Morgunblaðið - 23.08.2007, Side 12
12 FIMMTUDAGUR 23. ÁGÚST 2007 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Á LAUGARDAG verður Viðeyj-
arhátíð og minnst 100 ára afmæl-
is þorpsins í Viðey með því að
skapa ósvikna þorpsstemningu.
Hátíðin markar endapunktinn á
sumardagskrá Viðeyjar þetta ár-
ið.
Dagskráin stendur frá kl. 12-
24. Meðal dagskrárliða má nefna
útimarkað, kaffisölu, göngur um
eyjuna og margvíslega dagskrá
fyrir börnin. Þá gefst kostur á að
snæða glæsilega þriggja rétta há-
tíðarmáltíð í Viðeyjarstofu.
Kl. 21 verður svo slegið upp
heljarinnar dansiballi á palli við
Viðeyjarstofu. Þjóðdansafélag
Reykjavíkur stígur dans og í kjöl-
far þess munu Karl Jónatansson
og Neistarnir og hópur úr Harm-
onikkufélaginu Hljómum leika
fyrir dansi. Sérstakur gestur
verður Raggi Bjarna sem flytur
nokkra þekkta slagara.
Dagskrá hátíðarinnar er
ókeypis utan ferjutoll, en ferjan
mun ganga út í eyjuna fram yfir
miðnætti.
Haldið upp á 100 ára afmæli
þorpsins í Viðey með viðhöfn
Helgin Á Viðeyjarhátíð verður
minnst 100 ára afmælis þorpsins.
KARL V. Matthíasson, þingmaður Samfylkingarinnar
og formaður Íslandsdeildar Vestnorræna ráðsins var
kjörinn formaður á 10 ára afmælisársfundi ráðsins sem
haldinn er í Nuuk, Grænlandi, dagana 20. til 24. ágúst.
Hann tekur við embættinu af Jonathan Motzfeldt, for-
seta grænlenska Landsþingsins.
Karl sagði í ræðu sinni er hann tók við embættinu að
hann myndi leggja höfuðáherslu á fjögur málefni í for-
mannstíð sinni. Hann sagðist myndi fylgja eftir þeirri
vinnu sem Jonathan Motzfeldt hefur ýtt úr vör um að fá
Evrópusambandið til að beina í auknum mæli sjónum
sínum að þeim vandamálum sem skapast hafa í og við
norðurskautið vegna hlýnunar, þar sem ESB hefur verið helst til áhuga-
laust um málefni norðurskautsins.
Auk Karls sitja Henrik Old, þingmaður í Færeyjum, og Jonathan Motz-
feldt, forseti Landsþings Grænlands, í forsætisnefnd Vestnorræna ráðsins.
Formaður ráðsins er kjörinn til eins árs.
Karl V. Matthíasson kjörinn
formaður Vestnorræna ráðsins
Karl V. Matthías-
son þingmaður.
HÁTT í 90% landsmanna eru jákvæð í garð Öryrkjabandalags Íslands,
samkvæmt könnun sem Capacent Gallup gerði könnunina fyrir ÖBÍ í júlí,
en markmiðið var að kanna ímynd almennings á starfsemi bandalagsins.
Þegar spurt var hvort fólk væri jákvætt eða neikvætt gagnvart ÖBÍ
sögðust 88,9% svarenda mjög eða frekar jákvæð í garð bandalagsins. 8,1%
svöruðu hvorki né en 3% voru frekar eða mjög neikvæð. Um 70% svarenda
kváðust bera mikið eða frekar mikið traust til bandalagsins og rúm 75%
tölu að ÖBÍ sinnti réttindamálum öryrkja mjög vel eða frekar vel. Þá taldi
yfir helmingur svarenda að félagið væri mjög eða frekar sýnilegt í um-
ræðum um réttindamál öryrkja. Segir ÖBÍ að niðurstöðurnar sýni ótvírætt
sterka stöðu ÖBÍ í samfélaginu.
Könnunin var framkvæmd þannig að hringt var í 1.350 manns á öllu
landinu á aldrinum 16-75 ára, en úrtakið var valið af handahófi úr þjóð-
skrá. Svarhlutfall var 61,4%.
Flestir jákvæðir í garð ÖBÍ
GÍSLI Tryggvason, talsmaður neyt-
enda, vill að sumarhúsaeigendur
njóti forleiguréttar í skipulagðri
frístundabyggð. Þetta kemur fram
í umsögn hans um drög að laga-
frumvarpi um réttindi og skyldur
eigenda og leigjenda lóða í skipu-
lagðri frístundabyggð. Hann bendir
á að í frumvarpinu sé ekki tekið
nægjanlegt tillit til hagsmuna og
réttinda lóðarleigutaka. Lagðar
eru til ýmsar úrbætur, svo sem for-
leiguréttur við lok leigutíma í
skipulagðri frístundabyggð til
handa leigutaka. Að öðrum kosti
geti leigutaki staðið frammi fyrir
afarkostum eins og mikilli hækkun
leigu, tilboð um lóðarkaup gegn
mjög háu verði eða kröfu um brott-
flutning með tilheyrandi kostnaði
og missi jarðarbóta.
Morgunblaðið/Sverrir
Lög Fyrirhugað er að setja lög um
réttarstöðu í frístundabyggðum.
Réttur leigu-
taka batni
BOR 2 setti nýtt met í afköstum við
borun við Kárahnjúka í síðustu viku
þegar hann skilaði tæplega 364
metrum í aðrennslisgöngum Jök-
ulsárveitu. Fyrra vikumetið átti bor
3 og það var frá því í júní 2004.
Heimsmet í afköstum bors af þess-
ari stærð mun vera 372 metrar á
einni viku. Þetta kemur fram á vef
Kárahnjúkavirkjunar. Sami bor
náði mestum sólarhringsafköstum
allra boranna þriggja frá upphafi
virkjunarframkvæmda í sumar
þegar hann boraði 106,12 metra.
Met í borun
MENNTARÁÐ Reykjavík-
urborgar hefur ákveðið að meta
með heildrænum hætti gæði
skólastarfs í borginni. Markmiðið
er að skapa betri yfirsýn yfir alla
þætti skólastarfsins, efla starf-
semi grunnskólanna og greina
hvernig menntastefnu borg-
arinnar er framfylgt. Með svoköll-
uðu heildarmati, sem verður við-
bót við árlegt sjálfsmat skólanna,
verður leitast við að styrkja inn-
viði og skólabrag og veita starfs-
fólki og skólastjórnendum mark-
vissan stuðning og hvatningu.
Stefnt er að því að meta gæði
skólastarfs í 6-7 skólum á þessu
skólaári og verður höfð hliðsjón
af árangri nemenda og nið-
urstöðum kannana við val á skól-
um. Unnið verður eftir ákveðnu
ferli sem mótað var við til-
raunaúttekt í einum skóla skóla-
árið 2006-2007.
Meta skólastarfið
GPG fiskverkun á Húsavík hefur
keypt nýjan bát, Háey II ÞH,
með línubeitningarvél. Báturinn
er keyptur af bátasmiðjunni Sam-
taki og er Víkingur 1200. GPG
gerir einnig út beitningavélabát-
inn Lágey og á auk þess hlut í út-
gerðarfyrirtækinu Doddu ehf.
sem gerir út Karólínu ÞH sem er
yfirbyggður línubátur frá Trefj-
um og kom til Húsavíkur fyrir
tæpum 2 árum. Nú eru þeir með í
smíðum samskonar bát og Háey
II sem verður afhent í kringum
áramótin.
Háey II er tæpir 12 metrar að
lengd og ríflega 4 á breidd. Í lest
er pláss fyrir 28 460 lítra fiskikör.
Vélin er af Yanmar-gerð 710 hest-
öfl. Veiðarfæri og beitningarvél
fyrir 21.000 króka er frá Sjóvél-
um. Svefnpláss er fyrir fjóra í
lúkar, þar er salerni og velbúið
eldhús. Í brú er matsalur fyrir
sex auk fiskileitar- og skipstjórn-
artækja.
Auk þess að gera út bátana
þrjá kemur GPG að útgerð og
rekstri nokkurra annarra báta,
bæði stærri og minni. Gunnlaugur
Karl Hreinsson, eigandi GPG,
segir að ekki sé enn ljóst hvort
leggja verði einhverjum af þeim
bátum, sem tengjast rekstrinum
vegna niðurskurðarins á þorsk-
kvótanum. Hann segir að fyrir-
tækið, sem er með vinnslur á
Raufarhöfn, Húsavík og í Stykk-
ishólmi, vinni úr um 12.000 tonn-
um á ári. Bátarnir veiði aðeins um
helming þess magns. Því kaupi
fyrirtækið mikið af fiski til
vinnslu á mörkuðum og í beinum
viðskiptum. Ætlunin sé hins veg-
ar að auka eigin hlut í veiðunum
með bátakaupunum.
GPG kaupir nýjan bát
Mennirnir í brúnni Útgerðarmaðurinn Gunnlaugur Karl Hreinsson og skip-
stjórinn Konráð Sigurðsson eru ánægðir með nýja bátinn frá Samtaki.
Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson
Báturinn Háey II ÞH er vel útbúinn smábátur með línubeitningarvél.
ÚR VERINU