Morgunblaðið - 23.08.2007, Side 17

Morgunblaðið - 23.08.2007, Side 17
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. ÁGÚST 2007 17 HÖFUÐBORGIN LANDIÐ Eftir Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is ENDURBÆTUR eru hafnar á grá- sleppuskúrunum við Ægisíðu í Reykjavík og eru þær liður í átaki menningar- og ferðamálaráðs Reykjavíkur til að varðveita út- gerðarminjarnar við Grímsstaða- vör. Grímsstaðavör er ein af sjö vörum við Skerja- fjörð og þekkt fyrir útgerð grá- sleppubáta. Björn Guðjónsson gerði síðastur út frá vör- inni en hann hætti sjósókn 1998. „Hérna var mikil útgerð, allt upp í 16 bátar reru héðan þegar mest var á árunum fyrir stríð,“ sagði hann í samtali við Morgunblaðið í fyrra. Menningarminjar Kjartan Magnússon, borgar- fulltrúi Sjálfstæðisflokksins og for- maður menningar- og ferðamála- ráðs, segir að skúrarnir hafi verið að hruni komnir og ýmsir lagt til að þeir yrðu hreinlega rifnir þar sem þeir væru hættulegir börnum og engin prýði að þeim. Aðrir hafi lagt áherslu á að borgaryfirvöld skilgreindu vör- ina og umhverfið sem menningar- minjar og notuðu þær til að sýna hvernig útræði var stundað. Slíkt þekkist víða úti á landi og gegni slík- ir staðir mikilvægu hlutverki. Í Reykjavík hafi verið um 30 varir og nú séu þær flestar horfnar. „Mér fannst það góð hugmynd að taka eina fræga vör og varðveita hana þannig að komandi kynslóðir geti séð hvern- ig þetta fór allt saman fram áður en skúturnar, vélbátarnir og togararnir héldu innreið sína,“ segir Kjartan. Byrjað var á því að skipta um bárujárn á hluta skúranna. Kjartan Magnússon segir að sérhæfðir smið- ir hafi verið fengnir til verksins og ekki standi til að gera þá of „fína“ heldur sem líkasta því sem þeir voru upphaflega. Fyrir rúmlega ári afhjúpaði Vil- hjálmur Þ. Vilhjálmsson, borgar- stjóri, upplýsingaskilti götumegin við skúrana þar sem fræðast má um sögu Grímsstaðavarar, en hún er kennd við bæinn Grímsstaði á Grímsstaðaholti sem Grímur Egils- son reisti á svæðinu 1842. Kjartan Magnússon segir að hug- myndin sé að byggja svæðið upp og meðal annars hafi verið rætt um að laga aðkomuna með lýsingu. Ekki sé vilji til að gera svæðið að yfirdrifnum ferðamannastað með veitingarekstri heldur verði lögð áhersla á að allar framkvæmdir verði smáar í sniðum og í sátt við íbúa í nágrenninu. Til greina komi að borgin stuðli að út- gerð frá Grímsstaðavör á vorin og haustin til að fólk geti kynnst vinnu- brögðunum eins og þau hafi tíðkast um aldir. Endurbætur hafnar á grásleppuskúrunum Morgunblaðið/Golli Kennileiti Grímstaðavör og grásleppuskúrarnir eiga sér merka sögu. Kjartan Magnússon TORFUSAMTÖKIN hafa sent frá sér tillögu að uppbyggingu við Laugaveg 4-6 þar sem gert er ráð fyrir að núverandi hús á lóðunum verði endurbætt og stækkuð með hliðsjón af upphaflegum stíl. Í tillögunni er sýnd ný götuhæð með verslunarrými undir timb- urhúsunum og á hún að uppfylla nútímakröfur um lofthæð og að- gengi. Aftan við gömlu húsin segja þau að gæti komið nýbygging sem tengdi þau saman og væri lítt eða ekki sýnileg frá götunni. Tillaga Torfusamtakanna KRISTJÁN Snorrason, fram- kvæmdastjóri KS verktaka hf., eig- anda Nónhæðar í Kópavogi, ætlar að vinna að nýjum skipulagstillögum á svæðinu í nánu samráði við skipulags- yfirvöld í Kópavogsbæ, en í fyrradag hafnaði skipulagsnefnd skipulagstil- lögum á Nónhæð og Arnarsmára 32, fyrst og fremst vegna of mikils bygg- ingarmagns og athugasemda íbúa. Í vor var samþykkt að á svæðinu yrði þétt íbúðabyggð, en samkvæmt aðalskipulagi Kópavogs er gert ráð fyrir blönduðu stofnanasvæði og grænu opnu svæði á Nónhæð og verslun og þjónustu á Arnarsmára 32. Aldrei í eigu Kópavogs Kópavogsbær hefur aldrei átt um- rætt svæði. Baháíar keyptu Nónhæð um 1970 í þeim tilgangi að reisa þar musteri en þeim þótti of þrengt að sér og seldu því hæðina upp úr 2000. Nú- verandi eigendur Nónhæðar keyptu hana 2002. Smári Smárason, skipulagsstjóri í Kópavogi, segir að bærinn hafi heim- ilað lóðarhafa að kynna hugmyndir sínar um nýtingu lóðarinnar og þess- um hugmyndum hafi verið hafnað á fundi skipulagsnefndar í fyrradag. Lóðarhafar fái skýrslu um innsendar athugasemdir og taki ákvörðun um framhaldið. Hann áréttar að skipu- lagsmál séu í höndum bæjarfélagsins en það skipuleggi hvorki byggð né nýtingu lands í eigu einstaklings. Kristján Snorrason hefur átt landið í fimm ár og hefur síðan unnið að því að skipuleggja svæðið. Hann segir ekki tímabært að úttala sig um næstu skref en ljóst sé að skipulagstillögur verði unnar í samráði við skipulags- yfirvöld í Kópavogi. Nýjar tillögur á Nónhæð í samráði við yfirvöld Sandgerði | Hvatt er til götu- og hverfagrilla í gulum, rauðum, grænum og bláum hverfum bæj- arins á Sandgerðisdögum á laug- ardag og síðan halda íbúarnir í fylkingu niður á hátíðarsvæðið þar sem kvölddagskrá tekur við. Sandgerðisdagar hefjast á morg- un, föstudag, og verða settir form- lega þá um kvöldið með skemmtun á sviði. Á hátíðinni verður lögð áhersla á að fjölskyldur og vinir komi saman, taki þátt og njóti þess sem er í boði. Dagskráin hefst aftur snemma á laugardegi með fótbolta- móti, golfmóti, dorgveiði og afl- raunakeppni. Hátíðin heldur svo áfram á hátíðarsvæðinu þar sem ýmsir skemmtikraftar mæta á svæðið. Sölutjöld verða á svæðinu þar sem ýmis varningur er til sölu. Kvölddagskrá er á hátíðarsvæðinu með skemmtiatriðum, balli, flug- eldasýningu og varðeldi. Hægt er að lesa nánar um Sandgerðisdaga á www.245.is. Morgunblaðið/Reynir Sveinsson Grillað í mislitum hverfum FERÐAMÁLASAMTÖK Suður- nesja lýsa yfir miklun vonbrigðum sínum með þann seinagang sem orð- ið hefur á lagfæringu á vegum um Reykjanesið. Kemur fram í tilkynn- ingu frá samtökunum að margir veg- ir séu enn með malarslitlagi og fái lítið sem ekkert viðhald þrátt fyrir mikla umferð. Fram kemur að slæmt ástand þessara vega hamli markaðssetn- ingu Reykjanessins sem ferða- mannasvæðis. Hafi ferðaskipuleggj- endur jafnvel dregið úr skipulögðum ferðum um svæðið vegna þess hversu sumir vegir um Reykjanesið eru í slæmu ástandi ár eftir ár. Fjórir vegir eru nefndir sérstak- lega en það eru Nesvegur frá Grindavík að Reykjanesvita, Ósa- botnavegur frá Básendum að Hafna- vegi, Krýsuvíkurvegur í gegnum Reykjanesfólkvang að Suðurstrand- arvegi og Suðurstrandarvegur frá Ísólfsskála til Þorlákshafnar. Ferða- málasamtökin telja nauðsynlegt að leggja bundið slitlag á þessa vegi sem allra fyrst. Vondir malarvegir hamla ferðaþjónustu Viltu fá frítt í bíó? Lumar þú á blaðburðapoka eða kerru í geymslunni? Ef þú hringir í okkur í síma 569 1440 sækjum við kerruna eða pokann samdægurs og færum þér bíómiða fyrir tvo að launum. Þú getur einnig skilað kerrunni eða pokanum til Morgunblaðsins í Hádegismóum 2. B ÍÓ M IÐ I BÍ ÓM IÐ I

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.