Morgunblaðið - 23.06.2007, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 23.06.2007, Qupperneq 27
Fréttir í tölvupósti úr bæjarlífinu MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. JÚNÍ 2007 27 Eftir afar kaldan maímánuð má segja að veðr- áttan hafi brosað við Húnvetningum í júní, hlýtt og sólríkt flesta daga, en afar þurrt. Sláttur er þegar hafinn á Vatnsnesi og spretta góð, á túnum sem hafa verið friðuð fyrir vor- beit. Sauðburður er genginn yfir og almennt talinn hafa gengið vel. Margir bændur stýra burðartíma ánna þannig að láta talsverðan hluta þeirra bera 2-3 vikum fyrir hefðbundinn tíma. Þannig er álagi létt af aðalsauðburði og snemmborin lömb betur búin undir kalda tíð, sem oft einkennir veðurfar í maímánuði. Einn- ig má reikna með að góður markaður verði fyr- ir sumarslátruð lömb.    Selasetur Íslands á Hvammstanga opnaði 2. áfanga í starfsemi sinni þann 3. júní. Er um að ræða fjölbreytta myndrænar sýningar á lifn- aðarháttum selsins, neðansjávar sem ofan. Lóð setursins er að taka á sig endanlega mynd, m.a. með skemmtilegri girðingu. Öflugt starf er komið á við fræðimenn og áhugamenn, sem beinist að rannsóknum á lifnaðarháttum selsins, m.a. með merkingum sela á Vatnsnesi. Áki ehf býður upp á selaskoðun á innanverðum Húnaflóa á góðum farþegabát, í samvinnu við Selasetrið. Minnismerki um drukknaða sjó- menn er á lóð setursins og var lagður blóm- sveigur að því á við messu á sjómannadaginn.    Fjöruhlaðborð er í Hamarsbúð í kvöld, 23. júní. Um árabil hafa Húsfreyjurnar á Vatns- nesi boðið upp á afar sérstætt hlaðborð, þar sem uppistaðan er matur unninn með gömlum aðferðum úr hráefni sem tengist sjó og sveit. Réttirnir skipta tugum og er ýmislegt fágætt á borðum, í bland við hefðbundnari rétti. Mat- seðil kvöldsins má sjá á nordwest.is. Ýmis skemmtiatriði eru um kvöldið, en að deginum er boðið upp á tvær gönguleiðir fyrir gesti, úr Þorgrímsstaðadal, nokkuð erfiða leið, hins vegar fjörugöngu frá Stöpum, um 7 km. Fjöru- hlaðborðið er undir merkjum Bjartra nátta.    Laxveiðitíminn hófst í Miðfirðinum þann 22. júní, fyrsta hálfa daginn veiddust 6 laxar og þykir það lofa góðu. Eins er um veiðisvæði bleikju í óshólmum Miðfjarðarár, þar hafa veiðimenn verið kátir með sitt. Mikill áhugi er fyrir laxveiði almennt og hátt verðlag virðist ekki draga úr eftirspurn. Margar laxveiðiár eru í Húnaþingi og skiptir samfélagið miklu að vel takist til með ástand laxastofnanna í ánum og sölu laxveiðileyfa. HVAMMSTANGI Karl Sigurgeirsson fréttaritari Hallmundur Kristinsson bregður á leik með yrkisefni: Oft má nýta andans ruður. Er það margra siður að yrkja bæði út og suður en allramest þó niður. Hann rifjar einnig upp úr Þjóstólfi þegar Jörundur Friðbergsson á Húsatóftum í Vestari-Miðfirði kom á heilsugæsluna á Rauðasandi til skoðunar. Þá var hann spurður hvort hann væri ekki fastandi, svo sem fyrir hann hefði verið lagt, og svaraði hann með þessari vísu: Fæðið skerða fráleitt vil; frjálslegt er það orðið. Matnum gerði makleg skil við morgunverðarborðið. Var þetta í fyrsta og eina skiptið sem hann heyrðist mæla stöku af munni fram og höfðu menn raunar aldrei til þess vitað að hann væri hagmæltur. Það er hinsvegar alkunna að Auðunn Bragi Sveinsson er hagmæltur. Hann yrkir um verkamann með alvarlegan breyskleika: Sá var galli á góðum rekk, og gerði hann illa settan, að út úr honum ekki gekk árans sígarettan. Rúnar Kristjánsson á Skagaströnd orti um daginn eftir að hafa lesið Morgunblaðið um kunnan sjónvarpsmann: Egill breytir eftir tíð, áfram þreytir málin stríð. Ólík heiti eru að smíð Efstaleiti og Skaftahlíð! Og áfram yrkir Rúnar: Sitthvað kynnir þörf og þrá, þelið spinnur gruninn. Páll er vinnur eitthvað á, Ari finnur muninn. Loks yrkir hann hringhendu: Margir frétta fæðu í gogginn fá og mettir verða þá. En hvort það rétta ritar Mogginn rólar þetta til og frá. VÍSNAHORNIÐ Ort út og suður pebl@mbl.is Útsölusta›ir Málningar: Byko Kópavogi • Byko Hringbraut • Litaver Grensásvegi • Byko Hafnarfir›i • Málningarbú›in Akranesi • Byko Akranesi • Axel fiórarinsson, málarameistari, Borgarnesi • Verslunin Hamrar, Grundarfir›i • Litabú›in Ólafsvík • Núpur byggingavöruverslun Ísafir›i • Vilhelm Gu›bjartsson, málarameistari, Hvammstanga • Verslunin Eyri, Sau›árkróki • Byko Akureyri • Verslunin Valberg, Ólafsfir›i • Byko Rey›arfir›i • Verslunin Vík, Neskaupsta› • Byko Selfossi • Mi›stö›in Vestmannaeyjum • Byko Keflavík • Rúnar Sig. Sigurjónsson, málarameistari, Grindavík • Fóðurblandan á Selfossi, Hvolsvelli og Egilsstöðum „Hjá Málningu hf. vita menn að það þarf rannsóknir, prófanir og þróunarvinnu til að framleiða bestu fáanlega útimálningu fyrir íslenskar aðstæður. Það er grunnurinn sem ég treysti á.“ Baldvin Már Frederiksen, málarameistari Jón Árni rannsóknarmaður Sérfræðingar í útimálningu fyrir íslenskt veðurfar Jón Bjarnason efnaverkfræðingur Baldvin Már Frederiksen málarameistari ÍS L E N S K A /S IA .I S /M A L 3 26 63 0 6/ 07

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.