Morgunblaðið - 29.07.2007, Qupperneq 34
34 SUNNUDAGUR 29. JÚLÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
Laugavegur 182 • 4. hæð • 105 Rvík Fax 533 4811 • midborg@midborg.is
Björn Þorri hdl., lögg. fastsali, Karl Georg hrl., lögg. fastsali.
Sími 533 4800
165,7 fm þakíbúð í miðborginni með frábæru útsýni. Íbúðin er 5 herbergja og skiptist í
3 svefnherbergi, stofu, borðstofu, sjónvarpskrók, eldhús, 2 baðherbergi, forstofu,
þvottaherbergi og góðar svalir með útsýni yfir sjóinn. Eign sem vert er að skoða.
V. 59,9 millj.
Hverfisgata – frábært útsýni
81,5 fm íbúð á fjórðu hæð með 4,5 fm geymslu á jarðhæð. Íbúðin skiptist í sjónvarps-
hol, 2 svefnherbergi, snyrtingu, eldhús, stofu og góðar svalir. Stæði í bílageymslu fylg-
ir. V. 25 millj.
Boðagrandi
Stórglæsileg 144,6 fm neðri sérhæð í tvíbýli auk 24,4 fm bílskúrs, alls 169,0 fm. Húsið
sem er byggt árið 2004 skiptist í forstofu, borðstofu, stofu, eldhús, sjónvarpshol, tvö
barnaherbergi, hjónaherbergi, baðherbergi, þvottahús og bílskúr. Sjón er sögu ríkari.
V. 68,5 millj.
Súlunes
– Ö r u g g f a s t e i g n a v i ð s k i p t i ! –
Laugavegur 182 • 4. hæð • 105 Rvík Fax 533 4811 • midborg@midborg.is
Björn Þorri hdl., lögg. fastsali, Karl Georg hrl., lögg. fastsali.
Sími 533 4800
Vorum að fá í einkasölu 480 fm stórglæsi-
legt einbýli á tveimur hæðum á frábærum
stað í Reykjavík. Húsið skilast fullbúið að
utan og fokhelt að innan, ásamt ísteyptum
hitalögnum. Möguleiki er að fá húsið afhent lengra komið. Lóð skilast grófjöfnuð.
Mikil lofthæð er í húsinu. 112 fm þaksvalir. Húsið er teiknað af Gunnari Óskarssyni.
Hönnun raflagna frá Lúmex. Nánari upplýsingar á skrifstofu Miðborgar. V. 135 millj.
Stigahlíð – Nýtt einbýli
– Ö r u g g f a s t e i g n a v i ð s k i p t i ! –
STEFÁN Þórarinsson rifjaði
upp í sunnudagsblaðinu 8. júlí,
hvernig stjórn sjávarútvegsráðu-
neytisins á aflamarki þorsks hófst
1984. Þá starfaði hann í ráðuneyt-
inu. Um það leyti, sem stjórn
þorskaflamarks hófst, hélt Líf-
fræðifélag Íslands málþing um
ástand þorskstofnsins. Þar var því
haldið fram, að hug-
myndir Hafrann-
sóknastofnunar um
uppbyggingu þorsk-
stofnsins væru vit-
lausar, þar sem þær
tækju ekki tillit til
fæðuskilyrða, helsta
áhrifavalds um við-
gang dýrastofns. Með-
al þeirra, sem héldu
þessu þar fram í fyr-
irlestri, voru Jón
Gunnar Ottósson, nú
forstjóri Nátt-
úrufræðistofnunar Ís-
lands, og Jón Kristjánsson fiski-
fræðingur. Þeir Jón Kristjánsson
og Tumi Tómasson, nú for-
stöðumaður Sjávarútvegsskóla
Sameinuðu þjóðanna, lögðu um leið
fyrir fréttamenn samantekt á
gagnrýni á stefnu í fiskveiðum
(www.fiski.com/skrar/
gagnr84.html). Nú orðið er Jóni
einum gjarna eignaður sá mál-
staður, sem þarna kom fram, þar á
meðal af Stefáni Þórarinssyni í áð-
urnefndu viðtali.
Fleiri atkvæðamikilla líffræðinga
verður að geta, sem hafa op-
inberlega haft sjónarmið það, sem
þeir Jónar og Tumi settu fram
1984. Fyrst er að nefna Jón Jóns-
son, forstöðumann Hafrann-
sóknastofnunar, sem bendir á í
grein um mikilvægi fæðuskilyrða í
Ægi 1964 (Ofveiði eða kjörveiði),
hvernig of lítil veiði getur verið
skaðleg, sbr. athugasemd mína í
Náttúrufræðingnum 2001 (Ofveiði,
of lítil veiði eða kjörveiði). Kristján
Þórarinsson stofnvistfræðingur
hélt því fram í Morgunblaðinu
1992, að mikilvægt væri að meta
fæðuskilyrði og fann að því, að svo
var ekki gert í stofnun, sem hann
kynnti sér og hafði verið talin til
fyrirmyndar, sbr. grein mína í
Morgunblaðinu sama ár (Villuljós
Hafrannsóknastofnunar). Lands-
samband útvegsmanna hefur þrátt
fyrir það ekki fundið að því, að
ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar um
aflamark er ætíð án tillits til fæðu-
skilyrða, og hefur Kristján þó
starfað þar alla tíð síð-
an þá. Raunar fór
hann til starfa hjá
Landssambandinu
með það í huga að
kenna slíkt; áður en til
þess kom, hafði hann
kennt mér nokkuð í
þeim efnum, þar sem
við vorum á sama
vinnustað. Greinin um
Villuljós er um sögu
ráðandi skoðana, þar
sem kemur fram, að
þeir þrír Jónar, sem
hér eru nefndir, flytja
mál, sem var almennt viðurkennt,
og er grundvöllur líffræði ofan
sjávar og neðan, og um það, hvern-
ig menn villtust. Loks nefni ég líf-
fræðinginn Össur Skarphéðinsson,
sem lofaði fiskveiðiráðgjöf Jóns
Kristjánssonar í umræðum á Al-
þingi í fyrravetur.
Það kemur fram í viðtalinu við
Stefán Þórarinsson, að hann hefur
lagt á ráðin um víða um heim, en í
aflamarksstjórn er aldrei tekið til-
lit til fæðuskilyrða. Það er reyndar
ekkert óvenjulegt, að þróun-
araðstoð sé vitlaust hugsuð frá
grunni. Og nú vill hann bæta um
betur hér á landi með tillögum um
tilflutning á aflamarki og að draga
úr veiðiálagi á fiskistofn, sem þeg-
ar er vesæll, vitaskuld af því, að
fiskarnir eru of margir um tak-
markaða næringu. Stefán reynist
því ekki kunna annað, þegar hann
kemur til viðtals við Morgunblaðið,
en það, sem menn villtust til að
halda 1984.
„Hann er léttur“ hafði Morg-
unblaðið eftir framkvæmdastjóra
Landssambands útvegsmanna um
þorskinn, þegar Hafrann-
sóknastofnun kynnti ráðgjöf sína í
vor. Það er svo í lífríkinu, að dýra-
stofn, sem býr við vesöld („er létt-
ur“), verður enn vesælli, ef menn
hlífast frekar en áður við að veiða
hann. Þegar þess er gætt, að að
Landssambandinu standa öflug
fyrirtæki með velmenntaða starfs-
menn, er merkilegt, að eigendur
fyrirtækjanna horfi upp á það, án
þess að finna að, að ekki sé beitt
aðferðum aðgerðagreiningar að
meta þá stöðu, sem er („hann er
léttur“), á þá ráðstöfun að tak-
marka veiði enn frekar. Verkefnið
til greiningar væri þetta: Dýra-
stofn hefur verið veiddur að vissu
marki, aflamarki. Dýrin eru nú
vannærð og vesæl og ekki girnilegt
hráefni til matar. Til hvers mundi
það leiða, ef enn yrði dregið úr
veiði? Mundi stofninn braggast og
stækka, eins og menn vilja?
Hafrannsóknastofnun verður fyr-
ir miklu aðkasti, en hún haggast
ekki. Allmargir starfsmenn hennar
hafa reyndar sagt upp starfi und-
anfarið. Þeir, sem halda fram
gagnrýni á rök og ráð stofnunar-
innar, verða líka fyrir aðkasti og
óþægindum. Sumir haggast, óttast
aðkast og sitja hjá. Ég nefndi hér
að ofan nokkra atkvæðamikla
menn. Það er ekki að sjá, þar sem
helst mætti vænta, að neitt kveði
að þeim í þessum efnum.
Vernd vesælla þorska
Björn S. Stefánsson skrifar
um þorskaflamark og fisk-
veiðiráðgjöf
» Það er svo í lífríkinu,að dýrastofn, sem
býr við vesöld, verður
enn vesælli, ef menn hlí-
fast frekar en áður við
að veiða hann.
Björn S. Stefánsson
Höfundur er dr.scient. og er í Vís-
indafélagi Norðmanna.
GUÐNI Ágústsson formaður
Framsóknarflokksins hefur ekki
verið æstur aðdáandi þess að Ís-
land gengi í Evrópu-
sambandið. Hann
gerir sér hins vegar
grein fyrir því að
rússíbanareið ís-
lensku krónunnar er
að valda miklum bú-
sifjum hér á landi. Í
viðtali við Við-
skiptablaðið fyrir
skömmu sagði hann
sögu af tveimur
bændum sem komu
til hans út af þungri
greiðslubyrði af lán-
um vegna drátt-
arvélakaupa. Í viðtal-
inu segir orðrétt.
„Guðni nefnir sem
dæmi að fyrir fimm
árum komu til hans
tveir bændur sem
voru að velta því fyr-
ir sér að breyta sín-
um íslensku skuldum úr krónum í
japönsk jen. Á þeim tíma töldu
bankamenn og telja margir enn að
maður ætti að hafa skuldir sínar
og tekjur í sömu mynt. „Annar
þessi bóndi gekk þessa leið en
hinn hélt sig við íslensku myntina
og verðtrygginguna. Skuldirnar
hafa bara minnkað hjá þeim sem
er með jenin en hjá hinum hafa
þær hækkað. Þannig að þarna
glímum við við vandamál sem póli-
tík dagsins í dag og framtíð-
arinnar þarf að fást við... Við verð-
um því að velta þessu fyrir okkur
með okkar krónu, aðalatriðið er að
verðbólgan fari niður. Síðan þurfa
menn að spyrja hvort
við eigum að tengja
krónuna á annan hátt.
Það getur vel verið að
tenging við dollara sé
ekkert síðri en við
evru. Þetta er verk-
efni bæði hagfræðinga
og stjórnmálamanna.“
Á þessu sést að
Guðni er ekki bjart-
sýnn á að íslenska
krónan eigi framtíðina
fyrir sér. Þetta er at-
hyglisvert því hingað
til hefur hann haldið
jafn mikill tryggð við
krónuna og íslensku
nautgripina. Við
spyrjum því háttvirtan
formann Framsókn-
arflokksins: Telur
hann það vænlegri
lausn að tengja okkur
við bandaríska mynt þar sem við
eigum um 10% af okkar við-
skiptum frekar en við mynt Evr-
ópusambandsins þar sem yfir 70%
af okkar viðskiptum fara fram?
Guðni og
dráttarvélarnar
Andrés Pétursson skrifar um
íslensku krónuna og teng-
inguna við aðrar myntir
Andrés Pétursson
» Guðni erekki bjart-
sýnn á framtíð
íslensku krón-
unnar
Höfundur er formaður Evrópusam-
takanna.