og undum við
okkur, í dágóða stund, við að ráða í
hver væri hver, hver hefði verið að
slá sér upp með hverjum og hvern-
ig þetta og hitt hjónabandið hefði
síðan gengið. Á einni myndinni gat
svo að líta þrjú börn, standandi á
hlaði torfbæjar eins. Þar var þá
komin Anna sjálf sem lítil stúlka
ásamt systkinum sínum, þeim Ásu
og Dodda, við æskustöðvarnar,
Brennu í Gaulverjabæjarhreppi.
Þar varð okkur ljós sá langi vegur
sem hún mun hafa farið, alla leið
inn í nýja öld, þessi fágaða nútíma-
kona sem hafði áhuga á lífinu og
málefnum líðandi stundar. Sú sem
við nú minnumst sem örlátrar jafn-
aðarkonu sem svo sannarlega
mundi tímana tvenna. Mundi þá
tíma er réttur alþýðu manna til að
lifa með reisn þótti ekki sjálfsagður
og þekkti þrotlausa baráttu verka-
fólks þessa lands fyrir réttindum
sem margir í dag virðast halda að
fallið hafi af himnum ofan.
Í fyrra andaðist Ása eftir langa
sjúkralegu. Nú hefur Anna slegist í
för með systur sinni á vit þeirra er
gengnir eru og hvað vitum við, sem
eftir sitjum, nema þær hafi bara
brugðið sér á leiðinni til Bár. En
við fjölskyldan þökkum kærlega
fyrir samfylgdina hérna megin
móðunnar miklu. Blessuð sé minn-
ing Önnu Sigríðar Magnúsdóttur.
Guðný Guðmundsdóttir.
Mig langar að
minnast móðursystur
minnar.
Þegar systir mín
hringdi í mig seint að
kvöldi sumardagsins fyrsta og til-
kynnti mér að Sidda hefði dáið þá
um morguninn í svefni átti ég erfitt
með að trúa þessu í fyrstu.
Það er bara rúmur mánuður síðan
við hittumst í frænkupartíi og þegar
ég kvaddi lét ég þau orð falla að hún
ætti nú að plata stelpurnar til þess
að koma með sér á rúntinn suður
Lilja Kristinsdóttir
✝ Lilja Krist-insdóttir fædd-
ist í Hafnarfirði 15.
ágúst 1927. Hún lést
á heimili sínu á Sel-
tjarnarnesi 19. apríl
síðastliðinn og var
útför hennar gerð
frá Grensáskirkju 3.
maí.
með sjó og kíkja í
heimsókn.
Sidda sagði þá: „Ég
kaupi mér bara bíl og
kem fljótlega,“ en það
var svolítið síðan hún
hafði átt bíl. Ég frétti
svo að hún hefði verið
búin að endurnýja bíl-
prófið og hefði verið
að skoða bíla með
tengdasyni sínum.
Það var alltaf mjög
gaman að koma til
Siddu frænku, hún var
svo hlýleg, indæl og
góð og það var alltaf vel tekið á móti
okkur, alltaf uppdekkað borð og fí-
nerí.
Hún var ákaflega dugleg í hönd-
unum, hún gat allt; saumað, prjónað,
heklað, unnið með gler og ég held að
hún hafi líka verið byrjuð að mála.
Í seinustu heimsókn minni til
hennar, þá fór ég með sonardætur
mínar og Ásta systir kom líka með,
fann hún húfur sem hún hafði hekl-
að og gaf stelpunum.
Siddu var mjög umhugað um alla í
fjölskyldunni og spurði alltaf hvern-
ig gengi hjá öllum.
Ég minnist þess að þegar ég var
lítil að við systur fengum oft að gista
hjá Siddu og Sigga, en Mæja, sem
er elst af dætrunum, er á sama ári
og elsta systir mín og fékk ég að
fylgja með en ég er tveimur árum
yngri.
Það var mikill samgangur á milli
systranna og fjölskyldunnar þegar
ég var að alast upp og alltaf var far-
ið í afmælin hvert hjá öðru.
Síðar þegar ég stofnaði fjölskyldu
var alltaf gaman að kíkja til Siddu,
en stundum var það meira hugurinn,
– nú ætti ég að fara að kíkja eða
hringja.
Ég á margar fallegar og góðar
minningar um hana frænku mína, en
ég ætla að geyma þær í hjarta mínu.
Elsku Mæja, Soffa, Stína og fjöl-
skyldur ég votta ykkur mína dýpstu
samúð.
Salóme (Sallý)
Elsku Pétur, þú
varst mér afar kær.
Þú varst mér sem afi.
Mér þótti ákaflega
vænt um þig og þykir raunar enn.
Ég veit að þú ert á betri stað og
kominn til Birnu þinnar. Það
hryggir mig samt afskaplega mikið
að hafa þig ekki lengur, það var
alltaf svo gott að koma til þín. Að
koma til þín var eins og að ganga
inn í hlýtt og kærleiksríkt faðm-
lag, eitthvað sem ég þarfnaðist oft.
Heimsóknirnar til þín voru ynd-
islegar og maður fór alltaf ríkari
frá þér en maður var því þú gafst
manni alltaf sögu. Sögurnar þínar
ylja mér um hjartaræturnar, sögur
af æskunni, forfeðrum, sögur af
þér og margar aðrar. Án þessa alls
vissi ég sama sem ekki neitt um
sögu ömmu sem og sögu þína,
hvaðan við komum. Auk þessa þá
Pétur Pétursson
✝ Pétur Péturssonfæddist á Eyr-
arbakka 16. október
1918. Hann lést á
hjúkrunarheimilinu
Droplaugarstöðum
23. apríl síðastliðinn
og var útför hans
gerð frá Dómkirkj-
unni í Reykjavík 4.
maí.
voru viskumolarnir
margir og umræður
um íslenskt mál voru
ófáar. Hvernig getur
maður þakkað slíkt?
Ég get bara sagt að
ég er afskaplega
þakklát fyrir að hafa
átt þig að og hafa
fengið að njóta þess
að heyra allar sög-
urnar. Sá tími er nú
liðinn, við fáum ekki
lengur að njóta hlýju
þinnar, visku og
sagna, það syrgir
okkur. Minningarnar lifa og verma
hjörtu okkar sem eftir erum en sú
staðreynd að þær verða ekki fleiri
nístir mig. Ég mun ávallt sakna
þín, þú átt stað í hjarta mínu og ég
mun alltaf muna þig. Þakka þér
innilega fyrir að hafa gefið mér
svo margt, ég mun búa að því alla
ævi. Kæri Pétur, það er kominn
tími til að kveðja. Ég sendi þér
mínar bestu kveðjur með von um
að við hittumst aftur þegar minn
tími kemur. Þangað til reyni ég að
ylja mér við minningarnar og sög-
urnar.
Blessaður sértu, hvíl þú í friði
og ber mína kveðju.
Nellý Pétursdóttir,
Sveinsstöðum
Morgunblaðið birtir minning-
argreinar alla útgáfudagana.
Skil | Greinarnar skal senda í
gegnum vefsíðu Morgunblaðsins:
mbl.is – smella á reitinn Senda
efni til Morgunblaðsins – þá birt-
ist valkosturinn Minningargreinar
ásamt frekari upplýsingum.
Skilafrestur | Ef birta á minning-
argrein á útfarardegi verður hún
að berast fyrir hádegi tveimur
virkum dögum fyrr (á föstudegi ef
útför er á mánudegi eða þriðju-
degi). Ef útför hefur farið fram
eða grein berst ekki innan hins til-
tekna skilafrests er ekki unnt að
lofa ákveðnum birtingardegi. Þar
sem pláss er takmarkað getur
birting dregist, enda þótt grein
berist áður en skilafrestur rennur
út.
Lengd | Minningargreinar séu
ekki lengri en 3.000 slög (stafir
með bilum - mælt í Tools/Word
Count). Ekki er unnt að senda
lengri grein. Hægt er að senda ör-
stutta kveðju, HINSTU
KVEÐJU, 5-15 línur, og votta
þeim sem kvaddur er virðingu
sína án þess að það sé gert með
langri grein. Ekki er unnt að
tengja viðhengi við síðuna.
Undirskrift | | Minningargreina-
höfundar eru beðnir að hafa skírn-
arnöfn sín en ekki stuttnefni undir
greinunum.
Minningargreinar