Morgunblaðið - 12.08.2007, Page 58

Morgunblaðið - 12.08.2007, Page 58
58 SUNNUDAGUR 12. ÁGÚST 2007 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Vigdís Jóna Rig-mor Hansen fæddist í Reykjavík 28. janúar 1929. Hún lést á líknardeild Landspítalans á Landakoti 14. júlí síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Knud Alfred Han- sen, símritari í Reykjavík, f. 24.6. 1903, d. 23. desem- ber 1993, og Jódís Jónsdóttir frá Þór- oddsstöðum í Ölfusi, f. 7.3. 1903, d. 1944. Vigdís varð stúdent frá Mennta- skólanum í Reykjavík 1950. Hún lauk kandídatsprófi í íslenskum fræðum frá Háskóla Íslands 1957 og var við nám við Universita ital- iana per stranieri í Perugia á Ítalíu 1963. Vigdís vann á skrifstofu RKÍ 1957- 1958 og var kennari við gagnfræðadeild Vogaskóla í Reykja- vík 1958-1959. Hún starfaði hjá Hita- veitu Reykjavíkur 1968-1976 og Náms- gagnastofnun 1978-1994. Útför Vigdísar var gerð frá Fossvogskapellu 20. júlí. Það var fyrir rúmum 40 árum að ég hitti Vigdísi Hansen í fyrsta sinn. Þetta var í fornu Etrúskaborginni Perugia á Ítalíu, borg sem stendur uppi á fjalli og geymir margar sögu- legar fornminjar og ódauðleg lista- verk. Við vorum nýkomin til stað- arins, ég og Jón Óskar, maðurinn minn, og sest þar á skólabekk í Uni- versita per stranieri sem er ítölsku- skóli fyrir útlendinga. Einn fyrsta daginn sátum við í kaffistofunni í frí- mínútunum þegar ung stúlka gekk rakleitt að borðinu til okkar og heils- aði okkur á íslensku. Þetta var Vig- dís. Hún hafði verið í skólanum í nokkurn tíma og var orðin vel tal- andi á ítölsku, enda komin í Corso superioro eða framhaldsdeild. Þarna urðu fagnaðarfundir því ekki höfðum við átt von á að hitta landa okkar. Vigdís var ekki einung- is orðin sleip í ítölskunni, líka var hún nokkuð kunnug á þessum slóð- um og gat frætt okkur um margt. Leið nú varla sá dagur að við þrjú ættum ekki eitthvað saman að sælda. Vigdís hafði ferðast mikið um Úmbríu og vissi talsvert um héraðið. Og nú lögðumst við þrjú í ferðalög um helgar og var Vigdís fararstjóri. Oftast fórum við fótgangandi út fyr- ir borgarmúrinn og út á þjóðveginn þar sem við húkkuðum okkur far. Þannig komumst við til Assisi, Fo- ligno, Gubbio og fleiri staða. Þarna var margt merkilegt að sjá og ým- islegt skemmtilegt og ævintýralegt gerðist í þessum „gönguferðum“. Vigdís hafði sagt okkur að Ítalirnir væru mjög forvitnir um útlendinga og spyrðu mikið og við skyldum ekki láta okkur bregða þó sumir vissu ekki um tilvist Íslands, og það kom líka á daginn. Við urðum því harla glöð eitt sinn er við komum að lítilli sveitakirkju og hittum prestinn fyrir utan og hann spurði okkur hvaðan við værum og þegar Vigdís svaraði „Islanda“ þá færðist bros yfir andlit prestsins sem sagði hátt: „Laxness! Nonni!“ Vigdís var vel að sér í sögu, menningu og listum Ítalíu og naut sín vel á þessum ferðalögum. Þó hún væri fremur hlédræg eignaðist hún vini meðal skólafélaganna, en þeir voru frá ýmsum heimshornum. Með- al þeirra voru María írska frá Du- blin, María hollenska, og sessunaut- ur Vigdísar í Corso superiore, signor Fiducia, ungur laglegur mað- ur frá Kaliforníu af ítölskum ættum, og Vigdís sagði að hann bæri áreið- anlega nafn með rentu, en fiducia merkir traust. Á seinni árum höfðum við Vigdís gaman af að rifja upp minningar frá þessum sólríku sumar- og haustdög- um í Úmbríu. Mér fannst ég skynja að þetta hefði verið eitt ánægjuleg- asta tímabilið í lífi hennar. Vigdís var dul um eigin hagi, en gat verið kát og spaugsöm ef svo bar undir. Hún las mikið og var vel að sér í bókmenntum, bæði íslenskum og er- lendum, fljót að ná sér í jólabæk- urnar og hafði sínar skoðanir á þeim sem ekki fóru alltaf saman við gagn- rýnina í blöðunum. Hún var næm fyrir listum, sótti mikið myndlistar- sýningar og aðra listviðburði, og hafði gaman af að ferðast meðan heilsan leyfði. Síðustu ár voru Vigdísi erfið vegna þverrandi heilsu, en þá átti hún góða að, frænkur og vinkonur. Einkum var vinkona hennar, Mar- grét Guðnadóttir, henni stoð og stytta í erfiðum veikindum. Ég sakna þess að heyra lága og hóg- væra rödd Vigdísar í símanum og rifja upp með henni liðna tíð, en ég er þakklát fyrir vináttu hennar og tryggð, allt frá því við hittumst forð- um daga á Ítalíu. Kristín Jónsdóttir. Vigdís Jóna Rigmor Hansen ✝ Steinunn Ingi-ríður Jónsdóttir fæddist í Hafn- arfirði 24. sept- ember 1916. Hún andaðist 19. júlí síð- astliðinn. Hún var elst barna Sesselju Magnúsdóttur frá Skuld og Jóns Gests Vigfússonar frá Forsæti í Flóa. Þau hjónin eignuðust 13 börn; Steinunni, f. 24.9. 1916, d. 19.7. 2007, Magnús, f. 14.12. 1918, d. 30.11. 2004, Ástu Vigdísi, f. 12.5. 1920, d. 10.9. 1999, Sigríði Áslaugu, f. 5.1. 1922, d. 23.7 1994, Vigfús, f. 24.5. 1923, d. 2.5. 1991, Gunnar Kristján, f. 24.5. 1925, d. 20.4. 1997, Jón Gest, f. 26.9. 1926, Sigrúnu, f. 11.12. 1927, Hauk, f. 1.10. 1929, d. 19.4. 1930, Hauk, f. 3.7. 1931, d. 31.7. 2001, Hörð, f. 24.3. 1934, Guð- mund (Mugg), f. 25.9. 1935, d. 1.3. 1988 og Einar Þóri, f. 16.1. 1938. Steinunn giftist 16. maí 1942 Guðjóni Sigurjónssyni, f. 25. sept- ember 1914, d. 4. febrúar 1996. Hann var sonur hjónanna Ingi- bjargar Magnúsdóttur og Sig- urjóns Jónssonar frá Eyrarbakka. Þau Guðjón og Steinunn eignuðust tvö börn, þau eru: 1) Sverrir Berg, f. 20.4. 1945, kvæntur Guðríði Valtýsdótt- ur, f. 2.3. 1945. Börn þeirra a) Guð- jón Steinar, f. 29.11. 1968, kvænt- ur Sigríði Jenný Halldórsdóttur, f. 11.8. 1967, börn þeirra; Halldór, f. 28.12. 1990, Stein- unn, f. 24.11. 1994 og Hildur, f. 10.10. 2001. b) Ágústa Valdís, f. 10.10. 1975, sambýlismaður Ólafur Stefán Arnarson, f. 24.9. 1969, sonur þeirra Sverrir Leó, f. 14.8. 2004. 2) Dóttir fædd 9. desember 1946, dáin 13. desember sama ár. Steinunn starfaði við verslun föður sins, en eftir giftingu starf- aði hún með manni sínum við sumardvöl barna á vegum Rauða krossins, einnig vann hún við fiskvinnslu nokkur sumur og eft- ir að Guðjón setti á stofn sjúkra- þjálfun sína starfaði hún þar alla tíð. Útför Steinunnar var gerð 26. júli, í kyrrþey að hennar ósk. Steinunn, sem við kveðjum nú, var elst tólf systkina, hún ólst upp við hlýju og ástríki foreldra sinna, á heimilinu ríkti glaðværð enda mannmargt og gestagangur mikill. Steinunn var góðum gáfum gædd, hún var glæsileg ung stúlka og litu margir ungir menn hana hýru auga, hún vann við störf í verslun föður síns en þar beint á móti var Hóll, þar bjó mannsefni hennar, hann Guðjón, ætíð nefndur Nonni á Hól. Hann var mikill íþróttamaður, hár og glæsilegur og voru þau fallegt par, Steinunn og Guðjón, þau giftu sig 16. maí 1942 og hófu búskap í Klaustrinu í Hafnarfirði og fæddist Sverrir þar árið 1945. Síðan fluttu þau á Öldugötu 2, þar fæddist dóttir þeirra 9. desember 1946, dáin 13. desember sama ár. Steinunn bar harm sinn í hljóði, þau voru sterk saman, hjónin, og sóttu styrk sinn í trúna. Árin 1959 til 1962 var Guðjón við nám í Ósló og fóru Steinunn og Sverrir einnig. Steinunn minntist oft þessara ára með hlýju og þar eignuðust þau góða vini. Þegar heim kom fluttust þau hjónin í hús sitt við Fögrukinn 1, síðar á Þúfu- barð 4, þar stóð fallegt heimili þeirra og var ætíð gestkvæmt enda höfðu bæði gaman af að taka á móti fólki. Í huganum sé ég stofurnar, góðir vinir samankomnir, það ljóm- ar gleðin á hverju andliti, borinn fram góður matur og síðan sest við hljóðfærið og söngurinn ómar. Já, það var oft glatt á Hjalla, garðurinn margfaldur verðlaunagarður og þar skörtuðu dalíurnar hennar Stein- unnar sínu fegursta. Það var líka mikill samgangur við fjölskyldu Sverris sem kom alltaf við á Holtinu ef farið var úr húsi. Guðjón Steinar og Ágústa Valdís áttu alltaf athvarf hjá ömmu og afa, þar var dekrað dálítið við þau, afi las og sagði sög- ur, amma kenndi þeim vers og bæn- ir, en umfram allt að vera góðar og heiðarlegar manneskjur. Hún amma er svo jákvæður persónuleiki sagði dóttir mín eitt sinn og það var satt, Steinunn var ákaflega skemmtileg kona, hafði dillandi hlátur og sagði skemmtilega frá. Þær eru margar sögurnar sem hún sagði af krökkunum í Suðurgötunni frá Sléttuhlíðinni, og gaman var þegar þær systur Ásta og hún lögðu saman og sögðu frá, við grétum af hlátri yfir sögum af uppátækjum bræðranna. Það var ætíð líf og fjör þar sem Steinunn var, hún var snögg til og svaraði vel og skemmti- lega fyrir sig. Steinunn var falleg kona, hún hafði fallegan og bjartan svip, hún gekk alltaf bein í baki og bar sig vel, hún var alltaf smekklega klædd og hafði gaman af að vera fín og ef við hrósuðum henni fyrir fallega hárgreiðslu eða nýja flík sagði hún gjarnan „já, svona er ég öll“ og hló dillandi hlátri. Árin liðu, en svo veiktist Guðjón og hjúkraði Stein- unn honum af ást og umhyggju. Guðjón andaðist 4. febrúar 1996, þau höfðu þá verið gift í 54 ár, miss- irinn var mikill en eftir lát Guðjóns fór að bera á veikindum Steinunnar, hún var þó áfram í húsinu sínu með aðstoð fjölskyldunnar, góðra ná- granna og þó sérstaklega Sverris sem sá til þess að hún gat verið þar svo lengi. Steinunn fluttist á Hrafnistu í Hafnarfirði 1. desember 2001. Þar dvaldi hún við góða ummönnun, en kraftar fóru þverrandi, en ætíð var sama góða viðmótið þegar ég heim- sótti hana, hún tók á móti mér með bros á vör, stundum var erfitt um mál en væntumþykja skein úr aug- um. Steinunn andaðist 19. júlí sl. og ég þakka henni samfylgdina í rúm- lega fjörutíu ár, vináttu sem aldrei bar skugga á. Blessuð sé minning hennar. Þín tengdadóttir Guðríður. Við systkinin viljum minnast með fáeinum orðum ömmu okkar, henn- ar Steinunnar sem lést 19. júlí síð- astliðinn. Þó svo að við höfum lengi vitað í hvað stefndi þá er söknuðurinn sár, því þegar maður á mikið þá missir maður mikið. Minningin um ömmu lifir í margvíslegum myndum enda áttum við því láni að fagna að eiga yndislegar stundir með henni og afa. Holtið var alltaf fastur liður hjá okkur og eigum við óteljandi góðar minningar þaðan. Hláturinn og brosið kemur fyrst í hug enda var hún ein sú allra skemmtilegasta og hjartahlýjasta manneskja sem við þekktum. Við teljum að flestir séu sammála því að hún amma var oft á tíðum ansi stríðin og fljót í tilsvör- um. Ein sagan af því er þegar pabbi var lítill og ákvað að dáleiða mömmu sína, amma lét til leiðast og þegar pabbi taldi sig vera búin að dáleiða hana með tilheyrandi þulum stóð hún upp með framréttar hend- ur og þóttist dáleidd, hljóp hringinn í kringum húsið með pabba á eftir sér að reyna að vekja hana, á miðri leið gat hún ekki annað stoppað og hlegið með pabba. Þessi saga var oft rifjuð upp meðal þeirra og alltaf hló amma jafnmikið og vorkenndi pabba. Síðari ár náði elli kerling tökum á henni en alltaf mátti samt sjá í kon- una sem við þekktum, konuna sem fékk okkur öll til þess að brosa. Ef við höfðum orð á því við hana hversu fín hún væri greip hún um mittið á sér og sagði „svona er ég öll“ og hló. Já, amma, svona varstu öll og kveðjum við þig þakklát að vita til þess að þú ert aftur orðin þú sjálf og komin á góðan stað að hitta afa og litlu telpuna þína. Við þökk- um fyrir alla þá ást sem þú veittir okkur og allt það góða sem þú kenndir okkur. Guðjón Steinar og Ágústa Valdís. Þá er hún Steinunn mín búin að fá hvíldina. Það er skrítið að hugsa til þess að fara ekki í heimsókn til hennar á Hrafnistu. Þar var hún búin að vera í tæp sex ár og var sérstaklega vel hugsað um hana allt til enda. Ég leit á Steinunni eins og mína eigin ömmu þótt hún hafi ver- ið amma mannsins míns, þannig kom hún líka fram við mig. Hún var yndisleg kona sem ég kem til með að sakna en ég er viss um að henni líður vel núna. Það er alltaf erfitt að kveðja einhvern sem er manni kær en núna er hún komin til Guðjóns síns og þau farin að vinna saman aftur eins og þau höfðu alltaf gert, hvort sem um var að ræða atvinnu eða áhugamál. Elsku Steinunn mín, ég þakka þér fyrir allt sem þú gerðir fyrir mig og börnin mín í gegnum árin. Þú og Guðjón verðið alla tíð í huga mér. Guð veri með þér, hvíl í friði. Þín Sigríður Jenný. Steinunn Ingiríður Jónsdóttir ✝ Þorvarður HelgiHaraldsson vél- fræðingur fæddist í Gróttu á Seltjarn- arnesi 21. maí 1931. Hann lést á hjúkr- unarheimilinu Ási 7. júlí síðastliðinn. Hann var sonur hjónanna Haralds Jónssonar skip- stjóra og útgerð- armanns, f. 1. sept- ember 1896, d. 13. mars 1962 og Ástu Særósar Þorvarð- ardóttur, f. 9. ágúst 1902, d. 20. desember 1995. Systur Þorvarðar eru Guðrún, gift Gunnlaugi Pálma Reykjavík 1962 og rafmagnsdeild 1966. Hann vann eftir þetta hjá Slippfélaginu í Reykjavík og í Stálsmiðjunni frá 1970 þar til hann lét af störfum vegna heilsu- brests. Einnig var hann vélstjóri í afleysingum á ms. Skaftafelli og ms. Arnarfelli veturinn 1971-1972. Eftir lát föður síns hélt hann heim- ili með móður sinni að Sólvangi, þar til hann hætti störfum vegna veikinda. Frá 1989 dvaldi hann á Dvalarheimilinu Ási í Hveragerði og þegar heilsu hans hrakaði meir flutti hann á Hjúkrunarheimili á Ási. Útför Þorvarðar var gerð frá Fossvogskapellu 16. júlí, í kyrrþey að ósk hins látna. Steindórssyni for- stjóra og Nanna, gift Einari Sigurðssyni kjötiðnaðarmeistara. Þorvarður ólst upp í föðurhúsum, fyrst í Gróttu, síðan Litlabæ og loks á Sólvangi á Seltjarnarnesi. Eftir almenna skólagöngu stundaði hann sjó- mennsku með föður sínum og síðar á tog- urum. Þorvarður lauk námi í Iðnskól- anum í Reykjavík og námi í ketil- og plötusmíði 1960 frá Stálsmiðjunni í Reykjavík, vél- stjóraprófi frá Vélskólanum í Þorvarður varð fyrir þeirri ógæfu að smitast af berklum þegar hann var í afleysingum hjá Ríkisskip sumarið 1962. Varð hann þess vegna að dvelja á berklahælinu að Vífil- stöðum um alllangt skeið. Má segja að hann hafi verið fórnarlamb læknamistaka, því rétt sjúkdóms- greining fékkst ekki fyrr en mörg- um mánuðum eftir að hann smit- aðist. Á þeim árum hafði berklaveiki verið nær útrýmt hér á landi og læknar ekki eins á verði gagnvart þeim vágesti sem berklaveikin var. Þetta varð til þess að hann náði ekki fullum bata eftir þetta, meðal ann- ars missti hann heyrn á öðru eyra og taugar frá eyrum stórsködduð- ust. Þrátt fyrir þetta tókst honum að ljúka námi við rafmagnsdeild Vélskólans veturinn 1965-1966. Hann tók þessu mótlæti af miklu æðruleysi, að verða að hlíta því að geta ekki tekist á við lífshlaupið af sama krafti, sem hæfileikar, þroski hans og vonir höfðu staðið til. Hjúkrunarfólki og starfsliði að Ási eru færðar sérstakar þakkir fyr- ir frábæra umönnun þau ár sem hann dvaldi á hjúkrunarheimilinu. Blessuð veri minning um góðan dreng. Gunnlaugur P. Steindórsson. Þorvarður Helgi Haraldsson ✝ SVERRIR SVERRISSON lést á Landspítalanum þann 1. ágúst sl. Útför hefur farið fram í kyrrþey 9.ágúst. Guðþór Sverrisson Svanhvít Skúladóttir og aðrir aðstandendur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.