Morgunblaðið - 12.08.2007, Qupperneq 39
Íslenskukennsla Nokkrir nemendur og kennarar Íslenskuskólans í Hollandi sem starfræktur hefur verið síðustu
tólf árin af foreldrum barnanna, með stuðningi frá íslenskum fyrirtækjum og menntamálaráðuneytinu.
leikara. Nemendur skólans og
fjölskyldur þeirra fengu meðal
annars að njóta hæfileika þeirra á
sýningunni „Töfraveröld tóna og
hljóða“ sem er skemmtileg og
fræðandi dagskrá sem þau hafa
sett saman fyrir börn á leik-
skólaaldri. Dagskráin felur í sér
hljóðfærakynningu þar sem sögð
er sagan af Jóni bónda með ýmiss
konar hljóðum og tónum. Íslensk
þjóðlög eru spiluð og sungin, farið
með vísur og þulur og leikur Steef
meðal annars undir á skyrdós,
sandpappír og steinaspil, sem Páll
dið við í Hollandi
Guðmundsson, myndlistarmaður á
Húsafelli, bjó til handa honum.
Komust í sjónvarpsþátt
Utan hefðbundins skólatíma
hefur hópur nemenda Íslensku-
skólans farið saman á söngleik og
nokkur þeirra urðu svo lánsöm að
komast að í sjónvarpsþætti hjá
K3, sem er vinsælt stúlknaband í
Belgíu og Hollandi, þar sem elstu
stúlkurnar, Íva Marín og Ýr
Aimee, hjálpuðu til við að elda ís-
lenskan mat og kynna landið. Um
miðjan maí síðastliðinn voru
skólaslit Íslenskuskólans svo
haldin að venju með veglegri
grillveislu þar sem viðburðaríkt
skólaárið var kvatt.
Með tólfta starfsár skólans að
baki er ljóst að Íslenskuskólinn
hefur skipað sér fastan sess í lífi
margra íslenskra barna í Hollandi
og þjónar vel mikilvægu hlutverki
sínu í að viðhalda þekkingu þeirra
á íslenskri tungu og menningu.
hannalara@hetnet.nl | bjorg@planet.nl
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12. ÁGÚST 2007 39
Skógarhlíð 18 · 105 Reykjavík
Sími: 591 9000 · www.terranova.is
Akureyri sími: 461 1099
Hafnarfjörður sími: 510 9500
Bibione
í ágúst og september
frá kr. 49.995
Terra Nova býður einstakt tilboð á gistingu á Planetarium Village í lok
ágúst og í september. Glæsilegt nýtt íbúðahótel á Bibione ströndinni
um 400 m. frá miðbænum. Frábær aðbúnaður og einstaklega fallegar
og glæsilegar íbúðir þar sem hvergi hefur verið til sparað. Stórt sund-
laugasvæði með frábærri aðstöðu, móttöku, sundlaugarbar og
skemmtilegu leiksvæði fyrir börnin. Skemmtidagskrá í boði. Góð
eldunaraðstaða, öryggishólf, gervihnattasjónvarp, loftkæling o.fl., o.fl.
í öllum íbúðum. Frábær gistivalkostur á ótrúlegum kjörum! Bibione er
sannkölluð paradís, fyrir fjölskyldur jafnt sem einstaklinga, með ein-
stakar strendur, frábæra veitingastaði og fjölbreytta afþreyingu.
Kr. 49.995
Netverð á mann, m.v. 2 fullorðna og 2 börn, í íbúð í
viku. Aukavika kr. 18.000 á mann.
Kr. 59.990
Netverð á mann, m.v. 2 fullorðna, í íbúð í viku.
Aukavika kr. 18.000 á mann.
Síð
us
tu
sæ
tin
!
Sértilboð á
Planetarium Village
- glæsileg gisting!