Morgunblaðið - 24.05.2007, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 24.05.2007, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. MAÍ 2007 41 Bílskúr Smíðum eftir máli bílskúrshurðir. Mjög stuttur afgreiðslutími (4-7 dag- ar). Gott verð, fáðu tilboð í hurð og opnara TOPDRIVE.is Sími 422 7722. Heimilistæki Ryksuguvélmennið frábæra Roomba SE . Líttu á heimasíðuna. Hreinasta snilld. Tekur upp allt sem hún fer yfir, þetta er tækið sem þú ættir að fá þér. Njóttu sumarsins. Upplýsingar í síma 848 7632. www.roomba.is Úrslitin úr enska boltanum beint í símann þinn Ökukennsla Smáauglýsingar 5691100 Glæsileg kennslubifreið Subaru Impreza 2006, 4 wd. Akstursmat og endurtökupróf. Gylfi Guðjónsson, sími 696 0042. Fundir/Mannfagnaðir Raðauglýsingar 569 1100 Samgönguráð: Flugmálastjórn Íslands - Siglingastofnun Íslands - Vegagerðin. Samgönguráðuneytið Stefnumótun í samgöngum Samgönguráð efnir til þriðja fundar í fundaröð sinni um stefnumótun í samgöngum. Fundarefnið að þessu sinni er: Fjármögnun samgöngumannvirkja ● Fjármögnun samgöngumannvirkja í Noregi – veggjöld/einkaframkvæmd Astrid Fortun, norsku Vegagerðinni ● Fjármögnun samgöngumannvirkja á Íslandi Sigfús Jónsson, framkvæmdastjóri hjá Nýsi ● Álit nefndar samgönguráðherra um einkaframkvæmd í samgöngum Stefán Jón Friðriksson, viðskiptafræðingur hjá fjármálaráðuneytinu ● Umræður og fyrirspurnir. Fundurinn verður haldinn fimmtudaginn 24. maí 2007 kl. 15 – 17 á Grand Hótel Reykjavík. Aðgangur er ókeypis og öllum er heimill aðgangur. Væntanlegir þátttakendur eru vin- samlegast beðnir að skrá sig á netfangið postur@sam.stjr.is eigi síðar en klukkan 12:00 þann 24. maí nk. Aðalfundur Félags skipstjórnarmanna Aðalfundur Félags skipstjórnarmanna verður haldinn í Háteigi, á efstu hæð Grand Hótels Reykjavík kl. 14.00 á morgun, föstudaginn 25. maí. Félagsmenn fjölmennið. Dagskrá samkvæmt lögum félagsins um aðalfund. Sjá nánar á heimasíðu félagsins www.skipstjorn.is eða www.officer.is. Léttar veitingar. Stjórnin. MINNINGAR Frá eldri borgurum í Hafnarfirði Þriðjudaginn 22. maí var spilað á 14 borðum. Meðalskor var 312. Úr- slit urðu þessi: N/S Júlíus Guðmss. – Óskar Karlsson 396 Rafn Kristjánss. – Oliver Kristófersson 366 Jón Hallgrímss. – Bjarni Þórarinss. 351 Sigurður Hallgrímss. – Anton Jónss. 345 A/V Stefán Ólafsson – Óli Gíslason 392 Kristín Óskarsd. – Gróa Þorgeirsd. 391 Sveinn Snorras. – Gústav Nílsson 353 Kristján Þorláksson – Jón Sævaldsson 338 Bridsdeild FEB í Reykjavík Tvímenningskeppni spiluð í Ás- garði, Stangarhyl, mánud. 21.5. Spilað var á 12 borðum. Meðalskor 216 stig. Árangur N-S: Júlíus Guðmss. – Rafn Kristjánsson 260 Bragi Björnsson – Albert Þorsteinsson 231 Sigurður Jóhannss. – Siguróli Jóhannss. 230 Árangur A-V: Björn E. Pétursson – Gísli Hafliðason 269 Guðrún Gestsd. – Bragi V. Björnsson 260 Ragnar Björnsson – Guðjón Kristjánss. 250 BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Níu ára barátta, ekki sex Í fyrirsögn á frétt í blaðinu í gær um þá ákvörðun Hæstaréttar að taka aft- ur upp fjárdráttarmál Eggerts Hauk- dals sagði að sex ára baráttu Eggerts væri þar með lokið. Eðlilegra hefði verið að tala um níu ár, enda má segja að þrautaganga Eggerts hafi hafist er hann sagði af sér sem oddviti Vestur-Landeyjahrepps í desember 1998 eftir að deilur komu upp innan hreppsnefndar vegna stjórnsýslu og ársreiknings fyrir árið 1997. LEIÐRÉTT Kveðja til ömmu. Drottinn er minn hirðir, mig mun ekkert bresta. Á grænum grundum lætur hann mig hvíl- ast, leiðir mig að vötnum, þar sem ég má næðis njóta. Hann hressir sál mína, leiðir mig um rétta vegu fyrir sakir nafns síns. Sigríður Sigurðardóttir ✝ Sigríður Sigurð-ardóttir fæddist á Hríshóli í Reyk- hólasveit 17. desem- ber 1921. Hún lést á Borgarspítalanum 2. maí sl. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Jafnvel þótt ég fari um dimman dal, óttast ég ekkert illt, því að þú ert hjá mér, sproti þinn og stafur hugga mig. Þú býr mér borð frammi fyrir fjendum mínum, þú smyr höfuð mitt með olíu, bikar minn er barma- fullur. Já, gæfa og náð fylgja mér alla ævidaga mína, og í húsi Drottins bý ég langa ævi. (Davíðssálmur.) Hvíl í friði, elsku amma. Margrét Fanney Bjarna- dóttir og fjölskylda. Elsku amma Hulda. Amma mín, mér þótti svo vænt um þig. Alltaf þegar ég kom að heimsækja þig varstu svo hress og kát. Þú sast alltaf hjá mér í sófanum og við skoðuðum myndaalbúmin, í hvert sinn sem ég kom og þér fannst það alltaf jafn skemmtilegt. Svo átt- irðu alltaf nóg af kökum og tertum. Ég man þegar þú fékkst flottu Hulda Sigurbjörg Hansdóttir ✝ Hulda Sig-urbjörg Hans- dóttir fæddist í Hafnarfirði 17. júlí 1912. Hún lést á Landspítalanum 2. apríl síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Hafn- arfjarðarkirkju 11. apríl. sturtuna frá Gunna Magg. Rosalega varstu ánægð með hana! Hún var með útvarpi og nuddi og allt. Þegar við vorum að spjalla sam- an sagðirðu mér frá því þegar þú og Gunni frændi voruð að drekka cappuccino saman: ,,Gunni kom í dag og gaf mér „kaffi sínó“! Þú varst alltaf jafn glöð, alltaf í góðu skapi og gafst frá þér svo mikinn kærleika. Þið Gunni eruð örugglega að drekka „kaffi sínó“ saman rétt núna. Ekki hafa áhyggjur, hún amma okkar er á öruggum stað og henni líður vel. Hvíldu þig nú, elsku amma mín. Þín Sunna. Kæra vinkona. Ég vil þakka þér góðar stundir sem hafa verið mér ánægjulegar, ég minnist þín sem góðrar og hlýrrar konu sem vildi allt gott fyrir alla gera og ég mun ávallt sakna þín. Útgeislun þín er eins og geislar sólarinnar. Hún lýsir upp eins og stjarna á himnum, þar sem guð annast þig. Í dag brestur strengur í brjóstum okkar því þú ert ekki lengur hjá okkur. En minning þín lifir í hjörtum okkar og í hugsunum okkar um aldir alda. (Þýð.: Guðmunda Árnadóttir) Ég votta ástvinum þínum innilega samúð mína. Ég þakka allt frá okkar fyrstu kynnum, það yrði margt, ef telja skyldi það. Í lífsins bók það lifir samt í minnum, er letrað skýrt á eitthvert hennar blað. Ég fann í þínu heita, stóra hjarta, þá helgu tryggð og vináttunnar ljós, er gerir jafnvel dimma daga bjarta, úr dufti lætur spretta lífsins rós. (MJ) Gunnar Halldórsson Ásta Mar- íusdóttir ✝ Ásta Maríusdóttir fæddist íHafnarfirði 20. febrúar 1918. Hún lést á Landspítala – Fossvogi 12. maí síðastliðinn. Útför Ástu fór fram frá Foss- vogskirkju 22. maí sl. Elskuleg amma hef- ur nú kvatt þennan heim. Við systkinin Bogga, Bjössi og Lauga ásamt mökum og Önnu Lilju dóttur Boggu fórum norð- ur á Dalvík 25. mars síðastliðinn til að kveðja hana ömmu þar sem hún var orðin svo mikið veik og við vorum öll að fara til Kanarí. Vil ég nota þetta tækifæri og þakka Steina og Dísu fyrir móttökurnar og góða matinn sem við fengum þar. Ekki sjáum við eftir því þar sem kom í ljós að hún lést meðan við vorum úti. Það var okkur öllum mjög erfitt að vera úti og komast ekki í jarðarförinna hennar. En við vorum með hugann hjá ömmu og öllum sem voru heima á Ís- landi. Þegar við komum norður sáum við að hún átti ekki langt eftir en hún gat spjallað við okkur og hlustað á það sem við vorum að ræða saman. Hún hafði gaman af því að fá okkur í heim- sókn og það var ekki hægt að fá hana til að hvíla sig meðan við vorum hjá henni þó að hún væri orðin mjög þreytt, það var ekki hennar stíll að sofa þegar það voru gestir. Ef maður fer að hugsa til baka þá er Drápuhlíðin ofarlega í huga okkar, þar Soffía Björnsdóttir ✝ Sigurlaug SoffíaBjörnsdóttir fæddist í Vík í Héð- insfirði 13. maí 1921. Hún lést á Dvalarheimilinu Dalbæ 29. mars síð- astliðinn og var út- för hennar gerð frá Fríkirkjunni í Reykjavík 12. apríl. var boðið upp á alls kon- ar egg, steikt, linsoðin eða harðsoðin, þar sem hún amma seldi egg. Mörg okkar muna eftir að hafa hjálpað henni að telja þau og setja þau í poka. Einnig eru ofar- lega í minningunni öll jólaboðin sem hún amma hélt þar fyrir all- an hópinn, þá var alltaf glatt á hjalla og spilað á spil fram eftir kvöldi, oft á fleiri en einu borði. Takk fyrir allt elsku amma, við eigum eftir að sakna þín, en nú ertu komin til afa, Gumma frænda og mömmu, við vitum að þau hafa tek- ið vel á móti þér. Kysstu og faðmaðu þau öll frá okkur. Þín barnabörn Björn Pálsson, Aðalbjörg Páls- dóttir, Sigurlaug Pálsdóttir, Anna Lilja Pálsdóttir og fjöl- skyldur Fréttir á SMS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.