Morgunblaðið - 23.08.2007, Síða 8
8 FIMMTUDAGUR 23. ÁGÚST 2007 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
„ÞAÐ hefur ekkert breyst,“ segir Jón
Guðmundur Guðmundsson, slökkvi-
liðsmaður á Egilsstöðum, en ellefu af
fjórtán slökkviliðsmönnum sögðu fyrr
í mánuðinum upp störfum frá og með
1. september vegna kjaradeilu við
nýtt brunasamlag, Brunavarnir á
Austurlandi.
Jón Guðmundur segist ekki vita til
þess að boðað hafi verið til neinna
funda vegna deilunnar. „Við erum að
bíða eftir að heyra hvort [brunasam-
lagið] hafi eitthvað nýtt fram að færa
og það er að svo komnu máli ekki
neitt,“ segir hann.
Málið sé í biðstöðu og slökkviliðs-
mennirnir séu fremur hissa á að ekk-
ert hafi heyrst frá brunasamlaginu.
Jón Guðmundur segir slökkviliðs-
mennina standa við kröfur sínar. „Við
erum ekkert hrifnir af því að það sé
stofnað nýtt brunasamlag og laun
okkar skorin niður,“ segir hann.
Eiríkur Björgvinsson, varaformað-
ur stjórnar Brunavarna á Austur-
landi og bæjarstjóri á Fljótsdalshér-
aði, segir að stjórnin hafi bókað, eftir
að slökkviliðsmennirnir tilkynntu að
þeir myndu hætta 1. september, að
launakröfum þeirra væri hafnað.
Málið rætt við landssambandið
Stjórnin hafi hins vegar verið í við-
ræðum við Landssamband slökkvi-
liðsmanna, enda sé það kjarafélag
slökkviliðsmannanna.
Formaður stjórnar brunavarnanna
hafi í gær rætt málið við formann
landssambandsins. „En við erum
búnir að vera að bíða eftir því að við
fengjum formleg viðbrögð eftir að við
bókuðum það að við færum ekki
lengra með málið,“ segir hann.
Stjórnin hafi óskað eftir því við
slökkviliðsmennina „að þeir vinni með
okkur að því að stofna hérna atvinnu-
slökkvilið og það er í raun okkar út-
spil“.
„Það hefur
ekkert breyst“
Hafa sagt upp störfum frá 1. september
LÖGREGLAN á höfuðborgarsvæð-
inu heldur úti virku umferðareft-
irliti í grennd við leik- og grunn-
skóla um þessar mundir, enda eru
margir að hefja skólagöngu og því
brýnt að sérstök varúð sé sýnd.
Samkvæmt upplýsingum frá lög-
reglu ber mikið á að ökumenn aki
of hratt en t.a.m. voru brot 96 öku-
manna mynduð á Fjallkonuvegi við
Foldaskóla í Grafarvogi á tæpri
klukkustund á þriðjudag. Með-
alhraði ökutækja var um 44 km á
klukkustund þar sem hámarks-
hraði er 30 km. Einnig voru brot 57
ökumanna mynduð í Norðurfelli í
Breiðholti á sama tíma.
Vert er að minna ökumenn á að
vikmörk vegna hraðamælinga voru
lækkuð á síðasta ári, úr 10 kíló-
metrum í 5 km.
Hraðakstur
við grunnskóla
TÖLUVERT hefur verið um hrað-
akstur í Hvalfjarðargöngunum það
sem af er vikunni. Samkvæmt upp-
lýsingum frá lögreglu höfðu brot
156 ökumanna verið mynduð í gær-
dag. Í göngunum má aka á 70 km
hraða en meðalhraði hinna brot-
legu var tæplega 84 km á klukku-
stund. Sá er hraðast ók var á 107
km hraða en alls óku þrír yfir 100
km, og ellefu ökumenn voru á yfir
90 km hraða.
Flýta sér gegn-
um göngin
Eftir Andra Karl
andri@mbl.is
FJÖRUTÍU ár eru í dag liðin frá því
sem nefnt hefur verið svartasta
stund í íslenskri knattspyrnusögu;
þegar íslenska karlalandsliðið tap-
aði fyrir því danska, 2:14, á Idræts-
parken í Kaupmannahöfn. Íþrótta-
fréttamaður Morgunblaðsins sem
var viðstaddur leikinn lýsir leiknum
sem hræðilegri upplifun og sér ekki
fyrir sér að slík stund komi á ný.
„Ég var búinn að skrifa tvær,
þrjár greinar í Berlingske Tidende
áður en leikurinn fór fram. Þar
hafði ég sagt að við ættum núna
sterkara lið en jafnvel nokkru sinni
fyrr og ef Íslendingar ættu ein-
hvern tíma möguleika á að sigra
Dani, þá væri það núna,“ segir Atli
Steinarsson, fyrrum íþrótta-
fréttamaður Morgunblaðsins, og
heldur áfram: „Og kunningjar mín-
ir í dönsku blaðamannastéttinni
gerðu því óspart grín að mér í
blaðamannastúkunni meðan á
leiknum stóð, og því meir sem
mörkin urðu fleiri.“
Allflest íslensk blöð sendu blaða-
mann á leikinn enda var eftirvænt-
ingin mikil og margir bjuggust við
að Íslendingar myndu í það minnsta
leika sama leik og árið 1959 þegar
jafntefli náðist, 1:1, gegn Dönum í
undankeppni Ólympíuleikanna.
Í grein sinni sem birtist daginn
eftir leikinn lýsir Atli stemningunni
í blaðamannastúkunni þannig að
menn hafi sokkið lengra og lengra
niður í sætið. „Já, stemningin var
náttúrlega alveg hrikaleg. Það var í
raun hræðileg upplifun að vera
þarna,“ segir Atli sem telur muninn
á liðunum aðallega hafa legið í
hraða leikmanna. „Það sem gerði
útslagið var að íslensku leikmenn-
irnir voru alltof svifaseinir, og það
var í raun sláandi hvað þeir voru
miklu seinni í öllum sínum hreyf-
ingum en Danir.“
Væntingarnar of miklar
Atli segir danska liðið hafa verið
geysilega sterkt á þessum árum en
það eitt geti ekki skýrt þann mikla
mun sem var á með liðunum. Hann
segir það í raun einkennilegt
hversu illa Íslendingum gangi yf-
irleitt gegn Dönum.
„Oft ætla þeir sér allt of mikið og
stundum hafa væntingarnar verið
gífurlega miklar, s.s. fyrir sex árum
síðan þegar við töpuðum 0:6 úti. Þá
bjuggust menn við að geta unnið og
KSÍ bauð helstu styrktaraðilum á
leikinn til að horfa á sigurinn – það
varð nú aldeilis ekki.“
Hræðileg upplifun að vera á Idrætsparken
4:0 Guðmundur Pétursson, markvörður, nær ekki að stöðva skot Toms Söndergaard, en þetta var fjórða markið
af fjórtán sem Danir skoruðu. Til varnar voru Jón Stefánsson og Jóhannes Atlason.
Á vellinum Atli Steinarsson skrif-
aði um leikinn í Morgunblaðið.
„Voru alltof svifaseinir“
„ÞETTA eru mikil vonbrigði,“ seg-
ir Gunnar Sigurðsson, starfandi
bæjarstjóri Akraness, um þá
ákvörðun umhverfisráðherra að
synja staðfestingar á hluta aðal-
skipulags Leirár- og Melahrepps,
er varðar vegalagningu yfir
Grunnafjörð.
Gunnar segir bæinn lengi hafa
haft hug á því að vegur yrði lagður
yfir fjörðinn. Á síðasta aðalskipu-
lagi Akranesbæjar hafi verið sett-
ur inn vegur sem átt hafi að styðja
við Grunnafjarðarveginn þegar
hann kæmi.
Vegurinn hefði mikla þýðingu
Að sögn Gunnars myndi vegur
yfir Grunnafjörð hafa mikla þýð-
ingu bæði vegna sjúkrahússins í
bænum og vegna skólamála á
svæðinu. Það hafi verið sameig-
inlegt hagsmunamál Akraness og
Borgarness að vegurinn yrði lagð-
ur. Yrði af byggingu hans styttist
leiðin milli bæjanna um sjö kíló-
metra. Einnig hefur verið talið að
vegur um Grunnafjörð myndi
væntanlega leiða til þess að hring-
vegurinn yrði færður vestur fyrir
Akrafjall. Gunnar bendir á að mun
öruggara væri að aka um Grunna-
fjörð en að fara undir Hafnarfjall.
Hann segir að bærinn eigi eftir
að fara yfir niðurstöðu umhverf-
isráðherra. Bæjaryfirvöld muni á
næstunni skoða nánar á hvaða for-
sendum synjun staðfestingar um-
hverfisráðherra varðandi vega-
lagninguna sé byggð.
„Þetta eru
mikil vonbrigði“