Morgunblaðið - 01.08.2007, Síða 18

Morgunblaðið - 01.08.2007, Síða 18
Morgunblaðið/Kristinn Ný verslun Árdegis í dag verður opnuð ný Krónuverslun úti á Granda. Lágvöruverðsverslun Krónunn- ar við JL-húsið við Hringbraut var lokað fyrir fullt og allt um helgina og í dag klukkan 11 verð- ur opnuð ný Krónuverslun við Fiskislóð úti á Granda. Krónan á Granda verður svipuð og ný verslun Krónunnar í Mos- fellsbæ að sögn Kristins Skúlason- ar, rekstrarstjóra Krónunnar. Meðal annars verði boðið upp á stóra kjötdeild með um 20 metra kjötborði, deild með lífrænt rækt- uðum vörum, stóra ávaxta- og grænmetisdeild og brauðdeild þar sem brauð verða bökuð á staðn- um. Uppbygging lágvöruverðsversl- unar til framtíðar hófst hjá Krón- unni með versluninni í Mosfellsbæ og búðir á Akranesi og Bíldshöfða með svipuðu sniði fylgdu í kjölfar- ið en Krónan á Granda er fjórða verslunin í þessum nýja anda. Mikil breyting „Þetta er mikil breyting,“ segir Kristinn og vísar til þess að farið verði úr litlu húsnæði við JL-húsið í um 2.200 fermetra verslun, boðið verði upp á um 7.000 vörunúmer í stað um 2.000 áður og starfsfólki fjölgað úr 8 í 30. „Þetta verður allt annað líf,“ segir Kristinn. Krónan flyst út á Granda 18 MIÐVIKUDAGUR 1. ÁGÚST 2007 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI EKKI liggur fyrir hvar eða hvort Bónus verður áfram með lágvöruverðsverslun á Seltjarnarnesi eftir 1. febr- úar á næsta ári, en þá verður Bónus að fara úr núver- andi húsnæði við Suðurströnd vegna íbúðabygginga á Hrólfskálamel. Guðmundur Marteinsson, framkvæmdastjóri Bón- uss, segir að fullur vilji sé hjá fyrirtækinu til að reka áfram verslun á Seltjarnarnesi en bæjaryfirvöld á Nesinu sýni því lítinn áhuga. „Okkar vilji er að vera áfram á Nesinu og ég held að það sé vilji allra nema bæjaryfirvalda,“ segir hann og vísar til þess að allar hugmyndir um framtíðarstaðsetningu Bónuss hafi verið skotnar á kaf. Í því sambandi nefnir hann fyrst og fremst verslanir á landfyllingu við Norðurströnd. „Mér finnst þetta vera frekar skrýtin skilaboð sem ver- ið er að senda íbúum á Nesinu,“ segir Guðmundur um viðbrögð bæjaryfirvalda. Að sögn Guðmundar hafa ýmsir möguleikar verið skoðaðir í þeim tilgangi að halda áfram að sinna íbúum Seltjarnarness og Vesturbæjar sem best. Spurður hvort til greina komi að flytja verslunina í 107 Reykja- vík, þar sem nú sé engin lágvöruverðsverslun fyrir, svarar hann því að allt sem sé í boði verði skoðað, „en við viljum helst ekki fara af Nesinu.“ Morgunblaðið/Kristinn Nesið Bónus á Seltjarnarnesi er eina lágvöruverðsverslunin sunnan Hringbrautar. Óvissa um verslunar- rekstur Bónuss á Nesinu HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ Eftir Hjálmar Stefán Brynjólfsson hsb@mbl.is Í GÆR var það gefið út með skýr- um hætti að tjaldstæðin við Þór- unnarstræti og á Hömrum verði í forgangi fyrir fjölskyldur. Sam- kvæmt tilkynningu frá Akureyr- arbæ verða „viðmið sett um aðgang einstaklinga á aldrinum 18–23 ára og geta þeir að öllu jöfnu ekki búist við að fá inni á tjaldstæðunum þessa helgi.“ Ekki verður heldur boðið upp á sérstök tjaldstæði fyrir fólk á þessum aldri, líkt og var fyrir ári. Áhersla á fjölskylduhátíð Þegar Sigrún Björk Jakobsdóttir bæjarstjóri Akureyrar var spurð um hvaða viðmið hér væri að ræða, kom það skýrt fram hjá henni að með þessu væri verið að sporna gegn komu þess hóps ungmenna sem undanfarin ár hefur verið með drykkjulæti og jafnvel valdið spjöll- um á Einni með öllu. Með þessari ákvörðun væri skrefið stigið til að koma í veg fyrir komu þessa hóps í bæinn um verslunarmannahelgina. „Þetta eru viðmið að því leyti að ungt fjölskyldufólk sem er á aldr- inum 18–23 ára og ætlar að koma hingað til að taka þátt í fjöl- skylduhátíð er velkomið,“ segir Sig- rún Björk. „En að fenginni reynslu undanfarinna ára þá erum við bara komin að þeirri ákvörðun að það þarf að setja stífan ramma um há- tíðina. Fókusinn í ár er á fjöl- skylduhátíð og við viljum sjá fjöl- skyldur koma með unglingana á hátíðina. Margt fólk er einfaldlega búið að fá nóg af unglingahátíð.“ Sigrún Björk játar því að ákvörð- unin sem tekin var valdi ekki ánægju meðal allra í bænum: „Það verður alltaf óánægja meðal ein- hverra, enda hefur nú stórt skref verið stigið. En það var nauðsynlegt að taka af skarið og breyta til.“ Það verður í höndum rekstrar- aðila tjaldstæðanna að annast nán- ari útfærslu á viðmiðuninni, en til þess hafa þeir „fullan stuðning bæj- aryfirvalda.“ Það mátti skilja á svörum Sigrúnar Bjarkar að sér- stök áhersla yrði lögð á það um verslunarmannahelgina að taka á ölvunar- og vímuefnabrotum. Lög- reglan mun þannig hjálpa skátun- um við tjaldstæðin ef þörf krefur og jafnframt hafa góðar gætur á opn- um svæðum í bænum og vísa þeim á brott sem hugsanlega tjalda í óleyfi. Ungu fólki úthýst víðar Eins og fyrr segir er ungt fjöl- skyldufólk og unglingar á aldrinum 18–23 í fjölskyldum velkomið á tjaldstæði bæjarins. Aðrir verða að leita annað, en Akureyrarbær ætlar ekki að beina fólki á önnur tjald- stæði, að sögn Sigrúnar Bjarkar: „Við ráðum því ekki hvað fólk gerir. Það er fullt af hátíðum í boði og við ætlum ekki að segja fólki hvað það eigi að gera. Á Hrafnagili verður 20 ára aldurstakmark og ég vek at- hygli á því að víða um land eru tjaldstæði að hækka aldurstak- mörk.“ Ein með öllu nema unglingum Morgunblaðið/Margrét Þóra Fjölskylduhátíð Ein með öllu var vel sótt í fyrra og skemmti fólk sér vel. Í ár verða þó engin sérstök unglinga- tjaldsvæði og fólk á aldrinum 18-23 ára mun alla jafna ekki komast á tjaldsvæðin nema það sé fjölskyldufólk. „Það þarf að setja stífan ramma,“ segir Sigrún Björk bæjarstjóri NÚ liggur end- anlega ljóst fyr- ir hverjir munu skemmta á Síld- arævintýrinu. Fjölmargir skemmtikraftar verða á Siglu- firði og boðið er upp á afþrey- ingu fyrir alla fjölskylduna. Páll Óskar mun skemmta gest- um ásamt með söng og dansi, og einnig munu X-factor-stjörnurnar Jógvan og Hara-systur troða upp. Hljómsveitin Bermúda með Ernu Hrönn í broddi fylkingar mun koma fólki á dansbragðið og Labbi í Mánum ásamt Hljómsveit- inni Karma mun leika við hvern sinn fingur. X-factor-stjarnan og gullbark- inn Gylfi Víðisson mun flytja nokkur lög og einnig kemur Lísa Hauksdóttir Idolstjarna frá Idol stjörnuleit 2005 fram. Skagfirska sveiflan verður á sínum stað þegar Geirmundur Valtýsson mætir síkátur og sílétt- ur með hljómsveitina og sitt heillandi bros. Einnig mun Tröllaskagahraðlestin töfra fram nokkra tóna. Að auki verður boðið upp á tí- volí, atriði úr söngleiknum Abba- babb, trúðana Búra og Bínu og andlitsmálun og söngkeppni fyrir börnin. Síldarsaltanir og bryggjuböll verða yfir alla helgina, en einnig verður dorgveiðikeppni og sjó- stangveiðimót á meðal dagskrár- liða. Nánari upplýsingar eru á www.siglo.is Dagskrá Síldaræv- intýrisins Páll Óskar Hjálmtýsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.