Morgunblaðið - 23.08.2007, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 23.08.2007, Qupperneq 16
16 FIMMTUDAGUR 23. ÁGÚST 2007 MORGUNBLAÐIÐ MENNING Skógarhlíð 18 · 105 Reykjavík Sími: 591 9000 · www.terranova.is Akureyri sími: 461 1099 Hafnarfjörður sími: 510 9500 Bibione á Ítalíu Pineda Aparthotel 26. ágúst Frá kr. 29.995 Kr. 29.995 Netverð á mann, m.v. 2 fullorðna og 2 börn, 2-11 ára, í stúdíó m/morgunverði í viku. Aukavika kr. 23.000 á mann. Kr. 39.990 Netverð á mann, m.v. 2 fullorðna, í stúdíó m/morgunverði í viku. Aukavika kr. 23.000 á mann. Terra Nova býður nú einstakt tilboð á gistingu í stúdíóíbúðum á Pineda Aparthotel á Bibione. Stúdíóin eru mjög smekkleg, með eldunaraðstöðu, baðherbergi með sturtu, tvíbreiðum svefnsófa og kojum fyrir 2 börn, sjónvarpi og loftkælingu. Á ströndinni er innifalin sólhlíf, sólstóll og sólbekkur fyrir hvert stúdíó en enginn garður er við hótelið. Örstutt er á ströndina. Morgunverður er innifalinn. Bibione er sannkölluð paradís, fyrir fjölskyldur jafnt sem einstaklinga. Ótrúlegt verð - aðeins örfá sæti í boði! Eftir Ásgeir H. Ingólfsson asgeirhi@mbl.is HVAÐ eiga sjónvarpsþættir í Bandaríkjunum, Kenía, Úkraínu og Íslandi sameiginlegt og hvað geta höfundar þeirra og framleiðendur lært hver af öðrum? Katrina Wood, stofnandi MediaXchange, hefur haldið námskeið í öllum þessum löndum um sjónvarpsþáttagerð - en námskeiðið hérlendis hófst í gær. Um er að ræða þriggja daga nám- skeið sem haldið er í Smárabíói þar sem fjallað er um hvernig hægt sé að þróa dramaþætti fyrir sjónvarp. Katrina er í Kiev þegar ég heyri í henni, en þar er hún að hjálpa Úkraínumönnum að þróa spjallþátt í stíl Opruh Winfrey og mun í þeim tilgangi síðar fara með þau til Bandaríkjanna til þess að fylgjast með vinnu við þætti Ellen DeGene- res og Jays Lenos. Katrina er fædd í Kenía, er bresk að uppruna en hefur búið síðustu 30 ár í Banda- ríkjunum. Það var í kjölfar þess að hún fór aftur til Kenía að gera sjón- varpsþætti fyrir BBC sem þetta verkefni hófst og inn í það fléttaðist einnig vinna hennar fyrir samtökin Women in Film and Television. Verkfærakassi og einkatímar Á námskeiðinu er fyrst farið í grunnþætti þess að þróa sjónvarps- þátt. Seinni dagana tvo heldur Laura Hutzler fyrirlestur um það sem hún kallar Verkfærakassa til- finninganna - „The Emotional Tool- box“ - en einnig verða einkatímar báða dagana með Hutzler, Carol Flint og David W. Zucker. Sá síð- astnefndi sér um sjónvarpsdeild Scott Free Production, en fyr- irtækið heitir eftir eigendunum, bræðrunum Ridley og Tony Scott sem báðir eru meðal þekktustu kvikmyndaleikstjóra Breta. Zucker hefur komið að þáttum á borð við ER, Judging Amy, The Numb3rs og Murphy Brown, ýmist sem handritshöfundur eða framleið- andi. Nú hefur hann nýlokið vinnu við mini-seríuna The Company (sem SkjárEinn hefur sýningar á mánudaginn 24. september) sem fjallar um 40 ára sögu CIA með Chris O’Donnell, Alfred Molina, Michael Keaton og Natascha McEl- hone í aðalhlutverkum, en þættirnir voru upphaflega hugsaðir sem bíó- mynd sem Ridley ætlaði að leik- stýra sjálfur. „Hann var líka mjög virkur í öllu ferlinu, frá því að ráða leikara og að vinna með leikstjór- anum og klipparanum,“ segir Zuck- er sem ber bræðrunum vel söguna. „Þeir vinna mjög náið með hug- myndasmiðum okkar og Tony leik- stýrði fyrsta þættinum í fjórðu ser- íu Numb3rs.“ Þar sem handrits- höfundarnir ráða En er ekki hætta á að svona námskeið steypi alla í sama mót og allur heimurinn byrji að framleiða bandarískt sjónvarpsefni? „Nei, við erum ekki að troða okkar hug- myndum á aðra heldur aðeins að leyfa þeim að læra af okkar aðferð- um. Sá lærdómur er gagnvirkur og mín reynsla er sú að þegar við för- um að tala saman þá komumst við fljótt að því hversu margt við eigum sameiginlegt. Þetta snýst um að læra af menningu hvert annars og skiptast á hugmyndum og reynslu- sögum.“Það sem einkennir banda- ríska sjónvarpsþætti er að sögn Zuckers fyrst og fremst tvennt. Annars vegar lengd þáttanna, en hver sería er iðulega rúmlega tutt- ugu þættir. Hins vegar er það þátt- ur handritshöfundanna sem er mun stærri en í flestum Evrópulöndum. „Það eru höfundarnir sem bera ábyrgð á listrænni sýn þáttanna, og þar má nefna menn eins og David Kelly og Adam Sorkin. Í Bretlandi kemur til dæmis handritshöfund- urinn fyrst til sögunnar eftir að bú- ið er að selja þáttinn, en í Banda- ríkjunum ertu að kaupa rödd höfundarins ekki síður en kons- eptið.“ Af þessu hefur leitt það sér- bandaríska fyrirbæri að starf fram- leiðanda og handritshöfundar er oft keimlíkt, og oft sömu menn sem sinna því. Handritshöfundar í bandarísku sjónvarpi hafa því tölu- vert vald á meðan kollegar þeirra í kvikmyndaiðnaðinum fá sjaldnast neinu að ráða og mega iðulega þola það að skipt sé um handritshöfund oft á einni tveggja klukkutíma mynd. Íslendingum kennt að búa til sjónvarpsþætti The Company Íbyggnir menn á skrifstofu CIA þegar enn mátti reykja í op- inberum byggingum og gamla góða Rússagrýlan var enn við góða heilsu en enginn hafði heyrt um Al kaída. LENGI var von á einni! Þús- fjórðungi eftir seinni gerð Händ- els af óratóríunni Ísrael í Egyptalandi (18 árum eftir frum- gerðina frá 1739) var hún loks frumflutt héðra í Skálholti 17.8. og í Reykjavík s.l. sunnudag. Að vísu langt í frá einsdæmi um al- þjóðleg stórverk yngri eða eldri, því þótt slíkum fari fækkandi bíða enn tugir færis í okkar um- fangslitla tónlistarlífi. En að fenginni þessari fyrstu lifandi reynslu spyr maður sig samt og óhjákvæmilega: hví í ósköpum ekki fyrr?! Það er nefnilega leitun að skemmtilegra síðbarokks- öngverki, enda mun frásögn Gamla testamentisins um und- ankomu Ísraelsmanna úr þrælk- uninni í landi Faraós á 13. öld f. Kr., er nær hámarki með plág- unum sjö og þurrskóaða flótt- anum gegnum Rauðahaf, með þakklátustu viðfangsefna dramasöngrita. Og Händel (að þýzk-norrænni hefð, þótt skrif- aði sig „Hand- el“ eftir vista- skiptin til Lundúna) kunni greini- lega að gera sér mat úr því, jafn- vel þótt Bretar tækju furðu- snemma upp á að valta yfir firnalitauðugu orkestrun hans með allt of stórum kórum. Fyrst seint á nýliðinni öld, eftir tveggja alda misþyrmingu, opnuðust eyru manna fyrir hverju þeir höfðu misst af, þegar upphafsstefnan leiðrétti loks þann styrkójöfnuð er dulið hafði raunverulegu töfra verksins. Þetta bráðnauðsynlega jafn- vægi naut sín sem betur fór til fullnustu þegar 24 manna vir- túósasveitin frá Haag mætti 25 söngvurum Scholae Cantorum í þéttskipaðri Hallgrímskirkju á sunnudag. Og í stuttu máli sagt var þvílík unun að flutningnum að tíminn þaut hjá sem orr- ustuþota á eftirbrennara. Hljóm- sveitin var í engu minna topp- formi en í nýliðinni h-moll messu Bachs, og hvað elítusöng SC varðar þá ætti aðeins að vera tímaspursmál hvenær kórinn tek- ur að raka saman verðlaun og við- urkenningar á alþjóðavettvangi. Heildarskýrleikinn var jafnvel enn tærari en í messunni, en burtséð frá helmingi smærri kór en Mót- ettukórnum má það sumpart skrifa á hagnýtan rithátt Händels þar sem þrautreyndur leik- húsmaðurinn sneið sér ávallt stakk eftir því sem gerði sig bezt í hljómburði og hlustun. Hin hlutfallslega fáu einsöngs- og tvísöngsatriði voru í mjög góð- um höndum. Fremst ber að telja afburðaframlag Robins Blaze, er hefði vafalítið náð óskoruðum heimsyfirráðum á sínu raddsviði fyrir rúmri hálfri öld þegar kontratenórar létu fyrst [aftur] á sér kræla. Verra er að gera upp á milli hinna í litlu plássi, en þó var eftirtektarvert hvað hinn ört vax- andi tenór Eyjólfur Eyjólfsson, eftir hálfslappan kólóratúr í Sac- red raptures (I), sótti afgerandi í sig veðrið í The enemy said (III). Flúrsöngur er sérsvið sem skilj- anlega á því erfiðara uppdráttar sem tækifærin gerast færri, eins og borið hefur á hérlendis. Hitt var þó markverðast eftir glæsilega h-moll messu hvernig Hörður Ás- kelsson og hans fólk gátu jafnvel gert ívið betur aðeins viku síðar. En hér þrýtur því miður stjörnur, því sex gefast ekki innan hins nú- verandi ramma. Komið í stjörnuþrot TÓNLIST Hallgrímsskirkja G.F. Händel: Ísrael í Egyptalandi. Kirstín E. Blöndal S, Elfa M. Ingvadóttir S, Robin Blaze KT, Eyjólfur Eyjólfsson T, Alex Ash- worth bar., Hrólfur Sæmundsson bar., Benedikt Ingólfsson B ásamt Alþjóðlegu barokksveitinni í Haag og Kamm- erkórnum Schola Cantorum. Stjórnandi: Hörður Áskelsson. Sunnudaginn 19. ágúst kl. 19. Kirkjulistahátíð  Ríkarður Ö. Pálsson G. F. Händel ÆTLA mætti að heiti nýjasta mynd- listargallerísins í Reykjavík, Gallerí Ágúst, sé dregið af opnunarmánuði þess. Það er til húsa á Baldursgötu 12. Á fyrstu sýningu gallerísins, „Fenó- mena“, blása alþjóðlegir vindar og er sjónum beint að sígildum átaka- vettvangi: ímynd og sjálfsmynd konunnar. Bandarískur sýning- arstjóri, Marangela Ca- puzzo, hefur parað sam- an þær Ásdísi Sif Gunnarsdóttur og hina argentínsku Rakel Ber- nie á sýningu sem sam- anstendur af teikn- ingum, skúlptúrum, myndbandsverki og af- leiddum myndum þess. Ýmsir þræðir – og fjaðr- ir – liggja á milli verka listamann- anna tveggja. Fantasían og annarleikinn eru grunntónn myndbandsverks Ásdísar Sifjar „The Performance Call Girl“ þar sem blandast saman sjálfskoðun listamannsins og samsömun við símavændiskonur. Brotakennd frá- sögn verksins miðlar einsemd þess sem virðist á einhvern hátt búa í lok- aðri tilveru eða hugarheimi sem ekki verður brotist út úr þrátt fyrir sam- skiptaþrá. Meðvituð um augnaráð áhorfandans bregður Ásdís Sif sér, í verkinu, á leikrænan hátt (upp- runalega í beinni útsendingu á net- inu) í ýmis gervi og mátar sig við kvenímyndir. Hún skírskotar til stöðu konunnar sem viðfangs hins karllæga sjónarhorns, ekki síst í kvikmyndum og annarri afþreying- armenningu, og til þess hvernig slíkt sjónarhorn hreiðrar um sig í sjálfs- myndinni og hlekkjar hana á bás. Listamaðurinn skapar þar áhuga- vert rými með notkun skjáa af ýmsu tagi í innsetningu sinni – sjónvarps- skjáa, tölvuskjáa, glugga og spegla/ speglunar. Heildarinnsetningin felur í sér að myndbandsverkið, eða hlutar þess, er sýnt í ýmsum formum. Sjón- rænir áhersluþættir og formræn uppbygging verksins nýtur sín þó best þar sem því er varpað beint á veggi sýningarrýmisins. Þar nær það að hreyfa við skynjun sýningargesta og gera hann móttækilegri fyrir sál- fræðilegum þáttum þess. Kvenímyndirnar í fallega unnum teikningum Rakelar Bernie ganga lengra í hamskiptunum: þar sjáum við fiðruð og vængjuð háskakvendi sem snúa hlutunum við og virðast hafa gert áhorfandann að viðfangi sínu – þær eru meðvitaðar sjálfs- verur. Tælandi augnaráðið, eins og við þekkjum það í tískutímaritum, birtist hér í annarlegu samhengi í ásjónu veru sem er reiðubúin að verja sig – eða hreiður sitt – vopnuð fallísku tákni (hnífi), íþróttaskóm og stundum ofurbrjóstum. Í mynd- unum, sem unnar eru með blýanti, vatnslit og klippitækni á gagnsæjan teiknipappír, leyfir Bernie sér mýkt og fínleg vinnubrögð og heilmikið „kvenlegt“ nostur – í því er styrkur myndanna fólginn. Þar svífur róm- antískur fantasíublær yfir vötnum í flúruðum teikningunum, þar sem birtist skemmtileg úrvinnsla á jap- anskri landslagsmyndahefð. Sama alúð hefur verið lögð í skúlp- túra Bernie, sem skírskota til hand- verkshefðar kvenna og kallast á við lífræn vinnubrögð teikninganna. Fjaðurklæddar grímu- myndir og hreiðurgerð MYNDLIST Gallerí Ágúst Til 22. september 2007. Opið mi.-lau. kl. 12-17 og eftir samkomulagi. Ókeypis að- gangur. Fenómena – Ásdís Sif Gunnarsdóttir og Rakel Bernie Anna Jóa Morgunblaðið/G.Rúnar Ásdís Sif „Listamaðurinn skapar þar áhugavert rými með notkun skjáa af ýmsu tagi í innsetn- ingu sinni – sjónvarpsskjáa, tölvuskjáa, glugga og spegla/speglunar.“

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.