Morgunblaðið - 23.06.2007, Síða 42

Morgunblaðið - 23.06.2007, Síða 42
42 LAUGARDAGUR 23. JÚNÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ MESSUR Á MORGUN AKUREYRARKIRKJA: | Sunnudagur 24. júní. Guðsþjónusta kl. 11. Sr. Sólveig Halla Kristjánsdóttir. Félagar úr Kór Ak- ureyrarkirkju syngja. Organisti er Arnór B. Vilbergsson. Kvöldkirkja: Æðruleys- ismessa kl. 20. Athugið breyttan tíma. Sr. Jóna Lísa Þorsteinsdóttir. Arna Vals- dóttir, Stefán Ingólfsson og Baldvin Ringsted sjá um tónlistina. Eftir messu verður fundur í safnaðarheimilinu um fyr- irhugaða messuferð til Gran Canaria í vetur. ÁRBÆJARKIRKJA: | Guðsþjónusta kl. 11. Sr. Þór Hauksson prédikar og þjónar fyrir altari. Peter Maté organisti. Kirkju- kórinn leiðir almennan safnaðarsöng. Kirkjukaffi á eftir. ÁSKIRKJA: | Messa kl. 11. Kór Áskirkju syngur, organisti Kári Þormar. Guðsþjón- usta á Hjúkrunarheimilinu Skjóli kl. 13. Félagar úr Kór Áskirkju syngja, við hljóð- færið Kári Þormar. ÁSKIRKJA í Fellum: | Messa sunnudag- inn 24. júní kl. 14. Fermd verða: Bergdís Sigfúsdóttir, Árskógum 30, Egilsstöðum; Lilja Vigfúsdóttir, Háafelli 2, Fellabæ; Védís Vaka Vignisdóttir, Brúarlandi, Fellabæ; Ísak Steingrímsson, Keldu- skógum 4, Egilsstöðum; Viktor Stein- grímsson, Kelduskógum 4, Egilsstöðum. Sóknarpresturinn, Lára G. Oddsdóttir, prédikar og þjónar fyrir altari. Organisti er Drífa Sigurðardóttir og kór kirkjunnar syngur. Allir velkomnir. BREIÐHOLTSKIRKJA: | Messa kl. 11. Prestur sr. Gísli Jónasson. Félagar úr Söngsveitinni Fílharmóníu syngja. Org- anisti Jón Bjarnason. BÚSTAÐAKIRKJA: | Sunnudagurinn 24. júní. 3 sunnudagur eftir þrenningarhátíð. Messa klukkan 11. Organisti: Renata Iv- an. Kór Bústaðakirkju syngur. Molasopi eftir messu. DÓMKIRKJAN: | Kl. 11 messa. Sr. Jak- ob Ágúst Hjálmarsson prédikar. Dómkór- inn syngur, organisti er Kjartan Sig- urjónsson. Kl. 20. Æðruleysismessa. Sr. Jakob Ágúst Hjálmarsson prédikar, ásamt honum þjóna sr. Hjálmar Jónsson og sr. Karl V. Matthíasson. KK og Ellen sjá um tónlistina. EIÐAKIRKJA: | Kvöldmessa kl. 20.30. Sr. Ólafur Jóhann Borgþórsson prédikar. Allir velkomnir. FÍLADELFÍA: | English service at 12:30. Almenn samkoma kl. 16.30. Ræðum. Jón Þór Eyjólfsson. Gospelkór Fíladelfíu leiðir söng. Fyrirbænir í lok samkomu. Barnakirkjan hefst aftur 26. ág. Allir vel- komnir. Bein útsending á Lindinni og www.gospel.is. Samkoma á Omega kl. 20. FRÍKIRKJAN í Reykjavík: | Kvöldmessa kl. 20. Þema kvöldsins eru lækningar Krists og heilun trúarinnar. Heiða Árna- dóttir syngur einsöng, en safnaðarsöng leiða Aðalheiður og Erla Berglind. Les- arar eru Friðbjörg og Guðný Helga frá Kærleikssetrinu. Ása Björk Ólafsdóttir leiðir messuna og prédikar. Altarisganga og smurning. FRÍKIRKJAN KEFAS | Almenn samkoma kl. 20. Sigrún Einarsdóttir prédikar. Á samkomunni verður mikil lofgjörð og brauðsbrotning, þar sem öllum er vel- komið að taka þátt, verður í lok hennar. Kaffi og samvera eftir samkomuna. GRAFARVOGSKIRKJA: | Ferming- armessa kl. 11. Prestur: séra Vigfús Þór Árnason. Kór Grafarvogskirkju syngur. Organisti: Bjarni Þór Jónatansson. Ferm- ingarbörn: Ástríður Guðrún Einarsdóttir, Hólmfríður Guðlaug Einarsdóttir, Dverg- holti 19. Ástrós Hera Guðfinnsdóttir, Sí- lakvísl 16. Sesselía Rán Sigurðardóttir, Klappahlíð 30. GRENSÁSKIRKJA: | Sunnudagur 24. júní. Guðsþjónusta kl. 11. Samskot til UNICEF. Kirkjukór Grensáskirkju syngur. Organisti Árni Arinbjarnarson. Prestur sr. Ólafur Jóhannsson. Molasopi að lok- inni guðsþjónustu. HAFNARFJARÐARKIRKJA: | Morgun- söngur kl. 11. Ræðuefni: Jónsmessan. Prestur sr. Þórhallur Heimisson. Org- anisti Guðmundur Sigurðsson. HALLGRÍMSKIRKJA: | Laugard. Hádeg- istónleikar kl. 12. Björn Steinar Sól- bergsson. Sunnud. Messa kl. 11. Sr. Birgir Ásgeirsson prédikar og þjónar fyrir altari. Messuþjónar aðstoða. Félagar úr Mótettukór syngja. Organisti Björn Steinar Sólbergsson. Klukkan 14, ensk messa í umsjá sr. Bjarna Þórs Bjarna- sonar. Organisti Björn Steinar Sólbergs- son. Forsöngvari Guðrún Finnbjarn- ardóttir. Messukaffi. Sumarkvöld við orgelið kl. 20. Björn Steinar Sólbergs- son leikur. HJALLAKIRKJA: | Messa kl. 11. Skírn og ferming. Sr. Sigfús Kristjánsson þjón- ar. Félagar úr kór kirkjunnar syngja og leiða safnaðarsöng. Organisti Jón Ólafur Sigurðsson. Við minnum á bæna- og kyrrðarstund á þriðjudag kl. 18 (sjá einnig á www.hjallakirkja.is). HJÁLPRÆÐISHERINN á Akureyri: | Sunnudaginn 24. júní kl. 17 almenn samkoma í umsjá Níelsar Jakobs Erl- ingssonar og fjölskyldu. Allir eru vel- komnir. HÓLADÓMKIRKJA | Sunnudagur 24. júní. Kaþólski dagurinn kl. 11. Messa, Gunnar Eyjólfsson, leikari, predikar, Jón Aðalsteinn Baldvinsson, vígslubiskup, þjónar fyrir altari. Organisti Örn Magn- ússon. Forsöngvari Marta Halldórs- dóttir. Kl. 14. Dagskrá í Auðunarstofu: Kaþólski arfurinn í ,,himnalagi“ á 17. öld. Umsjón Örn Magnússon og Marta Halldórsdóttir sem leika á gömul hljóð- færi, syngja og segja frá tónlistararfi Hólastaðar. ÍSLENSKA KRISTSKIRKJAN: | Sam- koma kl. 20 með mikilli lofgjörð, vitn- isburði og fyrirbænum. Friðrik Schram predikar. KIRKJA JESÚ KRISTS hinna síðari daga heilögu, Mormónakirkjan: | Ásabraut 2, Garðabæ. Sunnudaga: kl. 11.15 sakra- mentissamkoma, kl. 12.30 sunnudaga- skóli, kl. 13.15 félagsfundir. Þriðjudaga: kl. 17.30 trúarskóli, kl. 18 ætt- fræðisafn opið, kl. 18.30 unglingastarf. Allir eru alltaf velkomnir. www.mormon- ar.is. KIRKJUBÆJARKIRKJA | Messa kl. 14. Fermdar verða: Guðný Rós Þórhalls- dóttir, Faxatröð 1, Helga Rún Stein- arsdóttir, Hallfreðarstöðum og Karitas Hvönn Baldursdóttir, Kirkjubæ. KÓPAVOGSKIRKJA: | Helgistund kl. 11. Að henni lokinni hefst sumarferð kirkj- unnar. Farið verður austur í Rangárþing ekið um Landveg og Þingskálaveg og áhugaverðir staðir skoðaðir. Heimkoma er áætluð á milli kl. 18 og 19. LANDSPÍTALI – háskólasjúkrahús: Hringbraut | Guðsþjónusta kl. 10.30. Sr. Ingileif Malmberg, organisti Birgir Ás Guðmundsson. LANGHOLTSKIRKJA: | Messa kl. 11. Prestur sr. Arna Ýrr Sigurðardóttir. Org- anisti Ólafur W. Finnsson. Félagar úr Kór Langholtskirkju leiða söng. Kaffisopi eftir stundina. Síðasta messan fyrir sumarleyfi. Í júlímánuði þjónar sókn- arprestur Bústaðakirkju Langholts- prestakalli. Einnig er bent á messur í Bústaðakirkju. LAUGARNESKIRKJA: | Síðasta kvöld- guðsþjónustan fyrir sumarleyfi verður kl. 20 á morgun. Sigurbjörn Þorkelsson, framkvæmdastjóri og meðhjálpari kirkj- unnar, heldur utan um guðsþjónustuna, prédikar og leiðir bænir. Sólveig og María lesa ritningarlestrana. Organisti verður Reynir Jónasson og kirkjukórinn leiðir sönginn. NESKIRKJA: | Messa kl. 11. Félagar úr Kór Neskirkju leiða safnaðarsöng. Org- anisti Steingrímur Þórhallsson. Sr. Sig- urður Árni Þórðarson prédikar og þjónar fyrir altari. Kaffi og spjall á Torginu eftir messu. ÓHÁÐI SÖFNUÐURINN: | Gúllasguðs- þjónusta kl. 11. SAFNKIRKJAN Í ÁRBÆJARSAFNI | Jónsmessuguðsþjónusta kl. 14. Sigrún Steingrímsdóttir organisti stjórnar al- mennum safnaðarsöng. Kristinn Ágúst Friðfinnsson. SELFOSSKIRKJA: | Messa kl. 11. Léttur hádegisverður eftir athöfnina. Síra Úlfar Guðmundsson á Eyrarbakka, prófastur Árnesprófastsdæmis, messar í sumarleyfi sóknarprests. Sr. Gunnar Björnsson. SELJAKIRKJA: | Sunnudagur 24. júní. Guðsþjónusta í Skógarbæ kl. 16. Sr. Bolli Pétur Bollason prédikar. Guðsþjón- usta kl. 20. Sr. Bolli Pétur Bollason pré- dikar. Kór Seljakirkju leiðir sönginn. Org- anisti Jón Bjarnason. SELTJARNARNESKIRKJA: | Guðsþjón- usta kl. 11. Kammerkór kirkjunnar leiðir sálmasöng og messusvör. Organisti er Pavel Manasek. Sr. Hans Markús Haf- steinsson predikar og þjónar fyrir altari. Verið hjartanlega velkomin. Molasopi eftir guðsþjónustuna. Minnum á heima- síðu kirkjunnar: www. seltjarnar- neskirkja.is SKÁLHOLTSDÓMKIRKJA: | Messa sunnudag 24. júní kl. 14. Sr. Egill Hall- grímsson annast prestsþjónustuna. Skálholtskórinn syngur. Einsöngvari Margrét Stefánsdóttir. Jóhann Stef- ánsson leikur á trompet. Organisti Hilm- ar Örn Agnarsson. Sóknarprestur. SÓLHEIMAKIRKJA | Messa á sunnudag, 24. júní. kl. 14. Sr. Rúnar Þór Egilsson. VEGURINN kirkja fyrir þig | Samkoma í Veginum að Smiðjuvegi 5 kl. 19, Erna Eyjólfsdóttir predikar, lofgjörð, fyrirbænir og samfélag eftir samkomu í kaffisal. Allir hjartanlega velkomnir. VÍDALÍNSKIRKJA: | Miðnætur- Jónsmessa kl. 23. Hefst milli Tónlistar- skólans og Hofstaðarústa ef veður leyf- ir. Minnst fæðingar Jóhannesar skírara, skírnar Jesú og skírnarinnar. Félagar úr kór Vídalínskirkju leiða sönginn, Jóhann Baldvins sér um undirleik Friðrik Hjartar og Nanna Guðrún djákni þjóna. Sjá www.gardasokn.is VÍÐISTAÐAKIRKJA í Hafnarfirði: | Helgi- stund á sumarkvöldi sunnudaginn 24. júní, kl. 20. Kór Víðistaðasóknar syngur létta söngva undir stjórn Guðmundar Sigurðssonar. Allir velkomnir ÞINGVALLAKIRKJA | Á Jónsmessu, 24. júní verður fyrsta útiguðsþjónusta sum- arsins á Þingvöllum. Messað verður á Spönginni kl. 14 og minnst kristnitök- unnar árið 1000. Gengið er frá bílastæðinu við Flosagjá. Reynir Jónasson leikur á harmonikku. Prestur sr. Kristján Valur Ingólfsson. Morgunblaðið/Ómar Mosfellskirkja Guðspjall dagsins: Hinn týndi sauður. Lúk. 15. ✝ Kristín ÁsaEngilberts- dóttir fæddist í Súðavík 11. októ- ber 1925. Hún lést á sjúkrahúsinu í Neskaupstað 12. júní síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Ása Val- gerður Eiríks- dóttir, f. 4.10. 1901, d. 9.11. 1966, og Engilbert Þórð- arson, f. 29.7. 1902, d. 24.1. 1965. Kristín var þriðja elsta af 11 systkinum, hin eru Lárus, lát- inn, Sólveig, látin, Jörundur, látinn, Sólrún, Hulda, Agnes, Jóhannes, Hildigunnur, látin, Páll og Hafsteinn. Kristín giftist 31.5. 1947 Steingrími Ingimundarsyni frá Djúpavogi, f. 4.6. 1925. For- eldrar hans voru Steinunn Tóm- asdóttir, f. 4.2. 1890, d. 22.6. 1985, og Ingimundur Stein- grímsson, f. 14.3. 1881, d. 4.7. 1964. Börn Kristínar og Stein- gríms eru: 1) Ingimundur, f. 16.11. 1948, sambýliskona Arn- heiður Kristinsdóttir, f. 21.4. 1940, þau eru bú- sett á Akureyri. 2) Freyr, f. 3.12. 1949, d. 1.4. 2006, kvæntur Drífu Ragnarsdóttur, f. 30.1. 1953, þau eru búsett á Djúpavogi. 3) Óskar, f. 15.1. 1951, sambýliskona Sólrún Sverr- isdóttir, f. 23.2. 1955, þau eru bú- sett á Reykhólum. 4) Hafsteinn, f. 5.6. 1962, sambýliskona Kristbjörg Eiríksdóttir, f. 2.8. 1969, þau eru búsett á Djúpa- vogi. 5) Ragnhildur, f. 9.3. 1964, sambýlismaður Vilberg M. Ár- mannsson, f. 23.1. 1953, þau eru búsett í Hafnarfirði. Barnabörn Kristínar og Steingríms eru níu og barnabarnabörnin átta. Kristín ólst upp í Súðavík en flutti með eiginmanni sínum á Djúpavog 1947 og bjó þar alla tíð síðan. Auk húsmóðurstarfa vann hún ýmis störf, lengst af hjá Pósti og síma. Útför Kristínar verður gerð frá Djúpavogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 11. Elsku amma. Nú er komið að kveðjustund og við það rifjast upp svo margar góðar minningar. Það var alltaf svo gaman að koma í heimsókn til ykkar afa niður í „Símstöð“ þar sem þið bjugguð svo lengi. Við fengum að leika okkur með gömlu símstöðvartækin (svo) klukkutím- um saman og þykjast vera að hringja í hina og þessa og gefa samband. Einnig var fataherberg- ið vinsælt og var það vanalega lagt í rúst við heimsóknir okkar enda var allt mátað og ykkur sýnt. Lita- kassinn góði, sem geymdur var í kústaskápnum ásamt blöðum til að lita á og teikna, var vinsæll þegar við komum í heimsókn. Einnig varstu snillingur að spila danskan (veggjabolta) og eyddir ótrúlegum tíma í að kenna okkur, en aldrei náðum við hafa 3 bolta í einu eins og þú fórst svo létt með. Alveg ótrúlegt hvað þú gast verið þol- inmóð við okkur. Það var aldrei neitt vandamál, í minningunni var allt leyfilegt. Svo munum við eftir þegar þið afi komuð heim úr ferðalögum ykkar um allan heim. Þá voru myndir af fjarlægum stöðum skoð- aðar og ávallt gotterí frá útlöndum í skál. Þetta var svo mikill lúxus. Ekki laust við að þessi ferðalög ykkar hafi opnað fyrir okkur systrum lítið sýnishorn inn í þenn- an stóra heim og kveikt í okkur ferðaáhugann. Þú varst nú enginn venjuleg amma. Ekki man maður eftir að koma í heimsókn og þú værir að hlusta á gömlu gufuna í útvarpinu. Nei, yfirleitt var það Bubbi Mort- hens sem hljómaði í tækinu. Þú varst alltaf svo ung í anda. Kannski voru það daglegar göngu- ferðir þínar sem virkuðu sem töfralyf á þig. Þú varst alltaf svo glöð og jákvæð. Aldrei höfum við heyrt þig kvarta, þú hafðir þann einstaka hæfileika að sjá alltaf það góða í hlutum og aðstæðum og vera bjartsýn. Það er svo mikill kostur og það var svo stór partur af því hver þú varst. Þetta eru líka eiginleikar sem við systurnar höf- um reynt að temja okkur í lífinu. Þessi ótrúlega bjartsýni og lífs- gleði. Takmarkið var alltaf að vera hærri en amma þegar við vorum að vaxa úr grasi. Það er því fyndið að hugsa til baka. Jú, við syst- urnar náðum allar því markmiði að vaxa og verða hærri en þú. Það var kannski eftir á að hyggja ekki svo erfitt takmark þar sem þú varst rétt um 160 cm, en því stærri persóna og ætli það hafi ekki bara villt okkur sýn sem börnum. Þú varst svo ótrúlega stór í okkar augum af því að þú varst svo mikill persónuleiki að ef persónuleiki þinn hefði verið mældur hefðir þú sennilega skag- að hátt í 2 metrana ef ekki meir. Þessi ótrúlega smitandi hlátur, þetta brosmilda andlit og þessi sterki persónuleiki sem var á bak við þetta allt. Þú varst hreint út- sagt alveg stórkostleg amma, og við erum svo stoltar af því að hafa átt þig sem ömmu. Núna kveðjum við þig með sökn- uði og þökkum þér fyrir allar ynd- islegu samverustundirnar. Við vit- um að núna ertu hjá pabba og þið munuð vaka yfir okkur. Við elskum þig, amma, Takk fyrir allt, Þínar Rán, Dröfn og Alfa. Kristín Ása Engilbertsdóttir MINNINGAR Minningarkort 535 1825 www.hjarta.is 5351800

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.