Morgunblaðið - 23.08.2007, Síða 23
úr bæjarlífinu
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. ÁGÚST 2007 23
Skipulagsmál hafa skotið upp koll-
inum upp á síðkastið á Akureyri. Nú
í lok sumarsins tínast menn úr fríinu
og taka til við ákvarðanir og fram-
kvæmdir. Svona er þetta.
Í Síðuhverfinu eru breytingar
framundan þar sem reisa á stúd-
entaíbúðir þar sem verslunin Síða
stendur nú (og stóð hún enn síðast
þegar ég vissi). Verslunin verður rif-
in í óþökk eigandans.
Í gærkvöldi var jafnframt kynnt
nýtt deiliskipulag sem gerir ráð fyrir
tveimur 7 hæða blokkum austan við
Bónus. Um 70 nýjar íbúðir, útivist-
arhverfi og ný einbýlishús eru á
meðal þess sem sjá má í tillögunni.
En ég held ég gerist ekkert alltof
hlutdrægur þótt ég segi sisvona:
Mál málanna (að minnsta kosti
þessa dagana) er Akureyrarvakan.
Það sést best á pósthólfinu mínu,
sem að þriðjungi inniheldur upplýs-
ingar um viðburði komandi helgar.
Frá föstudagskvöldi fram á sunnu-
dagsmorgun (eða svona hér um bil)
verða viðburðir úti um allan bæ; allt
frá Hlíðarfjalli niður á höfn. Allir í
bænum eru í startholunum til að
toppa hátíðina í fyrra þegar 5 þús-
und manns fylltu Listagilið og
hlýddu á tónleika undir berum
himni.
Í dag fer fram upphitun við Pollinn
þegar Benedikt Lafleur æfir sig fyr-
ir gerning með Önnu Richards með
því að synda yfir fjörðinn og svamla
til baka ef allt gengur eftir. Búið er
að hvítmála vegginn þar sem nýjasta
VeggVerkið verður sett upp. Nýr
hljómsveitarpallur er risinn í Gilinu
og Frúin í Hamborg er flutt.
Sést hefur til bæjarlistamanns-
ins Kristjáns Ingimarssonar með
bros aftur að eyrum og til baka, og
ljóst er að hann er að plotta loka-
atriði sem gefur hinu brennandi
hestaorgeli ekkert eftir. Að þessu
sinni skilst mér að hann ætli að gera
eitthvað með fíflum, og ég hef satt
best að segja ekki hugmynd um
hvort hann ætlar að valsa um með
blómum eða mönnum.
En það er best að vera ekkert að
hlaupa of langt fram úr sér. Það er
frekar að maður láti það bara
standa, þangað til nær dregur, að nú
fer að líða að þessum herlegheitum.
Akureyrarvakan er annars ekki ein
af þessum þriggja daga hátíðum
með Húkkaraballi® eða Þukl-
araballi© í aðdragandanum. Þó geta
áhugasamir brugðið sér á Græna
hattinn í kvöld, ef menn vilja gæða
sér á ljúfum tónum í aðdraganda
vökunnar. Þar mun Jóhanna Gunn-
arsdóttir, læknir á FSA, sýna á sér
nýja hlið og syngja ljúfar ballöður í
bland við lög úr söngleikjum, popp-
og djasslög. Undirleikur verður í
höndum Margotar Kiis á píanó, Stef-
áns Ingólfssonar bassaleikara og
Láru Sóleyjar Jóhannsdóttur fiðlu-
leikara.
AKUREYRI
Hjálmar Stefán Brynjólfsson
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Mannhaf Áhorfendaskarinn á Akureyrarvöku í fyrra troðfyllti Listagilið.
Eftir Bergþóru Njálu Guðmundsdóttur
ben@mbl.is
Óðum styttist í að reykvískirforeldrar barna á aldrinum6 – 18 ára geti byrjað aðnýta Frístundakortið sem
Reykjavíkurborg hefur kynnt til sög-
unnar. Með kortinu geta foreldrar
greitt að hluta eða öllu leyti fyrir frí-
stundastarf barna sinna.
Um er að ræða 12 þúsund króna
niðurgreiðslu á frístundastarfi barna
í borginni fram að áramótum. Á
næsta ári mun niðurgreiðslan nema
25 þúsundum króna fyrir hvert barn
á þessum aldri og árið 2009 verður
hún 40 þúsund krónur á barn.
Að sögn Sólveigar Valgeirsdóttur,
verkefnastjóra Frístundakorta hjá
Íþrótta- og tómstundaráði Reykja-
víkur (ÍTR) geta foreldrar byrjað að
ráðstafa styrknum þann 1. sept-
ember næstkomandi en skilyrði er að
barnið sé þá skráð í tómstundastarf
hjá félagi eða aðilum sem ÍTR hefur
samþykkt.
„Félögin sækja um aðild hjá okkur
en við þurfum að samþykkja starf-
semi þeirra til að börn sem eru skráð
hjá þeim geti notað Frístundakortið
til að niðurgreiða námskeiðsgjöldin,“
segir Sólveig en á heimasíðu ÍTR,
www.itr.is, má finna reglur og skil-
yrði sem félag þarf að uppfylla til að
verða samþykkt.
„Öll helstu íþróttafélög, tónlistar-
skólar, skátafélög, ballettskólar og
fleiri eru þegar samþykkt af okkar
hálfu en samtals eru hátt í 80 félög á
skrá hjá okkur. Þar með eru líka fé-
lög utan Reykjavíkur því krakkar
héðan sækja margir hverjir tóm-
stundastarf í nágrannasveitar-
félögin.“
Ekki beingreiðslur til foreldra
Á heimasíðu ÍTR má finna lista yf-
ir þau félög sem þegar hafa verið við-
urkennd en Sólveig tekur fram að sá
listi sé ekki tæmandi þar sem stöðugt
bætist nýir samstarfsaðilar í hópinn.
„Svo má benda á að kirkjan er aðili
því þótt æskulýðsstarfið hjá þeim sé
almennt gjaldfrjálst eru einstaka
námskeið á þeirra vegum sem þarf að
borga fyrir og þá má ráðstafa styrkn-
um á móti þeim.“
ÍTR setur það sem skilyrði að tóm-
stundastarfið sem um ræðir sé iðkað í
tíu vikur samfellt að lágmarki. „Við
viljum að krakkarnir stundi starfið
yfir einhvern tíma því félagslegi þátt-
urinn er svo stór,“ segir Sólveig. „All-
ar kannanir sýna að krakkar, sem
eru í slíku langvarandi tómstunda-
starfi, byrja t.d. síður að drekka
ung.“
Til að foreldrar geti nýtt styrkinn
þarf viðkomandi félag, skóli eða sam-
tök að hafa sent ÍTR tilkynningu um
skráningu barnsins. Eftir 1. sept-
ember geta forráðamenn barnsins
farið inn á heimasíðu Rafrænnar
Reykjavíkur en tengil þangað má
finna á heimasíðu borgarinnar,
www.reykjavik.is. Þar birtist yfirlit
yfir það félagsstarf sem barnið er
skráð til þátttöku í svo forráðamenn
geti valið til hvaða félags styrknum
verður ráðstafað, öllum eða að hluta.
Þannig er ekki um beingreiðslur til
foreldra að ræða.
Sólveig bendir á að ekki þurfi að
sækja sérstaklega um styrkinn. „Það
er nóg að vera búsettur í Reykjavík
og eiga barn á þessum aldri og þá
kemur hann sjálfkrafa. Fólk þarf ein-
göngu að fara í gegn um Rafræna
Reykjavík til að ráðstafa styrknum,
að því tilskyldu að félagið hafi skráð
barnið inn í kerfið.“ Þeir sem ekki
hafa tölvuaðgang geta leitað til þjón-
ustumiðstöðva borgarinnar sem að-
stoða þá við ráðstöfun styrksins.
Búið að greiða allt árið
Sem fyrr segir er upphæðin 12
þúsund krónur fram að áramótum og
25 þúsund á næsta ári en upphæð-
irnar flytjast ekki milli ára. En hvað
þá um þá sem eru þegar búnir að
greiða þátttökugjöld alls ársins fyrir
börn sín? „Sum félög hafa farið þá
leið að endurgreiða fólki ef það ráð-
stafar styrknum til þeirra,“ svarar
Sólveig. „Þetta er eitthvað sem for-
eldrar þurfa að útkljá við viðkomandi
félag því við greiðum styrkinn ekki út
til einstaklinga.“
Aðspurð segir Sólveig ÍTR vak-
andi yfir því hvort félögin noti tæki-
færið til að hækka skráningar- og
þátttökugjöld. „Hækkanir þurfa ekki
allar að vera óeðlilegar, einfaldlega
vegna verðbólgunnar. Hins vegar
kölluðum við inn gjaldskrár félag-
anna frá því í fyrra og á þessu ári ein-
mitt í þeim tilgangi að fylgjast með
þessu. Ef okkur finnst hækkanir fé-
laganna óeðlilegar gerum við at-
hugasemdir. Eins biðjum við foreldra
að vera vakandi yfir þessu og koma
til okkar ábendingum, ef einhverjar
eru. Við höfum þegar fengið slíkar
ábendingar inn á borð til okkar.“
Í verstu tilfellum segir Sólveig
jafnvel mögulegt fyrir ÍTR að slíta
samstarfi við viðkomandi félag. „Auð-
vitað er það hagur félaganna að vera
skráð hjá okkur því þannig fá þau til
sín fleiri iðkendur. Kannski verður
þetta til þess að starfið hjá ein-
hverjum verði metnaðarfyllra en áð-
ur vegna þess að þau vilja uppfylla
okkar skilyrði um samstarf.“
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
Upprennandi Reykvískir íþróttamenn framtíðarinnar geta nú notið nið-
urgreiðslu á æfingagjöldum sínum með Frístundakorti ÍTR.
Tómstundir niðurgreidd-
ar með Frístundakorti
www.itr.is
www.reykjavik.is