Morgunblaðið - 29.07.2007, Side 64

Morgunblaðið - 29.07.2007, Side 64
SUNNUDAGUR 29. JÚLÍ 210. DAGUR ÁRSINS 2007 Heitast 16°C | Kaldast 10°C  Suðvestan 3-8 metr- ar á sekúndu og dálítil súld eða rigning vest- an til. Léttskýjað aust- anlands. Hlýnar. » 8 ÞETTA HELST» Takmörkuð auðlind  Vatn gæti innan fárra ára orðið að dýrmætasta efni veraldar. Innan tveggja áratuga er áætlað að þrír milljarðar jarðarbúa muni búa við ótryggt vatnsframboð. Baráttan um yfirráð yfir vatnslindum kann að verða helsta ástæða átaka á þessari öld. » Forsíða Ísland gæti náð lengra  Nóbelsverðlaunahafinn Edward C. Prescott segir að Íslendingar hafi náð eftirtektarverðum árangri í efnahagsmálum og að íslenska hag- kerfið sé eitt það fremsta í heim- inum, en að enn sé hægt að stefna hærra. » 6 Ferðamenn tilbúnir að greiða fyrir aðgang  Ný rannsókn sýnir að mikill meirihluti innlendra sem erlendra ferðamanna er tilbúinn að greiða að- gangseyri að vinsælustu ferða- mannastöðum landsins fari féð til uppbyggingar staðanna. » 2 Flýta á framkvæmdum við Akureyrarflugvöll  Ríkisstjórnin samþykkti á fundi í fyrradag að flýta skuli fram- kvæmdum við Akureyrarflugvöll og þeim skuli lokið haustið 2008. Krist- ján L. Möller segir að þetta sé liður í þeim áformum stjórnvalda að styrkja þróun atvinnulífs á lands- byggðinni. » Forsíða SKOÐANIR» Staksteinar: Skeleggur iðnaðarráðherra Forystugreinar: Fjarvinnsla kemst á flug | Reykjavíkurbréf Ljósvaki: Svefngenglar á Skjánum UMRÆÐAN» Til varnar rökrænni umræðu Hvers vegna? Litli-Kláus og Stóri-Kláus á Íslandi Hugsum hærra í vegamálum TÓNLIST» Suzanne Vega hefur aldrei verið betri. » 60 Björgvin Halldórs- son syngur með Ragga Bjarna, Meg- asi, Stebba Hilmars og fleiri íslenskum listamönnum. » 57 TÓNLIST» Íslandslög 7 að koma út KVIKMYNDIR» Brad og Gwyneth saman á ný á hvíta tjaldinu. » 70 TÓNLIST» Prince er örlátur og gef- ur Bretum plötu. » 61 Keira Knightley, Natalie Portman, George Clooney og Brad Pitt koma öll við sögu á kvik- myndahátíð. » 58-59 Gnægtaborð í Feneyjum KVIKMYNDIR» reykjavíkreykjavík 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is 5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0 Morgunblaðið bíður eftir þér þegar þú vaknar á morgnana SPARIÐ HELMING MEÐ ÁSKRIFT Í LAUSASÖLU 300 ÁSKRIFT 2650 HELGARÁSKRIFT 1600 PDF Á MBL.IS 1700 VEÐUR» » VEÐUR mbl.is »MEST LESIÐ Á mbl.is 1. Óleyfilegar útsendingar trufla … 2. Franskur ökuþór vísar … 3. Fór úr sónar í sjálfsvígsárás 4. J.K. Rowling aftur sest við … „ÍSLENDINGUM finnst svo gaman að tala ensku að það er mjög erfitt að æfa sig í íslensku,“ segir finnskur skiptinemi sem hefur verið að læra íslensku í Háskóla Íslands. Á hverju ári koma margir skipti- nemar til Íslands, hver og einn með vonir og væntingar til dvalarinnar. Áttu erfitt með að finna húsnæði Í samtölum blaðamanns Morg- unblaðsins við fjóra skiptinema, sem birtast í dag, kemur fram að upp- lifun þeirra á Íslandi var mjög mis- munandi. Sumum fannst Íslend- ingar sýna útlendingum mikla andúð, en aðrir áttu ekki orð yfir það hvað þeir voru heppnir að vera hérna. Það barst í tal að ekki væri auðvelt að nálgast Íslendinga og að þeir hefðu litla umhverfisvitund. Sumir skiptinemanna áttu í mestu erfiðleikum með að finna húsnæði. Auk þess fannst flestum íslensku- kennslu í Háskólanum ábótavant, fyrst og fremst vegna þess að of margir voru í tímum og of hratt farið yfir. | 28 Ólík upp- lifun útlend- inganna LEITUN er að eftirminnilegri tón- leikaför íslenskrar hljómsveitar en þeirri sem Sigur Rós fór í um sveitir landsins í fyrrasumar. Nú er von á kvikmynd um ferðalagið og verður fyrsta sýnishornið úr mynd- inni frumsýnt á mánudaginn, bæði á vefsíðu breska tónlistartímarits- ins NME (nme.com) sem og á mbl.is. Einnig ber til tíðinda að tónlist sveitarinnar heyrist í stuttmynd Andrew McPhillips, „Blood Will Tell,“ sem fjallar um stökkbreyttar moskítóflugur sem herja á hol- lenskan smábæ á sextándu öld. Stuttmyndin verður sýnd á kvik- myndahátíðinni í Toronto en enn á þó eftir að ganga endanlega frá svokölluðum „festival rights“ fyrir notkun tónlistarinnar í myndinni en um slíkt þarf að semja sérstaklega. Myndskeið frumsýnt Klambratún Sigur Rós á tónleikum. SKÝSTRÓKUR myndaðist á Skeiðarársandi, rétt aust- an við Skeiðarárjökul, upp úr kl. 14.30 á föstudaginn var. Jón G. Sigurðsson, flugmaður hjá Atlantsflugi sem annast m.a. útsýnisflug úr Skaftafelli og tók myndina, taldi skýstrókinn hafa a.m.k. teygt sig í 2.000 feta (610 metra) hæð. Sagði Jón strokkinn hafa verið mjög öfl- ugan þegar hann myndaðist. Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur bloggaði um skýstrokkinn (esv.blog.is) og þótti tilurð hans „talsvert mikil tíðindi“. Einar vitnaði í starfsmann Veðurstof- unnar sem sá skýstrokkinn. Samkvæmt lýsingu hans myndaðist raninn neðan úr dökkum skýjabotni. Hann stækkaði og náði fljótt til jarðar yfir sandinum. Þá tók skýstrokkurinn á rás og þyrlaði upp sandi og ryki. Varði fyrirbærið í nokkrar mínútur og var afar til- komumikið að sjá. Þyrlaði upp ryki og sandi Skýstrókur myndaðist á Skeiðarársandi Ljósmynd/Jón G. Sigurðsson Eftir Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is SIMON Kirby, „njósnari“ Bolton og sonur Peggy og George Kirbys, fyrrverandi þjálfara ÍA, notaði tæki- færið í Íslandsferð með fjölskyldunni og trúlofaðist Tony, unnustu sinni, á ferjunni Baldri á siglingu á Breiðafirði. George Kirby var sigursæll knattspyrnuþjálfari á Skaganum. Hann var fyrst þjálfari Skagamanna 1974 og 1975 og urðu þeir Íslandsmeistarar á báðum tímabil- um auk þess sem þeir léku til úrslita í bikarkeppninni bæði árin. Ennfremur fögnuðu þeir fyrsta sigri ÍA á heimavelli í Evrópukeppni. Kirby var fjarri góðu gamni 1976 en kom aftur á Skagann ári síðar og landaði Íslandsmeistaratitlinum í þriðja sinn, en 1978 varð ÍA bikarmeistari í fyrsta sinn og það undir hans stjórn. Kirby tók við liði ÍA í þriðja sinn 1982 og enn varð það bikarmeistari. Hann var síð- an með liðið 1990 þegar það féll í 2. deild. Skagamenn hafa haldið góðu sambandi við fjölskyld- una. Peggy Kirby missti mann sinn árið 2000 og hefur ekki komið til Íslands síðan fyrr en nú. Af því tilefni héldu forystumenn ÍA og meistarar undir stjórn Kirbys hóf fjölskyldunni til heiðurs í Byggðasafninu á Görðum og leystu mæðginin út með gjöfum. Simon Kirby starfar hjá enska úrvalsdeildarliðinu Bolton Wanderes og er hlutverk hans að finna nýja leikmenn. Hann var á barnaskólaaldri, þegar hann kom fyrst til Íslands með foreldrum sínum, og innsiglaði hrifningu sína á landi og þjóð með því að trúlofast á Breiðafirði. Trúlofaði sig á Breiðafirði  Ekkja George Kirbys, fyrrverandi þjálfara ÍA, í heimsókn á Íslandi  Sonur hennar trúlofaði sig á ferjunni Baldri Ljósmynd/Helgi Daníelsson Rækta tengslin Gunnar Sigurðsson, forseti bæjar- stjórnar á Akranesi, og Gísli S. Einarsson bæjarstjóri afhenda Peggy og Simon Kirby gjafir frá Akranesbæ.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.