Morgunblaðið - 23.08.2007, Síða 25

Morgunblaðið - 23.08.2007, Síða 25
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. ÁGÚST 2007 25 Það ætti að vera baráttumál allra að almenningur í landinu fái greidd mannsæmandi laun. En það er ekki síður mikilvægt að fólkið eigi kost á vörum og þjón- ustu á sanngjörnu verði. Það er hin hliðin á kjarabaráttunni og að mínu viti einn mikilvægasti þáttur kjarabaráttu nútímans. Það gengur ekki að bjóða fólk- inu í landinu eitt hæsta verð á matvælum, lyfjum, og bensíni í heimi og þá háu vexti sem allir þekkja. Við þurfum að ná íslensku verðlagi og ýmsum daglegum kostnaði almennings niður. Við þurfum sömuleiðis að létta af þjóðinni úreltum gjöldum, s.s. vörugjöldum, tollum og stimp- ilgjaldi. Við þurfum einnig að auka niðurgreiðslur á nauðsynlegri þjónustu. Má þar nefna leik- skólagjöld, tannlæknakostnað og námskostnað barna. Þetta er verkefni margra aðila í samfélaginu. Hið opinbera, bæði ríki og sveitarfélög, gegna hér lyk- ilhlutverki. Nýr ríkisstjórn- armeirihluti hefur nú þegar skuld- bundið sig til að lækka verð til neytenda og bæta kjör þeirra hópa sem standa höllum fæti. Þessi ríkisstjórn mun einnig af- nema stimpilgjöld og endurskoða vörugjöld og beita sér markvisst fyrir minni verðbólgu og lægri vöxtum. Þá mun ríkisstjórn Sam- fylkingar og Sjálfstæðisflokks bæta tannvernd barna með gjald- frjálsu eftirliti og auknum nið- urgreiðslum á tannviðgerðum barna ásamt því að tryggja að nemendur í framhaldsskólum fái stuðning til kaupa á námsgögnum. Auðvitað getur ríkisvaldið gert enn meira í þessum efnum en ný ríkisstjórn mun þó leggja sitt af mörkum til að hægt sé gera lífið á Íslandi ódýrara. En eftir stendur að atvinnurekendur, verslunareig- endur og innflytjendur átti sig á því að verkefnið í þessum efnum er ekki síður hjá þeim. Hér þurfa allir að leggjast á eitt. Ágúst Ólafur Ágústsson Lækkum verðlag Höfundur er varaformaður Sam- fylkingarinnar og formaður við- skiptanefndar Alþingis. Fréttir í tölvupósti Til leigu í Skútuvogi 1 Atvinnuhúsnæði - 3 x 173,7 fm – Frábær staðsetning Björn Daníelsson, lögg. fasteignasali Þverholti 14 | 101 Reykjavík | Sími 595 9000 | Fax 595 9001 | www.holl.is | holl@holl.is tákn um traust Ítarlegri upplýsingar liggja fyrir á skrifstofu Hóls, Skúlagötu 17. Upplýsingar gefur Stefán Bjarni í síma 694 4388. Um er að ræða þrjár einingar sem hver um sig er 173,7 fm að stærð. Fyrsta einingin er á 3.hæð og er með góðum innkeyrsludyrum. Gæti hentað vel fyrir heildsölu- eða þjónustufyrirtæki. Önnur og þriðja einingin eru á fjórðu hæð og gætu hentað prýðilega undir ýmiskonar skrif- stofustarfsemi. Leigist saman eða í sitthvoru lagi. Hóll kynnir - til leigu vandað skrifstofu- og lagerrými ERUM MEÐ KAUPENDUR AÐ EIGNUM Á EFTIRFARANDI SVÆÐUM: • EINBÝLI 160 - 200 FM. GARÐABÆ, KÓPAVOGI, MOS- FELLSBÆ • 3JA HERB. VERÐ 30 - 35 MILLJ. Í VESTURBÆ • 2JA HERB. VERÐ 14 - 16 MILLJ. Í 109, 111, 200, 201 • 3JA HERB. VERÐ 21 - 25 MILLJ. Í 104, 108, 105. • SKRIFSTOFUHÚSNÆÐI VERÐ: 40 - 50 MILLJ. REYKJAVÍK / KÓPAVOGI. • ATVINNUHÚSNÆÐI VERÐ:150 - 200 MILLJ. REYKJAVÍK / KÓPAVOGI. SÍMI 5 900 800 Ólafur B. Blöndal, löggiltur fasteignasali. SELJENDUR ATHUGIÐ! Upplýsingar veitir Sveinn Eyland sölumaður á skrifstofu Fasteign.is eða í gsm:6-900-8020 Ármúla 21 • 108 Reykjavík • Sími 533 4040 • Fax 533 4041 kjoreign@kjoreign.is • www.kjoreign.is Dan V.S. Wiium hdl., lögg. fasteignasali Mjög góð og mikið endurnýjuð 1. hæð og ris með viðbyggðum bíl- skúr í tvíbýlishúsi. Stærð alls 200,0 fm. Tvær samliggjandi stofur og fimm svefnherbergi. Suður svalir. Hellulögð innkeyrsla með snjó- bræðslu. Góð staðsetning. VERÐ: 45.0 Millj. jöreign ehf LAUGATEIGUR MEÐ BÍLSKÚR Tækniþróunarsjóður Kynningarfundur 28. ágúst í Húsi atvinnulífsins, Borgartúni 35. Rannís Rannsóknamiðstöð Íslands Laugavegi 13, 101 Reykjavík www.rannis.is Tækniþróunarsjóður boðar til opins kynningarfundar í Húsi atvinnu- lífsins þriðjudaginn 28. ágúst kl. 8:30 - 10:00. Fundurinn er ætlaður væntanlegum umsækjendum en umsóknarfrestur í sjóðinn er til 15. september. Dagskrá Davíð Lúðvíksson forstöðumaður Samtaka iðnaðarins er fundarstjóri. • Sveinn Þorgrímsson formaður stjórnar Tækniþróunarsjóðs gerir grein fyrir hlutverki sjóðsins. • Snæbjörn Kristjánsson og Oddur Már Gunnarsson, starfsmenn Rannís, fjalla um umsóknar- og matsferli sjóðsins. • Snæbjörn Kristjánsson kynnir Eurostars sem er nýr möguleiki fyrir fjármögnun verk- efna sptotafyrirtækja sem stunda ransóknir. • Tvö verkefni kynnt sem hlutu stuðning vorið 2006 Boðið verður upp á morgunverð á fundinum. Tækniþróunarsjóður heyrir undir iðnaðarráðherra. Sjóðurinn fjármagnar nýsköpunarverkefni í samræmi við meginstefnu Vísinda- og tækniráðs. Umsækjendur geta verið fyrirtæki, einstaklingar, rannsóknastofnanir og háskólar.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.