Morgunblaðið - 12.08.2007, Síða 22
22 SUNNUDAGUR 12. ÁGÚST 2007 MORGUNBLAÐIÐ
Eftir Valgerði Þ. Jónsdóttur
vjon@mbl.is
Leikdómarnir eru á sömulund; góðir. Gagnrýnend-ur hafa ekki farið dultmeð hrifningu sína á aðal-
leikkonunni í Away from Her. For-
kunnarfögur, greind, hæfileikarík -
og kynþokkafull eru aðeins nokkur
lýsingarorðanna, sem þeir nota um
Julie Frances Christie. Og hafa
raunar gert í meira en fjóra áratugi,
eða allar götur síðan hún birtist
fyrst á hvíta tjaldinu í Billy Liar ár-
ið 1963 og Darling 1965, undir leik-
stjórn Johns Schlesingers, og sama
ár sem Lara í Doctor Zhivago, sem
David Lean gerði eftir samnefndri
skáldsögu Boris Pasternaks.
Þessi smávaxna (157 cm eftir því
sem næst verður komist), sextíu og
sex ára, breska leikkona hlýtur um
þessar mundir einróma lof fyrir
túlkun sína á Alzheimers-sjúklingi í
fyrrnefndri kvikmynd um ástir og
örlög gamals fólks. Sumir gagnrýn-
endanna ganga svo langt að segja
að verði Christie ekki tilnefnd til
Óskarsverðlauna sé ekkert réttlæti
til í heiminum. Án þess að gera lítið
úr þeirri staðhæfingu, ber að hafa í
huga að mörgum þar vestra finnst
Hollywood eflaust upphaf og endir
alheimsins.
Ólíkindatól í hlutverkavali
Þrátt fyrir að umfjöllunarefnið
hafi löngum þótt tabú og þar fyrir
utan einstaklega óspennandi, er
myndin talin sigurstrangleg sem
besta mynd ársins. Hún hefur enda
sópað til sín verðlaunum og viður-
kenningum á kvikmyndahátíðum
víða um heim, t.d. þeim stóru í Berl-
ín og Toronto, og Sundance-hátíð-
inni. Hinum tveimur aðalleikendun-
um, Gordon Pinsent og Olympia
Dukakis, er líka hrósað í hástert
sem og leikstjóranum unga, kan-
adísku leikkonunni Sarah Polley, en
Away from Her er frumraun henn-
ar sem leikstjóri.
Leiðir þeirra Christie og Polley
lágu fyrst saman þegar þær, ásamt
Helen Mirren, léku í mynd Hals
Hartleys, No Such Thing (2001),
sem tekin var á Íslandi að því leyti
sem sagan átti að gerast hér, og í
The Secret Life of Words (2005).
Þótt sú fyrrnefnda státaði af þess-
um frambærilegu leikkonum, fékk
hún afleita dóma. Christie hafði áð-
ur komið til Íslands, snemma á ní-
unda áratugnum þegar hún lék í
Gold Diggers, sannkallaðri kvenna-
mynd, þar sem konur gegndu öllum
lykilhlutverkum og Sally Potter
leikstýrði. Christie þykir raunar
hálfgert ólíkindatól þegar kemur að
hlutverkavali. Hún hefur hafnað
hlutverkum í myndum, sem frá
byrjun var spáð miklum vinsældum,
t.d. Rosemary’s Baby (1968), China-
town (1974) og The Godfather
(1972), og teljast nú meðal helstu
klassíkera kvikmyndasögunnar.
Þrjár myndir; McCabe and Mrs.
Miller, The Go-Between og Don’t
Look Now, sem hún lék í snemma á
áttunda áratugnum, þykja endur-
spegla hvernig hlutverk í margræð-
um myndum og ádeilum höfðuðu
meira til hennar heldur en glæsi-
rullurnar. Snjallir og uppreisnar-
gjarnir, en sérlundaðir leikstjórar
voru henni að skapi, t.d. Robert Alt-
man, Joseph Losey og Nicolas Ro-
eg, en í mynd hans, Don’t Look
Now er samfarasena með þeim
Christie og Donald Sutherland, sem
menn velta enn vöngum yfir hvort
hafi verið raunveruleg. Dulúðin
svífur áfram yfir vötnum, því bæði
hafa skiljanlega verið þögul sem
gröfin.
Táknmynd á sjötta áratugnum
Christie komst snemma í aðstöðu
til að velja og hafna hlutverkum.
Túlkun hennar á hinni smörtu og
sætu, en siðblindu og yfirborðslegu,
Diane í Darling vakti verðskuldaða
eftirtekt og átti drjúgan þátt í að
Julie Christie varð, rétt eins og
Bítlarnir, ein af táknmyndum þeirr-
ar tísku-, tónlistar- og menningar-
legu sveiflu - eða ungmennabylt-
ingar, sem einkenndi London á
sjöunda áratugnum, og jafnan er
skírskotað til sem „The Swinging
Sixties“. Bretar höfðu eignast sína
„darling“, sem með árunum varð
býsna sjálfstæð og ákveðin og um
leið goðsögn í kvikmyndaheiminum.
Svo ung var Christie að árum
þegar frægðin bankaði uppá að
hægt er að fara fljótt yfir sögu til
ársins 1957. Hún ólst upp á Ind-
landi, þar sem faðir hennar rak
teplantekru, en fluttist með móður
sinni til Wales þegar foreldrar
hennar skildu.
Tungumálamanneskja
Eftir hefðbundið nám í Englandi,
hélt hún til Parísar til að bæta sig í
frönsku og með þann möguleika op-
inn að hefja nám í málvísindum,
enda lágu tungumál einkar vel fyrir
henni. Ekkert varð þó úr þeim fyr-
Eftirlæti í áratugi
Óvenjulegt viðfangsefni Away from Her með Julie Christie og Gordon Pinset í aðalhlutverkum er ástarsaga gamals fólks , Fionu og Grants, sem hafa
verið gift í fjörutíu ár. Kvikmyndin er byggð á skáldsögu Alice Munro. Christie hefur hlotið mikið lof fyrir leik sinn í myndinni .
Í HNOTSKURN
» Julie Frances Christie fædd-ist 14. apríl 1941 í Assam í
Indlandi og ólst þar upp til sex
ára aldurs.
» Foreldrar hennar voru Ro-semary Ramsden, listmálari
frá Welsh, og Frank St. John
Christie, sem rak teplantekru í
Assam. Þau skildu þegar Chris-
tie og bróðir hennar voru börn.
» Auk myndanna, sem nefndareru í greininni, hefur Chris-
tie m.a. leikið í Fahrenheit 451,
Far from the Madding Crowd,
Memoirs of a Survivor, Heat and
Dust, The Railway Station Man,
Hamlet, Afterglow, Harry Potter
and The Prisoner of Azkaban,
Finding Neverland og Troy.
» Þrjár tilnefningar til Ósk-arsverðlauna sem besta leik-
kona í aðalhlutverki, Darling
1966 (vann), McCabe & Mrs. Mill-
er 1972 og Afterglow 1998. Þá
eru ótaldar BAFTA-tilnefningar
og fjöldi verðlauna og við-
urkenninga á kvikmyndahátíð-
um.
SVIPMYND»
Leikkonan Julie Christie, sem ásamt Bítlunum og fleiri, var helsta táknmynd ungu kynslóðarinnar
á sjöunda og áttunda áratugnum, leikur Alzheimers-sjúkling í mynd sem sópar að sér verðlaunum
Goðsögn Julie Christie túlkaði
hina siðblindu og yfirborðslegu
Diane í Darling með eftirminnileg-
um hætti. Bretar höfðu eignast sína
„darling“.
AP
Sjampó Julie Christie og Warren Beatty í Shampoo frá 1975. Þau áttu í
sambandi 1967 til 1974 og hélst með þeim vinátta eftir að upp úr slitnaði.
Það er