Morgunblaðið - 12.08.2007, Qupperneq 34
I.
Það var fimmtudaginn 5. júlísl., að við hjónin flugum tilÍsafjarðar til þess aðhalda upp á 80 ára afmæli
mitt daginn eftir, hinn 6. júlí. Jafn-
framt var þetta 43 ára hjúskapar-
afmæli okkar hjóna. Við höfðum
tryggt okkur herbergi 508 á Hótel
Ísafirði, en það er með jafnbestu
„svítum“ á landinu. Næsta dag
héldum við af stað til Ingjaldssands
með fjallabíl Ástþórs Ágústssonar
(f. 1949) fyrrum bónda að Múla í
Nauteyrarhreppi og var því nokkuð
jafnt á með okkur komið, báðir upp-
flosnaðir bændur, ég frá Álftanesi á
Mýrum en hann frá Múla.
Lá leið okkar í gegnum göngin í
Breiðadalsheiði í Önundarfjörð, yfir
Gemlufallsheiði, síðan sem leið ligg-
ur hjá Mýrum í Dýrafirði, Núpi og
Gerðhömrum, þar til lagt var á
Sandsheiði (534 m.y.sm.) Við höld-
um hiklaust áfram að Sæbóli II, þar
sem Elísabet Pétursdóttir (f. 1957)
rekur hannyrðaverslun, en hún er
ekki heima, líklegast í innkaupum,
þar sem helgi fer í hönd. Hún er al-
mennt kölluð Betty.
Kirkja er á Sæbóli II og er hún
opin og skoðum við hana, en vitum
ekki að undir kirkjugólfinu er safn-
aðarheimili, en það bíður seinni
tíma. Við göngum niður að strönd-
inni en hún er ægifögur þegar
brimið leikur sér við hana. Grípum
tvo sérstæða steina til minningar.
Þegar Óskar Einarsson (1893-
1967) þá læknir á Flateyri, ritar í
Árbók Ferðafélags Íslands, árið
1951, kaflann um Ingjaldssand, seg-
ir þar m.a.: „Frá alda öðli hafa sex
jarðir verið í sveitinni: Sæból, Álfa-
dalur, Hraun, Háls, Brekka og Vill-
ingadalur. Venjulega var tví-, þrí-
eða fjórbýli á jörðum þessum og ár-
ið 1703 búa 100 manns í hreppnum.
Þórkatla ríka Jónsdóttir hefur orðið
Sandmönnum svo minnisstæð, að
þeim hættir við að tengja flestar
fornar sagnir við hana. Hún var
ættuð frá Flatey á Breiðafirði, dótt-
ir Jóns bónda Torfasonar (d. 1661),
þess er gaf Brynjólfi biskupi
Sveinssyni (1605-1675) Flateyj-
arbók.“
II.
Í Landnámu segir svo: „Ingjald-
ur Brúnason nam Ingjaldssand á
milli Hjallaness og Ófæru.“ Í ritinu
Landið þitt Ísland eftir Steindór
Steindórsson og Þorstein Jósepsson
er Ingjaldssandi þannig lýst: „Dal-
ur milli Hrafnaskálanúps og Barða
við sunnanverðan Önundarfjörð.“
Ekki vita menn, hvar Ingjaldur
bjó, en margir telja að hann hafi
búið í Álfadal, þar sem fjórði maður
frá honum, Ljótur spaki, bjó. Ljót-
ur seldi Grími kögra á Brekku, læk
til áveitu. Mun það vera fyrsta
áveita, sem getið er um á Íslandi.
Af þeim kaupum spruttu síðan deil-
ur og vígaferli. Þessi lækur og foss-
inn í honum er frá fornu fari nefnd-
ur Ósómi. Nú er hann oftast
nefndur Hálsfoss og lækurinn
Þverá.
III.
Guðmundar saga
refaskyttu Einarssonar
Hann var fæddur á Heggstöðum
í Andakílshreppi í Borgarfjarðar-
sýslu 19. júlí 1873 og dó 22. júlí
1964, 91 árs gamall. Foreldrar hans
voru Einar bóndi á Heggstöðum
(1837-1884) og kona hans Guðrún
(1877-1967) Magnúsdóttir á Eyri í
Flókadal og Tungufelli í Lund-
arreykjadal, Eggertssonar. Theo-
dór Gunnlaugsson frá Bjarmalandi í
Öxarfirði (1901-1985) hefur ritað
ævisögu Guðmundar og nefnist hún
Nú brosir nóttin og kom út hjá
POB á Akureyri 1960. Er þetta
með merkustu bókum sem ég hefi
lesið og ætti að vera skyldulesning í
öllum framhaldsskólum, jafnvel í
Háskóla Íslands. Hann missir föður
sinn kornungur og móðir hans
stendur uppi með sex börn innan
við fermingu og eitt aðeins hálfs-
mánaðar gamalt. Guðmundur var 9
ára er hann missir föður sinn, sem
drukknaði í Grunnafirði skammt
norðan við Akranes, er hann var á
heimleið úr kaupstaðarferð. Þrátt
fyrir ungan aldur féll fljótlega mikil
ábyrgð á hinar ungu herðar og er
saga bernsku- og unglingsáranna
eilíf barátta við hreppsnefndir og
oddvita þeirra, sem lítt voru kunnir
fyrir miskunn og enn ófróðari um
hinn miskunnsama Samverja. En
fjölskyldan gafst aldrei upp og er
þátturinn um viðskipti Guðmundar
við Andrés Fjeldsted (1835-1917)
óðalsbónda á Hvítárvöllum mikils
virtan héraðshöfðingja, ein minn-
isstæðasta frásögnin í bók Theo-
dórs. Andrés var einnig hreppstjóri
í sinni sveit. Mannýgt naut frá
Hvítárvöllum, nefndur „Spánski
boli“ réðst að Guðmundi litla og
taldi sig eiga alls kostar við hann en
sá litli gafst ekki upp, kom bola inn
í fjárhúsin á Heggstöðum, þar sem
hann varð fastur í heytóft en sá litli
komst upp á vegginn við tóftina og
lét hellur dynja á baki og haus bola,
þannig að hann varð mjög sár og
blæddi úr sárunum. Síðan barst
leikurinn út í mýri, þar sem boli
stóð fastur en þangað elti Guð-
mundur litli hann með staur og lét
höggin dynja á honum.
Andrés gaf Guðmundi tvær krón-
ur að loknum viðskiptum þeirra og
mælti: „Hafðu þetta fyrir það
óvenjulega hugrekki og þá hrein-
skilni sem þú hefur sýnt. Það virð-
ist ekki vera til neins að ógna þér.
Þetta líkar mér vel. Svona skaltu
alltaf vera. Ég ætlaði ekki að gera
þér neitt illt. Ég var aðeins að
reyna kjark þinn. Mig grunaði
þetta eftir að þú áttir við bola. Nú
veit ég að þú lætur ekki beygja þig
fremur en hann faðir þinn. Með
þetta veganesti munt þú komast
áfram þó eitthvað erfitt verði á vegi
þínum, vertu nú sæll.“ Síðar á æv-
inni komu þessi orð Andrésar oft
upp í huga Guðmundar.
IV.
Guðmundur Einarsson stundaði
refaveiðar í 53 ár, frá tvítugu til 73
ára aldurs. Hafa fáir Íslendingar
haldið svo lengi út í baráttunni við
rebba. Eigi er talið að hann hafi átt
mörg „feilskot“, maðurinn var af-
burðaskytta meðan sjón entist.
Kristján, (1918-1988) sonur hans,
tók við búi á Brekku á Ingjalds-
sandi árið 1947 og er húsið að
Brekku nýtt af börnum hans, en
þau voru tíu. Eitt þeirra er kjarn-
orkukonan Helga Dóra bóndi í Tröð
í Önundarfirði, gjaldkeri hjá Sýslu-
manninum á Ísafirði, formaður
Sambands vestfirskra kvenna,
skógarbóndi, sauðfjárbóndi svo eitt-
hvað sé nefnt.
Guðmundur Einarsson varð þjóð-
sagnapersóna í lifanda lífi. Hann
hóf búskap á Brekku árið 1909 og
stýrði búi þar í 37 ár, og andaðist
þar 91 árs að aldri 22. júlí 1964.
Hann eignaðist 21 barn með tveim-
ur konum og komust 16 upp. Þrátt
fyrir barnamergðina þurfti grenja-
skyttan á Brekku aldrei að þiggja
sveitarstyrk. Refaveiðarnar urðu
Guðmundi allt í senn, „íþrótt, vís-
indi og ótrúlega drjúg tekjulind“.
Hann lá á grenjum í 2.469 nætur og
veiddi 2.464 dýr auk verðlítilla yrð-
linga.
V.
Hinn 2. júlí 1947 ritar Ingimar
Jóhannesson, fulltrúi á Fræðslu-
málaskrifstofunni, afmælisgrein um
Guðrúnu Magnúsdóttur konu Guð-
mundar Einarssonar: „Víst er, að
þegar litið er yfir æviferil þeirra
Brekkuhjóna, þá verður hlutur hús-
freyju ekki talinn minni, þegar um
ræðir hve vel þeim hefur farnast.
Ég veit að Guðmundur bóndi vinur
minn telur hlut Guðrúnar stórum
meiri, einkum varðandi barnaupp-
„Áttræður á Ingjaldssandi“
Kirkjan á Sæbóli (Sæbólskirkja). Guðmundur Einarsson refaskytta.
Eftir Leif Sveinsson
!
" #
$%
!
!
&
!!
'
(
#
#
Ástþór bílstjóri okkar og Halldóra Árnadóttir kona greinahöfundar.
Það er
ferðalýsing
34 SUNNUDAGUR 12. ÁGÚST 2007 MORGUNBLAÐIÐ