Morgunblaðið - 23.08.2007, Page 14

Morgunblaðið - 23.08.2007, Page 14
14 FIMMTUDAGUR 23. ÁGÚST 2007 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Washington. AP. | Nokkrir vís- indamenn eru að reyna að skapa líf frá grunni og þeim hefur miðað í áttina að því markmiði. Sérfræðingar búast við því að til- kynnt verði innan þriggja til tíu ára að einhverjum vísindamannanna hafi tekist ætlunarverkið. „Þetta verður mikið mál og allir eiga eftir að heyra um þetta,“ sagði Mark Bedau, sem stjórnar rann- sóknum á þessu sviði á vegum há- tæknifyrirtækisins ProtoLife í Fen- eyjum. „Þetta er tækni sem getur breytt heiminum okkar með all- róttækum hætti – reyndar er ógjörningur að spá því með hvaða hætti það verður.“ Fyrsta fruma lífs, sem búið er til á rannsóknarstofu – gerð úr grunn- efnum DNA-sameinda – verður ef til vill ekki tilkomumikil í augum þeirra sem ekki eru innvígðir í vís- indin. Að minnsta kosti verður hún svo lítil að nota þarf smásjá til að koma auga á hana. Hulu svipt af leyndardómum um sköpun alheimsins? Bedau sagði að með því að skapa forfrumur yrði hægt að „svipta hul- unni af leyndardómum um sköpun alheimsins og hlutverk mannsins“. Nokkrir vísindamenn telja að manngerðar lífverur geti þegar fram líða stundir stuðlað að lausn margs konar vandamála, til dæmis nýst í baráttunni við sjúkdóma, við að binda gróðurhúsalofttegundir eða við að losna við eiturúrgang. Bedau telur að til að hægt verði að skapa lífverur frá grunni þurfi vísindamennirnir að yfirstíga þrjár meginhindranir:  Þróa þarf himnu sem heldur slæmum sameindum frá frumunni en góðum sameindum inni ásamt því að gera frumunni kleift að fjölga sér.  Genakerfi sem stjórnar starfsemi frumunnar, gerir henni kleift að æxlast og stökkbreytast til að bregðast við breytingum í umhverf- inu.  Efnaskipti sem vinna hráefni úr umhverfinu sem fæðu og breyta henni síðan í orku. „Látum þróunina um erfiða verkið“ Einn virtustu vísindamannanna á þessu sviði, Jack Szostak, við Har- vard-háskóla, spáir því að innan hálfs árs skýri vísindamenn frá því að fyrsta skrefið – það að búa til frumuhimnu – sé „ekki mikið vandamál“. Vísindamennirnir nota núna fitusýrur í þessu skyni. Szostak er einnig bjartsýnn á næsta skrefið – það að fá svonefnd kirni, byggingarefni DNA- sameinda, til að mynda virkt gena- kerfi. Szostak telur að þegar vís- indamennirnir hafa þróað frumu- himnuna, og bætt við kirnum í rétt- um hlutföllum, taki einfaldlega þróunin við í samræmi við kenn- inguna um að öll lífsform hafi þróast með náttúruvali úr eldri og frumstæðari lífsformum. „Við erum ekki nógu snjöll til að geta hannað lífverur, við látum bara þróunina um erfiða verkið og síðan reynum við að átta okkur á því sem gerðist,“ sagði Szostak. Steve Benner, lífefnafræðingur við bandaríska stofnun sem sérhæf- ir sig í hagnýtri sameindaþróun (Foundation for Applied Molecular Evolution), reynir að leysa þetta vandamál með því að fara út fyrir venjulegu erfðafræðina. Í venju- legri DNA-sameind eru fjórir nit- urbasar – adenín, cýtósín, gúanín og týmín (A,C,G,T) – sameindir úr tvö- faldri, snúinni keðju DNA-kirna. Benner reynir að bæta við átta nýj- um bösum í DNA-stafrófið. Bedau segir eðlilegt að menn hafi áhyggjur af því að vísindamenn missi alveg stjórn á lífsformunum sem þeir skapa, en segir að langur tími líði þar til slíkt vandamál geti komið upp og ýmsar leiðir séu til að leysa það. „Þegar þessi lífsform eru sköpuð verða þau svo veik að það verður mikið afrek að halda þeim á lífi í klukkustund í tilraunastofunni,“ sagði hann. „En það gæti aldrei gerst að þau kæmust út og tækju við stjórninni.“ Vísindamenn reyna að skapa líf frá grunni AP Sköpun Gervihimnur fyrir frumur sem ráðgert er að skapa frá grunni. »Nokkrir vísinda- menn telja að mann- gerðar lífverur geti þeg- ar fram líða stundir stuðlað að lausn margs konar vandamála, til dæmis nýst í baráttunni við sjúkdóma. ÁÐUR óþekktar eyjar hafa komið í ljós á Norður-Íshafi vegna bráðn- unar hafíssins þar, að því er fram kom á ráðstefnu 40 vísindamanna og stjórnmálamanna í Nýja- Álasundi. Vísindamenn á ráðstefnunni sögðu að hafísinn kynni að minnka örar en gert er ráð fyrir í skýrslu vísindanefndar Sameinuðu þjóð- anna um loftslagsbreytingar. Þar er gert ráð fyrir því að hafísinn hverfi nær alveg á sumrin undir lok aldarinnar en á ráðstefnunni kom fram að þetta gæti gerst miklu fyrr, eða um miðja öldina. Bráðnun Norður- skautsíssins vanmetin?                   !"##$ "%   &  '"() * ))  )+))" ), )) ")) ##  )) %  !' - )( $             !  "  #  .   /  012 013   415 412    676/6  !       !   "#$#%# &'($)#$% * + , $-'.&/' $-'.&/' $0  1 2 "8$" *" 5990 ) 23 1,1 % 45  0 6 1* ,& 7  2   5994 8 ,* + , 5  9 ,  6   1 :  19 1 #)#"# ';)#$% $9 ,1  1+ 11 $ %& ' $9 ,1    (%& ' )* & ' ,   ,  :<   =:>?    "8$+ 5993     " "%+ %"% , -  "8$+ 5999 "8$+ :2;9  Eftir Kristján Jónsson kjon@mbl.is ÓTTINN hefur lengi leikið stórt hlutverk í rússneskum stjórnmálum og segja fréttaskýrendur að nú sjáist þess merki að svo verði einnig í næstu kosningum. Ofstækismenn hóta blóðsúthellingum, nýlega sprakk sprengja undir teinum járn- brautarlestar, tugir manna særðust. Og myndband á vegum nýnasista- hóps sýnir mann úr einhverju hinna fjölmörgu þjóðarbrota landsins háls- höggvinn og annan skotinn. Hópur sem kallar sig „hernaðar- arm Félags þjóðernisjafnaðarmanna í Rússlandi“ sendi frá sér yfirlýsingu á Netinu og sagði þar að hafin væri „vopnuð barátta flokks okkar gegn hörundsdökkum nýlendubúum“. Lögreglan sem rannsakaði árásina á lestina, sem var á leið milli Péturs- borgar og Moskvu, taldi í fyrstu að um væri að ræða tilræði af hálfu þjóðernisöfgamanna, síðar að um að- skilnaðarsinna frá Tétsníu væri að ræða, segir í skeyti AFP-fréttastof- unnar. Forsetakosningar verða á næsta ári og þingkosningar þegar í desem- ber á þessu ári. Því meiri tökum sem hræðslan við ógn af einhverju tagi nær á almenningi þeim mun meiri líkur eru á að ríkjandi valdhafar styrki sig í kosningum, segir Borís Dúbín, félagsfræðingur hjá Levada- rannsóknamiðstöðinni í Moskvu. „Ýmsir flokkar munu að sjálf- sögðu reyna að notfæra sér þennan ótta, þ. á m. þjóðernissinnar,“ segir hann. „En þegar upp er staðið kem- ur hann að mestum notum fyrir flokkinn sem er við völd vegna þess að fólk lítur á hann sem þann sem einna helst geti losað það við ógnina. Fólk telur að eingöngu sterkt, óvæg- ið og miðstýrt vald geti bjargað mál- unum.“ Yfirmaður alríkislögreglu Rúss- lands (FSB), Nikolaj Petrúsjev, sagði þegar eftir lestartilræðið að hættan frá öfgamönnum og hryðju- verkahópum væri svo sannarlega enn fyrir hendi en gripið yrði til um- fangsmikilla aðgerða til að tryggja öryggi í þing- og forsetakosningun- um. Ráðamenn í Rússlandi vara við hættunni frá þjóðernisofstækismönnum og hermdarverkamönnum Stöðugt leikið á strengi óttans Í HNOTSKURN »Vladímír Pútín forseti tókvið völdum 1999 eftir að hundruð manna höfðu látið líf- ið í sprengjutilræðum í íbúð- arblokkum á nokkrum stöðum í landinu. »Tétsenum var kennt umtilræðin, stjórnvöld hófu á ný stríð gegn Tétsníu og ímynd Pútíns sem hins sterka leiðtoga styrktist. Grunsemdir vöknuðu síðar um að stjórn- völd hefðu sjálf staðið fyrir til- ræðunum. RÚSSAR eru nú mjög uppteknir af myndum sem birtust nýlega á heimasíðu Vladímírs Pútíns forseta þar sem hann sést vöðvastæltur og ber að ofan í leyfi með Albert, fursta í Mónakó, í fjöllum Síberíu. Blaðið Komsomolskaja Pravda birti eina myndina á forsíðu sinni í gær með leiðbeiningum og æfingum fyr- ir þá sem vilja verða kraftalegir eins og þjóðhöfðinginn. Jevgenía Albats, sem stýrir út- varpsþætti, sagðist telja að mynd- irnar ættu að efla stuðning við for- setann og væru því merki um að hann ætlaði ekki að hætta á næsta ári, eins og honum ber samkvæmt stjórnarskrá. Hún bætti því við að myndir af hálfnöktum forseta væru ekki við hæfi. En fjöldi kvenna úr röðum hlustenda sendi henni tölvu- póst til að mótmæla, þær lýstu að- dáun sinni á vöðvum Pútíns. Á spjallsíðum samkynhneigðra hafa myndirnar vakið ánægju og telja sumir að með nektinni sé Pútín að boða aukið umburðarlyndi í garð samkynhneigðra í Rússlandi. Pútín er 54 ára, hann er þekktur fyrir íþróttaáhuga sinn, er með svart belti í júdó og stundar ákaft skíðaíþróttina. Hann hefur sést við stjórnvölinn á járnbrautarlest, orr- ustuþotu og kafbát. Og fjölmiðlar, sem eru nær allir undir beinni eða óbeinni stjórn ríkisvaldsins, hafa lengi hampað karlmennskuímynd forsetans. „Hann er svalur. Það er ímyndin sem birst hefur alla for- setatíð hans,“ segir stjórnmálaskýr- andinn Sergei Markov í Moskvu. AP Karlmennið Pútín að veiðum í ánni Kemtsík í Túva-héraði í Síberíu um miðjan mánuðinn. Hann var þar í leyfi með Albert, fursta í Mónakó. „Hann er svalur“

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.