Morgunblaðið - 12.08.2007, Qupperneq 51
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12. ÁGÚST 2007 51
JARÐIR - LANDSPILDUR - SUMARHÚS
YFIR 100 BÚJARÐIR OG LANDSPILDUR
OG UM 60 SUMARHÚS Á SÖLUSKRÁ FM
EINNIG Á SÖLUSKRÁ MIKILL FJÖLDI EIGNA
Á HÖFUÐBORGARSVÆÐINU.
Sjá nánar á www.fmeignir.is - www.fasteignamidstodin.is
Stangarhyl 5, sími 567 0765
Ítarlegar upplýsingar um
eignirnar á www.motas.is
Íbúðir fyrir fólk 50 ára og eldri, við Sóleyjarima 19-23, Grafarvogi.
Frábært útsýni.
Glæsilegar íbúðir
fyrir 50 ára og eldri
• Gróið hverfi.
• Frábært útsýni.
• Ísskápur, kvörn í vaski og
uppþvottavél fylgja.
• Granít á borðum og sólbekkjum.
• Innangengt úr bílageymslu í lyftur.
Söluaðili:
Sóleyjarimi
3ja og 4ra herbergja íbúðir á besta stað í
Grafarvogi til afhendingar í október 2007.
Sóleyjarimi Grafarvogur
> Yfir 20 ára reynsla
> Traustur byggingaraðili
> Gerðu samanburð
www.motas.is
Sími 533 4040 | www.kjoreign.is
ÍS
L
E
N
S
K
A
S
IA
.I
S
M
O
T
3
79
19
0
6/
07
Landsbankahúsið - Akranesi
FASTEIGNA-
MARKAÐURINN
ÓÐINSGÖTU 4, SÍMI 570 4500, FAX 570 4505. OPIÐ VIRKA DAGA KL. 9–17.
Netfang: fastmark@fastmark.is - Heimasíða: http://www.fastmark.is/.
Jón Guðmundsson, sölustjóri og lögg. fasteignasali.
Guðmundur Th. Jónsson, lögg. fasteignasali
Til sölu er Landsbankahúsið á Akra-
nesi. Húsið er kjallari og þrjár hæðir
samtals að gólffleti 1.412 fm auk 42,0
fm bílskúrs.
Einnig er til sölu aðliggjandi lóð,
1.170 fm, þar sem byggja mætti
þriggja hæða íbúðarhús með alls
átta til níu íbúðum auk bílakjallara,
samtals um 1.070 fm.
Frábær staðsetning
í hjarta bæjarins.
Teikningar og allar frekari
upplýsingar á skrifstofu.
Blessuð sértu sveitin mín!
sumar, vetur, ár og daga.
Engið, fjöllin, áin þín
– yndislega sveitin mín!
–
heilla mig og heim til sín
huga minn úr fjarlægð
draga.
Blessuð sértu sveitin
mín!
sumar, vetur, ár og
daga
(Sigurður Jónsson frá
Arnarvatni/
Bjarni Þorsteinsson)
KIRKJUGESTIR
söfnuðust saman
blautir og kaldir og
sungu í sig hita með
þessum fagra sálmi
um sveitina ástkæru.
Söngurinn og sam-
kenndin á kveðju-
stund voru svo trú-
verðug – svo innvígð í
sálirnar, svo sannfær-
andi að vermdi um
hjartarætur.
Landsvirkjun fer
hamförum
Í sjónvarpi birtist nýverið mynd
af nokkrum hinna sömu og fyrrum
sungu í kirkju Stóranúps.
Í hvanngrænni brekku sátu þau
nú og horfðu yfir blessaða sveitina
sína þar sem Þjórsáin rennur og
höfuðprýðin Hekla blasir við. Sum
hafa þau horft á þessar gersemar
hvern einasta dag, allt sitt líf. Þau
reyna nú að skilja örlög sem þeim
virðast búin, ekki af völdum nátt-
úruhamfara heldur hamfara af
manna völdum. Þau horfa fram á
veg við öllu búin og munu ekki gefa
upp varnir fyrr en í fulla hnefana.
Hver hefði líka trúað því að okk-
ar eigin landar í Landsvirkjun legð-
ust svo lágt að svívirða þessa dýr-
mætu arfleifð með áformum um að
sökkva í eðju ómetanlegum nátt-
úruperlum og landi í byggð, auk
heldur landnámsjörðum í ábúð og
þiggja fyrir smánina smáaura?
Blóðpeningar nefnast slíkir aurar.
Ef af verður mun gjörningurinn
verða stjórn Landsvirkjunar til
ævarandi, ævarandi skammar.
Hrindum martröðinni af
höndum okkar
Ég bý í Reykjavík og elska og
blessa þá sveit bernsku minnar á
sama hátt og Gnúpverjar elska sína
sveit. Mér sem Reykvíkingi kemur
þó vissulega við hvernig með aðrar
sveitir landsins er farið.
Forstjóri Landsvirkjunar og
fleiri úr stjórn búa í Reykjavík.
Hvað segðu þeir ef til stæði að
sökkva götunni þeirra og hús-
eignum undir uppistöðulón? Tækju
þeir því fagnandi? Trauðla.
Því segi ég það, okkur kemur öll-
um við hvernig með landið okkar er
farið. Í Gnúpverjahreppi á ég kæra
vini, sem þar hafa búið mann fram
af manni. Nú horfir fólk þar í
gaupnir sér eða starir út í bláinn í
forundran og spyr: Getur þetta ver-
ið? Er þetta ekki bara
vondur draumur –
martröð?
Í hugann kemur
söngurinn Blessuð
sértu sveitin mín…
hann hljómar enn
skært fyrir eyrum mér.
Minnum hvert annað
á. Ekki láta græðgi
stórvesíra villa okkur
sýn. Spyrnum við fæti
og strengir munu titri í
brjóstum nógu margra
Íslendinga til að stöðva
glæpinn, því glæpur er
það gagnvart núlifandi
og óbornum Íslend-
ingum að sökkva grón-
um sveitum, í sæ og
gera landið að fúafeni
eimyrjuspúandi verk-
smiðja. Þræða síðan of-
anjarðar um allar
sveitir stórmengandi
og lífshættuleg raf-
magnsmöstur.
Ég skora á allt hugsandi fólk að
taka þátt í að hindra ill áform
Landsvirkjunar og láta ekki kalla
eins konar heimsendi yfir byggð og
bú í einni fegurstu sveit landsins.
Okkur kemur sú aðför öllum við.
Blessuð sértu
sveitin mín
Elín G. Ólafsdóttir skorar á fólk
að hjálpa til við að hindra virkj-
un Þjórsár
Elín G. Ólafsdóttir
»Ef af verðurmun gjörn-
ingurinn verða
stjórn Lands-
virkjunar til
ævarandi, ævar-
andi skammar.
Höfundur er kennari.
Fréttir
í tölvupósti
mbl.is
smáauglýsingar