Morgunblaðið - 12.08.2007, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 12.08.2007, Qupperneq 23
irætlunum því stúlkan heillaðist svo af bóhemísku lífi listamanna í heimsborginni, að hún ákvað að helga líf sitt listum. Fyrsta skrefið var að innrita sig í Central School of Speech and Drama í London og þar með voru örlögin ráðin. Aðeins sextán ára var hún farin að leika á sviði í Frinton- leikhúsinu í Essex. Þótt henni byð- ist að fara með leikflokknum til Bandaríkjanna, kunni hún aldrei al- mennilega við sig á leiksviðinu. Hún stefndi á kvikmyndaleik og varð himinlifandi þegar henni bauðst hlutverk í vísindaskáldskapar sjón- varpsþáttaröðinni, A for Andro- meda, árið 1961. Eftir það var eins og hlutverkin kæmu á silfurfati. Þótt sjöundi og áttundi áratugurinn hafi verið hennar mesta blómaskeið, hefur hún leikið nógu mikið til að nafn hennar hefur ekki fallið í gleymsk- unnar dá. Sjálf er hún ekki mikið fyrir að hafa sig í frammi og sagði nýverið í viðtali á BBC að þáttur sinn í kvikmyndasögunni skipti engu máli. „Ég hef barist ötullega við að komast yfir sumt það slæma, sem fylgir mikilli frægð og aðdáun. […] Mér var spillt hræðilega á tímabili,“ upplýsti hún meðal ann- ars. Einkalífið og þykjustulífið Christie hefur alla tíð kappkostað að halda einkalífi sínu utan við fjöl- miðla, en varð ekki alltaf kápan úr því klæðinu á árunum áður, sér- staklega ekki þegar hún átti kær- asta, sem vildu að eftir sér væri tekið. Landi hennar, leikarinn Te- rence Stamp, var einn þeirra í byrj- un frægðarferils beggja. Á árunum 1967 til 1974 átti hún í ástarsambandi við bandaríska leik- arann Warren Beatty og fluttist með honum til Los Angeles. Þótt Beatty hefði orð á sér fyrir að vera óforbetranlegur piparsveinn og kvennabósi, mun hann hafa beðið Christie, en hún hafnað bónorðinu. Af hálfu Christie komu hjónaband og barneignir ekki til greina. Þau léku saman í nokkrum mynd- um, t.d. McCabe & Mrs. Miller 1971 og Shampoo 1975 og Heaven Can Wait 1978, enda góðir vinir eftir að leiðir skildi. „Leikarar vilja athygli og að allt snúist um þá. Ég er mjög róleg og kýs að tala við færri en fleiri. Fyrir mér var þetta [lífið í LA] eins og viðvarandi kokteil- partý, án drykkjanna. Ég var að fjarlægjast hið raunverulega líf og fara inn í þykjustulíf. Ég er ekki fyrst og fremst leikkona - og hef aldrei verið,“ sagði Christie nýverið í viðtali við Saga Magazine, tímariti fyrir fimmtuga og eldri. Baráttukona Eftir skilnaðinn við Beatty sneri Christie til raunveruleikans á Bret- landi og sýndi að í henni bjó pólitísk hugsjónakona. Hún hóf til að mynda baráttu fyrir ýmsum fé- lagslegum réttindum, umhverfis- vernd og kjarnorkuafvopnun og gegn misþyrmingu á dýrum í þágu manneldis. Hún lætur slík málefni sig enn þá varða og henni er sér- staklega umhugað um að vel sé far- ið með dýr. Christie hefur aldrei gifst og á engin börn, en hefur búið með Duncan Campbell blaðamanni frá árinu 1979, þar af fimm ár í Los Angeles í lok tíunda áratugarins, þegar hann var fréttaritari þar í borg fyrir The Guardian. Að sögn Christie var þá allt með öðrum brag, enda þurfti hún ekki að eiga neitt saman að sælda við kvik- mynda- eða markaðsfólk. Þau búa núna í austurhluta Lundúna, en eiga líka heimili í Wa- les. Campbell starfar enn sem blaðamaður hjá The Guardian og Christie helgar sig baráttumálum sínum og hefur annað slagið ljáð máls á að leika í myndum sem henni hugnast. Annars kveðst hún una sér best fjarri heimsins glaumi. Á næsta ári er þó allt eins líklegt að hún lendi þar í miðri hringiðunni um stund- arsakir a.m.k., verði hún tilnefnd til Óskarsverðlauna fyrir leik sinn í Away from Her. Íslendingar geta svo dæmt um hvort hún yrði vel að sigrinum komin því myndin verður sýnd á Bíódögum Græna ljóssins 15. til 29. ágúst. MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12. ÁGÚST 2007 23 Auður Jónsdóttir og Þórarinn Leifsson audur@jonsdottir.com | totil@totil.com S íðustu daga hefur verið algjör gúrka í fjölmiðlum fyrir utan venjulegar fréttir af stríðsátökum og kvikmyndastjörnum. Er þetta lognið á undan storminum? spurði Þórarinn. Frekar sumarstilla í Skandinavíu, geispaði Auður og glápti út um rútuglugga meðan þau siluðust til Stokkhólms frá ár- legu þingi norrænna móðurmálskennara í Sigtuna; meðfram dimmum skógum, gulum ökrum, tjörnum með rómantískum bryggju- stúfum og rauðum bjálkahúsum. Mér finnst þetta alveg stórfurðulegt, andvarpaði Þórarinn svo hún leit loksins spyrjandi á hann. Í þessari gúrku hafa furðufréttir verið áberandi, útskýrði hann. Þær hafa slæðst inn í alla netmiðla eins og … já, eins og eitt- hvað sé undirliggjandi. Hún hváði: Undirliggjandi! Hann kinkaði kolli. Já, loftið er lævi blandið; ekkert eins og það sýnist. Það hefur tekið mig allan daginn að fatta að stemningin minnir á byrjunina í Meistaranum og Margarítu eftir Búlgakoff. Hún gat ekki stillt sig um að spyrja hvort honum hefði verið byrlaður torkennilegur mjöður hjá móðurmálskennurunum en þagnaði þegar hann dró glósubók upp úr pússi sínu og tók að lesa upp sérviskulegar athuganir sínar á fréttum vikunnar: Á Guardian.co.uk var fjallað um bresk- an barnfóstrumorðingja, Lúkas lávarð, sem hefur verið á flótta í rúmlega þrjátíu ár; hann átti að hafa dúkkað upp í bíl með pokarottu í aftursætinu – en í ljós kom að ekki var um morðingjann að ræða heldur réttan og sléttan róna – ásamt pokarottu. Á Avisen.dk var frétt um ítalskan mann sem faldi sig mánuðum saman úti í skógi af skömm yfir því að hafa smitast af eyðni. Þegar hann kom loksins úr felum reyndust ein- kennin aðeins vera saklaus sýking. Á Elpais.com var önnur furðufrétt um Ítala, nefnilega listamanninn Piero Manzoni, sem átti að hafa sett kúk í dósir fyrir fjörutíu árum – en nú lítur út fyrir að það hafi verið gifs í dós- unum sem hafa undanfarið verið seldar fyrir níutíu og sjö þúsund evrur. Í veröldinni er ekkert sem sýnist. En pældu í því sem er raunverulega jafn- geggjað og það virðist vera! Bara á íslensku netmiðlunum las ég að slétt- umýs reyni að leggja undir sig Spán, bjór hafi ráðist á konu í nágrenni Stokkhólms, íslenskir jarðeðlisfræðingar búist fastlega við gosi á næstunni og gríðarleg monsúnflóð geysi í Suður-Asíu. En á fréttavef BBC.com stendur að heimskautaísinn bráðni hraðar en spár segi til um svo heim- skautasumur verða jafnvel íslaus um miðja öldina. Og á Spiegel.de.in- ternational er frétt um fjögur hundruð sprunguskemmdir sem fundust skyndilega í minnismerki um helförina í Berlín. Þar er líka að finna rús- ínuna í pylsuendanum: Plötusafn Hitlers kom nýlega í leitirnar í Moskvu! Hann virðist hafa sökkt sér ofan í tónlist andstæðinga sinna þegar halla fór undan fæti: Tsjaíkovskí, Borodín og Rachmaninoff. Upptalningin hætti um leið og slánalegur maður í köflóttum jakkafötum leiddi barn með kisugrímu inn í rútuna. Fölur stundi Þórarinn að hann skynjaði kraumandi undiröldu; einhvers staðar biði kvika eftir því að gjósa … vonandi væri ekki heimsendir í nánd. Hún bað hann að róa sig því fréttir í einmitt þessum dúr væru daglegt brauð. Svo yppti hún öxlum: En hver veit! Kannski liggur eitthvað drast- ískt í loftinu. Á flestum þessum netmiðlum má finna frétt þess efnis að hlutabréf hafi snarlækkað út um allan heim og það megi rekja til fast- eignabrasks í Bandaríkjunum. Þessi frétt minnir á óreiðukenninguna; fiðr- ildi sem blakar vængjunum og veldur fellibyl í annarri heimsálfu. Kemur fasteignabrask í Bandaríkjunum til með að snerta okkur sem eigum engin hlutabréf? Núna var það hann sem starði þegjandi út um gluggann. Rútan silaðist áfram meðfram kyrrum tjörnum og dimmum skógum. Og hlutabréfin héldu áfram að lækka. Þau lækkuðu og lækkuðu meðan rútan færðist nær Stokkhólmi. FÖST Í FRÉTTANETI» Í veröldinni er ekkert sem sýnist. En pældu í því sem er raunveru- lega jafngeggjað og það virðist vera! Höfundar eru heimavinnandi hjón í Barcelona. Heimsendir í nánd – eða bara Stokkhólmur Síðsumarveisla Heimsferða frá kr. 14.990 Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is Munið Mastercard ferðaávísunina Heimsferðir bjóða síðustu sætin í síðsumarsólina austan hafs og vestan á frábærum kjörum. Tryggðu þér síðbúið sumarfrí á ótrú- legu verði! Nánar á www.heimsferdir.is. Síðustu sætin Fuerteventura - síðustu sætin 21. ágúst örfá sæti - 2 vikur frá kr. 34.990 4. sept. örfá sæti - 2 vikur frá kr. 34.990 Montreal - Kanada - síðustu sætin 16. ágúst 7 sæti frá kr. 29.990 23. ágúst 19 sæti frá kr. 29.990 30. ágúst örfá sæti frá kr. 29.990 6. sept. örfá sæti frá kr. 29.990 13. sept. örfá sæti frá kr. 29.990 20. sept. örfá sæti - 8 nætur frá kr. 29.990 Mallorca - síðustu sætin 17. ágúst örfá sæti - 2 vikur frá kr. 44.990 24. ágúst nokkur sæti frá kr. 29.990 31. ágúst nokkur sæti frá kr. 29.990 Costa del Sol - síðustu sætin 22. ágúst örfá sæti frá kr. 39.990 29. ágúst nokkur sæti frá kr. 39.990 5. sept. nokkur sæti frá kr. 39.990 12. sept. nokkur sæti frá kr. 39.990 19. sept. örfá sæti - 10 nætur frá kr. 44.990 Króatía & Trieste - síðustu sætin 19. ágúst 10 sæti frá kr. 24.990 26. ágúst örfá sæti frá kr. 24.990 2. sept. örfá sæti frá kr. 39.990 9. sept. 9 sæti frá kr. 44.990 16. sept. örfá sæti frá kr. 39.990 Alicante - Benidorm - síðustu sætin 16. ágúst 11 sæti frá kr. 14.990 23. ágúst 16 sæti frá kr. 34.990 30. ágúst nokkur sæti frá kr. 29.990 6. sept. nokkur sæti frá kr. 34.990 13. sept. nokkur sæti frá kr. 34.990 20. sept. örfá sæti - 6 nætur frá kr. 34.990 Barcelona/Lloret de Mar - síðustu sætin 17. ágúst 14 sæti - vikuferð frá kr. 49.990 24. ágúst 16 sæti - vikuferð frá kr. 49.990 7. sept. 6 sæti frá kr. 39.090 14. sept. vikuferð - fullt fæði frá kr. 49.990 21. sept. 11 sæti frá kr. 39.090 Frábær sértilboð - í ágúst og sept. Birt með fyrirvara um prentvillur, uppseldar brottfarir og verðbreytingar.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.