Morgunblaðið - 23.08.2007, Síða 21
Algjört aðsóknarmet í ár
„Við erum algjörlega að toppa okk-
ur í sumar. Að jafnaði höfum við verið
með sex til sjö ferðir í gangi á hverju
sumri. Ferðirnar fóru í tólf í fyrra og
þær stefna í þrettán í ár. Auk far-
arstjóra er rekstrarstjóri með í hverri
för, kokkur og tvær stúlkur, sem sjá
um stóðið. Óhætt er að segja að
gleðin skíni úr hverju hjarta við heim-
komu og það gefur okkur svo sann-
arlega mikið að sjá hvað fólk er yf-
irkomið af landinu og náttúrunni í
hvaða veðri sem er auk þess sem ís-
lenski hesturinn slær náttúrlega allt-
af í gegn,“ segir Elsa Björk, sem talar
um Saltvíkurútgerðina sem sumarfrí
þeirra hjóna. Þau sinna bæði öðrum
störfum yfir vetrartímann og búa þá
á Húsavík ásamt dætrunum fjórum
sem eru á aldrinum tveggja til fimm-
tán ára. Elsa er þroskaþjálfi í grunn-
skólanum og Bjarni er íþróttakennari
í Mývatnssveit.
„Þetta stúss er ægilega skemmti-
legt, en brjáluð vinna. Maður leggur
allt í þetta, bæði vinnuna og sálina, en
við viljum hafa andrúmsloftið af-
slappað og svolítið þjóðlegt hérna í
sveitinni. Auk hafragrautarins á
morgnana fá gestir til dæmis ýsu,
skyr, lambalæri, silung, íslenska kjöt-
súpu og hjónabandssælu að borða svo
eitthvað sé nefnt.“
join@mbl.is
www.saltvik.is
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. ÁGÚST 2007 21
Ferðin var hreint dásamleg og ég ætla í aðra einseftir helgi,“ sagði hinn 79 ára „táningur“ Guð-
mundur Júlíusson, kaupmaður í Melabúðinni, sem var
ásamt öðrum glöðum gestum að koma í hlað í Saltvík
eftir fimm daga Northern Exposure-ferð þegar Dag-
legt líf stoppaði við einn sólríkan föstudag fyrir
skömmu.
Ferðahópurinn samanstóð af Ítölum, Belgum, Þjóð-
verjum, Dönum, Svíum og þremur Íslendingum og
var lagahöfundurinn Þormar Ingimarsson fararstjóri
í ferðinni. Mikið var sungið og trallað á leiðinni enda
hefur „The Icelandic Cowboy’s Songbook“ að geyma
lög á fjölmörgum tungumálum.
Guðmundur sagðist hafa verið hestamaður í ald-
arfjórðung og hefur byggt sér upp myndarlega að-
stöðu á Langanesmelum við Eystri-Rangá auk þess
sem hann er með hesthús í Víðidalnum. „Ég hef nú
ekki komið til Húsavíkur frá því ég var á síldveið-
unum hér sautján ára gamall og ákvað því að taka
þetta með trompi og pantaði tvær fimm daga ferðir.
Ég fór yfir Kjöl í fyrra og fjörurnar á Snæfellsnesi
frá Stóra-Kálfalæk. Það var hreint æðislegt enda eru
þau Ólöf og Siggi dásamlegt fólk. Alltaf er gaman að
ríða Arnarfellið hið mikla inn að Hofsjökli og svo er
alltaf flott að fara Nyrðra- og Syðra-Fjallabak,“ sagði
Guðmundur, sem fór svo að sóla sig á tröppunum í
Saltvík ásamt bræðrunum Birgi og Magnúsi Vil-
hjálmssonum, sem sögðust hafa fengið hestaferðina í
jólagjöf frá eiginkonum sínum og væru alsælir með
viðurgjörninginn og vellystingarnar.
„Pantaði
tvær ferðir“
Alsælir Guðmundur Júlíusson í Melabúðinni var í skín-
andi skapi eftir 5 daga ferð um Þingeyjarsýslur, en hér
er hann með ferðafélögunum og bræðrunum Birgi og
Magnúsi Vilhjálmssonum.
Rúnar Kristjánsson á Skaga-strönd hjó eftir því að verið
væri að yfirtaka peningastofnanir
eins og sparisjóðinn í Skagafirði:
Orðið býsna svart er sviðið,
svikabreytnin ólm.
Grasrótin og græðgisliðið
ganga víða á hólm!
Hallmundur Kristinsson mælist
til þess á bloggi sínu að hver
bloggari byrji hvern dag sinn á
blogginu með því að blogga
eftirfarandi bæn og gefur
góðfúslegt leyfi sitt til þess:
Af því öll við höfum hag
að hafa salt með ketinu.
Guð oss öllum góðan dag
gefi hér á netinu.
Davíð Hjálmar Haraldsson
heyrði af áformum um
olíuhreinsunarstöð í Arnarfirði:
Þeir fara á sjóstöng á vestfirska vísu
og veiða á grunni en stíma svo heim.
Að bryggjunni koma með blávarta ýsu
og bleikju og þyrskling með olíukeim.
VÍSNAHORNIÐ
Af olíu, Guði
og blogginu
pebl@mbl.is
Innköllun skuldabréfa
Kaupþings banka hf.,
1. flokkur 2002.
Með vísan til ákvæða 1. skuldabréfaflokks
Búnaðarbanka Íslands hf. árið 2002 (KAUP
02 1A, áður BUN 02 1; ISIN IS0000007474),
þá mun útgefandi, nú Kaupþing banki hf.,
nýta rétt sinn skv. skilmálum bréfanna til að
innkalla öll skuldabréf í umræddum flokki.
Innköllunin tekur gildi þann 1. desember 2007.
Skuldin verður greidd í samræmi við skilamála
bréfanna. Greiðslustaður skuldabréfanna
er hjá Kaupþingi banka, Borgartúni 19, 105
Reykjavík, sími 444 6000. Vísað er að öðru
leyti til skilmála bréfanna.