Morgunblaðið - 29.07.2007, Qupperneq 61

Morgunblaðið - 29.07.2007, Qupperneq 61
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29. JÚLÍ 2007 61 / AKUREYRI / KEFLAVÍK WWW.SAMBIO.IS tv - kvikmyndir.is eee LIB, Topp5.is HLJÓÐ OG MYND VIPSALURINNER BARA LÚXUSER STAÐSETTUR Í SAMBÍÓUNUM ÁLFABAKKA NANCY DREW FORSÝND kl. 8 B.i. 7 ára THE SIMPSONS m/ensku tali kl. 2 - 4 - 6 - 8 - 10 LEYFÐ HARRY POTTER K. 5 - 10 B.i. 10 ára SHREK 3 m/ísl. tali kl. 2 LEYFÐ NANCY DREW FORSÝND kl. 8 B.i. 7 ára GEORGIA RULE kl. 8 - 10:20 B.i. 7 ára HARRY POTTER 5 kl. 2 - 5 - 10 B.i. 10 ára SHREK 3 m/ísl. tali kl. 2 - 4 LEYFÐ SHREK 3 m/ensku tali kl. 6 LEYFÐ eeee FGG - Fréttablaðið eeee ÓHT - Rás2 eeee Morgunblaðið eeee RUV eeee DV eeee Tommi - Kvikmyndir.is ÁSTIN ER BLIND STEFNUMÓTAMYND SUMARSINS HEFURÐU UPPLIFAÐ HIÐ FULLKOMNA STEFNUMÓT? FORSÝNING Í KVÖLD REYKJAVÍK • KEFLAVÍK • AKUREYRI FÁÐU BÍÓMIÐANN SENDAN Í SÍMANN ÞINN MEÐ MMS SPARBÍÓ 450kr á allar sýningar merktar með appelsínugulu Í SAMBÍÓUNUM ÁFABAKKA, KRINGLUNNI, AKUREYRI, KEFLAVÍK Á EFTIRTALDAR SÝNINGAR laugardag og sunnudag www.SAMbio.is HARRY POTTER 5 - KL.1 OG 2 Í ÁLFABAKKA, 2:30 Í KRINGLUNNI OG KL 2 Á AKUREYRI SHREK 3 MEÐ ÍSLENSKU TALI KL. 1 OG 2 Í ÁLFABAKKA, OG KL. 2 Í KRINGLUNNI, AKUREYRI OG KEFLAVÍK EVAN ALMIGHTY KL. 2 OG 4 Í ÁLFABAKKA SparBíó 450krí Eftir Árna Matthíasson arnim@mbl.is TÓNLISTARMAÐURINN Prince fer jafnan eigin leiðir í tónsmíðum og flutningi. Nýverið fór hann og óvenjulega leið með nýrri skífu sinni, Planet Earth – gaf hana og hagnaðist vel fyrir vikið. Málið er að um næstsíðustu helgi, sunnudaginn 15. júlí, fylgdi platan með hverju seldu eintaki af blaðinu Mail of Sunday, en blaðið kostar jafn- an um 170 krónur. Samband plötuverslana í Bretlandi mótmælti þessu athæfi harðlega svo Columbia, fyrirtækið sem leigði út- gáfuréttinn að Planet Earth (Prince á allan rétt á sínum plötum), hætti við að gefa plötuna út í Bretlandi og fyr- irtækið sem tekur saman topplista neitaði að hafa hana með á metsölu- listanum þó að ljóst væri að hún hefði átt heima á toppnum, því 2,6 milljónir eintaka seldust af blaðinu og plötunni þar með. 46. hljómplatan Planet Earth var 26. hljóðversskífa Prince og 46. platan sem hann gefur út frá því fyrsta platan, For You, kom út fyrir tæpum þrjátíu árum. Sú skífa var ósköp venjuleg, en með þriðju plötunni, Dirty Mind, sýndi hann hvers hann er megnugur, brautryðj- endaverk, og fjölmargar frábærar plötur fylgdu í kjölfarið. Hæst náði Prince á ferlinum með Purple Rain, sem kom út 1984 og seldist í 20 millj- ónum eintaka, en hans besta verk er Sign ’O’ the Times sem kom út 1987, þó fjölmargar af hans plötum séu hreint afbragð. Síðustu ár hefur síðan hallað undan fæti hjá Prince, meðal annars vegna deilna hans við útgáfufyrirtæki sitt, en hann hefur smám saman náð átt- um og síðustu plöturnar á undan Planet Earth eru góðar, sérstaklega 3121 sem kom út á síðasta ári. En þrátt fyrir það hefur sigið á ógæfu- hliðina hjá honum hvað varðar plötu- sölu, ekki síst í Bretlandi þar sem 3121 seldist ekki nema í um 80 þús- und eintökum (hún fór í um 500.000 eintökum vestan hafs). Heillaráð Í því ljósi er sú ákvörðun Prince að gefa skífuna heillaráð, í raun frábær auglýsing fyrir hann sem tónlistar- mann, ekki síst ef litið er til þess að platan er einkar vel heppnuð. Fleira hangir líka á spýtunni. News on Sunsday borgar Prince sem svarar um 30 milljónum króna fyrir að fá að dreifa plötunni með blaðinu og greiðir að auki framleiðslukostnað og öll gjöld vegna höfundar- og flutnings- réttar, um 120 milljónir króna. Þetta er allnokkru meira en Prince hefði fengið fyrir 80.000 eintaka sölu af Planet Earth. Til viðbótar við þetta kemur svo að Prince hyggur á tónleika í O2 Arena í Lundúnum (Þúsaldarhöllinni) á tíma- bilinu 1. ágúst til 16. september, 21 tónleika alls. Áður en platan kom út var uppselt á fimmtán þessara tón- leika, en um 20 þúsund manns kom- ast að á hverja tónleika. Þessar ríf- lega tvær milljónir eintaka sem dreift var af plötunni í Bretlandi urðu svo til þess að nú er nánast uppselt á alla tónleikana, sem gefur veltu upp á tæpa tvo milljarða. Snilldar markaðssetning Prince hefur gert meira en ofan- greint til að koma sér rækilega í sviðsljósið að nýju; setti upp klúbb í Las Vegas þar sem hann spilaði tvisv- ar í viku fyrir fullu húsi mánuðum saman, spilaði í hálfleik á úrslitaleik ruðningsins bandaríska, sendi frá sér ilmvatn og lagði til lag í auglýsinga- herferð Verizon og seldi fyrirtækinu leyfi til að gefa titillag Planet Earth, hefur haldið sértónleika þar sem hver miði kostar hundruð þúsunda og svo má lengi telja. Það er löngu sannað að fáir standa Prince á sporði hvaða varðar snilli- gáfu í tónsmíðum og flutningi, en hann er nú búinn að skjóta öllum keppinautum sínum ref fyrir rass hvað varðar markaðssetningu og kynningu á tónlist á nýrri öld. Hann er búinn að sanna að samdráttur í plötusölu þýðir ekki að minni áhugi sé fyrir tónlist og að það sé ekki lögmál að tónlistarmenn geti þá aðeins lifað að útgefendur hagnist. Prince nýrrar aldar Prince Tónlistarmaðurinn er gjafmildur eins og aðalsfólki sæmir.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.