Morgunblaðið - 12.08.2007, Síða 42
rannsóknir
42 SUNNUDAGUR 12. ÁGÚST 2007 MORGUNBLAÐIÐ
Í
sumar var efnt til leiðangurs
þar sem könnuð var jarð-
fræði hafsbotnsins á Reykja-
neshrygg suður undir 62°.
Sambærilegur leiðangur
hafði ekki verið farinn síðan árið 1970.
Leiðangursstjórar voru dr. Richard
Hey, prófessor við Háskólann á
Hawaii, og dr. Ármann Höskuldsson,
eldfjallafræðingur og fræðimaður við
Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands.
„Árið 1997 bar fundum okkar Rich-
ards Hey fyrst saman á ráðstefnu
norður í Mývatnssveit,“ svarar Ár-
mann Höskuldsson blaðamanni þegar
hann forvitnast um upphaf þessa æv-
intýris. „Við skiptumst á skoðunum
um eldvirkni á Íslandi og fórum m.a.
að ræða um áframhald hennar á hafs-
botninum suður af landinu.
Á þessum tíma var ég forstöðu-
maður Náttúrufræðistofnunar Suður-
lands í Vestmannaeyjum. Við höfðum
áhuga á að skilja betur myndun
eyjanna. Það var því augljóst að fram-
hald þessara athugana hlyti að bein-
ast að Reykjaneshryggnum enda er
hugmyndin sú að Vestmannaeyjar
séu hluti af framsæknu gliðnunarbelti
sem í framtíðinni muni tengjast
Reykjaneshrygg.
Við sóttum fyrst um styrk frá Vís-
indasjóði Bandaríkjanna (National
Science Foundation) árið 2001 og
fengum svokallaðan forkönnunar-
styrk tveimur árum síðar. Hann mið-
aðist einkum við Vestmannaeyjar.
Auk þess veitti samgönguráðuneytið
okkur styrk til jafns við vísindasjóð-
inn. Þá rannsökuðum við auk eyjanna
þann hluta Reykjaneshryggjarins
sem liggur næst landinu.
Í framhaldi af því sóttum við um
styrk til frekari rannsókna og fengum
hann loks í fyrra. Upphæðin nam 30
millj. kr. Auk þess fylgdu með afnot af
rannsóknaskipinu Knorr, en það kost-
ar um 2,5 milljónir á dag og það höf-
um við nú haft til afnota í tæpa 32
daga. Heildarupphæðin nemur því
nærri 100 millj. kr. Vísindasjóður Há-
skóla Íslands veitti einnig styrk til
rannsóknanna.
18–24 milljóna ára saga
Við ákváðum að stefna að því að
rannsaka hrygginn suður að 62°, en
breskur leiðangur hafði kannað svæð-
ið þar fyrir sunnan á tíunda áratug
síðustu aldar.
Þegar við sigldum frá Reykjavík
tókum við lengdarsnið í áttina að rek-
stefnu flekanna og sigldum allt út að
segulfráviki 6 sem er úti fyrir Vest-
fjörðum. Þaðan sigldum við síðar allt
suður á 62°. Þannig fengum við yfirlit
yfir 18–24 milljónir ára í sögu Ís-
lands.“
– Hverju sýnist ykkur í fljótu
bragði að leiðangurinn hafi skilað?
„Samkvæmt bráðabirgðaniður-
stöðum höfum við séð tengsl á milli
gamalla og nýrra gosbelta. Hreyf-
ingar gosbelta hafa verið þekktar hér
á landi um nokkurt skeið. Við sjáum
t.d. að rekbeltin hreyfast til austurs
og elta hinn svokallaða heita reit sem
er undir landinu. Við höfum aldrei séð
þessar tengingar úti í hafinu. En eftir
þennan leiðangur er okkur ljóst
hvernig þessu er háttað. Við sjáum
hoppið á beltinu sem deyr út fyrir ut-
an Vestfirði og hið svokallaða Snæ-
fellsnesbelti sem er í Faxaflóanum og
liggur samsíða misfellu á land-
grunninu sem kallast suðurkantar.
Jafnframt sáum við þróun Reykja-
neshryggjarins suður á 62° og þær
niðurstöður voru ákaflega spennandi.
Eldvirknin – kvikuuppstreymið fer
minnkandi eftir því sem sunnar dreg-
ur og þegar þangað er komið eru
sprungur í jarðskorpunni meira áber-
andi en eldstöðvarnar. Þarna eru því
allskörp skil á milli sprungubeltis og
gosbeltis.
Ný megineldstöð
Í fætinum á landgrunnsbrúninni
sáum við alveg nýja öskju eða meg-
ineldstöð sem er mjög sjaldgæft fyr-
Ný neðansjávareldstöð fundin
Morgunblaðið/G.Rúnar
Leiðangursstjórarnir Ármann Höskuldsson og Richard Hey hyggja á frekari rannsóknir á Reykjaneshrygg.
Fyrir skömmu fannst ný
megineldstöð við land-
grunnsbrúnina suður af
landinu. Arnþór Helga-
son fór um borð í Rann-
sóknaskipið Knorr og
fræddist af leiðangurs-
mönnum um sitthvað
sem rannsakað var.
Í HNOTSKURN
»Knorr er eitt af rann-sóknaskipum bandaríska flot-
ans.
»Það er í umsjá bandarískuWoods Hole hafrann-
sóknastofnunarinnar.
»Vísindamenn þeirrar stofn-unar voru ásamt frönskum
leiðangursmönnum um borð í
Knorr þegar þeir fundu flakið af
Titanic árið 1985.
»Skipið er tæpar 2.700 smá-lestir og 85 m á lengd.
»Um borð er 22 manna áhöfnog rými fyrir 32 vísindamenn.
»Skipið var smíðað 1968. Þaðvar lengt árið 1991 og gerðar
á því miklar umbætur.
»Það er sérstaklega búið tiljarðfræðirannsókna á miklu
dýpi og aðstaðan um borð öll hin
besta.
»Jafnan er séð um að allurtæknibúnaður uppfylli ýtr-
ustu kröfur.
»Skipið getur verið til sjós í 60daga samfleytt.
»Knorr er með fullkominnstöðugleika- og kyrr-
stöðubúnað.
»Heiti skipsins á lítið skylt viðnorræna orðið knörr. Það er
nefnt eftir verkfræðingnum Er-
nest Knorr, sem gat sér gott orð
fyrir þróun tækni við sjómæl-
ingar. Hann var yfirmaður sjó-
mælingadeildar bandaríska hers-
ins á árunum 1860–85.
Leiðangursstjóri í ferð rannsóknaskipsins Knorrá Reykjaneshrygg var Richard Hey, prófessor íjarðeðlisfræði við Háskólann á Hawaii, en um
sameiginlegt verkefni þeirra Ármanns Höskuldssonar
var að ræða. Auk þeirra voru um borð Fernando Mart-
inez, prófessor við Háskólann á Hawaii, og nokkrir
nemendur þeirra ásamt áhöfn og tæknimönnum skips-
ins.
„Ég kom fyrst til Íslands árið 1975, en þá hafði ég
verið á ráðstefnu í Frakklandi“, segir Richard Hey,
leiðangursstjóri. Blaðamaður biðst afsökunar á að sig
skorti nægan orðaforða til þess að geta tjáð sig skipu-
lega á ensku um jarðvísindaleg málefni. Richard Hey
brosir og segist sjaldan ræða við blaðamenn. Sér láti
mun betur að fjalla um áhugamál sín við vísindamenn,
enda reyni hann að gera hlutina sem flóknasta. Við
kinkum kolli hvor til annars og samtalið heldur áfram.
„Ég varð uppnuminn af fegurð landsins og þeim stór-
fenglegu jarðfræðifyrirbærum sem gefur að líta. Ég
hef því komið hingað nokkrum sinnum því að Ísland
sogar mig til sín.
Árið 2003 fór ég minn fyrsta rannsóknarleiðangur
hingað. Við Ármann Höskuldsson rannsökuðum þá
Vestmannaeyjar og þann hluta Reykjaneshryggjar sem
liggur næst landi.“
– Hvar stundar þú helst rannsóknir?
„Ég er með nokkur svæði undir. Sem stendur vinn ég
að jarðfræðirannsóknum nærri Páskaeyju sem er 162
ferkílómetra eyja um 4000 km undan ströndum Chile.
Þar er eins konar örfleki og aðstæður gætu því verið
svipaðar því sem gerist hér á landi. Þá hef ég einnig
með höndum rannsóknir á Galapagos og í Norðaustur-
Kyrrahafi. Það er fyrst nú sem ég hef snúið mér að um-
fangsmiklum rannsóknum við Ísland.“
– En nú er sitthvað forvitnilegt á seyði í nánd við
Hawaii.
„Já. Það eru svo margir sem rannsaka eldgos og
hafsbotninn þar að ég sný mér fremur að einhverju
öðru. Það eru heldur engin jarðflekaskil við Hawaii en
slík svæði eru mitt sérsvið.“
– Það vekur athygli hve vel skipið Knorr er búið
tækjum. Hefurðu nýtt þér það áður?
„Það er satt. Þetta er dásamlegt skip og um borð er
fyrsta flokks aðstaða. Ég hef ekki unnið hér um borð
áður. En við vonum að gögnin, sem við höfum safnað í
þessum leiðangri, verði til þess að okkur takist að afla
fjár til frekari rannsókna hér við land.“
– Niðurstöður þessa leiðangurs hljóta auka skilning
manna á virkni jarðarinnar. En hafa slíkar rannsóknir
efnahagslegt gildi?
„Ég hef aldrei velt því fyrir mér hvort einhver geti
grætt á rannsóknum mínum og ég held að svo hafi ekki
verið. Megintilgangur minn hefur verið að skilja betur
hvernig jörðin vinnur, ef svo má að orði komast.
Í þeim leiðöngrum sem farnir verða í náinni framtíð
gefst e.t.v. tækifæri til þess að rannsaka háhitasvæði
og hugsanlega gætum við fundið ýmis hráefni á hafs-
botni, svo sem ýmsa málma. Ég veit að alþjóðleg náma-
fyrirtæki hafa áhuga á slíkum rannsóknum.
Í þessum leiðangri lögðum við grunn að betri skiln-
ingi á því hvernig landrek hefur mótað hafsbotninn.
Ýmsir íslenskir jarðvísindamenn hafa rannsakað það
sem gerist á flekaskilum hér á landi og niðurstöður
þeirra um landmótun eru stórmerkilegar. En við vitum
í raun ennþá sáralítið um það sem gerist neðansjávar.“
– Landrekskenningin virðist hafa sannað gildi sitt og
mikill hluti almennings virðist kunna einhver skil á
henni. Hvers vegna eru háhitasvæði á sumum fleka-
skilum en ekki öðrum?
„Það er um þrenns konar hreyfingar að ræða á fleka-
skilum. Tökum sem dæmi Himalayafjöllin. Þar skella
flekarnir saman og Indlandsflekinn þrýstist inn undir
Evrasíuflekann. Þetta veldur m.a. myndun þessara
gríðarlegu fjallgarða og þeim hamförum sem verða af
völdum jarðskjálfta á þessu svæði.
Á Íslandi er staðan þveröfug. Hér á landi rekur flek-
ana hvern frá öðrum og af því stafar m.a. eldvirknin.
Þriðja tegund landreks er samhliða landrek eins og á
San Andreas sprungunni í Kaliforníu. Öllum þessum
hreyfingum fylgja mismunandi jarðskjálftar og ólík
jarðhitavirkni.
Á Íslandi er heitur reitur sem teygir sig suður á bóg-
inn, en við 62° verða skörp skil. Þetta veldur okkur
nokkrum heilabrotum. T.d. má velta því fyrir sér hvers
vegna svona mikil háhitavirkni er á Íslandi og suður af
því, en þegar lengra dregur virðist hún hverfa. Ég tel
nokkrar líkur til að við finnum fleiri háhitasvæði suður
af landinu. En þessari spurningu er enn ósvarað.“
Reykjaneshryggur eykur
skilning okkar á eðli Jarðar
Skipið Knorr hefur siglt á aðra milljón sjómílna um
heimshöfin frá því að það var smíðað árið 1968.