Morgunblaðið - 12.08.2007, Qupperneq 56
56 SUNNUDAGUR 12. ÁGÚST 2007 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
Þ
að voru óskemmtilegar
fréttir sem bárust um
heimsbyggðina í ný-
liðinni viku, nánar til-
tekið 8. þessa mán-
aðar, í kjölfar skýrslu alþjóðlegs
leiðangurs sem í lok árs í fyrra
komst að hinu sanna. Einni dýra-
tegundinni enn hafði verið útrýmt
úr ríki náttúrunnar og mann-
skepnan og athafnir hans var og
er sökudólgurinn. Og ekki í fyrsta
sinn. Núna var lítill og gæfur höfr-
ungur fórnardýrið sem lagt var á
þetta altari myrkursins og heims-
kunnar. Undir það síðasta átti
hann aðalheimkynni í miðhluta og
neðri hluta Yangtze-fljótsins í
Kína. Hann var gjarnan nefndur
Baiji.
Hvað næst verður fyrir hinum
grimma ljá mannsins vitiborna er
erfitt um að segja. Af nógu er
samt að taka, því árið 2006 kom
fram á lista Alþjóða náttúruvernd-
arsamtakanna (IUCN) að fjöldi
dýrategunda væri í mikilli útrým-
ingarhættu í náinni framtíð, ef
ekki yrði gripið til einhverra ráð-
stafana til mótvægis. Í sumum til-
vika væri það reyndar orðið um
seinan. Þetta voru 1.093 spen-
dýrategundir, 1.206 fuglateg-
undir, 341 skriðdýrategund, 1.811
froskdýrategundir og 1.173 fisk-
tegundir. Og ef með eru taldir
hryggleysingjar, plöntur, sveppir
og fléttur og skófir, er um að ræða
samtals 16.118 tegundir. Þar af
eru plönturnar 8.390 en þær eru
frumskilyrði til að dýr geti þrifist.
Steingervingar benda til þess
að umræddur fljótahöfrungur hafi
komið fram á sjónarsviðið fyrir
um 25 milljónum ára og leitað svo
úr Kyrrahafinu og upp í Yangtze
fimm milljón árum síðar. Var
hann því ein af elstu dýrateg-
undum þessarar reikistjörnu.
Í kínverskri þjóðtrú er hann
sagður vera endurholdgun prins-
essu, sem drekkt hafði verið af
fjölskyldu sinni fyrir að neita að
gefast manni sem hún ekki elsk-
aði. Er þetta sögð ástæðan fyrir
öðru heiti Baiji, sem er Gyðja
Yangtze-fljótsins. Var hann
löngum álitinn tákn friðar, hag-
sældar og kærleika.
Sjávarlíffræðingar giska á að
fram til aldamótanna 1900 hafi
fjöldinn verið 3.000-5.000 dýr en
árið 1980 er sú tala þegar komin í
400. Og 5-6 árum síðar í 300. Árið
1993 er rætt um að ekki séu nema
150-240 höfrungar eftir og árið
1995 sennilega færri en 100. Árið
2003 ekki nema örfáir tugir. Síðast
urðu menn hans varir í september
2004.
Meginástæða fækkunarinnar
og algjörs hruns að lokum er rakin
til iðnvæðingar þjóðarinnar – stór-
aukinnar umferðar báta og skipa
(árekstur, lent í skrúfum) löglegra
sem og ólöglegra veiðiaðferða
(net, dýnamít, rafmagn), umferðar
gámaskipa, virkjanaframkvæmda
og mengunar. Í kringum og á
þessu fyrrum svæði höfrungsins
búa nú um 12% íbúa jarðarinnar.
En Baiji er ekki eina dýrateg-
undin sem níðst hefur verið á með
fyrrgreindum afleiðingum. Það
bara fer ekki hátt. Um þetta má
lesa á http://extinctanimals.pet-
ermaas.nl/.
Nú er líka svo komið, að helm-
ingur regnskóganna er uppurinn.
Á Filippseyjum eyddust 55% hita-
beltisskógarins á árunum 1961-
1985 og í Tælandi hurfu 45% á
sama árabili; í Bangladesh er allur
upprunalegur regnskógur horf-
inn, og á Haítí og Sri Lanka er
hann skemmdur. Í suðurhluta
Kína er helmingurinn á burtu og á
fílabeinsströnd Afríku er hröð
skógareyðing, einungis örlitlar
leifar enn þá eftir. Nígería verður
innan tíðar skóglaus, ef áfram
verður haldið á sömu braut og ver-
ið hefur. Í Kongó eru uppi áætl-
anir, sem gera ráð fyrir að höggva
68% skóganna. Og í Kólumbíu er
allt að þriðjungur regnskóga
landsins í hættu. Þetta eru bara
fáein dæmi.
Í umræddum skógum er talið að
vaxi 155.000 af 225.000 þekktum
háplöntutegundum, sé að finna
80% af skordýrategundum heims-
ins, eigi 90% prímata heimkynni
sín og lifi 25% allra fuglategunda
jarðar.
Í þessu sambandi er hollt að
minnast orða Karls Sigurbjörns-
sonar biskups, í bókinni „Ísland á
nýrri öld“, sem út kom árið 2000,
og hefur að geyma framtíðarsýn
22 þjóðkunnra Íslendinga en þar
segir hann m.a.:
„Við erum kölluð til sérstaks
hlutverks í þessari veröld, sem er
blessuð, signuð af krossi Krists,
endurleyst veröld, frelsað líf!
Þetta er heimur Guðs. Heilög
jörð. Guð hefur skapað þennan
heim og hann er enn að verki,
hann er enn að skapa … Þegar
kristin játning heldur því fram að
við séum sköpuð í Guðs mynd þá
felst í því að maðurinn ber sér-
staka ábyrgð og hefur einstöku
hlutverki að gegna. Maðurinn er
skapaður til umhyggju og ábyrgð-
ar. Manneskjan hefur samvisku
og val milli góðs og ills, þess vegna
er hún ábyrg og hefur skyldum að
gegna í því að hlúa að lífinu, vera
ráðsmaður og samverkamaður
Drottins. Eða eigum við að segja:
Okkur ber að vera garðyrkju-
menn í aldingarði sköpunarinnar
og standa sem slík ábyrg gagnvart
Guði, og öllu því sem lifir, og kom-
andi kynslóðum. Og okkur ber að
greiða veg því sem eflir lífið en
hamla gegn græðgi, fýsn og
valdi.“
Gyðjan
í Yangtze
sigurdur.aegisson@kirkjan.is
„Því meir
sem ég
kynnist
Homo
sapiens,
þeim mun
vænna
þykir mér
um hundinn minn,“ er haft eftir ónefndum
einstaklingi. Sigurður Ægisson er með til
umfjöllunar í dag nokkuð sem þessu tengist.
HUGVEKJA
✝ Erlingur Þor-steinsson læknir
fæddist í Reykjavík
19. ágúst 1911.
Hann lést á hjúkr-
unarheimilinu Drop-
laugarstöðum 23.
júlí síð astliðinn.
Hann var sonur
hjónanna Þorsteins
Erlingssonar skálds
og ritstjóra, og síðar
kennara, og Guð-
rúnar Jónsdóttur
húsfreyju. Erlingur
átti eina systur,
Svanhildi, f. 1905, d. 1966. Erling-
ur kvæntist árið 1936 Huldu Ólafs-
dóttur Davíðsson. Dóttir þeirra
var Ásthildur Erna, f. 17. mars
1938, d. 22. nóv. 1993. Þau skildu.
Erlingur kvæntist árið 1962
Þórdísi Toddu Guðmundsdóttur.
Börn þeirra eru Þorsteinn og Guð-
rún Kristín.
Barnabörn Erlings eru sex.
Erlingur nam við Mennta-
skólann í Reykjavík og varð stúd-
ent þaðan 1931. Stundaði síðan
nám í læknisfræði við Háskóla Ís-
lands og lauk þaðan cand. med.-
prófi 1937. Almennt lækningaleyfi
öðlaðist hann 1938 og sérfræð-
ingsleyfi í háls-, nef- og eyrna-
lækningum árið 1945. Erlingur
var starfandi læknir í Reykjavík
frá september 1945 og rak lækn-
ingastofu til ársins
1989. Hann fór til
Bandaríkjanna í
október 1960 til
náms í heyrnarbæt-
andi aðgerðum og
aflaði sér aðgerðas-
másjár árið eftir.
Erlingur var fyrstur
manna til að fram-
kvæma smásjár-
aðgerðir hér á landi,
auk þess sem hann
framkvæmdi aðrar
aðgerðir. Hann
stofnaði fyrstu
heyrnarstöð hér á landi, í Heilsu-
verndarstöð Reykjavíkur árið
1962 og var yfirlæknir deildar-
innar í hálfu starfi 1973-79. Þá
vann hann að stofnun Heyrnar- og
talmeinastöðvar Íslands sem tók
til starfa 1. janúar 1979 og var yf-
irlæknir hennar til júníloka árið
1980. Erlingur sat í stjórn Lækna-
félags Reykjavíkur 1955-58. Hann
sat í stjórn Heyrnar- og talmeina-
stöðvar Íslands 1980-81. Erlingur
ritaði tugi greina í innlend og er-
lend rit um heyrnarskemmdir, há-
vaða- og heyrnarvernd. Hann
skráði einnig ævisögu sína sem
kom út í Reykjavík 1990. Erlingur
hlaut Riddarakross Hinnar ís-
lensku fálkaorðu 1. janúar 1976.
Útför Erlings var gerð í kyrr-
þey 2. ágúst.
Elsku faðir minn er látinn, tæp-
lega níu tíu og sex ára að aldri. Þótt
pabbi hafi verið orðinn rígfullorðinn
er söknuðurinn mikill og minning-
arnar einar eftir, en þær eru ófáar
og munu lifa með mér um ókomna
tíð og ylja mér um hjartarætur.
Það er ekki ætlun mín að rekja
ævi hans né starfsferil hér. Það hef-
ur hann sjálfur gert í ævisögu sinni
sem hann skrifaði og kom út fyrir
allnokkrum árum.
En það er ekki ofsögum sagt að líf
hans hafi verið viðburðaríkt á langri
ævi og svo langt frá því að það hafi
verið dans á rósum – eins og sagt er.
Sorgin sótti hann snemma heim, en
faðir hans lést þegar pabbi var að-
eins þriggja ára. Hann þurfti því
ungur að standa á eigin fótum og
standa fyrir sínu, enda sjálfstæður
og staðfastur með eindæmum. Kjör-
orð þau sem hann hafði að leiðarljósi
í lífinu segja meira um hann, en
margt annað. Þau voru orð skáldsins
Einars Benediktssonar: „vilji er allt
sem þarf“, en hann gerði þau að sín-
um og sagði „að vilja er allt sem
þarf“, og eftir þeim breytti hann,
enda komst hann oft langt á viljan-
um einum saman. Að gefast upp var
ekki til í hans huga. Það sýndi hann
og sannaði meðal annars í sínu
læknastarfi þar sem hann var frum-
kvöðull á sviði smásjáraðgerða hér á
landi og framkvæmdi heyrnarbæt-
andi aðgerðir ásamt öðrum aðgerð-
um, með góðum árangri. Ég var og
er stolt af föður mínum og því góða
sem hann lét af sér leiða í lífinu.
Ég vil þakka honum allar góðu
stundirnar sem við áttum saman og
fyrir þá leiðsögn sem hann veitti mér
í lífinu, hvort heldur sem það var við
nám eða annað. Þótt pabbi hafi verið
önnum kafinn maður gaf hann sér
tíma til að setjast niður með mér og
þær voru margar stundirnar sem við
sátum saman og hann leiðbeindi mér
með námið. Hvort heldur það var
danska, þýska, enska eða franska.
Heilu doðranta lásum við oft. Hann
var mikill tungumálamaður.
Ferðalög voru eitt af hans aðal-
áhugamálum fyrir utan laxveiðina
sem hann stundaði af kappi á meðan
heilsan leyfði. Ég tel mig mjög lán-
sama að hafa haft tækifæri til, á upp-
vaxtarárum mínum, að ferðast um
heiminn með foreldrum mínum og
bróður.
Af þeim fjölmörgu utanlandsferð-
um sem við fórum í er mér efst í
huga ferðin til Suður-Ameríku þar
sem pabbi sótti alheimsþing háls-,
nef- og eyrnalækna í Buenos Aires í
Argentínu sem stóð í um viku tíma.
Það var haldið í marsmánuði árið
1977. Að þinginu loknu ferðuðumst
við ásamt nokkrum læknum frá hin-
um Norðurlöndunum og mökum
þeirra um mörg lönd þessarar frá-
bæru heimsálfu í tæpar fjórar vikur.
Þvílíkt ævintýri! Ég og foreldar mín-
ir ásamt góðum og glaðværum hópi
fólks á framandi slóðum.
Fyrir mér er pabbi enn ljóslifandi.
Í raun ódauðlegur. Ég á bágt með að
trúa því að hann sé farinn, þó svo að
hann hafi síðustu dagana sem hann
lifði verið mjög veikur og að ég hafi
setið við rúmið hans og haldið í hönd
hans eftir að hann kvaddi þetta líf.
Fyrir margt ber að þakka. Ekki
síst þá góðu heilsu sem hann hafði
mest allt sitt líf og bar gæfu til að
geta stundað vinnu sína, kominn fast
að níræðu.
Myndirnar í huga mér eru ótelj-
andi, en dagur var kominn að kveldi
hjá honum og kveð ég hann með
miklum trega og söknuði og bið ég
honum Guðs blessunar með þakk-
læti fyrir allt og allt. Þín elskandi
dóttir
Guðrún Kristín.
Meira: mbl.is/minningar
Afi Erlingur var enginn venjuleg-
ur afi.
Virka daga var hann klæddur
hvítum sloppi og með ævintýralegt
höfuðfat, sem hafði þann eina sýn-
lega tilgang að halda kringlóttum
spegli með gati í miðjunni. Ekki varð
hrifningin minni þegar hann seildist
eftir græna bauknum efst á stóra
skjalaskápnum og bauð brjóstsykur
úr honum. Við þessi tækifæri gant-
aðist hann gjarnan smávegis, smellti
speglinum fram fyrir hægra augað
og setti upp lævísan svip, okkur
krökkunum til ómældrar ánægju.
Væri afi ekki á stofunni sinni við
Miklubrautina, þá gat hann verið á
einhverju ævintýralegu ferðalaginu
um fjarlæg lönd. Á heimili hans voru
óteljandi minjagripir úr þessum
ferðum, í flestum tilvikum framandi
hlutir sem komu ímyndunaraflinu á
flug; lítill uppstoppaður krókódíll,
suðrænar risaskeljar, sandstjarna
frá Sahara, útskornar trégrímur. Og
ekki voru þær síður áhugaverðar
gjafirnar sem hann kom færandi
með. Einna minnisstæðust er mér
skrautleg batíkmussa frá Ghana,
sem ég fékk þegar hippatískan stóð
hvað hæst og hitti beint í mark.
Á sunnudagsmorgnum var afi
fastagestur í laugunum. Við systk-
inin vorum það líka með honum
pabba okkar og það fyrsta sem við
gerðum var að skima eftir hvítu hett-
unni með bláu röndinni í miðjunni,
en án þessarar forlátu sundhettu fór
afi Erlingur aldrei í sund.
Þá var hann mikill höfðingi heim
að sækja og þau voru ófá boðin og
stórveislurnar sem við fjölskyldan
sóttum heim til afa og Þórdísar.
Hann átti rosaflottan kokteilskenkj-
ara man ég, svona rafdrifna „græju“,
sem endurspeglaði á vissan hátt
brennandi áhuga hans á öllu er laut
að tækni og tækniframförum. Þetta
áhugasvið hans naut sín þó hvergi
betur en á læknastofunni hans, sem
var um langt skeið sú tæknivædd-
asta hér á landi. Nei, hann var eng-
inn venjulegur afi, hann afi Erlingur.
Á skrifstofunni sinni heima í Skafta-
hlíð þöktu fjölskyldumyndir nánast
heilan vegg, þar á meðal mynd af
honum með systur sinni Svanhildi.
Hann svona lítill í einkennilegum
stuttbuxum en hún sjö árum eldri
með hvíta slaufu í síðu hári sem tók
henni niður á mitti; börn þjóðskálds-
ins Þorsteins sem lést fyrir aldur
fram og Guðrún langamma kom á
legg af mikilli þrautseigju og útsjón-
arsemi.
Þessi lyndiseinkunn átti ekki síður
við um afa. Þrátt fyrir lítil efni,
braust hann af þrautseigju og út-
sjónarsemi til mennta og lagði að því
búnu grunninn að háls-, nef- og
eyrnalækningum sem sérfræðigrein
hér á landi.
Skapanornir ætla okkur mann-
fólkinu misjafnan hlut, allt eftir
lengd og áferð þess örlagavefs sem
þær spinna hverjum manni. Vefur
afa var ekki síður langur en hann var
margbrotinn. Þegar hann lést
skömmu fyrir 96. afmælisdag sinn,
átti hann að baki langan og glæstan
feril sem einn virtasti læknir sinnar
samtíðar og flest það sem hann tók
sér fyrir hendur virtist leika í hönd-
unum á honum.
Hann fór þó ekki varhluta af því
mótlæti sem lífið ætlar hverju okkar.
Þegar móðir mín lést langt fyrir ald-
ur fram árið 1993, tókst hann á við
það erfiða hlutskipti að fylgja elsta
barni sínu til grafar. Þau feðginin
voru alla tíð náin, en því miður hög-
uðu örlögin því svo, að okkur auðn-
aðist ekki að taka þennan nána þráð
upp, þar sem hann slitnaði við fráfall
mömmu og urðu samskipti okkar því
ekki eins náin og efni stóðu til.
Eftir stendur minning um merkan
mann sem var allt annað en venju-
legur afi.
Megi Guð blessa þig, elsku afi.
Helga Guðrún Jónasdóttir.
Ég tel mig vera mjög heppinn að
hafa fengið alnafna minn, Erling
Þorsteinsson, sem afa. Hann var
maður sem ég virti mikils og leit
mjög mikið upp til.
Hann tók alltaf á móti mér með
bros á vör og kenndi mér að koma
fram við alla af virðingu.
Hann átti mjög viðburðaríka ævi
og ég vona að ég nái að gera eins
mikið og hann gerði um ævina og
hafa eins mikil áhrif á líf annarra til
góðs og hann hafði á líf mitt. Ef ég á
að nefna eitthvað eitt sem ég hef
lært af honum afa mínum öðru frem-
ur, er það að vera þakklátur fyrir allt
það sem ég hef og að reyna að gera
sem best úr öllu.
Takk fyrir allt og allt, elsku afi
minn. Ég veit að þú hefur það gott
hvar sem þú ert núna.
Ég lofa að bera nafn þitt vel.
Þinn sonarsonur
Erlingur.
„Elsku pabbi, mér þykir svo vænt
um þig og ég hlakka svo til að sjá þig
og segja þér frá öllu sem hefur gerst.
Þín Ásthildur.“ Þessi orð eru úr
bréfi móður minnar u.þ.b. 11 ára
gamallar, sem undirritaður fann
óvænt. Ég var að fara í gegnum yfir
50 ára sögu af hlutum sem safnast
höfðu upp á æskuheimili móður
minnar og síðar mínu eigin. Þetta
bréf snart mig djúpt, ekki eingöngu
fyrir þær sakir að vera spegilbrot
tímans af hugsunum hennar, sem
var þá látin fyrir nokkrum árum,
heldur vegna þess að það hafði í sér
að geyma föðurást sem var dýpri en
ég hafði gert mér grein fyrir. Þarna
varð ég þess líka áskynja að það var
gegnum þessar sterku rætur móður
minnar sem höfðu myndast svo
löngu áður, að tengsl mín við afa
mynduðust.
Þegar ég var barn og nýfluttur
heim frá Danmörku varð ég þess
Erlingur Þorsteinsson