Morgunblaðið - 23.06.2007, Page 14

Morgunblaðið - 23.06.2007, Page 14
14 LAUGARDAGUR 23. JÚNÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Eftir Hjört Gíslason hjgi@mbl.is „ÞAÐ er mjög skrítið ástandið á Hampiðjutorginu núna. Skipin eru að fá mikið af þorski á miklu dýpi, niður á 500 faðma og allt út í 35 mílur frá kantinum út af Víkurálnum. Þetta er ástand sem maður hefur ekki séð áð- ur. Við vorum að reyna við grálúðuna og forðast þorskinn, en hans vegna urðum við að flýja upp á Látragrunn- ið og fara þar í ufsa,“ segir Hilmar Helgason, skipstjóri á Hrafni Svein- bjarnarsyni GK. Hilmar segir að það verði að fá skýringar á þessari breyttu hegðun þorskins. „Undanfarin þrjú til fjögur ár hefur fengizt þorskur þarna en þá bara nyrst á slóðinni svona niður á 350 faðma, en nú er alltaf að bera meira á þessu að það sé þorskur með á lúðuslóðinni. Í vor verðum við meira varir við hann dýpra og ufsa líka. Heyrzt hefur um þorsk upp í tvö tonn á togtíma á 330 til 400 faðma dýpi. Við vorum með eitt tog á 650 upp í 480 faðma dýpi og aflinn var 1,5 tonn grálúða og 0,9 tonn þorskur, þar sem við hífðum vorum við 35 sjómílur frá 200 faðma kantinum út af Víkurál. Annað tog tókum við frá 400 upp á 320 faðma dýpi og fengum 13 tonn eftir 5 tíma tog sem skiptist þannig að grálúða var eitt tonn, karfi þrjú tonn og þorskur níu tonn. Er hann að koma frá Grænlandi? Þessi þorskur er ekki neitt illa haldinn og holdið ekkert glært og skvapkennt eins og maður sér oft á fiski sem flýr í kalda sjóinn á djúpslóð til þess að hægja á líkamsstarfsem- inni,“ segir Hilmar. Og hann spyr: „Hvað er að gerast? Er þetta fiskur sem er að fara yfir Sundið í ætisleit eða er hann að koma frá Grænlandi? Sumt af þorskinum hefur þau einkenni. Mér skilst að það sé mjög góð þorskveiði við Austur- Grænland núna, til dæmis á Jónsmið- um og Grænlendingar ætli nú í fyrsta sinn í mörg ár að gefa út þorskkvóta við Austur-Grænland. Þarna á Hampiðjutorginu hafa verið sex til átta skip og allir lent í sama vandamálinu ef togað er grynnra en á 500 faðma dýpi. Það er nú fokið í flest skjól þegar maður þarf að flýja þorsk á Hampiðjutorginu,“ segir Hilmar, sem frá árinu 1990 hef- ur stundað veiðar á þessari slóð á sumrin. „Ég hef sent fyrirspurn til fiski- fræðings en ekki fengið nein við- brögð. Mér finnst umræðan orðin svolítið út í hött. Það er eins og að- stæður geti ekki breytzt neitt við landið. Það er alltaf verið að skoða sömu gömlu togslóðirnar. Við höfum einmitt verið að tala um þetta. Ef engin loðna hefði fundizt eða verið mjög lítið um hana, hefði orðið uppi fótur og fit að líklega komið þrjú rannsóknarskip á slóðina. En nú er þetta þorskur og þá er þetta að rugla „teoríuna“ þeirra og þeir vilja ekkert af þessu vita. Það er þorskur í öllum kantinum frá Víkurál og norður á Hala og upp í góða veiði. Reyndar er ís yfir því svæði núna. Þorskurinn virðist halda sig í mjög köldum sjó. Maður hefur ekki séð svona ástand áður. Það hafa á undanförnum árum komið dagar þegar karfi veiðist grynnra á Torginu á þessum tíma. Núna er bara uppistaðan þorskur í stað karfa.“ Skýrt dæmi um breytingar „Mín tilfinning er sú, að á veiðislóð- inni sem ég hef verið að stunda fyrir Suðurlandinu, sé nú minna af þorski en áður. Þó mikið af honum hafi verið á grunnslóðinni hefur hann ekki verið á slóð okkar togaranna. Það eru breyttar aðstæður. Þegar maður sér þorskinn fara svona norðureftir eins og bæði núna og í fyrra, norður af landgrunninu, hlýtur það að vera skýrt dæmi um breytingar. Menn eru að fá góðan þorsk fyrir norðan Kögurgrunn. Þessar breytingar eru ekkert inni í reiknilíkönum og tog- araralli fiskifræðinganna. Þessa vegna koma þær ekkert fram hjá þeim og skekkja alla myndina,“ segir Hilmar Helgason. Flýja af Hampiðjutorginu vegna þorskgengdar Í HNOTSKURN »Hvað er að gerast? Erþetta fiskur sem er að fara yfir Sundið í ætisleit eða er hann að koma frá Grænlandi? Sumt af þorskinum hefur þau einkenni. »Mér finnst umræðan orðinsvolítið út í hött. Það er eins og aðstæður geti ekki breytzt neitt við landið. Það er alltaf verið að skoða sömu gömlu togslóðirnar. »Þessar breytingar eruekkert inni í reiknilíkön- um og togararalli fiskifræð- inganna. Þessa vegna koma þær ekkert fram hjá þeim og skekkja alla myndina. Morgunblaðið/Kristinn Benediktsson Fiskveiðar Hilmar Helgason, skipstjóri á Hrafni Sveinbjarnarsyni, vill fá skýringar á mikilli þorskgengd á Hampiðjutorginu. Togararnir eru að fá mikið af þorski allt niður á 500 faðma dýpi MEÐALALDUR birkitrjáa í Ás- byrgi er 72 ár og meðalaldur reyni- trjáa er 55 ár, samkvæmt rannsókn Skógræktar ríkisins á Mógilsá. Dr. Ólafur Eggertsson, jarðfræðingur og sérfræðingur á rannsóknarstöð- inni á Mógilsá, segir þetta ekki koma á óvart. Skógurinn hafi verið friðaður í nær heila öld og á svæð- inu séu tré sem séu meira en 100 ára gömul. Í fyrrasumar hóf rannsóknastöð Skógræktar ríkisins á Mógilsá rannsóknir á vexti birkis og reynis í Ásbyrgi og var markmiðið að kanna áhrif veðurfars á vöxt þeirra með aðferð árhringjagreininga. Rannsóknin er liður í verkefni sem hefur það að markmiði að kort- leggja árlegan vöxt trjágróðurs á landinu undanfarin 150 ár. Sumarið 2006 voru tekin bor- kjarnasýni úr birki og reyni í botni Ásbyrgis og hæð þeirra mæld. Með- alhæð reynitrjánna var 8,7 metrar og meðalhæð birkitrjánna 6,5 metr- ar. Hæsta reynitréð var 11,5 m og hæsta birkið 8,5 m. Ólafur segir athyglisvert að reynirinn sé yngri, hærri og meiri en birkið. Hann hafi komið upp eft- ir að beit hafi minnkað og svæðið meira friðað. Fylgni árhringjabreidda í reyni- trjám var hæst fyrir hitafar í júlí og águst en fyrir birki var fylgnin hæst fyrir júní og júlí. Hlýr júní og júlí gefur því góðan vöxt í birki- trjám en hitinn í júlí og ágúst gefur góðan vöxt fyrir reynivið. Meðalaldur birkis í Ás- byrgi 72 ár Morgunblaðið/Brynjar Gauti Aldur Meðalaldur birkitrjáa í Ás- byrgi er 72 ár og reynitrjáa 55 ár. Eftir Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is „MÉR dettur helst í hug að hann hafi lagst til sunds, tekið stefnuna í austur og ætlað heim í Mosfellsdal,“ segir ljósmyndarinn Björn Torfi Hauksson, Bonni, um sund hestsins Birtings frá Álftárósi að Straumfirði á Mýrum. Birtingur er 13 vetra og hefur Björn Torfi átt hann í fjögur ár, en Morgunblaðið sagði frá miklu þrek- sundi hestsins í gær. „Þegar við bjuggum í Mosfellsdal var Birtingur vanur að vera á eldhúsglugganum hjá okkur en hann hefur verið í haga- beit hjá fjölskyldunni á Álftarósi síð- an við fluttum á Seltjarnarnes í fyrrahaust,“ segir Björn Torfi og bætir við að heimilisfólkið á Álftárósi sé með hesta sína í Hjörsey á sumr- in. „Þetta er skemmtilegur hestur með skemmtilega lund og eins og maður nær sambandi við hesta þá hef ég náð ágætu sambandi við þenn- an og get illmögulega verið án hans.“ Hann segir að sambandið hafi verið lítið í vetur og því hafi örugglega fylgt söknuður á báða bóga. Það skýri þá sundið. Björn Torfi fékk Birting hjá Þór- arni Jónassyni, Póra í Laxnesi, úr Bakkakoti. Hann bendir á að fólkið í Bakkakoti sé skylt fólkinu frá Hjörs- ey og hugsanlega hafi hesturinn fundið tenginguna. „Þetta er í fyrsta sinn sem hann leggst í svona mara- þonsund en hestarnir í Hjörsey eru allir flugsyndir og synda á milli eyja og lands þegar þeim dettur í hug. Þeir eru miklir sundhestar en Birt- ingur er ekki af sama kyni og ég vissi ekki af þessum sundhæfileikum. Samt kemur þetta mér ekki á óvart. Núna er Jónsmessan og við Íslend- ingar erum af keltneskum uppruna, en margar keltneskar sögur eru til af sæskrímslum og öðrum furðum á Jónsmessunni.“ Hesturinn vanur að vera á eldhúsglugganum heima Ljósmynd/Bonni Í heimahögum Vitringur með bræðrunun Platon og Birtingi (grái hestur- inn). Fyrir framan eru börn eigandans, Birkir Thor og María Elísabet.                          HAMPIÐJUTORGIÐ er nafn á grálúðumiðum út af Vestfjörðum. Nafnið fengu þessi mið á milli 1970 og 1980 vegna þess hve mikið veiðarfæratjónið við veiðarnar var. Það var algengt að menn færu með upp í 15 undirbyrði í viku túr. Skipun voru að veiða á mjúkum botni og misstu trollið oft niður í drulluna og rifu þau. Þetta var því eins konar gullnáma fyrir Hampiðjuna. Nú eru skipin með miklu betri búnað og mælitæki. Þótt verið sé að veiða á allt að 700 faðma dýpi geta skipstjórarnir stillt víralengdina þannig að trollið komi aldrei í botn og það gera hlerarnir ekki heldur. Því er ekkert teljandi veiðarfæratjón lengur, en nafnið bera miðin engu að síður áfram. Mikið netatjón Bjóðum nú frábært tilboð í 2 vikur 30. júní eða 1 eða 2 vikur 7. júlí á allra síðustu sætunum til Rhodos, eyju sólarinnar. Þú bókar flugsæti og 4 dögum fyrir brottför færðu að vita hvar þú gistir. Gríptu tæki- færið og njóttu lífsins á þessum vinsæla áfangastað. Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is Stökktu til Rhodos 30. júní eða 7. júlí frá kr. 39.990 Allra síðustu sætin Verð kr. 39.990 í viku / 49.990 í 2 vikur Netverð á mann, m.v. 2 fullorðna og 2 börn, 2-11 ára, í íbúð í 1 eða 2 vikur. Stökktu tilboð 30. júní og 7. júlí. Verð kr. 49.990 í viku / 59.990 í 2 vikur Netverð á mann, m.v. 2 fullorðna í herbergi/stúdíói/íbúð í 1 eða 2 vikur. Stökktu tilboð 30. júní og 7. júlí. Munið Mastercard ferðaávísunina

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.