Morgunblaðið - 12.08.2007, Page 49

Morgunblaðið - 12.08.2007, Page 49
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12. ÁGÚST 2007 49 Orlofshús í landi Vaðlaborga Til sölu glæsilegt orlofshús í landi Vaðlaborga, rétt við Akureyri (5 mín. akstur). Byggt 2005. Húsið er 85,4 fm, m.a. með 3 góðum svefnherb. og öllum nútímaþægindum. Gólf eru flísalögð. Eikarinnréttingar. Falleg hönnun og glæsi- legt útsýni yfir Eyjafjörð. Góður pallur og heitur pottur. Allt innbú fylgir. Möguleiki á góðum leigutekjum. Verð 34 milljónir. Nánari upplýsingar á skrifstofu. Austurvegi 6 • 800 Selfossi Sími 482 4800 • Fax 482 4848 arborgir@arborgir.is www.arborgir.is Laugavegi 170, 2. hæð Opið virka daga kl. 8-17 Sími 552 1400 ● Fax 552 1405 www.fold.is ● fold@fold.is Þjónustusími eftir lokun er 694 1401 Sjafnargata - 101 Reykjavík Fallegt einbýli á stórri hornlóð. Húsið er tvær hæðir og kjall- ari ásamt bílskúr. Viðbygging er teiknuð af Sigvalda Thordar- son. Fallegur gróinn garður og er lóðin 741 fm. Einstakt tæki- færi til að eignast einbýlishús við þessa fallegu götu. Óskað er eftir tilboðum í eignina. Tilvnr. 7772. Suðurlandsbraut 54, við Faxafen, 108 Reykjavík, sími 568 2444, fax 568 2446. Ingileifur Einarsson, lögg. fasteignasali. Vorum að fá í einkasölu heila húseign í sérstaklega góðu ástandi, stærð samtals 737 fm. Húsið er tvær jarðhæðir og á neðri jarðhæð eru tvær sjálfstæðar einingar, 187 fm og 133 fm. Efri hæðin er 320 fm að grunnfleti með þremur um 5 metra háum innkeyrsludyrum og loftæð minnst um 6 m. Að auki er milliloft um 54 fm. Sérsnyrtingar og kaffi- stofur eru í öllum einingunum. Þá er 43 fm steinsteypt hús með innkeyrsludyrum á lóðinni. Lóð er aflokuð með hliði og með steinsteyptu plani. Eignin er laus fljótlega og selst í einu lagi. Uppl. veitir ELDSHÖFÐI ATVINNUHÚSNÆÐI Fallegt einbýli á tveimur hæðum. Samtals er eignin í kringum 360 fm (en samkv. FMR 257,9 fm). Eignin skiptist í fjögur svefnherbergi, 5 stofur, eld- hús, tvö baðherbergi, gestasalerni o.fl. Tveir samliggjandi bílskúrar. Garður í kringum húsið er fallegur. Falleg eign í Fossvogi Nánari uppl. gefur Heiðar Birnir sölumaður í síma 824 9092. Sverrir Kristinsson, löggiltur fasteignasali. Traðarland - Fossvogi Vel staðsett, 155,6 fm, atvinnuhúsnæði í götuhæð. Rýmið er opið og er til- búið til innréttinga. Alls eru þrír inngangar að rýminu. Húsnæðið býður upp á mikla möguleika. Nánari uppl. gefur Heiðar Birnir sölumaður í síma 824 9092. Sverrir Kristinsson, löggiltur fasteignasali. Sólvallagata - laust strax FRÁ því er að segja, að einhvern tíma síðsumars 1991 hringir síminn á Hrafnseyri við Arnarfjörð. Það var Einar Oddur. Var hann staddur út við Kúlusjó ásamt vini sínum Guðmundi J. Guðmundssyni verka- lýðsforingja og jeppinn hans fór ekki í gang. Við settum auðvitað þann lagtæka mann, Hrein bónda á Auðkúlu, í málið. Síðan var sest í stofu á Hrafnseyri og farið yfir sviðið. Það hafði komið einhver andbyr í þjóðarsáttarseglin og þess vegna nauðsynlegt fyrir þá Vestfirðingana að bera saman bækurnar í einrúmi. Höfðu þeir valið Arnarfjörðinn til þess, en þar lágu rætur Jakans. Þessi áðurnefnda dagstund leið alltof fljótt og gleymist ekki. Það var í raun háskóli að fá að hlusta á þessa menn tala saman og fá kannski að skjóta inn einu og einu orði. Hvorugur var langskólageng- inn. Þeirra skóli var skóli lífsins. Samt hefðu þeir getað verið pró- fessorar við hvaða háskóla sem var. Þeir voru með báða fætur á jörð- inni og vissu hvað þeir sungu. Þorðu að segja meiningu sína hver sem í hlut átti. Kenning þeirra var að íslenska þjóðin yrði að minnka ruglið og bruðlið, ná jafnvægi í byggð landsins. Hætta hinni stans- lausu eyðslu. Veita lítilmagnanum lið. Jafnrétti og réttlæti. Samlíðan með Ástu Sóllilju í veröldinni. Einar Oddur var útnesjamaður að eigin sögn, hélt því á lofti og var stoltur af. Jakinn var einnig af þessum sama vestfirska meiði. Slík- um fer nú ört fækkandi. Að- alsmerki þessara manna var kraft- ur og áræði, að ógleymdri hjálpseminni. Manngildið metið í dugnaði og ósérhlífni en ekki pen- ingum eða veraldlegum hlutum. Einar sagði eitt sinn þegar menn einu sinni sem oftar vildu eyða langt um efni fram úr tómum ríkiskassanum: „Það er ekkert svo áríðandi á Íslandi að ekki megi fresta því.“ Ekki kunnu allir að meta slíka hrein- skilni, þó undir niðri viðurkenndu flestir að hann hefði lög að mæla þá sem oftar. Það var ósjaldan hlutskipti Einars Odds að vera rödd hrópandans í eyðimörk alls- nægtanna. Þegar hann setti undir sig hausinn, ef svo mætti segja, og tók til máls, þá hlustuðu menn. Hann varaði þráfald- lega við eyðsluseminni og bruðlinu, þó oft væri hann fyrstur til að leggja hönd á plóg til góðra verka. Einar Oddur Krist- jánsson skildi eftir sig ákveðna arfleifð. Í henni er meðal annars fólgið þetta sem hér hefur verið nefnt: Gæt- um að okkur svo landið sporðreisist ekki. Leggjum fyrir til mögru áranna. Látum ekki græðg- ina stjórna okkur. Og umfram allt: Verum góð hvert við annað. Einar Oddur og arfleifð hans Þeir hefðu getað verið prófess- orar við háskóla segir Hall- grímur Sveinsson um Einar Odd og Guðmund Jaka Hallgrímur Sveinsson »Einar Oddur Krist-jánsson varaði þrá- faldlega við eyðslusem- inni og bruðlinu. Það er hluti af arfleifð hins kraftmikla útnesja- manns. Höfundur er bókaútgefandi og bóndi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.