Morgunblaðið - 23.08.2007, Side 19

Morgunblaðið - 23.08.2007, Side 19
|fimmtudagur|23. 8. 2007| mbl.is Eftir Jóhönnu Ingvarsdóttur join@mbl.is Það koma alltaf upp vanda-mál í lífinu sem mannfólkiðstendur frammi fyrir aðþurfa að leysa. Vindurinn er til dæmis eitt af vandamálum Ís- lendinga og þurfa konurnar að finna ráð til að stoppa vindinn svo þær fjúki ekki bara burtu. Þær ákveða að planta trjám og biðja hænurnar um að hjálpa sér til við að búa til áburð og kýrnar um að halda kindunum í skefjum svo þær éti ekki nýju trén. Draumur kvennanna verður loks að veruleika eftir að hafa leyst þau vandamál, sem upp koma, á leið að settu marki og geta konurnar þá far- ið út að labba með börnin sín án þess að fjúka um koll,“ segir bandaríski barnabókahöfundurinn Bruce McMillan, um söguþráð nýjustu af- urðar sinnar sem í íslenskri þýðingu Sigurðar A. Magnússonar ber yfir- skriftina „Hvernig konurnar stöðv- uðu blásturinn“. Bókina vann hann í samstarfi við íslensku listakonuna Gunnellu, en áður unnu þau saman barnabók, sem út kom árið 2005 og bar titilinn „Hænur eru hermikrákur“. Sú bók fékk mikið lof gagnrýn- enda og var verðlaunuð af New York Times sem best myndskreyttasta barnabók ársins 2005 sem Gunnella segir að hafi verið afskaplega mikill heiður fyrir sig. Sú saga segir frá ráðkænsku íslenskra bændakvenna, sem lenda í hænuhremmingum, en snúa vörn í sókn og erfiðri aðstöðu í sigur fyrir alla. Vinnulag höfunda er þannig að McMillan semur sögur með einföld- um boðskap í kringum litrík og glað- leg myndverk Gunnellu. Boðskap- urinn lýtur einkum að því að sjálfstæði og dugnaður borgar sig miklu frekar í lífinu en undirokun og kúgun. „Ég felli mig vel við þetta því myndirnar koma á undan sögunni. Ég er því ekki að myndskreyta bók enda finnst mér það ekki skemmti- legt. Sagan er búin til út frá mynd- unum mínum. McMillan er því miklu fremur að texta myndirnar mínar í stað þess að ég sé að myndskreyta hans sögu,“ segir Gunnella í samtali við Daglegt líf. Bruce McMillan er þekktur ljós- myndari og margverðlaunaður barnabókahöfundur, búsettur í Ma- in-fylki í Bandaríkjunum. Hann hef- ur skrifað 45 barnabækur og er nýja afurðin sú áttunda sem gerist hér á landi. Sex bóka hans hafa verið þýddar yfir á íslensku enda má segja að Bruce sé orðinn mikill Íslands- vinur og dvelur hér orðið lang- dvölum við vinnu sína. Féll fyrir verkum Gunnellu En hvernig er samstarf McMillan og Gunnellu til komið? „Ég kom lenskri myndlist. „Ég á yfir þrjátíu íslensk verk, þar af sex Gunnellur,“ segir hann og brosir. Hann segir að bandaríski vinir sínir furði sig á öll- um þessum Íslandsferðum, en hann hefur verið hér á öllum árstímum nema í febrúar. „Ætli ég sé ekki orð- inn einskonar gangandi auglýsing fyrir Ísland því ég þreytist aldrei á að tala um land og þjóð. Ég flutti til dæmis fyrirlestur fyrir 3.500 banda- ríska kennara fyrir skömmu og tal- aði allan tímann um Ísland og allir kennararnir fengu í lokin eina ís- lenska krónu með mynd af þorski á.“ Takmarkað upplag og áritanir Nýju bókina gefa þau McMillan og Gunnella sjálf út á Íslandi í tak- mörkuðu upplagi og verður ekki um endurútgáfu að ræða, að sögn höf- unda. Bókin er væntanleg í verslanir Eymundsson á næstu dögum auk þess sem bókin verður seld í Leifs- stöð og í Iðu, sem hyggst efna til út- gáfuhátíðar 6. október og þá gefst áhugasömum kostur á að fá höfunda til að árita bókina. Publisher’s Weekly ber í nýrri gagnrýni mikið lof á nýju barnabók- ina og fagnar frekara samstarfi þeirra McMillan og Gunnellu, sem nú eru farin að undirbúa útgáfu þriðju og jafnvel fjórðu bókarinnar. „Næsta bók verður skrifuð út frá vetrarmyndunum mínum sem hafa allt aðra stemningu í sér en önnur myndverk mín,“ segir Gunnella og McMillan bætir við að nú þegar sé kominn söguþráður, sem byggist á því að afi og amma eru að segja barnabörnunum sínum frá því hvernig þau kynntust og urðu ást- fangin. Morgunblaðið/Golli Höfundarnir Bandaríski barnabókahöfundurinn Bruce McMillan skrifar barnasögur með boðskap í kringum myndverk íslensku listakonunnar Gunnellu. Vandamálið Það er oft vindasamt á Íslandi svo konurnar vildu finna ráð til að hemja vindinn svo þær gætu farið út að labba með börnin sín. Sjálfstæði og dugnað- ur borgar sig í lífinu Ætli ég sé ekki orðinn einskonar gangandi auglýsing fyrir Ísland því ég þreytist aldrei á að tala um land og þjóð. www.brucemcmillan.com www.gunnella.info fyrst til Íslands árið 1993 og bjó þá í Vestmannaeyjum þar sem ég var að skrifa bókina „Pysjunætur“. Ég eignaðist strax mikið af íslenskum vinum og varð hugfanginn af land- inu,“ segir Bruce, sem hefur dvalið vítt og breitt um landið við iðju sína, m.a. í Bjarneyjum á Breiðafirði þar sem hann tók um tólf þúsund myndir af fuglum. „Það var svo árið 2002 að ég labb- aði inn í Gallerí Fold og sá þar risa- stórt verk eftir Gunnellu, sem ég gjörsamlega féll fyrir og keypti og tók með mér heim til Main. Ég hitti ekki listakonuna þá en sendi henni þakkarbréf og fékk svo svar frá henni um að kíkja í kaffi næst þegar ég yrði á landinu. Ég átti svo sem ekkert von á því að listakonan myndi eftir mér næst þegar ég kom til Ís- lands svo ég gerði ekkert í málunum. Tryggvi Friðriksson í Gallerí Fold kynnti mig svo fyrir Gunnellu á Menningarnótt ári síðar og það fyrsta sem hún sagði við mig var: „Hvar hefurðu eiginlega verið?“ McMillan er mikill listunnandi og segist vera búinn að þekja allt vegg- pláss á heimili sínu í Maine með ís- daglegtlíf Akureyrarvakan verður nú á laugardag og kennir þar margra grasa; listviðburðir í gangi frá morgni til kvölds. »23 bæjarlífið Lúxussigling um Indlandshaf með skipafélaginu Silversea hljómar sem spennandi til- breyting í dimmum vetri. »20 siglingar Kjöt af nýslátruðu sem og hakki er nokkuð áberandi á helgar- tilboðum verslana að þessu sinni. »22 helgartilboðin Óðum styttist í að reykvískir foreldrar geti farið að nýta Frí- stundakortið fyrir börn sín, en hvað ber að hafa í huga? »22 neytendur Hjónin í Saltvík bjóða upp á hestaferðir, hestaleigu og reið- skóla fyrir innlenda sem er- lenda ferðalanga. »20 ferðalög

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.