Morgunblaðið - 12.08.2007, Side 36

Morgunblaðið - 12.08.2007, Side 36
ferðafélag íslands 36 SUNNUDAGUR 12. ÁGÚST 2007 MORGUNBLAÐIÐ Í vetur verður frítt í strætó fyrir framhalds- og háskólanema á höfuðborgarsvæðinu. Nú geturðu lesið blöðin, sötrað kaffi og fundið ástina á leiðinni í skólann. Allt frítt. FRÍTT Í STRÆTÓ FYRIR NÁMSMENN! Nánari upplýsingar á rvk.is/betristraeto og á straeto.is Ífyrirhugaðri fossagöngu verðaskoðuð vel geymd leyndarmálíslenskra óbyggða, sem allt offáir hafa séð og notið. Umrædd gönguleið liggur með Þjórsá vestanverðri á Gnúpverja- afrétti. Þar rennur Þjórsá í gljúfri sem hún hefur myndað í aldanna rás og þar eru fossarnir Kjálkaversfoss, Dynkur og Gljúfurleitarfoss, hver og einn með sínu lagi. Í þessari göngu er farið hjá þeim tveimur síðar- nefndu. Fleiri fossar og vatnsföll eru á leiðinni því einnig er gengið með þremur bergvatnsám sem falla í Þjórsá, Dalsá, Hölkná og Geldingaá, sem allar skarta einstaklega fögrum fossum, háum og lágum. Einn þeirra geta fimir menn gengið upp í orðsins fyllstu merkingu! Þessi leið sem hér er lýst er ekki ökufær og sennilega er það orsökin fyrir því hve fáum er kunnugt um þetta landsvæði. Ferðatilhögun Fossaferðin hefst við félagsheim- ilið Árnes í Skeiða- og Gnúpverja- hreppi. Þangað þurfa menn að koma sér sjálfir í rútuna sem fylgir hópn- um. Strax í upphafi ferðar, má líta fegurð Þjórsár í mynni Þjórsárdals á svæðinu frá Minna-Núpi og við land- námsbæinn Haga. Þar er nú deilt um hvort flúðir, eyjar og landsvæði hverfi undir miðlunarlón. Ekið er inn Þjórsárdal og inn Gnúpverjaafrétt sem liggur með Þjórsá frá Þjórs- árdal að Hofsjökli og er innsti hluti hans sjálf Þjórsárver. Sjálf gangan hefst við Dalsá og er henni fylgt þar til hún rennur í Þjórsá. Landslag við ána er afar fag- urt og um margt sérstakt. Á einum stað fellur þessi vatnsmikla á í þröngum klettastokki sem nefnist Hlaupið. Fræknustu menn hafa hlaupið þar en aðrir skyldu ekki reyna. Á öðrum stöðum dreifir Dalsá úr sér og fellur í breiðfossum og flúð- um sína leið. Þjórsá er fylgt að Dynk sem mörgum finnst stórkostlegasti foss landsins. Hann er 38 metra hár og fellur fram af mörgum stöllum og myndar fossakerfi. Þar eru fögur form og margbreytilegir regnbogar, eins og litagos þegar sólin skín. Að endingu er gengið á Kóngsás þar sem rútan bíður göngufólks og flytur það í hús í Gljúfurleit þar sem boðið er upp á heitan kvöldmat, kvöldvöku og gistingu. Á seinni degi Fossagöngunnar er Hölkná fylgt að Þjórsá en árnar tvær mynda tanga sem heitir Ófæru- tangi. Þar er hár og breiður slæðufoss, fallegasti foss landsins segja sumir. Hann er nafnlaus, líklega af því að ekkert nafn er nógu gott fyrir svo fagran foss, og rennur niður í gljúfur mikið. Innan við Ófærutanga eru Skóg- arbrekkur en þangað ná efstu skóg- arleifar við Þjórsá. Skammt framan við Ófærutanga er Gljúfurleitarfoss. Þar steypist Þjórsá fram af 28 metra hárri brún. Skammt þar frá er annar tangi, Geldingatangi, sem skagar fram á milli Þjórsár og Geldingaár. Þótt Geldingaá sé ekki mikið vatns- fall þá skartar hún mörgum fögrum fossum þar sem hún fellur stall af stalli á leið sinni í fljótið mikla, Þjórsá. Síðasti spölur Fossagöng- unnar liggur upp með Geldingaá. Öræfakyrrð og lítt spillt land Það svæðið sem skoðað er í Fossa- göngu FÍ er að mestu vel gróið og þar eru margar gróðurtegundir, m.a. allar innlendar víðitegundir, birki og einir. Þetta er hluti af því svæði sem margir vilja að verði gert að friðlandi og tengist Friðlandi Þjórsárvera og var í tillögum Umhverfisstofnunar um friðlýsingar í Náttúruverndar- áætlun 2004-2008. Sú tillaga var byggð á hugmyndum Áhugahóps um verndun Þjórsárvera um að stækka friðland Þjórsárvera þannig að það næði yfir öll verin og tengdist síðan enn stærra friðlandi sem næði yfir gljúfur Þjórsár ásamt nærliggjandi svæðum suður að Sultartangalóni. Á þessu svæði er enn að finna öræfakyrrð og nær óspillt land og gönguleiðin er fjarri vegum. Þjórsá hefur hins vegar misst um 40% af vatni sínu til Kvíslnaveitna og eru fossarnir að sama skapi vatnsminni en náttúran ætlaði þeim. Enn er ekki búið að útiloka að Þjórsá verði svipt meira vatni því ekki er enn búið að kasta rekunum yfir Norðlingaöldu- veitu. Fossar á Gnúpverjaafrétti Stiklað yfir Hölkná Á seinni degi Fossagöngunnar er Hölkná fylgt að Þjórsá en árnar tvær mynda Ófærutanga. Fossaganga Ferðafélags Íslands verður helgina 18.-19. ágúst og er ferðin nú farin í fimmta sinn. Að þessu sinni er gengið um Þjórsá vestanverða á Gnúpverjaafrétti og munu þær Sigþrúður Jónsdóttir og Björg Eva Erlendsdóttir, sem báðar eru heimamenn í Gnúp- verjahreppi, vísa veginn. Séð frá suðri Dynkur sem margir kalla konung íslenskra fossa. „ÞEGAR á heild- ina er litið hefur allt gengið mjög vel hjá okkur í sumar og veðrið hefur leikið við okkur,“ segir Erna Bergþóra Einarsdóttir, skálavörður í Landmannalaug- um. Hún segir að umgengni í skál- anum og á svæðinu hafi verið með miklum ágætum. „Við kvörtum ekki þegar hver og einn hugsar um sitt rusl,“ segir hún og brosir, „og stemningin hjá okkur skálavörðum hefur sannarlega verið fín.“ Ferðamenn í Landmannalaugum koma úr ýmsum áttum. „Já, þetta er fólk á öllum aldri og svo virðist sem skipulagðar dagsferðir hafi aukist og það er greinilegt að eldri borgarar kunna vel að meta þær. Hingað kem- ur líka talsvert af ungu fólki, sem er jafnvel nýkomið með bílpróf og þráir að komast út í náttúruna og fjöl- skyldur, stórar og smáar, njóta hér samveru.“ Ferðafélagið reisti fyrst sæluhús í Landmannalaugum árið 1951 en nú- verandi hús er að stofni til frá árinu 1969. Það stendur við jaðar Lauga- hrauns, við heitar uppsprettur sem njóta mikilla vinsælda. „Laugin hef- ur sannarlega mikið aðdráttarafl,“ segir Erna en þangað leita margir göngugarpar til að hvíla lúin bein. Góð nýting á skálanum Frá Landmannalaugum eru einnig fjölmargir aðrir skemmtilegir göngumöguleikar, á Bláhnúk, á Brennisteinsöldu, á Skalla, Hatt og Reykjakoll, í Suðurnámur og á Há- öldu og í Brandsgil eða Sveinsgil, svo eitthvað sé nefnt. Þeir sem lengra vilja leita geta farið í Jökulgil eða upp á Torfajökul. Nýtingin á skálanum hefur verið mjög góð. „Hér er alltaf fullt og nóg að gera,“ segir Erna en pláss er fyrir 75 manns í kojum og á dýnum. Húsið er upphitað en gas er notað til elda- mennsku. Þar eru pottar og pönnur, leirtau og hnífapör. Auk gistiskála er þar stórt hreinlætishús með sturtum og vatnssalernum. Tjaldstæði eru á flötunum í grennd við skálann. Erna er ekki farin að hugsa til næsta sumars en þegar störfum hennar sem skálavörður lýkur í haust ætlar hún að leggja fyrir sig einkaþjálfun fram að áramótum en þá fer hún í nám í íþróttalýðháskóla í Árósum í Danmörku. Erna Bergþóra Ein- arsdóttir, skálavörður í Landmannalaugum Erna Bergþóra „Hér er alltaf fullt og nóg að gera.“ Alltaf fullt og nóg að gera

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.