Morgunblaðið - 12.08.2007, Blaðsíða 70

Morgunblaðið - 12.08.2007, Blaðsíða 70
Kr. 1100 fyrir fullorðna Ferjugjald, vaffla og kaffi/kakó Kr. 600 fyrir börn Ferjugjald, vaffla og safi Nánari upplýsingar www.videy.com 533 5055 Vöfflur og Viðey Uppgötvaðu Viðey Kaffisala kl. 13 – 17 ... óskiljanlegt hvers vegna ekki er meira samneyti milli norrænna listamanna. … 72 » reykjavíkreykjavík Danski leikstjórinn BilleAugust býr til skiptis íDanmörku og Bretlandi.Blaðamaður nær tali af honum á fyrrnefnda staðnum þar sem hann kvartar yfir veðrinu sem leikið hefur Dani grátt í sumar. Hann segist jafnframt hafa frétt að annað hafi verið uppi á veðurteningnum hjá okkur hér í norðri og blaðamaður staðfestir að svo sé. Tilefni samtalsins er frumsýning nýjustu myndar Augusts, Goodbye Bafana, sem sýnd verður á Bíódögum Græna ljóssins sem hefjast 15. ágúst. Myndin segir sögu James Gregorys og er byggð á sjálfsævisögu hans, Go- odbye Bafana: Nelson Mandela, My Prisoner, My Friend. Kynni þeirra Mandela hefjast þegar Gregory er ráðinn fangavörður við fangelsið á Robben Island í Suður-Afríku. Vegna tungumálakunnáttu er hinum for- dómafulla og rasíska Gregory falið að fylgjast með Mandela og félögum hans. Úr verður að Gregory fylgir Mandela milli fangelsa allt þar til sá síðarnefndi var látinn laus árið 1990. Billie August hafði ekki lesið ævi- sögu Gregorys þegar honum barst kvikmyndahandritið til yfirlestrar. „Ég les mikið af handritum eins og gengur en strax eftir 30 blaðsíður af þessu handriti vissi ég að ég væri með eitthvað alveg sérstakt í höndunum og að ég vildi gera myndina,“ segir August. Hann hafði samstundis sam- band við framleiðanda myndarinnar og vildi hefjast handa en eitt vafðist þó fyrir honum. „Mér fannst mikilvægt að vera sannur raunverulegum atburðum myndarinnar. Ég hafði engan áhuga á að gera úr þessu einhverja Holly- wood-sápuóperu. Við náðum að fjár- magna myndina algerlega sjálfir og gátum gert hana eins og við vildum.“ En hvað var það við sögu James Gregorys sem heillaði Billie August? „Við kynnumst þessum einfalda manni sem alist hefur upp við að- skilnaðarstefnuna og trúir stað- fastlega á hana. Eftir að hann hittir Mandela má segja að hann verði lif- andi sönnun þess sem Mandela boð- aði, að fólk geti breyst, enginn sé fæddur fordómafullur,“ segir August. „Mandela hefur alltaf verið hetja í mínum augum, hann hefur haft svo stórkostleg áhrif á þjóð sína og okkur öll. Ég held að ef einhver eins og Mandela fyrirfyndist í Írak væri ástandið öðruvísi þar í dag.“ Erfitt að leika Mandela Sem fyrr segir var August mikið í mun að myndin yrði sem raunveru- legust og verandi lítt kunnugur að- skilnaðarstefnunni frá sínum heim- slóðum dvaldi hann rúmt hálft ár í Suður-Afríku og las allt sem hann komst í um þennan róstursama tíma í landinu. Auk þess hitti hann eig- inkonu Gregorys og afkomendur hans sem og nokkra fanga sem dvalið höfðu á Robben Island. „Við sendum Mandela svo hand- ritið til yfirlestrar og fengum skilaboð frá honum til baka um að honum fyndist mjög mikilvægt að myndin yrði gerð en hann vildi að við gættum þess að fara rétt með heimildir sög- unnar.“ Það eru Joseph Fiennes (Shakesp- heare In Love) og Dennis Haysbert (forseti Bandaríkjanna í 24) sem fara með hlutverk félaganna Gregorys og Mandela. Blaðamanni lék forvitni á að vita hvort August liti fyrst og fremst til útlitsþátta við val á leik- urum í hlutverk raunverulegra ein- staklinga eða hvort eitthvað annað sé þar að baki. „Við valið á Gregory vildi ég fá há- gæða leikara sem gæti bæði túlkað þessa breytingu sem verður á honum með tímanum og einnig leikara sem gæti elst vel. Fiennes var fullkominn í það hlutverk. Það er hinsvegar alltaf erfitt að fara með hlutverk manns á borð við Mandela, manns sem öll heimsbyggðin kannast við. Allar örv- ar virtust beinast að Haysbert og hann var spenntur að takast á við hlutverkið. Mér fannst mikilvægara að fá leikara sem næði líkamstján- ingu og málfari Mandela heldur ein- hvern sem lítur út eins og hann, því það gerir, jú, enginn,“ sagði August. Kannski til Íslands Kvikmyndir Augusts í gegnum tíð- ina hafa flestar verið byggðar á skáldsögum, sögum sem gerast með- al annars á róstursömum tímum í Suður-Ameríku (Hús andanna), á ís- breiðum í Grænlandi (Smilla’s Sense of Snow) og nú í fangelsum á tíma að- skilnaðarstefnu í Suður-Afríku. Skyldi það vera leikstjóranum mik- ilvægt að róa á ný mið við gerð hverr- ar myndar. „Nei, ég hugsa það nú ekki þannig. Það er alltaf fyrst og frest sagan sem heillar mig og ég sé sjálfan mig sem sögumann,“ segir August og segir það misjafnt hvort sögurnar rati til hans sem handrit, eins og Goodbye Bafana, eða hvort hann heillist við lestur bókar og vilji gera úr henni kvikmynd, líkt og Hús andanna. August sagðist að lokum ekki geta greint frá þeim sögum sem hann hyggst segja á hvíta tjaldinu í náinni framtíð. Hann ýjar þó að því, eins og fram kom í Morgunblaðinu í vikunni, að hann muni mögulega leikstýra kvikmyndinni A Journey Home, sem gerð er eftir sögu Ólafs Jóhanns Ólafssonar, Slóð fiðrildanna. Hvort úr því verður getur tíminn einn leitt í ljós. Leikstjórinn „Ég hafði engan áhuga á að gera úr þessu einhverja Holly- wood-sápuóperu,“ segir Bille August um Goodbye Bafana. Sögumaður hvíta tjaldsins Samband Nelson Man- dela við fangavörð sinn hefur fram að þessu kannski ekki verið öll- um kunnugt. Leikstjór- inn Bille August boðar breytingu þar á en mynd hans, Goodbye Bafana, er sýnd á Bíó- dögum Græna ljóssins, sem hefjast í vikunni. Birta Björnsdóttir ræddi við Bille. Goodbye Bafana Nelson Mandela (Dennis Haysbert) í hlekkjum og James Gregory (Joseph Fiennes) fylgir á eftir. »Ég held að ef ein-hver eins og Mandela fyrirfyndist í Írak væri ástandið öðruvísi þar í dag. birta@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.