Morgunblaðið - 12.08.2007, Side 40

Morgunblaðið - 12.08.2007, Side 40
40 SUNNUDAGUR 12. ÁGÚST 2007 MORGUNBLAÐIÐ 14. ágúst 1977: „Það verður að finna leiðir til þess að tryggja fiskvinnslustöðvum á þessum svæðum jafnara hrá- efni og greiða fyrir því að annars konar samsetning aflans verði ekki jafn óhag- stæð í rekstri og raun ber vitni. Nú er þörf end- urskipulagningar og end- urnýjunar atvinnulífs á Suð- ur- og Vesturlandi, sérstaklega í útgerð og fisk- vinnslu. Það er fyrir löngu orðið tímabært að hnígandi atvinnulífi í þessum tveimur landshlutum verði meiri gaumur gefinn. Þess er að vænta, að stjórnvöld og Al- þingi láti ekki sinn hlut eftir liggja í þessum efnum.“ . . . . . . . . . . 9. ágúst 1987: „Á und- anförnum tíu til fimmtán ár- um hefur orðið mikil breyt- ing á umræðum um íslensk utanríkismál. Stefnan er hin sama og áður og réttmæti hennar er ekki lengur dregið í efa. Nú er rætt um ein- staka þætti svo sem eins og það, hvort þau áform séu skynsamleg að senda banda- ríska flotann til hernaðar- aðgerða eins nálægt flota- stöðvum Sovétmanna á Kóla-skaga og kostur er, ef til ófriðar kæmi. Um þessa stefnu hefur verið deilt í Bandaríkjunum og annars staðar, og nýlega hafa tveir sendiherrar Íslands minnst á hana í Morgunblaðs- greinum.“ . . . . . . . . . . 10. ágúst 1997: „Heildar- útgáfa Íslendingasagna á ensku, sem út kom í gær á vegum Bókaútgáfunnar Leifs Eiríkssonar er menn- ingarlegt afreksverk. Að út- gáfu þessari stóðu í upphafi tveir einstaklingar, Jóhann Sigurðsson og Sigurður Við- ar Sigmundsson, sem lézt á síðasta ári. Þeir fengu til liðs við sig fjölda sérfróðra manna, innlendra og er- lendra en Viðar Hreinsson, bókmenntafræðingur hefur verið ritstjóri þýðinganna. Útgefendurnir tveir lögðu í upphafi fram verulegt stofnfé en hafa síðan fengið myndarleg framlög frá ýms- um aðilum, innlendum og er- lendum. Til þess að ráðast í slíkt þrekvirki, að ekki sé talað um fyrir eigin reikn- ing, þarf hugsjónir, kjark og þrautseigju. Stundum standa menn nánast agndofa frammi fyrir framtakssemi og dugnaði einstaklinga. Svo er að þessu sinni. Íslenzka þjóðin stendur í mikilli þakkarskuld við þá Jóhann Sigurðsson og Sigurð heitinn Viðar Sigmundsson.“ Úr gömlum l e iðurum Einar Sigurðsson. Styrmir Gunnarsson. Forstjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. GLÆPIR MANNSKEPNUNNAR Mannskepnan er versta skepn-an. Í Morgunblaðinu í gærbirtist frásögn af meðferð mannskepnunnar á fjallagórillum í Virunga-þjóðgarðinum í Kongó. Í þessari frásögn segir. „Fjallagórillur eru í útrýmingar- hættu og drápin hafa vakið mikinn óhug meðal náttúruverndarsinna og landvarða, sem leggja líf sitt í hættu á hverjum degi á einum af hættulegustu stöðum heimsins til að vernda górill- urnar og önnur sárafágæt dýr í þjóð- garðinum. Górillurnar voru skotnar í hnakkann eins og um aftökur væri að ræða og ekkert bendir til þess að veiðiþjófar hafi verið að verki […] hræin, sem fundust í þjóð- garðinum voru hins vegar heil og lítil lifandi górilla hjúfraði sig að einu þeirra …“ Í frásögn þessari kemur fram, að nú séu aðeins til í heiminum um 700 fjallagórillur og þar af sé rúmlega helmingur þeirra eða um 380 í Vir- unga-þjóðgarðinum. Mannskepnan lætur sér ekki nægja að drepa fjallagórillur á þessu svæði. Í frásögn Morgunblaðsins kemur fram að veiðiþjófar hafi í einni ferð um þjóð- garðinn drepið þúsundir flóðhesta og að þeim hafi fækkað úr 28 þúsundum í aðeins 350. Einn þjóðgarðsvarðanna, sem kom að þessum ósköpum sagði: „Hvers konar maður getur gert þetta … Eng- in skepna mundi gera þetta.“ Í hinu lýðræðislega lýðveldi Kongó býr fátækt fólk. Um ástandið þar seg- ir í Morgunblaðinu í gær. „Áætlað er að fimm ára stríð í Kongó hafi kostað um fjórar milljónir manna lífið. Stofnanir ríkisins hrundu í stríðinu og algert stjórnleysi hefur ríkt í austurhluta landsins. Verðir þjóðgarðsins hafa reynt af veikum mætti að hafa taumhald á veiðiþjófum og vopnuðum uppreisnarhópum, sem halda til þar og svífast einskis til að kynda undir glundroðanum, í von um að það verði til þess að þeir geti sölsað undir sig náttúruauðlindir Kongó. Líkt og þúsundir annarra Kongó- búa á þessum slóðum hafa verðirnir ekki fengið nein laun í áratug að því er fram kom í grein í Washington Post. Blaðið segir að yfir 150 verðir hafi beðið bana í árásum uppreisnarhópa eða veiðiþjófa, sem herja á fjallagórill- ur og flóðhesta. Hinar ríku þjóðir Vesturlanda geta áreiðanlega gert meira en þær gera í að aðstoða Afríkuþjóðir á vegferð þeirra frá fátækt til bjargálna. En það er augljóst að í málum sem þessum geta þær komið mjög við sögu. Þær geta tekið að sér að sjá um rekstur þjóðgarðs á borð við þann, sem hér kemur við sögu. Þær geta tekið að sér að greiða þjóðgarðsvörðum laun. Þær geta tekið að sér að ráða nægilega marga þjóðgarðsverði til þess að koma í veg fyrir glæpsamlegt fram- ferði af því tagi sem hér hefur verið lýst. Við Íslendingar erum alltaf að leita að hlutverki fyrir okkur sjálfa á al- þjóðavettvangi og stjórnmálamenn okkar hafa verið í misskilinni og stundum broslegri leit að hlutverki fyrir sig í þeim deilum þjóða í milli, sem stórþjóðirnar einar geta haft áhrif á. Við eigum að hætta þessari barna- legu leit en einbeita okkur að verk- efnum sem við ráðum við. Nú er aug- ljóst að við ráðum ekki við jafn stórt verkefni og um er að ræða í Virunga- þjóðgarðinum en vel má vera að við ráðum við önnur verkefni, sem kunna að vera til staðar í umhverfisvernd og dýravernd í Afríku auk þess að ein- beita okkur að grundvallarmálum eins og að tryggja íbúum þorpa í Afríku betra aðgengi að vatni. Glæpaverk mannskepnunnar í Vir- ungaþjóðgarðinum og örlög móður litlu górillunnar, sem hjúfraði sig upp að móður sinni látinni, ættu að verða okkur hvatning til að láta að okkur kveða, þar sem við höfum raunveru- legu hlutverki að gegna. Slík verk mundu veita okkur sem þjóð meiri ánægju en tilraunir fulltrúa okkar til að leika aðalhlutverk á leik- sviði sem við eigum ekkert erindi á. Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ F yrr í sumar sagði Hrafn Bragason, hæstaréttardómari starfi sínu lausu og eftir að það varð opinbert var staðan auglýst og nú liggja fyr- ir umsóknir frá nokkrum lögfræð- ingum um þá stöðu. Frá því að dómarinn sagði starfinu lausu og þar til það varð opinbert að svo væri leið töluverður tími. Á þeim vikum gerði Morgunblaðið ítrekað tilraunir til að fá staðfestingu á því að staða væri laus við Hæstarétt Íslands en þær tilraunir báru ekki árangur. Má það furðu gegna, að slíkt geti verið leyndarmál og ómögulegt að skilja rökin fyrir því. Oft hafa orðið miklar deilur um skipan dómara við Hæstarétt. Á seinni árum hafa slíkar deilur m.a. risið ef talið hefur verið að gengið hafi verið fram hjá konum en einnig ef sjónarmið hafa komið fram um að pólitísk viðhorf hafi ráðið of miklu um val á dómara. Það er t.d. hægt að velta fyrir sér hvort einstakir dómarar hafi reynt að tímasetja lausnarbeiðni sína með hliðsjón af því, hvort breytingar væru í nánd á vettvangi stjórnmálanna. Ósagt skal látið hvort það hafi átt við nú en starfslok fráfarandi hæstarétt- ardómara koma beint í kjölfar stjórnarskipta en niðurstaðan varð sú, að sami dómsmálaráðherra situr fyrir og eftir stjórnarskiptin. Fyrir kosningar og raunar fyrstu dagana eftir kosningar var ekki hægt að útiloka, að vinstri stjórn tæki við völdum og Björn Bjarnason hyrfi úr dómsmálaráðuneyt- inu. Auðvitað er það svo, að miklu máli getur skipt hverjir sitja í æðsta dómstól hvers lands. Kannski kemur þetta skýrast fram í umræðum um skipan dómara í Hæstarétt Bandaríkjanna. Þar er fyrir- komulagið þannig, að forseti tilnefnir nýjan dómara við Hæstarétt Bandaríkjanna en öldungadeildin verður að staðfesta þá skipan. Dæmi eru um að til- nefndur dómari hafi ekki fengið slíka staðfestingu. Í Bandaríkjunum er rætt alveg opið um það, að forseti hverju sinni leitist við að tilnefna dómara, sem talið er að endurspegli að verulegu leyti þau lífsviðhorf, sem ráða ríkjum í Hvíta húsinu þá stundina. Stundum kemur í ljós, að forseta hefur gersamlega mistekizt að lesa í skoðanir þess, sem hann tilnefnir og viðkomandi dómari hagar sér á allt annan veg í réttinum en búizt hafði verið við. Í umræðum um þessi mál vestan hafs eru þau gjarn- an rædd á þann veg, að fái forseti tækifæri til að til- nefna marga dómara á sínum valdatíma geti póli- tísk áhrif sama forseta orðið mjög víðfeðm, þegar horft er til framtíðar. Þegar nýr dómari er tilnefnd- ur í Bandaríkjunum beinist áhugi manna oft að því hver afstaða hans sé til mannréttindamála í víðum skilningi þess orðs, sem oft hafa komið til kasta Hæstaréttar Bandaríkjanna, þ. á m. um afstöðu hans til málefna samkynhneigðra og til fóstureyð- inga. Yfirleitt er talið, að dómaraefni forseta úr röð- um demókrata séu jákvæðari gagnvart samkyn- hneigðum og opnari fyrir fóstureyðingum en dómaraefni, sem tilnefnd eru af forsetum úr röðum repúblikana, svo að dæmi séu nefnd. Á seinni árum hefur sú spurning vaknað í æ rík- ara mæli í Bandaríkjunum hver afstaða dómara- efna sé til starfa dómara í grundvallaratriðum. Tel- ur dómaraefnið að dæma beri samkvæmt lögum og er þá átt við texta laganna eða telur dómaraefnið, að dómarar geti leyft sér umtalsvert svigrúm í túlk- un laganna. Á sama álitaefni er byrjað að brydda í umræðum lögfræðinga hér á Íslandi. Þegar dómaraefni koma fyrir þingnefnd öld- ungadeildarinnar er hart að þeim gengið í spurn- ingum um afstöðu þeirra til grundvallarmála. Sum- ir komast vel frá því en dæmi eru um hörmulega útreið, sem tilnefnd dómaraefni hafa fengið, sem lyktað hefur með því að forseti hefur dregið tilnefn- inguna til baka. Í þessu bandaríska kerfi felst að í þessum efnum, sem öðrum, er þingið að veita framkvæmdavaldinu sterkt aðhald. Forseti í Bandaríkjunum tilnefnir ekki mann til dómaraembættis í Hæstarétti, nema hann sé nokkuð öruggur um að engar óþægilegar upplýsingar komi fram um starfsferil hans fram að þeim tíma. En stundum hefur aðstoðarmönnum forseta, sem rannsaka feril þeirra sem til greina koma, yfirsést og þá er nokkuð víst að rannsókn- armenn viðkomandi þingnefndar hafa gert betur. Á Hæstiréttur að vera umsagnaraðili? H ér á Íslandi hefur það tíðkazt í áratugi að Hæstiréttur Íslands er umsagnaraðili um umsækj- endur um starf dómara við Hæstarétt. Nú byggist sá um- sagnarréttur á lögum frá árinu 1998 en fram að þeim tíma var það ákvæði í lögum frá árinu 1973. Morgunblaðið hefur ekki kannað, hvort þetta lagaákvæði er í raun eldra. Munurinn á lögunum frá 1973 og 1998 að þessu leyti er sá, að í hinum eldri lögum var ákvæðið á þann veg að dóm- stóllinn skyldi veita umsögn um dómaraefnin áður en embættið væri veitt en í hinum nýju lögum er gert ráð fyrir að Hæstiréttur fjalli um hæfi og hæfni umsækjenda til að gegna starfinu. Þetta nýja lagaákvæði hafa dómarar við Hæsta- rétt túlkað á þann veg, að þeir hafi rétt til að raða umsækjendum upp, þ.e. að leggja mat á það hver sé hæfari en annar. Það stendur ekki í lögunum að þeir hafi þann rétt en þeir hafa túlkað orðalag lag- anna á þann veg að þeir hafi slíkan rétt. Þótt þetta atriði skipti auðvitað miklu máli er þó meiri spurning, hvort það sé yfirleitt við hæfi, að dómarar við Hæstarrétt hafi slíkan umsagnarrétt og hvort sá umsagnaraðili ætti ekki að vera allt annar en þeir dómarar, sem sitja fyrir í réttinum. Ákvæðið eins og það var í lögunum frá 1973 hlýt- ur að teljast meira en álitamál í því samfélagi, sem við búum í í upphafi nýrrar aldar, sem er gjörólíkt því samfélagi, sem hér var til fyrir 34 árum. Viðhorf fólks til margra mála hafa gjörbreytzt og þar á meðal til opinberra stofnana og þeirra, sem þar gegna lykilstörfum. Í þá daga var jafnvel litið svo á að dómarar við Hæstarétt Íslands væru óskeikulir en engum dettur í hug að hafa slíka afstöðu til þeirra nú. Eru yfirleitt nokkur rök fyrir því að dómarar við Hæstarétt Íslands hafi rétt til umsagnar um hugs- anlega nýja dómara við réttinn? Hver eru þau rök? Ef horft er til hinna nýju laga frá árinu 1998 og túlkunar Hæstaréttar á þeim lagaákvæðum verður þessi spurning enn áleitnari vegna þess, að með túlkun meirihluta dómaranna á þeim lagaákvæðum er augljóst, að dómurinn er að gera tilkall til hlut- deildar í skipunarvaldi ráðherra. Um leið og dóm- urinn segir að einn tiltekinn umsækjandi sé hæfari en aðrir er ljóst að ráðherrann, sem hefur skip- unarvaldið, er kominn í erfiða stöðu. Ætlar hann virkilega að ganga gegn vilja Hæstaréttar er spurt. En samkvæmt hvaða íslenzkum lögum hefur Hæstiréttur eignazt hlutdeild í skipunarvaldi ráð- herra? Eru dómararnir ekki að brjóta íslenzk lög með því að gera tilkall til slíkrar hlutdeildar? Hvað mundi gerast ef dómsmálaráðherra endursendi slíka umsögn dómara við Hæstarétt með þeim um- mælum að þeir hefðu ekki lagaheimild til að kveða upp úr um að einn umsækjandi væri hæfari en ann- ar? Hver ætti að úrskurða í þeirri deilu? Hæstirétt- ur sem væri samansettur af öðrum dómurum vegna vanhæfi hinna skipuðu dómara? En hvaða líkur eru á að nýir dómarar mundu ganga gegn sjónarmiðum starfsbræðra sinna? Það eru ekki meiri líkur á því en að læknir felli áfellisdóm yfir öðrum lækni, svo að gripið sé til samlíkingar, sem er inngróin í sálar- líf almennings. Líklegra er að ráðherra mundi beita sér fyrir lagabreytingu, þar sem orðalagið um um- sagnarrétt Hæstaréttar væri svo skýrt að ekki væri hægt að draga það í efa. En eftir stendur spurningin um það hvort Hæsti- réttur eigi yfirleitt að hafa slíkan umsagnarrétt eða hvort það lagaákvæði sé úrelt í þjóðfélagi samtím- ans. Morgunblaðið hallast að því að svo sé. Það er erfitt að finna nokkur rök fyrir því að Hæstiréttur hafi þennan umsagnarrétt. En rökin gegn þessu ákvæði blasa við. Hvaða vit er í því að einhver hóp- ur manna geti ráðið miklu um það hvaða nýr aðili kemur inn í þann hóp? Býður það ekki heim hinum gamalkunna íslenzka klíkuskap, persónulegum for- dómum og þeirri spillingu, að þeir sem fyrir eru í réttinum hvetji kunningja sína til að sækja um og að þeir muni fá góða meðferð í umsögn Hæsta- réttar? Það er augljóst, að þegar hér er komið sögu á að afnema úr lögum ákvæðið um umsagnarrétt Hæstaréttar um umsækjendur en taka upp annað fyrirkomulag. En jafn augljóst er, þegar um svo mikilvæg störf er að ræða, að dómsmálaráðherra, hver sem hann er hverju sinni, verður að búa við ákveðið aðhald þannig að hann geti ekki farið að geðþótta sínum einum við skipan dómara í Hæsta- rétt. Í grein sem Jón Steinar Gunnlaugsson hæsta- réttardómari skrifaði í Tímarit lögfræðinga í júlí 2006 fjallaði hann um þessi mál og sagði m.a. í lok greinarinnar: „Til þess að fá fram vandað málefna- legt mat á umsækjendum tel ég hugsanlegt að koma mætti á fót umsagnarnefnd eftir tilnefning- um, þar sem þess yrði gætt, að hver nefndarmaður sæti ekki of lengi. Við ættum samt að muna að rangindi, kunningjagæzka og önnur ómálefnaleg sjónarmið eru jafnvel líklegri til að verða til í nefnd- um svonefndra fagmanna, sem enga ábyrgð bera á ákvörðunum sínum heldur en hjá þeim, sem ákvörðun á að taka og bera ábyrgð á henni.“ Hverj- ir ættu að tilnefna fulltrúa í slíka umsagnarnefnd? Lögmannafélagið? Dómarafélagið? Lagadeildir há- skólanna? Yrði þessi umsagnarnefnd betur starfi sínum vaxin en t.d. dómnefndir í sumum deildum Háskóla Íslands, sem í raun eru yfirvarp fyrir klíkuskap og það sem Jón Steinar kallar kunningja- gæzku? Morgunblaðinu þykir þessi hugmynd Laugardagur 11. ágúst Reykjavíkur

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.