Morgunblaðið - 12.08.2007, Side 63

Morgunblaðið - 12.08.2007, Side 63
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12. ÁGÚST 2007 63 FRÉTTIR VW Golf GTi 03/06. Svartur, ek. 7.600 km. Verð 2,9 millj. Frábært eintak. Upplýsingar í síma 895 0903. Toyota, árg. '94, ek. 140 þús. km. Ef þig vantar bíl sem kemst á milli A, B og C er þetta bíllinn fyrir þig. Rauð Corolla (stallbakur) í toppstandi, sk. ´08. Sjón er sögu ríkari. S. 845 8585. Skoda, árg. '03, ek. 73 þús. km. Til sölu Skoda Octavia Ambiente 1600i. Góður bíll, sumardekk á felgum, vetrardekk fylgja með. Ný tímareim, vatnsdæla og vatnslás. Eyðir litlu. Sími: 849 6047. Góð Toyota RAV4, beinskiptur. Toyota Rav 4, beinsk., árg. ´03, ek. 60 þ. km, með vindsk., filmu o.fl. Verð 1.690, áhv. 1.270. Ath. skipti. Upplýsingar í síma 840 1429. Ford Focus Station - engin út- borgun. Ford Focus Station, árg. ´06. Ek. 11 þ. km. Beinskiptur. Sumar- og vetrardekk. Álfelgur. Engin útborgun, yfirtaka á láni, u.þ.b. 29 þ. á mán. Uppl. gefur Kristín í síma 699 1200. Ford Focus. Sjálfskiptur! Ford Focus. Sjálfskiptur. Góð smurbók, ekinn aðeins 91.000 km. 2000 árgerð. Áhvílandi 485.000 kr. Upplýsingar í síma 897 2611. BMW, ek. 110 þús. km. Fallegur bíll. Selst á góðu verði. Upplýsingar í síma 894 6727. Bílar Þjónustuauglýsingar 5691100 Smáauglýsingar ÍSLENSKU þátttakendurnir á Alþjóðlegu Ólympíukeppninni í efnafræði sem fram fór í Rússlandi í síðasta mánuði stóðu sig með ágætum en keppendur frá 66 löndum tóku þátt að þessu sinni. Einn íslensku keppendanna var mjög ná- lægt því að fá bronsverðlaun í keppninni. Keppnin var haldin í Moskvu og sendu Íslendingar lið í sjötta sinn til þessarar árlegu keppni. Samkvæmt upplýsingum Gísla Hólmars Jó- hannessonar, annars tveggja þjálfara íslenska hópsins, er þetta í 39. skipti sem Ólympíukeppnin í efnafræði er haldin en hún var fyrst haldin í Prag 1968. Markmið keppninnar eru að hvetja nemendur sem hafa áhuga á efnafræði til dáða, gefa þeim tækifæri til að hitta annað ungt fólk frá ýmsum löndum og stuðla þannig að auknum tengslum og alþjóðlegri samvinnu innan og utan fræðigreinarinnar. Tveggja vikna þjálfun í dæmareikningi og vinnubrögðum Í ár tóku 256 keppendur frá 66 löndum þátt í keppninni. Sigurvegari var Lei Xu frá Kína. Í öðru sæti var Yuan Fang einnig frá Kína og í þriðja sæti var Leonid Romashov frá Rússlandi. Íslenska liðið skipuðu að þessu sinni Andri Vil- berg Orrason, Hörður Freyr Yngvason, Karl Njálsson og Vésteinn Snæbjarnarson, allir úr MR. Þeir voru valdir í liðið vegna góðrar frammi- stöðu í Landskeppninni í efnafræði sem Efna- fræðifélag Íslands og Félag raungreinakennara héldu sl. vetur. Áður en haldið var til Rússlands fengu þeir tveggja vikna þjálfun í dæmareikningi og vinnu- brögðum á tilraunastofu við Háskóla Íslands. Auk keppendanna fjögurra fóru tveir þjálfarar með í Ólympíukeppnina, þeir Gísli Hólmar og Sigurður Víðir Smárason, og ein aðstoðarmanneskja, Mar- grét Lilja Björnsdóttir. Þau önnuðust þýðingu prófverkefnanna á íslensku og yfirferð úrlausna keppendanna, að sögn Gísla. Árangur íslenska liðsins í ár var góður þrátt fyrir að enginn hafi komið heim með verðlauna- pening. Íslensku keppendurnir stóðu sig að með- altali svipað og lið Norðmanna og Finna. Danir og Svíar stóðu sig heldur betur þetta árið. Besta ár- angur íslenska liðsins átti Andri Vilberg Orrason og var hann aðeins tveimur hundraðshlutum frá bronsverðlaunum. Andri stóð sig best Íslending- anna í fræðilega hluta keppninnar en Hörður Freyr var hlutskarpastur í verklega hlutanum. Skipulag Ólympíukeppninnar í ár var í höndum efnafræðideildar Háskóla Moskvu, sem er stærsti háskóli Rússlands, með um 65.000 nemendur. Undanfarar Ólympíukeppninnar í efnafræði voru tvær keppnir á landsvísu. Fyrst fór fram al- menna landskeppnin þar sem öllum nemendum framhaldsskóla var heimil þátttaka. Fimmtán efstu nemendunum var boðin þátttaka í almennu landskeppninni, sem fram fór í HÍ. Efstu nem- endur úrslitakeppninnar skipuðu svo lið Íslands. Íslendingar stóðu sig vel í Ólympíukeppninni í efnafræði í Moskvu Öttu kappi við lið frá 65 löndum Keppendur Íslenska liðið náði ágætum árangri á Ólympíuleikunum í efnafræði í Moskvu. Kepp- endurnir fjórir nutu aðstoðar tveggja þjálfara.  HALLDÓR Matthías Sig- urðsson varði doktorsritgerð sína í fjarskipta- verkfræði við Center for Information and Communication Technologies við Danmarks Tekniske Universi- tet (DTU) hinn 11. júní sl. And- mælendur við doktorsvörnina voru prófessor Jens Arnbak frá Delft-háskóla í Hollandi, Borgar Torre Olsen frá rannsóknardeild Telenor í Noregi, og Anders Hen- ten dósent við DTU. Doktorsritgerðin er afrakstur þriggja ára rannsókna sem Hall- dór hefur stundað við DTU í Dan- mörku, auk gestarannsókna við Oslóarháskóla í Noregi, Cam- bridge-háskóla í Bretlandi, auk starfa hjá Microsoft Research Asia í Beijing í Kína. Ritgerðin ber titilinn „Techno- Economics of Residential Broad- band Deployment“ og fjallar um hagverkfræði við uppbyggingu breiðbandsneta og -þjónustu. Í ritgerðinni er borin saman ljós- leiðaravæðing orkufyrirtækja í Danmörku við uppfærslu kop- arnets símafyrirtækisins TDC. Þetta er gert með því að fara yfir þróun og kröfur til pakkaskiptrar breiðbandsþjónustu og neta, þró- un líkans fyrir fjárfesting- arkostnað við lagningu aðgangs- neta, auk líkans fyrir samkeppni á fjarskiptamarkaði. Niðurstöður verkefnisins benda til þess að aðgangsnet úr kopar og ljósleiðara geti bæði uppfyllt þær kröfur sem breiðbandsþjón- usta krefst í náinni framtíð en að mikill munur geti verið á fjárfestingarkostnaði þeim tengd- um. Kostnaðarlíkanið er notað til að reikna þennan mun í borgum, bæjum, og dreifbýli og áætla nauðsynlega markaðshlutdeild fyrir fjárhagslega hagkvæmni. Fræðilega sýnir verkefnið hvernig samkeppni frá orkufyrirtækum hraðar uppfærslu aðgangsneta símafyrirtækja. Niðurstöðurnar hafa hagnýtt gildi sem innlegg í umræðu og ákvörðunartöku um breiðbands- væðingu og má einnig yfirfæra á samkeppni á fjarskiptamarkaði á Íslandi. Þannig gefa þær til kynna að orkufyrirtækjum muni reynast erfitt að reka fjárhagslega arðsöm ljósleiðaranet í samkeppni við fjarskiptafyrirtæki en að það sé þó hægt að gefnu réttu vali á tæknistöðlum, samlegðaráhrifum frá öðrum rekstri og nægri mark- aðshlutdeild. Ritgerðin opnar fyr- ir frekari rannsóknir á samkeppni í lagningu og rekstri ljósleið- araneta. Halldór fæddist á Akranesi 1976 og er sonur Sigrúnar Aðal- heiðar Ámundadóttur og Sigurð- ar Jakobs Halldórssonar. Hann er stúdent frá stærðfræðideild Verslunarskóla Íslands 1996, lauk B.Sc.-námi í véla- og iðnaðarverk- fræði frá HÍ 2000 og M.Sc.-námi í iðnaðarverkfræði frá DTU 2003. Halldór er kvæntur Beintu Fossá- dal lögfræðingi og eiga þau einn son, Helga Jakob. Halldór starfar nú hjá ráðgjafarfyrirtækinu McKinsey & Company í Kaup- mannahöfn. Doktor í fjarskipta- verkfræði „MÆÐRAHÚSIN eru mikilvæg í baráttunni við að bæta stöðu kvenna og barna,“ segir Gerður Gestsdóttir, ráðgjafi félagslegra verkefna Þróun- arsamvinnustofnunar Íslands í Ník- aragva. Hún var ásamt samstarfs- fólki viðstödd opnun mæðrahúss í Bluefields á Atlantshafsströnd landsins. „Mæðrahúsið í Bluefields er hið glæsilegasta, með rúm fyrir fimmtán konur og stendur við hlið- ina á sjúkrahúsinu sem er mikill kostur“ segir Gerður. „Mæðradauði er hár í Níkaragva miðað við önnur lönd í Rómönsku Ameríku og fer því miður vaxandi. Árið 2006 var hlutfall látinna mæðra 96 á hver 100 þúsund lifandi fædd börn. Að meðaltali fæðir hver kona í dreifbýli Níkaragva 5,4 börn á lífs- leiðinni auk þess sem þunganir barna og unglingsstúlkna eru flestar hér miðað við löndin í þessum heims- hluta, svo áhættan er vissulega til staðar. Fátækt, hefðbundin kynja- hlutverk, takmarkaður aðgangur að menntun, erfiðar samgöngur og fjar- lægðir á næstu heilsugæslu eða sjúkrahús má telja aðalástæður þess að mæður hér deyja við það að koma börnum sínum í heiminn,“ segir Gerður. Að sögn Gerðar hefur ICEIDA á undanförnum mánuðum lagt fram fé í byggingu eða endurbyggingu á fimm mæðrahúsum og er húsið í Bluefields annað af þeim sem opnar á árinu. Gísli Pálsson umdæmisstjóri ICEIDA í Níkaragva talaði fyrir hönd Íslands á hátíðinni og ICEIDA var margþakkaður stuðningurinn bæði af yfirvöldum og aðstandend- um hússins, sem og lofsverður vilji til verka sem þótti ekki síður mik- ilvægur en fjárútlát. Gerður segir mæðrahúsin í raun verkefni hvers bæjar eða þorps fyrir sig og rekin af ýmsum hópum í samfélaginu, lang- oftast kvennasamtökum og í ein- hverjum tilfellum bæjarfélaginu sjálfu. „Í þessu verkefni sameinast samfélagslegi krafturinn í innfædd- um og umhyggja utanaðkomandi í að bæta aðstæður þeirra fátækustu,“ segir Gerður og bætir við að eitt af forgangsatriðum stjórnvalda í Ník- aragva sé að lækka tíðni mæðra- dauða og að mæðrahúsin séu afar mikilvægur hluti af þeirri vinnu. Í dag megi telja 54 mæðrahús víðs vegar í landinu. Mæðrahús ætlað verðandi mæðrum úr dreifbýli Mæðrahúsin eru ætluð fyrir verð- andi mæður sem búa á einöngruðum stöðum, langt frá næstu heilsugæslu eða sjúkrahúsi. Í mæðrahúsunum fá konurnar alla nauðsynlega aðhlynn- ingu á meðgöngu, læknisaðstoð, greiningu og umönnun bæði fyrir og eftir fæðingu. Þær konur sem koma í mæðrahúsin eru yfirleitt mjög fá- tækar, með litla sem enga menntun og í áhættumeðgöngu. Langflestar mæðurnar fá faglega aðstoð á með- göngu og við fæðingu í fyrsta sinn. Auk þess að daglega heimsókn lækn- is eða hjúkrunarfræðings, mat og skjól, er á vegum mæðrahúsanna boðin ráðgjöf um getnaðarvarnir, brjóstagjöf, heimilisofbeldi, hrein- læti, næringu, almenna umönnun barna og hvernig skal skrá barnið þegar það er fætt. Algengast er að konurnar dvelji í mæðrahúsi í um tvær vikur fyrir fæðingu og eina eftir fæðingu. „Mæðrahúsið hér í Bluefields þjónar þó mjög stóru og dreifbýlu svæði þaðan sem konurnar þurfa oftar en ekki að ferðast fótgangandi langa leið að heiman auk þess að taka allt upp í þriggja daga bátsferð til að komast hingað. Því er nauðsynlegt fyrir þær að koma eilítið fyrr en ella til að geta hvílt sig fyrir fæðinguna. Að sama skapi geta konurnar þurft að bíða lengi eftir næstu bátsferð í áttina heim. Lengst hefur kona dval- ið þrjá mánuði í húsinu,“ segir Gerð- ur. Hún nefnir að á síðasta ári hafi 188 konur notað þjónustu gamla mæðra- hússins í Bluefields, þar af hafi 78 stúlkur verið yngri en 19 ára og inn- an þess hóps 13 stúlkubörn á aldr- inum 10-14 ára. „Hér á Atlantshafs- ströndinni sem er fátækasti hluti Níkaragva er fimmta hver stúlka orðin móðir milli 15 og 19 ára aldurs. Ef ekki væri fyrir mæðrahúsin er oftar en ekki eini kosturinn að fæða heima án aðstoðar fagfólks. Mæður eiga möguleika á að koma nýju lífi örugglega í heiminn, þökk sé mæðrahúsunum,“ segir Gerður að lokum. Annað mæðrahús tekur til starfa í Níkaragva Mikilvæg Mæðrahúsin eru ætluð fyrir verðandi mæður sem búa á einangruðum stöðum í Níkaragva. FORSÍÐUMYND Morgunblaðsins sl. föstudag af flugvél sem brot- lenti í Kapelluhrauni var ekki merkt réttum ljósmyndara. Sá sem tók myndina heitir Magnús Ragnarsson. Beðist er velvirðingar á þessu. LEIÐRÉTT Rétt nafn ljósmyndara ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.