Morgunblaðið - 29.07.2007, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 29.07.2007, Qupperneq 2
2 SUNNUDAGUR 29. JÚLÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björn Jóhann Björnsson, fréttastjóri, bjb@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar minning@mbl.is, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson Dagbók| Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Hulda Kristinsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is ÞÆR voru fljótar að forða sér, dúfurnar svöngu, þegar laganna verði bar að garði þar sem góðhjartaðir veg- farendur köstuðu fyrir þær brauðmolum. Af fjaðrafok- inu að dæma mætti ætla að þær hefðu óhreint mjöl í pokahorninu, en kannski vildu þær gefa lögreglukon- unum jafnan skerf af veisluföngunum. Dúfur eru dag- leg sjón í mörgum borgum Evrópu en í Reykjavík hefur ekki borið mikið á þeim eftir að meindýraeyðar borg- arinnar tóku til hendinni við að fækka þeim. Árið 2003 voru þær hins vegar friðaðar. Morgunblaðið/Júlíus Vængjasláttur við veisluborð dúfunnar Eftir Ylfu Kristínu K. Árnadóttur ylfa@mbl.is MIKILL meiri- hluti innlendra sem erlendra ferðamanna er tilbúinn að greiða aðgangseyri að vinsælustu ferða- mannastöðum landsins, að því gefnu að pening- arnir renni til uppbyggingar og viðhalds staðanna. Þetta segir María Reynisdóttir en hún skrifaði mastersritgerð í ferða- málafræði sem fjallaði um gjaldtöku á ferðamannasvæðum. Í könnun sem hún lagði fyrir 252 innlenda sem erlenda ferðamenn við Gullfoss og Skaftafell árið 2004 kom í ljós að 92% þeirra voru tilbúin að greiða hóflegt gjald sem miðað við gestafjölda ársins 2003 hefði skilað stöðunum rúmlega 100 milljónum. Fjöldi ferðamanna hefur aukist töluvert síðan þá. Ekki til að fækka ferðamönnum Aukinn straumur ferðamanna hingað til lands hefur verið nokkuð í umræðunni að undanförnu og hefur verið stungið upp á gjaldtöku á vin- sælustu stöðunum til að takmarka fjöldann. María telur ekki rétt að nota gjaldtökuna til að draga úr fjölda ferðamanna þar sem eitt markmið t.d. þjóðgarða sé að veita fólki aðgengi að náttúrunni og því gæti takmörkun gesta gengið gegn því markmiði. Aðgangseyrinn ætti að nota til að fjármagna viðhald og uppbyggingu þeirra staða sem vant- ar fjármagn. Að mati Maríu er vissu- lega takmarkað hve mörgum gest- um hver staður getur tekið á móti en það sé engin endanleg tala. Teygst geti á þolmörkunum; því betur sem hægt sé að viðhalda stað þeim mun fleiri gestum sé hægt að taka á móti. Gjaldtaka algeng annars staðar Stefna stjórnvalda er sú að reyna að dreifa ferðamönnum um landið í því skyni að minnka álagið á vissum stöðum, segir María. Undirbúa þarf aðra staði fyrir komu ferðamanna, „og þá vaknar sú spurning hvaðan þeir peningar eiga að koma. Ætlar ríkið að veita meiri peninga í und- irbúninginn eða er gjaldtaka kannski leið?“ Hún segir gjaldtöku algenga t.d. í Bandaríkjunum, Kan- ada og Nýja-Sjálandi og er fólk þar vant því að borga hóflegt gjald inn á flesta staði. Ef gjaldtaka yrði tekin upp þyrfti að byrja á vinsælustu stöðunum, t.d. Gullfossi, Skaftafelli og Geysi, telur María. En hún segir fyrirkomulagið ekki gallalaust. „Við erum með mjög opið landslag. Kannski þyrfti að reisa girðingar sem gæti haft nei- kvæð sjónræn áhrif en það þyrfti að kanna þetta nánar.“ Að lokum segir María grundvöll vera fyrir frjáls framlög. „Fólk er greinilega viljugt til að borga að gefnu því skilyrði að peningarnir fari til staðarins. Ég er dálítið hissa á því að það sé ekki byrjað á þessu. Með litlum tilkostn- aði væri mjög auðvelt að búa til frjálst framlagakerfi.“  Flestir ferðamenn eru reiðubúnir að greiða aðgangseyri inn á vinsælustu ferðamannasvæðin fari féð í viðhald staðanna  Staðir yrðu í betra ástandi til að taka á móti auknum fjölda ferðamanna Gjald inn á ferðamannastaði raunhæft Morgunblaðið/RAX Gjaldtaka? Í framtíðinni gæti þurft að greiða fyrir að sjá Gullfoss. María Reynisdóttir ELDUR kviknaði í ruslageymslu við Hrísrima í Grafarvogi aðfara- nótt laugardags. Fjórar íbúðir eru í húsinu og voru íbúar sof- andi þegar eldurinn kom upp en engin slys urðu á fólki. Lög- reglumenn héldu eldinum niðri með slökkvitækjum þar til slökkviliðið kom á staðinn og slökkti eldinn áður en hann barst í húsið sjálft. Reykræsta þurfti tvær íbúðir. Eldsupptök eru óljós en að sögn lögreglu er talið lík- legt að hann hafi kviknað af mannavöldum. Flugdólgar í Keflavík TVEIR menn á fimmtugsaldri létu ófriðlega í flugvél Icelandair fyrir flugtak síðdegis á laug- ardag og þurfti lögreglan á Suð- urnesjum að fjarlægja þá úr vél- inni. Mennirnir, sem hafa erlent ríkisfang, voru mjög ölvaðir að sögn lögreglu. Þeir fengu ekki að fara með vélinni, sem var á leið til Kaupmannahafnar, heldur voru þeir færðir á lögreglustöð til skýrslutöku og var annar þeirra látinn sofa úr sér áður en honum var sleppt. Ekki urðu tafir á flugi vegna uppákomunnar. Kviknaði í ruslageymslu HERÞOTUR frá ríkjum Atlants- hafsbandalagsins (NATO) munu koma hingað til lands a.m.k. fjórum sinnum á ári, samkvæmt áætlun um reglubundið eftirlit með lofthelgi Ís- lands sem fastaráð Atlantshafs- bandalagsins samþykkti síðastliðinn fimmtudag. Flugsveitir bandalags- þjóða verða þá hér um tíma til æf- inga og eftirlits, að því er sagði í Blaðinu í gær. Talið er að viðkomandi ríki muni standa straum af kostnaði við að senda flugvélar sínar hingað til lands en að Íslendingar greiði fyrir gistingu og uppihald flugáhafna á öryggissvæðinu á Keflavíkurflug- velli, tæknilega aðstoð á flugvellin- um o.fl. Áframhaldandi rekstur íslenska loftvarnakerfisins, sem ratsjár- stöðvarnar eru m.a. hluti af, og tenging þess við sameiginlegt loft- varnakerfi bandalagsins er forsenda þess að eftirlitið geti farið fram. Áætlun NATO um eftirlit Flugsveitir koma ársfjórðungslega Fáskrúðsfjörður | Franskir dagar voru settir með formlegum hætti á Fáskrúðsfirði á föstudagskvöld en þetta er í tólfta sinn sem hátíðin er haldin. Á fimmtudag var þó far- in svokölluð kennderísganga um bæinn og nokkrar sýningar opn- aðar. Við formlega opnun á föstudag var kveiktur varðeldur og sunginn brekkusöngur. Bæjarstjóri Fjarðabyggðar, Helga Jónsdóttir, ávarpaði einnig gesti svo og full- trúa frá vinabænum Gravelines í Frakklandi sem viðstaddir voru og bauð þá velkomna á hátíðina. Þökkuðu þeir fyrir sig og sungu lög á frönsku. Mikill fjöldi var saman kominn við varðeldinn og söng fram eftir kvöldi. Í tengslum við Franska daga er það orðinn fastur liður að haldnir eru tónleikar í Fáskrúðsfjarð- arkirkju þar sem Bergþór Pálsson kemur með góða gesti. Í þetta sinn voru með honum Sigrún Hjálmtýsdóttir og Anna Guðný Guðmundsdóttir og sungu þau lög við ljóð Páls Ólafssonar o.fl. Há- tíðinni lýkur í dag, sunnudag. Mikill fjöldi viðstaddur varðeld Franskir dagar haldnir á Fáskrúðsfirði í tólfta sinn Morgunblaðið/Albert Kemp ALÞJÓÐLEGT samráðsþing um jarðveg, samfélög og hnattrænar breytingar verður haldið hér á landi 31. ágúst til 4. september nk. Land- græðsla ríkisins efnir til þingsins í tilefni af aldarafmæli landgræðslu á Íslandi. Meðal samstarfsaðila Land- græðslunnar við þinghaldið eru Landbúnaðarháskóli Íslands, Há- skóli Íslands og Bændasamtök Ís- lands. Einnig koma margar alþjóð- legar stofnanir og samtök að þinginu líkt og Háskóli Sameinuðu þjóðanna, Þróunarstofnun SÞ og Alþjóðlegu bændasamtökin. Engin þjóð virðist hafa starfað lengur samfellt að landgræðslu og stöðvun jarðvegseyðingar en Íslend- ingar, samkvæmt upplýsingum Landgræðslunnar. Þykir þekking og reynsla hérlendis af baráttu við land- eyðingu og uppbyggingu vistkerfa, sem skapast hefur á hundrað árum, vera einstök í heiminum. Megintilgangur samráðsþingsins er að ræða mikilvægi jarðvegsvernd- ar og aukins landgræðslustarfs á heimsvísu. Þannig má vinna að sam- eiginlegum markmiðum alþjóðasam- félagsins um varnir gegn loftslags- breytingum, uppblæstri og myndun eyðimarka. Einnig markmiðum um verndun líffræðilegrar fjölbreytni, betri landkosti og aukið fæðuöryggi fyrir jarðarbúa. Vinnuhópar munu skila tillögum um leiðir að þessum markmiðum og verða niðurstöðurn- ar víða kynntar. Fyrsta kynningin verður á aðildarþingi samnings SÞ um varnir gegn eyðimerkurmyndun (UNCCD). Til þingsins er boðið innlendum og erlendum sérfræðingum og fulltrú- um alþjóðlegra stofnana og samtaka. Reiknað er með um 100 erlendum og 40 innlendum þátttakendum. M.a. munu forstjóri Samnings SÞ um vernd líffræðilegrar fjölbreytni og aðstoðarforstjóri bandarísku land- græðslunnar flytja þar erindi. Alþjóðlegt þing um landgræðslu
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.