Morgunblaðið - 29.07.2007, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 29.07.2007, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29. JÚLÍ 2007 39 Sverrir Kristinsson, löggiltur fasteignasali NESBALI - ENDARAÐHÚS Vorum að fá í einkasölu glæsilegt 251 fm endaraðhús á Seltjarnarnesi. Húsið skiptist m.a. í stórar stofur, borðstofu, eldhús, tvö baðherbergi og fimm herbergi. Arinn í stofu. Mikil lofthæð er í húsinu. Glæsilegt útsýni. Falleg lóð til suðurs. Einstök staðsetning en húsið stendur við opið svæði næst Nestjörn. Nánari upplýsingar veitir Magnea Sverrisdóttir fasteignasali. Til sölu er rekstur veitingastaðarins Fjöruborðsins á Stokkseyri, stað- settur á frábærum stað við sjávarsíðuna. Húsnæðið hefur verið mikið endurnýjað á undanförum árum og tekur um 250 manns í sæti í þrem- ur sölum auk útiaðstöðu. Staðurinn er opið allt árið. Rekstaraðilar hafa haft húseignina á leigu, en möguleiki er að kaupa fasteignina samhliða kaupunum. Veitingastaður sem hefur skapað sér sér- stöðu í bæ sem hefur verið í miklum blóma síðustu ár. Fjöruborðið - Stokkseyri FASTEIGNA- MARKAÐURINN ÓÐINSGÖTU 4, SÍMI 570 4500, FAX 570 4505. OPIÐ VIRKA DAGA KL. 9–17. Netfang: fastmark@fastmark.is Heimasíða: http://www.fastmark.is/. Jón Guðmundsson, sölustjóri og lögg. fasteignasali. Guðmundur Th. Jónsson, lögg. fasteignasali. Nánari upplýsingar veittar á skrifstofu. Laugavegi 170, 2. hæð. Opið virka daga kl. 8-17. Sími 552 1400 ● Fax 552 1405 www.fold.is ● fold@fold.is Þjónustusími eftir lokun er 694 1401. SUMARHÚS - HALLKELSHÓLAR Mjög vandað 45,5 fm heilsárshús byggt 1992 með heitum potti og verkfærahúsi. Góð verönd og skjólveggir. Bústaðurinn skipt- ist í hol, stofu, eldhús, 3 svefnherbergi og baðherbergi m. nýjum sturtuklefa. V. 13,9 millj. 7420 Húsið er til sýningar um helgina 28. og 29 júlí Nánari upplýsingar gefur Ásgeir í síma s. 821-7100 SANDAVAÐ - PENTHOUSE Vorum að fá í einkasölu glæsilega, u.þ.b. 125 fm, 3ja herbergja íbúð á efstu hæð í þessu vandaða lyftuhúsi. Íbúðinni fylgir stæði í bílageymslu. Fullbúin ný íbúð með vönduðum eikarinnréttingum, eikarparketi, öll tæki í eldhúsi fylgja m.a. ísskápur, uppþvottavél og örbylgjuofn. Stórar suðvestursvalir þar sem gert er ráð fyrir potti. Glæsilegt útsýni. Íbúðin er til afhendingar við kaupsamning. Áhvílandi u.þ.b. 26 millj til 40 ára, ÍLS og hattalán. Verð 34,9 millj. Sími 534 8300 • Kirkjustétt 4 • 113 Reykjavík • www.storborg.is • storborg@storborg.is Bæjarhrauni 10 • Hafnarfirði • Sími 520 7500 • www.hraunhamar.is Vesturgata - Hafnarf. - parhús Nýkomið í einkasölu glæsilegt, 175,8 fm, parhús á friðsælum stað við miðbæinn og höfnina. Húsið afhendist strax, fullbúið að utan. Búið er að mála að innan. Sjón er sögu ríkari. Batteríið arkitektar. Verð 47 millj. ÞAÐ dylst engum sem leið á um Sveitarfélagið Hornafjörð að þar stendur mikið til um þessar mundir. Allt er á fullu í und- irbúningi fyrir 10. Ung- lingalandsmót UMFÍ sem fram fer um versl- unarmannahelgina. Nú er nýlokið fram- kvæmdum við Sindra- velli þar sem byggð var upp glæsileg aðstaða fyrir frjálsar íþróttir og nýtt gras lagt á knatt- spyrnuvöllinn. Fram- kvæmdir sem þessar kosta auðvitað umtals- verða fjármuni en framkvæmdirnar eru samstarfsverkefni sveitarfélagsins, ríkissjóðs, UMFÍ og Ungmennasambandsins Úlfljóts. Á Unglingalandsmótinu sumarið 2005 sem haldið var í Vík í Mýrdal var það opinberað að stjórn UMFÍ hefði ákveðið að Ungmenna- sambandið Úlfljótur skyldi halda mótið sumarið 2007 á Hornafirði. Mikil gleði og eftirvænting greip þá þegar um sig í herbúðum Hornfirð- inga og fólk fór strax að undirbúa mótið. Frá upphafi var ljóst að mikið verk var fyrir höndum í uppbygg- ingu íþróttamannvirkja. Sveitarfé- lagið tók höndum saman við íþrótta- hreyfinguna á staðnum og fólk var staðráðið í því að byggja hér upp glæsilega aðstöðu. Það hefur nú gengið eftir. Unglingalandsmót bæta að- stöðu íþróttafólks á lands- byggðinni Allur undirbúningur Unglinga- landsmótsins hefur verið gríðarleg vítamínsprauta fyrir allt íþróttalíf Hornfirðinga. Iðkendur í frjálsum íþróttum sjá nú fram á skemmtilega æfinga- og keppnisdaga við frábærar aðstæður og knattspyrnufólk Sindra hlakkar til að geta spilað á glænýjum grasvellinum næsta sumar. Einnig var ráðist í það verkefni með Akst- ursíþróttafélag Austur-Skaftafells- sýslu að byggja upp mótorkross- braut í nálægð við þéttbýlið á Höfn svo hægt yrði að keppa í mótorkrossi á landsmótinu. Aldrei hefur áður verið keppt í þeirri grein á Unglinga- landsmóti. En þetta er ekki það eina sem umstangið í kringum mótið hef- ur getið af sér. Þegar forsvarsmenn Ungmenna- sambandsins Úlfljóts leituðu eftir fjármagni einkaaðila á staðnum í tengslum við uppbyggingu íþrótta- mannvirkjanna kom í ljós vilji út- gerðarfyrirtækisins Skinneyjar- Þinganess hf. til þess að koma mynd- arlega að uppbyggingunni. Áhugi fyrirtækisins var ekki síst tilkominn vegna þess að fyrirtækið fagnar 60 ára afmæli sínu um þessar mundir. Eftir umhugsun og umræður var það niðurstaða stjórnar Skinneyjar- Þinganess hf. að leggja a.m.k. 60 milljónir kr. í uppbyggingu knatt- spyrnuhúss í líkingu við Risann sem Fimleikafélag Hafnarfjarðar reisti í Kaplakrika. Þetta verkefni er nú komið á fullt skrið hjá sveitarfé- laginu og vonumst við til þess að framkvæmdir við knattspyrnuhúsið hefjist í vetur. Fljótlega eftir að ljóst varð að Unglingalandsmótið 2007 yrði haldið á Hornafirði komu fram óskir hjá íbúum sveitarfélagsins um nýja sundlaug. Sú gamla er lítil og þjón- usturými af skornum skammti en laugin hefur þjónað sínu hlutverki mjög vel engu að síður. Bæjarstjórn Hornafjarðar tók ákvörðun um það fljótlega eftir að óskir um nýja sund- laug komu fram að ráðist skyldi í byggingu nýrrar sundlaugar. Ákveð- ið var að byggja 25 metra laug með glæsilegri þjónustubyggingu. Hér er um gríðarlega stórt og metnaðarfullt verkefni að ræða fyrir sveitarfélag eins og Hornafjörð. Skemmst er frá því að segja að ekki tókst að ljúka byggingu sundlaugarinnar fyrir Unglingalandsmótið af tæknilegum ástæðum. Bygging sundlaugarinnar er í fullum gangi þessa dagana og vonandi geta gestir og heimamenn tekið sund- sprett í nýrri laug áður en langt um líður. Af þessari upptaln- ingu að dæma er ljóst að sú ákvörðun að halda Unglingalands- mót UMFÍ 2007 á Hornafirði hefur haft mjög jákvæð áhrif á allt íþróttalíf í sveitarfé- laginu. Allri uppbygg- ingu íþróttamannvirkja hefur verið hraðað hjá sveitarfélaginu og einkaaðilar hafa komið að uppbyggingunni með mynd- arlegum hætti. Þetta hefur allt stuðl- að að því að brátt mun hornfirskt íþróttafólk búa við frábærar að- stæður til þess að iðka sína íþrótt. Engum blöðum er um það að fletta að góð aðstaða hvetur fólk til dáða og mun auka iðkun hvers kyns íþrótta í samfélaginu til muna. Mikið sjálfboðaliðastarf Eins og gefur að skilja er það langt frá því að vera einfalt mál að taka á móti 10.000 gestum á einni helgi. Það krefst mikils skipulags og mikillar vinnu. Það er greinilegt að Hornfirðingar eru mjög meðvitaðir um það og nú þegar hafa hátt í hundrað manns boðið sig fram til þess að starfa sem sjálfboðaliðar á mótinu. Þetta sýnir svo ekki verður um villst að heimamenn munu gera sitt ýtrasta til þess að hlutirnir gangi vel fyrir sig um verslunarmannhelg- ina svo dvöl gesta okkar verði ánægjuleg. Á göngu um bæinn finn- ur maður vel spennuna fyrir mótinu magnast á meðal bæjarbúa og maður finnur vel að allir eru staðráðnir og samstiga í því að láta helgina verða eftirminnilega. Við slíkar aðstæður er gaman að starfa. Undirritaður vill því nota þetta tækifæri til þess að bjóða allt það fólk sem hefur áhuga á því að skemmta sér með okkur á þessari áfengis- og vímulausu hátíð velkomið á Unglingalandsmót UMFÍ á Horna- firði um verslunarmannhelgina. Unglingalandsmót UMFÍ á Hornafirði Landsmótið hefur jákvæð áhrif á allt íþróttalíf í sveitarfé- laginu, segir Árni Rúnar Þor- valdsson »Engum blöðum erum það að fletta að góð aðstaða hvetur fólk til dáða og mun auka iðkun hvers kyns íþrótta í samfélaginu til muna. Árni Rúnar Þorvaldsson Höfundur er forseti bæjarstjórnar Hornafjarðar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.