Morgunblaðið - 12.08.2007, Síða 4
4 SUNNUDAGUR 12. ÁGÚST 2007 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
ÞÓRUNN Sveinbjarnardóttir um-
hverfisráðherra þáði nýverið boð
heimamanna við Þjórsá um kynnis-
ferð um svæðið við neðri hluta árinn-
ar en þar hyggst Landsvirkjun reisa
þrjár virkjanir. Þá var haldinn
óformlegur fundur þar sem heima-
menn og stuðningsmenn þeirra fóru
yfir ýmsar hliðar málsins sem þeim
hefur þótt lítið fjallað um.
Þórunn sagðist í samtali við Morg-
unblaðið hafa kynnt sér svæðið áður
en það hafi verið gott að fara aftur
um það og eiga fund með fólkinu.
Hún sagði þá sem hún ræddi við hafa
haft afar lítinn áhuga á gylliboðum
Landsvirkjunar.
Málið snertir marga beint
„Þjórsárdalurinn verður aldrei
samur ef þessar virkjanir verða að
veruleika en mér finnst afstaða íbú-
anna mjög skiljanleg og eðlileg og ég
hef mikla samúð með þeirra afstöðu í
þessari baráttu,“ segir Þórunn.
Spurð um þann hátt Landsvirkjunar
að greiða lögfræðingum landeigenda
varnarlaun, segist Þórunn hafa fyrst
haft veður af því á áðurnefndum
fundi og þyki henni það vægast sagt
undarlegt fyrirkomulag.
Sól á Suðurlandi segir málið allt
vera í höndum heimamanna en ekki
ríkisstjórnarinnar og vill félagið
meina að ýmislegt í undirbúnings-
ferlinu ætti fullt erindi inn á ríkis-
stjórnarfund. Þórunn segir eðlilegt
að hagsmunaaðilar á svæðinu leiti
allra leiða til að kynna sinn málstað
og sína afstöðu fyrir ráðamönnum
þjóðarinnar en málið snerti beint
landeigendur og ábúendur, bændur,
fólk í ferðaþjónustu og marga fleiri.
Boðnar veitingar úr Þjórsá
Að lokinni skoðunarferð Þórunnar
um svæðið var henni boðið í Skaft-
holt í Gnúpverjahreppi þar sem fjöl-
margir heimamenn biðu með heima-
gerðar veitingar, t.d. laxasalat úr
Þjórsárlaxi og grænmeti sem ræktað
er á Þjórsárbökkum.
Sveitarstjórnir í Flóahreppi og
Skeiða- og Gnúpverjahreppi eiga
eftir að samþykkja tillögur um
breytt aðalskipulag en þær ákvarð-
anir ráða miklu um framhaldið.
Þórunn er þriðji ráðherrann sem
heimsækir svæðið en nýlega lögðu
Össur Skarphéðinsson iðnaðarráð-
herra og Björgvin G. Sigurðsson við-
skiptaráðherra leið sína um staðinn.
Þjórsárdalurinn aldrei
samur verði af virkjunum
Umhverfisráð-
herra kynnti sér
virkjanasvæðið
Við Þjórsá Þórunn Sveinbjarnardóttir umhverfisráðherra segist hafa
mikla samúð með baráttu heimamanna gegn fyrirhuguðum virkjunum.
GÍSLI Gíslason, hafnarstjóri Faxaflóahafna, stakk sér fyrstur til sunds í ár-
legu áheitaboðsundi Sundfélags Akraness sem fram fór í gær. Syntu 15 ung-
menni félagsins, auk Gísla, samtals 21 km frá Reykjavíkurhöfn til Akranes-
hafnar en markmiðið er að fjármagna ferð félagsins í æfingabúðir sunnar í
Evrópu. Bátar frá Faxaflóahöfnum og Björgunarfélagi Akraness sigldu með
sundgörpunum. Þeir sem syntu mest fóru tæpa 4 kílómetra en þeir yngstu,
rétt rúmlega fermdir, syntu hins vegar minna. Hafnarstjórinn synti sjálfur
150 metra en að sögn kunnugra virtist hann tilbúinn að synda miklu meira.
Hafnarstjórinn stakk sér í höfnina
Morgunblaðið/Ómar
ELLEFU af fjórtán slökkviliðs-
mönnum Egilsstaða hafa sagt upp
starfi sínu og hætta frá og með 1.
september næstkomandi vegna
kjaradeilu við nýtt brunasamlag.
Jón Guðmundur Guðmundsson,
slökkviliðsmaður á Egilsstöðum,
sagði í samtali við Morgunblaðið í
gær að fólk gæti rétt ímyndað sér
hvaða áhrif uppsagnirnar hefðu því
að slökkviliðið á Egilstöðum væri
eitt annasamasta slökkvilið á lands-
byggðinni. Hann benti á að flugmála-
stjórn er inni í brunasamlaginu.
„Flugvöllurinn á Egilsstöðum er
þess vegna inni í þessu og talsvert af
millilandaflugi fer þar í gegn, aðal-
lega vegna álversins og virkjana-
framkvæmda, þannig að uppsagn-
irnar geta haft alvarlegar afleiðingar
fyrir öryggi flugvallarins.“
Að sögn Jóns hefur stjórn bruna-
samlagsins ekki brugðist við upp-
sögnum slökkviliðsmannanna sem
eru allir í hlutastarfi. „Eftir að við
lögðum fram uppsagnirnar 1. júlí þá
hafa einfaldlega ekki fengist nein
svör.“
Jón sagði að brunasamlagið hefði
breytt launakerfinu frá grunni og
greiðslur fyrir bakvaktir slökkviliðs-
mannanna hefðu hækkað um 4%. Út-
borguð laun fyrir útköll hefðu hins
vegar lækkað verulega, miðað við
fyrra kerfi.
„Ef við mætum á eina æfingu og
fáum eitt útkall í mánuði er lækk-
unin á útborguðum launum 17%, ef
útköllin eru tvö er lækkunin 25% en
við þrjú útköll fáum við 31% minna í
vasann en áður.“
Slökkviliðsmenn á Egils-
stöðum segja upp starfi
Í HNOTSKURN
» Fyrra brunasamlag semslökkviliðsmennirnir á Eg-
ilsstöðum störfuðu hjá náði yf-
ir Fljótsdalshérað og Fljóts-
dalshrepp.
» Í nýja brunasamlaginubættust við Djúpivogur,
Vopnafjörður og Borgar-
fjörður eystri og það er með
starfsstöðvar á þessum stöð-
um. Starfsmennirnir þar hafa
ekki sagt upp störfum.
SKORTUR á menntuðum hjúkrun-
arfræðingum hefur víða gert vart við
sig að undan-
förnu. Tólf stofn-
anir sem heyra
undir Heilsu-
gæslu höfuðborg-
arsvæðisins aug-
lýstu eftir
hjúkrunarfræð-
ingum til starfa.
Þórunn Ólafs-
dóttir hjúkrunar-
forstjóri segir að
meðaltali vanta einn til tvo hjúkrun-
arfræðinga á hverja stöð. „Við erum
búin að fá þó nokkuð mikið af um-
sóknum, en það vantar samt fleiri.“
Þórunn segir oft erfiðast að
manna stöður hjúkrunarfræðinga
við skólana. „Hjúkrunarfræðingar
eru að vinna einir í skólunum, þó þeir
séu starfsmenn heilsugæslunnar.
Þetta er líka starf sem að tekur svo-
lítinn tíma að komast inn í og sumir
hafa ekki þolinmæði til þess að bíða
eftir því. Það getur tekið alveg tvö til
þrjú ár að átta sig á því hvernig skól-
inn fúnkerar og hvaða möguleikar
eru til þess að vinna þar vel.“ Þórunn
segist bjartsýn á að það rætist úr
ástandinu, en segir þetta viðvarandi
vandamál. „Við náttúrulega erum í
vandræðum, ekki bara við heldur all-
ar heilbrigðisstofnanir á landinu, því
alls staðar er erfitt að fá hjúkrunar-
fræðinga til starfa. Eins og er höfum
við fengið umsóknir um helming
þeirra starfa sem við auglýstum.“
Minna álag en á spítölunum
Ástandið hefur verið skárra í
heilsugæslunni en á spítölunum,
enda hentar vinnutíminn þar fjöl-
skyldufólki betur en vaktakerfið á
sjúkrahúsunum. Þórunn segir álagið
líka minna í heilsugæslunni.
Við-
varandi
vandamál
Þórunn
Ólafsdóttir
Erfitt að fá hjúkrunar-
fræðinga í skólana
ÓSK SMÁÍS, Samtaka myndrétt-
hafa á Íslandi, um lögbann á sölu
fyrirtækisins Sky Digital Ísland á
áskriftum að gervihnattaútsend-
ingum Sky-sjónvarpsstöðvarinnar,
hefur verið hafnað af sýslumanns-
embættinu í Keflavík. Friðjón Örn
Friðjónsson, lögmaður SkyDigital
Íslands, segist bera fullt traust til
embættisins. Það hafi komist að því
að engin rök væru fyrir því að fall-
ast á kröfuna og telur hann þá nið-
urstöðu hárrétta. SMÁÍS geti þó
leitað réttar síns fyrir dómstólum.
Lögbannskröfu
hafnað
♦♦♦