Morgunblaðið - 12.08.2007, Side 69

Morgunblaðið - 12.08.2007, Side 69
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12. ÁGÚST 2007 69 Krossgáta Lárétt | 1 vísa frá, 4 karl- dýr, 7 bakteríu, 8 nákom- inn, 9 elska, 11 væskill, 13 á höfði, 14 elur af- kvæmi, 15 verkfæri, 17 fíngerð, 20 málmur, 22 smástrákur, 23 fuglar, 24 rás, 25 híma. Lóðrétt | 1 vel verki far- inn, 2 slóð, 3 fiska, 4 for- nafn, 5 ósköp, 6 dreg í efa, 10 sparsemi, 12 þræta, 13 sprækur, 15 knappur, 16 athuga- semdin, 18 bál, 19 kaka, 20 eimyrja, 21 úr. Lausn síðustu krossgátu Lárétt: 1 agnarsmár, 8 felds, 9 orkar, 10 ask, 11 Iðunn, 13 kelda, 15 skúti, 18 sleif, 21 lóm, 22 gjall, 23 Ingvi, 24 saurgaðir. Lóðrétt: 2 guldu, 3 assan, 4 stokk, 5 Áskel, 6 efli, 7 trúa, 12 nýt, 14 ell, 15 saga, 16 útata, 17 illur, 18 smita, 19 engli, 20 feit. 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16 (21. mars - 19. apríl)  Hrútur Vertu eins mikið einn og þú getur. Það er minni árangur af ákvörðunum sem teknar eru í hópi, en þeim sem ein mann- eskja úr hópnum hefði geta tekið. (20. apríl - 20. maí)  Naut Eftirsjá er alveg gagnlaus notkun á hugarorku. Sérstaklega þegar mistök eru næstum jafn áhugaverð og listaverk. Próf- aðu að ramma þau inn. Hvað finnst þér? (21. maí - 20. júní)  Tvíburar Þetta er fullkominn tími að henda öllum leiðbeiningum og sjá hverju lífið lík- ist þegar leikið er af fingrum fram. Of miklar upplýsingar valda of litlu brjóstviti. (21. júní - 22. júlí)  Krabbi Þú ert að hugsa gamlar hugsanir. Eini munurinn er sá að nú hefurðu kraft- inn til að gera eitthvað í málinu. Og verður líklega búinn að því fyrir dagslok. (23. júlí - 22. ágúst)  Ljón Áhugaverðar samræður grípa þig heljartökum. Þú hlustar líklega mun meira en að tala, sem er frábært. Ef þú værir ekki til staðar yrðu hlutirnir ekki sagðir. (23. ágúst - 22. sept.)  Meyja Þú ert ekki einn um þitt óraunsæja sjónarmið. Þú hefur sömu drauma fyrir hönd mannkynsins og ótal mannlegir menn. Segðu frá í kvöld, fólk mun hlusta. (23. sept. - 22. okt.)  Vog Hugsaðu stærra. Ef plönin eru of smá í sniðum, heilla þau ekki fólkið þitt. Og ef þú þarft ekki á fólki að halda, eru þau svo sannarlega of lítil! (23. okt. - 21. nóv.) Sporðdreki Hvaða augum þú lítur hlutina, hefur áhrif á sýn annarra á þá. Þetta eru góðar fréttir ef þú hefur meiri tíma en fé. Leggðu allt sem þú átt í framlagið þitt. (22. nóv. - 21. des.) Bogmaður Mikið verður afrekað vegna beiðni þinnar. Nema þú biðjir ekki um neitt, þá verður ekkert gert. Þeir sem þora að spyrja, fá það sem þeir vilja. (22. des. - 19. janúar) Steingeit Þú virðist einungis hafa helming þeirra upplýsinga sem þú þarfnast og verð- ur að fylla í eyðurnar með innsæinu. Trúðu á það besta í vini og hann stendur sig. (20. jan. - 18. febr.) Vatnsberi Þig langar að hreyfa þig í takt við aðra í ættbálknum. En eitthvað innra með þér finnur ekki taktinn. Búðu frekar til þinn eigin dans. (19. feb. - 20. mars) Fiskar Þú hittir svo furðulegar persónur að þú heldur þig hafa lent í Undralandi. Þú gæti jafnvel orðið ástfanginn af einni þeirra. Pör myndast þegar þau sjá fram á ævintýri saman. stjörnuspá Holiday Mathis 1. e4 e6 2. d4 d5 3. Rd2 Rf6 4. e5 Rfd7 5. Bd3 c5 6. c3 Rc6 7. Re2 cxd4 8. cxd4 f6 9. exf6 Rxf6 10. Rf3 Bd6 11. 0-0 0-0 12. Bf4 Bxf4 13. Rxf4 Re4 14. Dc1 Df6 15. Re2 Bd7 16. De3 Rd6 17. Re5 De7 18. Rf4 Hf6 19. Rg4 Hf7 Staðan kom upp á Politiken Cup sem lauk fyrir skömmu í Kaup- mannahöfn. Árni Þorvaldsson (1.947) hafði hvítt gegn heimamann- inum Uffe Rasmussen (2.136). 20. Bxh7+! Kh8 21. Dh3 Hxf4 22. Bg6+ og svartur gafst upp. SKÁK Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is Hvítur á leik. Misheppnað útspilsdobl heppnaðist. Norður ♠KD5 ♥964 ♦ÁK3 ♣G942 Vestur Austur ♠G98732 ♠- ♥2 ♥G53 ♦75 ♦DG1092 ♣10863 ♣ÁKD75 Suður ♠Á1064 ♥ÁKD1087 ♦864 ♣ Suður spilar 6♥ dobluð. Allir vita að ef andstæðingur doblar slemmu, sem sögð hefur verið til vinn- ings, er hann að biðja útspil í lit sem væntanlegur blindur hefur sagt en annars í lengsta lit útspilarans. Í þessu spili í sveitakeppni voru spil- uð 6♥ dobluð við bæði borð eftir að suður opnaði á 1♥, norður sýndi jafn- skipta hendi með hjartastuðningi og suður stökk í slemmu. Austur doblaði í þeirri von að fá út spaða. Við annað borðið hlýddi vestur og austur trompaði spaðaútspilið og reyndi að taka laufás. En sagnhafi trompaði, tók tvisvar tromp og spaða- hjónin og henti tígli í borði í spaðaás. Slétt unnið og 1660. Við hitt borðið sat Búlgarinn Valio Kovachev í vestur. Hann vissi vel að austur vildi fá spaða út en velti því fyr- ir sér hvar vörnin gæti fengið annan slag. Suður átti líklega eyðu einhvers staðar fyrst hann spurði ekki um ása. Á endanum ákvað Kovachev að spila út tígli og það nægði til að hnekkja slemmunni. BRIDS Guðm. Sv. Hermannsson| gummi@mbl.is 1 Flugvél með tvo menn innanborðs nauðlenti í ná-grenni Reykjavíkur. Hvar? 2 Utanríkismálanefnd kom saman til að ræða málefniRatsjárstofnunar. Hver er formaður nefndarinnar? 3Markahæsti leikmaður úrvalsdeildar karla í knatt-spyrnu hefur framlengt samning sinn við Val. Hvað heitir hann? 4 Íslenska myndin Astrópía verður frumsýnd á næst-unni. Hvað heitir leikstjóri hennar? Svör við spurningum gærdagsins: 1. BYKO hefur sótt um lóð í Reykjavík fyrir stórbyggingu. Hvar? Svar: Á Hólmsheiði. 2. Staðfest hefur verið að hæsti maður heims sé Leonid Stadnyk, 2,58 metr- ar. Hvar býr hann? Svar: Í Úkraínu. 3. Hjallastefnan hefur numið lönd á nýjum stað. Hvar er það? Svar: Á Keflavíkurflugvelli. 4. Tilkynnt hefur verið að landsliðsþjálfarinn í handknattleik muni halda áfram störfum. Hver er hann? Svar: Alfreð Gíslason. Spurter… ritstjorn@mbl.is Morgunblaðið/Günter Schröder dagbók|dægradvöl Sudoku Miðstig Lausnir síðustu Sudoku Lausn, ábendingar og tölvuforrit á www.sudoku.com Frumstig Miðstig Efstastig Frumstig © Puzzles by Pappocom Þrautin felst í því að fylla út í reitina þannig að í hverjum 3x3-reit birtist tölurnar 1-9. Það verður að gerast þannig að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt birti einnig tölurnar 1-9 og aldrei má tvítaka neina tölu í röðinni. Efstastig FRÉTTIR SVERRIR Schopka var sæmdur heiðurs- orðu Sambandslýðveldisins Þýskalands fyrir skömmu. Síðastliðin 30 ár hefur Sverrir Schopka unnið að því að efla sam- skipti Íslands og Þýskalands. Hann hefur um áratuga skeið starfað með Þýsk-íslensku félögunum í Hamborg og Köln. Frá árinu 1972 til 1996 var Sverrir í stjórn Vinafélags Íslands í Ham- borg og formaður félagsins frá árinu 1996. Sverrir fluttist til Overath (hjá Köln) og settist í stjórn Þýsk-íslenska félagsins í Köln árið 1999. Þar gegnir hann einnig starfi formanns félagsins. Rolf Menzel, landstjóri í Bergisch Glad- bach, afhenti Sverri Schopka heiðurs- merkið sem fulltrúi Horst Köhler, forseta Þýskalands. Við athöfnina sagði Menzel að hin víðfeðma þekking Sverris Schopka á íslenskum málefnum geri hann að ómiss- andi tengilið á milli Íslands og Þýska- lands. Við athöfnina tók varaborgarstjóri Ove- rath, heimabæjar Sverris, einnig til máls. Bað hann Sverri í lengstu lög um að halda áfram því mikilvæga starfi sem hann hef- ur sinnt í þágu jökla, eldfjalla og hvera og styrkja tengsl Íslands og Þýskalands. Sæmdur heiðursorðu Þýskalands Heiðraður Afhending heiðursorðunnar fór fram við hátíðlega athöfn. F.v. Ólafur Davíðsson, sendiherra Ís- lands í Þýskalandi, Margret Schopka, eiginkona Sverris Schopka, Sverrir Schopka og Rolf Menzel landstjóri.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.