Morgunblaðið - 12.08.2007, Page 35

Morgunblaðið - 12.08.2007, Page 35
Fjaran við Ingjaldssand. eldið. Hún hefur staðið við hlið bónda síns með framúrskarandi dugnaði og ósérplægni, vinnusöm, hagsýn og stjórnsöm. Fyrr á árum hafði hún alla stjórn heimilisins á hverju vori, þegar Guðmundur var að heiman við refaveiðar eða aðra vinnu og börnin öll í ómegð. Þjóðin er í þakkarskuld við svona hús- freyjur og þarf að eiga þær sem flestar.“ VI. Viðskipti þeirra Theodórs Gunn- laugssonar og Guðmundar refa- skyttu eru afar sérstæð. Af hend- ingu hlustar Theodór á útvarps- erindi þar sem sagt er frá þessum sérstæða manni, Guðmundi refa- skyttu. Hann setur sig í samband við Guðmund og fær frá honum á næstu árum 1.096 bréf, það fyrsta skrifar Guðmundur Theodóri 22. febrúar 1944. Bréf bárust frá Guð- mundi í samfellt fimmtán ár. Ekki hefur orðið af endurútgáfu bókar- innar Nú brosir nóttin en vonandi verður af því sem fyrst, svo hún verði ekki aðeins „Handbók skot- veiðimanna“ eins og frændi minn kallaði hana. Bók þessi er sígild og á erindi við alla landsmenn, jafnt unga sem gamla.  Heimildir: 1) Landnáma II., Hið íslenska fornrita- félag, Reykjavík 1968, Jakob Benediktsson sá um útgáfuna, bls.183-185. 2) Árbók Ferðafélags Íslands 1951, bls. 87- 93. 3) Landið þitt Ísland, 2. bindi, H-K, bls. 191, Örn & Örlygur hf., 1981. 4) Theodór Gunnlaugsson, „Nú brosir nótt- in“, Æviminningar Guðmundar Ein- arssonar refaskyttu, POB 1960. 5) Ferðafélag Ísl. árbók 1999 eftir Kjartan Ólafsson, „Firðir og fólk“ (bls. 270-294). 6) Húsfreyjan, 2. tbl. 58. árg., bls. 32-33. Séð heim að Brekku á Ingjaldssandi. Höfundur er lögfræðingur í Reykjavík.Sæból II. MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12. ÁGÚST 2007 35 Fasteignasala Lögmanna Suðurlandi Austurvegi 3 - 800 Selfossi sími 480 2900 - www.log.is Löggiltir fasteignasalar: Ólafur Björnsson hrl. Sigurður Sigurjónsson hrl. og Christiane L. Bahner hdl. VIÐSKIPTATÆKIFÆRI Á SUÐURLANDI Vorum að fá í einkasölu veitingastaðinn Kaffi Krús sem er mjög vel staðsett við Austurveg á Selfossi. Um er að ræða veitingastað í fullum rekstri með góðri eldunar- aðstöðu, þremur veitinga- sölum, stórum palli/útiveit- ingasvæði með aðgengi beint úr eldhúsi. Nánari upplýsingar veitir Steindór Guðmundsson hjá Lögmönnum Suðurlandi

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.